Morgunblaðið - 24.07.1988, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.07.1988, Blaðsíða 10
10 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JÚLÍ 1988 Frá fréttaritara Morgunblaðsins í Flórens, Bergljótu Leifsdóttur. í blaðinu „Gente“, sem kemur út vikulega, var viðtal við Katia Ric- ciarelli, sem er ein af þekktustu óperusöngkonum á Italíu. I viðtali þessu minnist hún á nemanda sinn, Guðjón Óskarsson. Viðtal þetta er tekið í fæðingarbæ Katia, Rovigo, þar sem hún hélt tónleika ásamt nemendum sínum. Katia segir: „Ég er svo spennt. Ekki vegna þess að ég á að syngja, heldur fyrir þeirra hönd. Sum eru að koma fram í fyrsta skipti og eru kvíðin. Ég hef tekið miklu ástfóstri við þetta unga fólk. Fyrir mig eru þau meira börnin mín heldur en nem- endur.“ í eitt ár hefur Katia Ricciarelli verið söngkennari auk þess að syngja í óperum út um allan heim. Hún er listrænn forstöðumaður Söngskólans í Osimo í nágrenni Ancona, sem er einn af virtustu söngskólum í heimin- um. Hún ber ábyrgð á fræðilegri stefnu skólans, vali á kennurum og á öllu því, sem á einhvem hátt snert- ir listræna sköpun nemendanna. Katia segir að þetta sé viðkvæmt og mjög erfitt starf, sem er yfirleitt leyst af hendi af gömlum og virtum hljóm- listarmönnum. Og kannski er það í fyrsta skipti, sem söngkonu, sem enn er á besta aldri og er ennþá í sviðs- ljósinu, er falið þetta starf. Á tónleikunum í leikhúsinu í Rov- igo komu fram 16 nemendur og koma þeir alls staðar að úr heiminum. Á meðal ítalanna er tenórinn Fabio Macchini, sem er lögfræðingur, sópr- ansöngkonan Adriana Giunta, sem er 5. árs nemi í læknisfræði, einn íslendingur, bassinn Guðjón Óskars- son, einn Grikki, Nicolas Fagounis, ein japönsk, Yoriko Komiya, auk Kóreubúa. Katia segir: „Söngnám er bæði langt og erfítt nám. Það þarf að horfast í augu við alls konar fómir, vonbrigði og vonleysi. Listina „að syngja vel“ lærir maður ekki af bók- um. Bestu kennaramir eru frægir söngvarar, sem eru hættir að koma fram. Ég tel að það sé mikilvægt að kenna líka þegar maður er ennþá í sviðsljósinu. Það sem maður getur þá gefið nemendunum er eitthvað lifandi, eitthvað sem er tiltækt. Þar að auki elska ég „að lifa“ með nem- endunum mínum, taka þátt í vand- ræðum og vandamálum þeirra eins og móðir mundi gera. Þessir nemend- ur eru orðnir fjölskylda mín. Mörg þeirra eru fjarri heimalandi sínu og ættingjum og em stundum leið. Ég hef „ættleitt þá“.“ Nemendur hennar eru um fímmtíu. Þeir eru allir brautskráðir frá öðrum skólum og koma í þennan skóla til að sérmennta sig. Umsækj- endumir eru teknir inn eftir mjög strangt val. Námskeiðið tekur tvö ár og byijar í janúar og endar í júlí. Það eru 6 kennslustundir á dag og er mætingarskylda. Katia er spurð hvort þessir tónleik- ar séu hluti af áætlun skólans. „Regl- ur skólans gera ráð fyrir verklegum áefíngum og er hápunkturinn Hátí- ðin, sem fer fram í lok hvers skóla- árs. Ég tel það vera undirstöðuatriði að hinir ungu nemendur syngi eins mikið opinberlega og þeim gefst tækifæri til. Einungis með því að komast í samband við fólkið, með því að koma fram á raunverulegu sviði, lærir maður að syngja og að hafa stjórn á röddinni og tilfínning- unum. Þess vegna hef ég farið lengra í hinum verklegu æfingum skólans með þessum tónleikum. Með því að notfæra mér frægð mína og vináttu hefur mér tekist að sannfæra leik- húsin um að hýsa okkur. Fólkið myndi ekki koma í leikhúsið til að hlusta á þá sem eru að koma fram Katia Ricciarelli i hlutverki Desdemonu í Othello. í fyrsta skipti á leiksviði, en ég syng með nemendunum mínum og fólkið kemur til að hlusta á mig og þá einn- Söngkonan ásamt nemendum sínum. Guðjón Óskarsson er fremst til vinstri. ig á nemenduma. Eftir Rovigo förum við til Adria og síðan til Ancona. I ágúst munu nokkrir af nemendunum syngja í Ariccia á mikilvægum tón- leikum, sem vérður sjónvarpað. Aric- cia-borg veitir á hveiju ári verðlaun- in „Lauri-Volpi“ óperusöngvurum sem bera sérstaklega af öðrum. Verðlaunaafhendingin fer fram í mikilli veislu. í ár voru mér veitt þau og einnig bandaríska tenórnum Chris Merritt. Ég hugsaði strax til krak- kanna minna við verðlaunaafhend- inguna og ég spurði skipuleggjand- ann, sem er Teddy Reno, hvort ég fengi að syngja og varð hann við ósk minni. Ég er í skýjunum yfír að hafa unnið til þessara verðlauna og þá sérstaklega vegna þess að mér gefst tækifæri til að láta stóran áhorfenda- hóp hlusta á nemendurna mína.