Morgunblaðið - 24.07.1988, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 24.07.1988, Qupperneq 28
28 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JÚLÍ 1988 Aster... ii'iq . þín mesta blessun. TM Reg. U.S. Pat Off.—all rights reserved © 1987 Los Angeles Tknes Syndicate Með morgunkaffinu Í'M*, -ft <4 : ír'NV///I >í J J l/7 ' X7 TARWOW&KI Ég held að annar hátalar- inn sé bilaður ... HÖGNI HREKKVISI „OS HVAPSBSIKOU OM SA/IAVEGIS RJÖ/VIAl'S l' EP'TIRRÉTT ? " Tryggingastofnun ríkisins: • Svar til ellilíf eyrisþega Kæri Velvakandi. Vegna símtals sem þú áttir við ellilífeyrisþega og birtist í dálki þínum 14. júlí síðastliðinn undirfyrir- sögninni „Skertur ellilífeyrir" vil ég taka eftirfarandi fram: Ellilífeyrinn hækkaði 1. júní í 9.577 kr. hjá einstaklingi og 8.619 kr. ftjá hvoru hjóna, ef bæði eru á bótum, og er hann óbreyttur í júlí. Ég býst við að það sé tekjutrygging- in, sem hefur lækkað hjá ellilífeyris- þega, vegna þess að hann hafi haft mun hærri tekjur árið 1987 en 1986. 1. júlí hvert ár eru færðar inn þær tekjur af síðasta skattframtali, sem áhrif hafa á tekjutryggingu, en það eru laun, lífeyrissjóðsgreiðslur og leigutekjur. Jafnframt er ákveðið nýtt frítelqumark, sem í ár er 127.980 kr. Það þýðir að ellilífeyris- þegi með þessar árstekjur eða minni árið 1987 fær óskerta tekjutrygg- ingu, 17.107 kr. á mánuði. Hafi hann haft 584.167 kr. í tekjur í fyrra eða meira fær hann enga tekjutryggingu. Ellilífeyrisþegi, sem býr einn, get- ur einnig fengið heimilisuppbót, sém nú er 5.816 kr. á mánuði, én hún skerðist í sama hlutfalli og tekju- tryggingin. Sérstök heimilisuppbót, sem er hæst 4.000 kr. á mánuði, er greidd þeim sem búa einir og eru tekjulausir. Séu þeir með 3.000 kr. mánaðartekjur fá þeir aðeins 1.000 kr. í sérstaka heimilisuppbót. Lög um tekjutryggingu og heimil- isuppbót voru sett til að tryggja þeim tekjulitlu og tekjulausu ákveðna lág- marksupphæð til lífsviðurværis. Ellilífeyrisþegi er velkominn til okkar í Tryggingastofnun ríkisins til að ræða malin. Ef tekjur hans eru lægri í ár en í fyrra munum við reyna að leiðrétta tekjutrygginguna ef mögulegt er. Margrét H. Sigurðardóttir, deild- arstjóri hjá Tryggingastofnun rikisins. Lánið hækkar þrátt fyrir afborganir Til Velvakanda. Þegar ég missti íbúðina mína þurfti ég að taka lán til fjögurra ára til að losa skuldir af eigninni. Ég hef greitt mánaðarlega af þessu láni á annað ár og mjakast upphæðin mjög hægt niður á við. Nú í júlí, þegar ég síðast greiddi af láninu hafði það hækkað úr 266.000 kr. í 270.000 kr. þótt ég greiði alltaf 11.000 kr. af því á mán- uði. Nú er svo komið að mér fínnst þetta vera eins og að moka sandi í botnlausa tunnu og taugar mínar eru að bresta af hræðslu við að þetta taki engan enda. Ég borgi og borgi en sjái aldrei neinn árangur og lánið hækki bara og hækki. Hvað gerir fólk í svona tilfellum? Ég vildi gjam- an heyra frá öðmm, sem eins er ástatt fyrir, og hvort hægt sé að taka ánnað hagstæðara lán einhvers staðar (mitt er verðtryggt og með vöxtum). Hafa lífeyrissjóðimir Ieyfi til að taka hæstu dráttarvexti af lánum, sem maður ræður ekki við að greiða? (Ofangreint er ekki lífeyrissjóðslán). Með bestu kveðjum, Áhyggjufull. Yíkverji skrifar Oft heyrast þær raddir að við leitum langt yfir skammt, þeg- ar farið er í sumarfrí. Óþarfi sé að endasendast til útlanda, landið sjálft hafí