Morgunblaðið - 24.07.1988, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 24.07.1988, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JÚLÍ 1988 B 17 Hjá skála Björgunarsveitar Eyfellinga á Fimmvöröuhálsi. Riöiö upp Fosstorfuna.Skógasandur ifjarska ogMelrakkadalur i Skógarnúpi er lengst til hœgri. MorgunblaöiÖ: Halldór Gunnarsson. G/uggafoss. Hjá Króksfossi eöa Hrifandi eins og hann er einnig kallaður. Skammt fyrir ofan Skógafoss eru Hólmarnir, sáeyjar í árfarveginum og í þeim leifar af gömlum skógi sem staðurinn dregur nafn sitt af. Þar er Hestavaðsfoss, breiður og fallegur foss sem er aðallega á þver- veginn, en býr yfir kitlandi flúðum. Skógáin hefur sorfið hlíðina í sund- ur eins og listamaður, því ýmist eru gilin smágerð eins og eftir heklunál eða mikilúðleg úr höndum afls sem enginn fær mælt. Fossarnir taka á móti manni eins og ljóð af Ijóði, hver með sinn svip en allir með reisn. Fyrir ofan Hestavaðsfoss er Fosstorfufoss, þá Steinbogafoss, Rollutorfufoss, Skálabrekkufoss neðri, Kæfufoss, Skálabrekkufoss efri, Króksfoss sem sumir kalla Hrífandi, Gluggafoss og Landnorð- urstungufossar en þeir eru þrír tals- ins. Klæddur úðaslæðu Hjá Steinbogafossi er steinbogi sem unnt er að ganga á yfir ána, þar er mjög grýtt gil og djúpt, en árniðurinn er með ólíkindum fjöl- breytilegur, því aðstæður árinnar á ferðinni til sjávar er svo misjafnar, eins og ótal strengir í ótrúlegu nátt- úruhljóðfæri. Oft verða menn orð- lausir á þessari leið og það á við um Króksfoss, eða Hrífandi, sem er slíkt djásn að ógleymanlegt er. Þar er grasbali á brún frammi sem sífellt er klæddur úðaslæðu af undraheimi. Þegar fer að nálgast jökulræt- urnar harðnar jörð undir fæti, grös- ugar hlíðar fjara út og melar heíja leikinn, en hvarvetna er lyng á leið og harðbýlir skúfar. Rjúpa er gjarn- an í gönguferð með unga sína. Við efsta fossinn í Landnorðurstungum er vaðið yfir Skógána og fyrir nokkrum árum setti Ferðafélag ís- lands göngubrú yfir ána þar. Er það mikið og þarft öryggismál, enda sífellt íjölfamari leið. Upp undir jökulrótum Lágjökulsins milli Eyja- fjallajökuls og -Mýrdalsjökuls er skálinn á Fimmvörðuhálsi sem Ey- fellingar reistu. Þar er mikilvægt skjól fyrir ferðamenn, því snemma sumars og síðsumars sérstaklega geta orðið mjög snörp veðrabrigi á þessari leið og margur hefur þakk- að fyrir að komast í skálann á Fimmvörðuhálsi. „Hefurðu ekki séð Hófí?“ Við áðum í skálanum og veiting- ar vom fram bornar, jafnmargar tegundir af meðlæti og fossamir í Skógánni. Síðan er þægileg leið á allt að því sléttlendi yfir jökultung- ur Eyjaijallajökuls.Það tók um 45 mínútur að ríða yfir sléttan jökulinn og við Þrívörðusker var stigið af hestbaki, þeim snúið við með fylgd- armönnum, en ferðinni haldið áfram gangandi niður í Þórsmörk. Birtu- spilið var slíkt og ijallasýn að menn setti hljóða þótt flestir hefðu notið þess að spjalla saman á hægri ferð í Eyjafjallareiðinni. Eftir stundar- þögn segir séra Halldór Gunnarsson í Holti upp úr eins manns hljóði: „Það mun satt sem sagt er að hvergi á jarðríki sé að líta aðra eins fegurð og hér á einu andartaki." „Hefurðu ekki séð Hófí?“,spurði Ragnar Axelsson ljósmyndari Morgunblaðsins um hæl, og þannig gekk ferðin fyrir sig.sínum augum leit hver silfrið en allir voru sam- mála um fegurðina. „Það er engin spurning hvar dilkakjötið er best“ Farið var í rólegheitum niður Bröttufönn um Heljarkamb sem er skemmtilegur en auðfarinn þrösk- uldur á leiðinni niður hlíðina, þá tók við Morinsheiði, Heiðarhorn og hvert örnefnið á fætur öðru en sjálfsgt er að hafa gott kort með sér á þessari leið og helst afrit af Þórsmerkurpistlinum í árbók Ferða- félags íslands. Mýrdalsjökull, með öllum sínum skriðjöklum, blasir við handan gilja, Rjúpnafell, Hattfell, Útigönguhöfði, Almenningar, Tind- fjöll, Einhyrningur og hver laut, hóll, fjall eða fell á sér stað og stund í sögunni ef að er gáð. Gangan nið- ur með Heiðarhorni, þar sem fýllinn býr lengst frá sjó í heiminum og þarf að fljúga 70 kílómetra leið í hádegismatinn, var eins konar for- réttur að aðalréttinum sem er Strákagilið. Gangan með brúnum Strákagils er eftir göngustíg sem enginn nema Guð hefði getað valið, svo óaðfinnanleg er fegurðin á þess- ari leið. Við stöldruðum oft við á leiðinni niður og ósjaldan báru menn lófa að munni sé fylltan berj- um. í einni slíkri áningu hafði talið borist að því að þessi náttúru- paradís væri friðuð fyrir sauðkind- inni og væri það við hæfi þótt lambakjötið væri mikilvægt. Séra Halldór í Holti, sem er hrifnæmur maður, stóð fyrstur upp þegar áð hafði verið góða stund. Kvöldsólin sló roðabirtu á jökul og hlíð og hvanngrænt kjarrið andaði ilmi sínum. „Mikil er dýrð Drottins," sagði presturinn og bandaði hægri hendinni eins og í stólnum, en í sömu andrá skaust rolla undan kjarrinu á bannsvæðinu og bóndinn í prestinum hélt áfram óhikað af enn meiri sannfæringu: „Það er engin spurning hvar dilkakjötið er best.“ Menn ætla aftur Ósjálfrátt hægðu menn ferðina á endasprettinum. Ekki vegna þess að þreyta settist að eftir 7 tíma ferð, heldur vegna þess að menn vildu ekki láta þennan draum taka enda. En allt fram streymir enda- laust og bíll Austurleiðar beið í Básum og flutti ferðalangana í skála Austurleiðar. Þar beið kaffi og meðlæti, gufubað og hlý hús. Þægileg þreyta úr faðmi ijallanna titraði eilítið í hveijum og einum, en eitt er víst að sá sem fer þessa leið einu sinni ætlar aftur. TEXTI:Ámi Johnsen UOSMYNDIR: Ragnar Axelsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.