Morgunblaðið - 24.07.1988, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JÚLÍ 1988
Taipei. Reuter.
MIKLAR breytingar voru gerðar
á ríkisstjórn Taiwans á þriðju-
dag. Skipt var um fimm ráðherra
og athygli vakti að yngri embætt-
ismenn tóku við. Forsætisráð-
herrann Yu Kuo-hua hélt starfi
sínu en reynsla hans er talin sér-
staklega mikilvæg þegar svo
margir nýir ráðherrar taka við
embætti.
Shirley Kuo hagfræðingur, sem
er 58 ára gömul, gegnir nú emb-
ætti fjármálaráðherra landsins. Lee
Teng-hui, forseti Taiwan, setur nú
flármál landsins á oddinn og leitar
stuðnings við einkavæðingu ýmissa
banka og fyrirtækja í eigu ríkisins.
Frederick Chien er nú yfirmaður
efnahagslegra áætlana og þróunar
en litið er á það starf sem undirbún-
ing fyrir forsætisráðherraembættið.
Chen Li-an verkfræðingur og for-
maður Vísindaráðsins mun verða
efnahagsmálaráðherra.
Yngri umbótasinnar innan Þjóð-
emisflokksins höfðu hvatt Yu Kuo-
hua til að láta af embætti forsætis-
ráðherra en til þess kom ekki.
Nokkur gagnrýni hefur komið fram
á skipun Li-an og Chien þar sem
þeir hafa ekki neina reynsiu af
hagstjóm.
í Kaupmannahöfn
F/EST
í BLAÐASÖLUNNI
ÁJÁRNBRAUTA-
STÖÐINNI,
KASTRUPFLUGVELLI
OGÁRÁÐHÚSTORGI
sér, þeir eru almennt nægilega
sannfærðir um yfírburði sína um
flest. Og oft með réttu.
Þegar hugað er að ferð til Jap-
ans er mönnum nauðsynlegt að
kynna sér hitt og annað um land
og þjóð, svo að veran þar nýtist
og margt sé skiljanlegra en ella.
Og þessi Baedekers bók um
Japan er ágæt aflestrar. Hún gef-
ur skilmerkilega, en ekki of ítar-
lega og þungmelta lýsingu á landi
og þjóð, hefðum og arfleifð, gefn-
ar upplýsingar fyrir almenna
ferðamenn um hótel og ferðalög
innan landsins, matargerðarlist
þeirra. Og svo mætti lengi telja.
Margir hafa unnið að bókinni og
hún er til á ýmsum tungumálum.
Kort af landinu fylgir með. Það
er sjálfsagt að mæla með þessari
bók fyrir ferðamenn til Japans.
Og til þeirra sem einnig ferðast
bara þangað í huganum.
Þótt Japanir séu orðlagðir fyrir
kurteisi og fágun í framkomu,
kvarta margir undan því að þeir
séu einnig fullkomlega óútreikn-
anlegir og a.m.k. er ljóst að vest-
rænir kvarðar eru ekki brúklegir
í Japan.
Talsvert margir íslendingar
hafa lagt leið sína til Japans,
ýmissa erinda, um stuttan eða
langan tíma í senn og enda er þar
ugglaust af mörgu að hrífast.
Menn tala um menningarsjokk
sem þeir verði fyrir, því að hvað
sem öllum framförum og tækni
Japana líður, eru þeir fyrst og
fremst Austurlandaþjóð sem virðir
hefðir sínar, ekki af skyldu, heldur
af þeirri staðföstu vissu að þær
eru bestar og réttastar. Það er
kannski ofmælt að segja að Japan-
ir líti niður á útlendinga, kannski
þeir þurfi ekki að velta því fyrir Kápumynd
JAPAN
Erlendar bækur
Jóhanna Kristjónsdóttir
Baedeker’s Japan
Útg. Prentice Hall Press, New
York
Japan er mikið furðuland, efna-
hagsundur hefur þar orðið meira
en annars staðar í heiminum
síðustu áratugina og framleiðsla
Japana hefur aukist svo að ýmsar
stórþjóðir, eins og Bandaríkin hafa
staðið á öndinni: Japanir virðast
• w
Skipt um
ráðherra
geta framleitt allt og selt allt og
þeir þurfa nánast ekkert að kaupa.
Þarna er náttúrlega alhæft nokk-
uð, en samt hefur afkastageta
Japana á því sem nær öllum svið-
um síðustu áratugi verið með ólík-
indum.
Þó svo að Japanir hafi af skilj-
anlegum ástæðum tileinkað sér
sitthvað úr heimi Vesturlanda,
halda þeir öðrum fastar í gamlar
hefðir. Japanskt þjóðfélag er um
margt lokað útlendingum og þótt
útlendir menn búi allan sinn aldur
í landinu eru þeir samt ekki gjald-
gengir nema að hluta í japönsku
samfélagi.
í stjórn
Taiwans
HEFUR PU VITAÐ ÞAÐ BETRA?
UEI IIIIIAIIB
nEkmiiiviun
ÚT OG RESTIN
A12 MANUÐUM
TOYOTA-BÍLASALAN býöur einstök greiðslukjör á notuöum bílum í eigu
umboösins. 50% at kaupveröi greiðast viö samning en eftirstöövar eru lánaðar
í 12 mánuöi, vaxta- og verötryggingarlaust! Og ekki nóg
með þaö... Þeir sem staögreiöa fá 15% afslátt. //
Hjá TOYOTA-BÍLASÖLUNNI er gott úrval notaöra bíla
Veriö velkomin í Skeifuna og skeggræöiö viö sölu-
menn okkar: Pétur, Jón Ragnar, Jóhann eöa Egil.
Opiö milli kl. 9-19 virka daga og
kl. 10-17 laugardaga.
TOYOTA
BÍLASALAN
SKEIFUNNI 15.SÍMI 687120