svo margt upp á að bjóða. Vissulega er það rétt, að minnsta kosti þegar eini tilgangurinn er ekki að baða sig í sól — hún er vonarpeningur hér. Annars hafa ýmsir orðað það svo að hér sé allt- af gott veður, menn þurfi aðeins að búa sig rétt. Víkverji er í raun- inni á sama máli og er hann illa svikinn, ef menn sjá eftir ferð um landið sé tillit tekið til þessa. Þó verða menn að gefa sér nægan tíma, þjóta ekki milli staða og að- eins berja augum það sem frá vegin- um sést. Víkverji hefur á undanförnum ámm ferðast vítt og breitt um landið. Þar er að finna marga dá- samlega staði og kannski ekki síst þegar bmgðið er af alfaraleið. En hér em líka til staðir þar sem hægt er að halda kyrru fyrir um lengri eða skemmri tíma. Víkverji heim- sótti einn þeirra um síðustu helgi, þ.e.a.s. Kerlingarfjöll, þar sem starfandi er skíðaskóli. Þótt sá, sem stýrir penna Víkverja í dag, hafi ekki stigið á svigskíði í mörg ár lét hann sig hafa það að leigja skíði og annan útbúnað á staðnum og halda upp í snjóinn, hálfkvíðinn þó. En hér er ekkert að óttast. Skíðakennaramir, elskulegt ungt fólk, flokkuðu hjörð- ina eftir getu og hver og einn fékk kennslu, leiðbeiningar og brekku við hæfi. Opnaðist Víkverja þarna enn ein dásemd landsins. Og þeir Kerlingarfjallamenn sjá einnig um að mönnum leiðist ekki, þegar komið er heim í skála að lokn- um leik á fannbreiðunum. Haldið er uppi miklu fjöri á kvöldin með söng og gamanmálum, sem gestir sjálfír taka beinan þátt í. Stokkast fólkið þarna saman á skammri stundu svo að úr verður ein fjöl- skvlda. Það er svo sannarlega slak- að á taugum í því sérstæða and- rúmslofti. Sú aðstaða, sem þeir Kerlingar- fjallabændur hafa byggt þama upp, hlýtur að vekja aðdáun. En fyrirhafnarlaust hefur það ekki ver- ið og aðeins tekist með miklum dugnaði — skref fyrir skref. Og enn láta þeir ekki staðar numið. Nú er t.d. verið að koma þarna fyrir heit- um pottum, þar sem menn geta látið þreytuna líða úr sér eftir skíða- ferðirnar. Næst kemur svo að því að bæta lyfturnar í fjallinu. Er það brýnt verkefni, en kostar sinn pen- ing og óvíst hvenær hugsjónamenn- imir í Kerlingarfjöllum hafa bol- magn til slíks. En þá er komið að spurning- unni. Hvar er best komið því fé, sem varið er til ferðamála hér innanlands? Skyldu Kerlingarfjöll , ekki vera þar á blaði? Kerlingar- fjöll njóta nú þegar mikilla vin- sælda. Þeir, sem komist hafa á bragðið, fara þangað ár eftir ár til léngri eða skemmri dvalar. Heilu fjölskyldumar, bömin, unglingarn- ir, pabbar og mömmur, afar og ömmur njóta þar verunnar saman. Hlýtur ekki slíkur staður að höfða til þeirra, sem stuðla vilja að sumar- dvöl íslendinga í eigin landi í heil- næmu og ómenguðu umhverfi. Vin- sælt er að tala um hvað sé þjóð- hagslega hagkvæmt. Ef bætt að- staða í KerlingarQöllum er það ekki, veit Víkveiji ekki hvað þau orð þýða. En það er ekki aðeins mannlífið, sem blómstrar í dalverpinu sem hýsir skíðaskálann í Kerlingarfjöll- um, þar er einnig gróðurvin, er stingur mjög í stúf við þann berang- ur, sem ekið er um á leiðinni allt frá Gullfossi. Hugurinn fyllist trega, þegar horft er yfir nakta mela, en iðjagrænir rofabakkar á stöku stað gefa til kynna það gróðurríki, sem var hér áður, og þau ókjör af jarð- vegi, sem hafa fokið út í veður og vind. En það er önnur saga. t tit frb rfrl hz.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.