“ Tónleikarnir sem Katia Ricciarelli heldur með nemendunum sínum eru stórkostlegir. Katia skipuleggur þá eins og sýningu. Auk þess að koma fram með þeim er hún kynnir og skemmtikraftur. Hún gengur um sviðið, kynnir nemenduma, hún hvet- ur þá og segir brandara til að draga úr spennunni. Hún er fyndin og skemmtileg og áhorfendurnir heillast af henni. Katia Ricciarelli óperu- söngkona og nemandi hennar Guðjón Oskarsson í þimgavigt Myndlist Bragi Ásgeirsson Ætti maður að flokka verk lista- manna eftir þyngd þeirra og fyrir- ferð þá eru myndir sænska mót- listamannsins Claes Hake ótvírætt í þungavigt. Þetta munu og þyngstu og fyrir- ferðarmestu myndverk, sem nokkru sinni hafa ratað inn í vest- ursal Kjarvalsstaða, sem hýsir þau til loka mánaðarins. Verkin koma frá Svíþjóð og mun það óneitanlega hafa verið nokkur fyrirhöfn sam- fara því að flytja þau hingað til íslands. í Svíaríki eru miklar og merkar gijótnámur, enda landið óvenju ríkt af hvers konar málmum og gijót- tegundum, svo sem við höfum áður fengið að sjá t.d. í höggmyndum Sigurðar Guðmundssonar í Amst- erdam — sænska stálið þekkja svo allir. Það hlýtur að vera mjög spenn- andi fyrir myndlistarmenn að vinna í sænskum gijótnámum og mögu- leikamir ótæmandi svo sem fram kemur að nokkru á þessari sýn- ingu. Láta t.d. risastórar sögunar- vélar saga út grjótið og fagmenn slípa, ef vill. En Claes Hake er myndhöggvari í eðli sínu, sem víða hefur komið við og sem hefur mjög gott vald á handverkinu, og myndir hans em minna hugmyndafræðilegs eðlis en meira hrein og klár mótlistaverk. Það er til að mynda mjög sterkur tjákraftur í hinum sex grænu lág- myndum „Nótt og dagur“, er getur minnt á Rodin, en em þó mjög persónulegar í óhlutlægum fmm- krafti sínum, en þær myndir skera sig úr á sýningunni, enda elstar. Þær myndir em alltaf jafn sterk- ar á sýningunni hvaða tíma dags sem er, en hins vegar hjóta hin verkin sín ekki sem best á parkett- gólfí salarins, en þó sýnu skást við gerviljós á kvöldin. Eiga vísast best heima úti við, þar sem einfald- leiki þeirra skæri sig úr í fjölþættu umhverfí. Þá líkaði mér sýnu betur við verkin við aðra skoðun en fyrstu, en einfaldleikinn er einmitt iðulega nokkuð seintækur. Öll verkin fóm þá að höfða til mín, hvert á sinn sérstaka hátt, þannig að ég á erfitt að gera upp á milli þeirra, en líkar þau hins vegar prýðilega. I þeim er einatt einhver sérstök undirstöðuhugsun, sem getur verið í senn skondin sem hátignarleg, allt eftir því hvaða skilning maður leggur á hana. Ég nefni hér sem dæmi myndimar „Prinsessurnar tvær“ og „Prinsinn“. Þá er „Sverð- ið“ sterk mynd og formið óvægið svo sem vera ber, og sömuleiðis er kraftur í „Nautinu“. „Hjálmur- inn“ hittir í mark með sínu slípaða yfirborði og „Skógurinn" rís upp, kröftugur og ógnvekjandi eins og rammur galdur eða bæn, sem stígur til himins. Það er þannig, að þegar hugar- flugið er komið af stað í sambandi við slíkar myndir, öðlast þær nýja dýpt og óræðar víddir eins og öll sönn list á að gera. Claes Hake er maður, sem vill segja hlutina með verkum sínum og tekur afstöðu gegn öllum há- timbruðum lýsingarorðavaðli og segir m.a. að fuglafræði sé það fyrir fuglana, sem listvísindi eru fyrir listamennina. Hann virðist mjög sjálfstæður persónuleiki, sem dreymir stórar dáðir og það er ein- mitt nokkur dáð í sjálfu sér að koma þessari sýningu hingað til íslands. Hann er verkamannssonur og sem slíkur með lífið í lúkunum og ríka tilfínningu fyrir staðreynd- um lífsins. Flókinn persónuleiki, svo sem sjá má af lýsingu vinar hans: „Sá sem í raun og veru vill þekkja Claes Hake, ætti að festa sér bók í hundasálarfræði." Claes Hake telst ungur listamað- ur, fæddur 1945 og því aðeins 43 ára að aldri, en er fyrir það merki- lega þroskaður og sjálfstæður. í stuttu máli, sérstæð sýning sem verð er allrar athygli og ágæt sending frá frændum vorum Svíum, sem þakka ber fyrir með virktum...

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.