Morgunblaðið - 24.07.1988, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 24.07.1988, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JÚLÍ 1988 B 29 Hættið að senda hver öðrum tóninn Ábending til ráð- herranna Til Velvakanda. Háttvirta ríkisstjórn íslands. Hættið að senda hver öðrum tón- inn í fj'ölmiðlum. Vandamálin fá eðlilegustu og áhrifaríkustu af- greiðslu á einkafundum ríkisstjórn- arinnar. Mér er alveg ljóst að verk- efni ykkar eru vandleyst, en stapp- ið í ykkur stálinu og finnið skárstu úrlausnirnar og ég tel að þjóðin í heild muni þakka ykkur og að þið fáið fleiri atkvæði en þið kunnið að tapa, ef þið sýnið fulla ábyrgð. Það er augljóst mál, að aðgerð- irnar hljóta að koma illa við all- flesta borgara þessa lands. En það er margt til vinnandi til að ná niður verðbólgunni og þar með hinum svokölluðu okurvöxtum, en þeir hverfa um leið og verðbólgan er komin niður í það sem kalla má eðlilegt, eða á það stig sem gerist í okkar helstu viðskiptalöndum. Mér finnst alveg augljóst, að verkalýðurinn skilur nauðsyn þess að komið var í veg fýrir verkföll, sem hefðu leitt til öngþveitis. Það er að sjálfsögðu rétt að það var sorglegt að þurfa að afnema verk- fallsréttinn, en nauðsyn brýtur lög í þessu máli. Samningsrétturinn var ekki afnuminn en bundinn við 10%. Verkfallsrétturinn kemur afturþeg- ar markmiði um verðbólguna hefur verið náð og 10% markið kemur í veg fyrir að sérlqarahópamir geti vaðið fram með margfaldar launa- kröfur og misrétti. Það Veit ég að verkalýðsforystan skilur. Hins ber að gæta, að við velflest viljum aðhald í verslunarmálum og að verslunareigendur geti ekki mokað upp óeðlilegum ágóða á kostnað neytenda. Þar ber stjóm- völdum að hafa sterka hönd í bagga. Vissir aðilar hafa hagað sér á þann hátt, að manni hefur dottið í hug hvort það væri ekki betra að fá þeim skóflu í hönd til að moka sandi, heldur en láta þá óhindrað valda gífurlegum viðskiptahalla með eyðsluframkvæmdum, sem ekki gefa arð. Þriggja til fjögurra milljarða framkvæmdir í byggingu verslunarhúsnæðis á tveggja ára tímabili, algerlega að óþörfu (nóg var fyrir), hafa varla minnkað verð- bólguvandann. Þjóðin í heild þarf að ná áttum og athuga að það er vænlegra að eyða í hófi en óhófi. Jón Eiríksson. Virðingarleysi sólarlandafarþega Til Velvakanda Sólarlandaferðir hafa aldrei verið vinsælli en einmitt núna, sem er á skjön við þær upplýsingar sem vísindamenn keppast við að koma á framfæri um óhollustu sólbaða fyrir hömndsljósa norðanmenn. Þynning ósonlagsins virðist ekki valda fólki áhyggjum svo nokkru nemi. Raunar er mér alveg sama um þá sem vilja flatmaga á sóla- strönd og drekka í sig útfjólubláa, krabbameinsvaldandi geisla. Það er annað sem fer í taugamar á mér. Það er almennt virðingarleysi sólar- landafarþega við íbúa og menningu miðj arðarhafsl anda. Eg hef dvalið nokkuð mikið á Spáni og þekki þar best til af mið- jarðarhafslöndunum. Ég dvaldist þar meginhluta síðasta vetrar og undir lok dvalarinnar átti ég leið um nokkra helstu dvalarstaði sól- þyrstra norðurálfubúa, Marbella, Benidorm og Mallorca. Þótt eiginleg ferðamannavertíð væri ekki hafin fyrir alvöru blöskraði mér það virð- ingarleysi, sem Spánveijum er sýnt. Þegar ekið er eftir suðurströnd- inni frá vestri til austurs má sjá endalausan frumskóg auglýsinga- skilta meðfram vegunum, þar sem fasteignir, golfklúbbar og önnur hægindi fyrir efnað fólk er auglýst. í sjálfu sér væri ekkert við það að athuga ef textinn væri ekki á ensku og þýsku með stóru letri gegnum- sneitt, en neðanmáls á spænsku. Þetta var fyrsta áfallið þegar tók að nálgast ferðamannastaðina. Svo þegar þangað er komið má sjá samskonar áletranir. En það sem verra er þá eru sumar verslanir sem auglýsa að þær séu í eigu Englend- inga, Þjóðveija eða annarra, eins og til aðgreiningar frá verslunum í eigu Spánveija. Auðvitað er hér verið að ýja að því að Spánveijum sé ekki treystandi, sem er svívirði- legt athæfi, ekki síst þar sem gest- gjafamir eru Spánveijar! Telja ‘ mætti upp ótölulegan fjölda svip- aðra dæma, eins og útvarp á ensku, sem alls staðar glumdi á Marbella. Hvemig litist íslendingum á ef suð- urströnd landsins fylltist af „ferða- mönnum", sem létu sem þeir ættu landið og lítilsvirtu okkur og menn- ingu okkar? Það er til prýðileg bók um Spán og Spánveija nútímans, sem því miður hefur ekki verið íslenskuð, sem ber heitið „The Spaniards" og er eftir John Hooper. Mig langar til að hvetja þá sem geta að lesa þessa bók áður en þeir halda til Spánar, þeirra sjálfra og ekki síður gestgjafanna vegna. Þar kemur margt forvitnilegt fram sem of fáir vita um. Fyrir um þijátiu ámm síðan var strandlengja Spánar verð- laust land, sem enginn hirti um. En svo kom túrisminn! Slegist var um landið og peningar fóm að streyma inn í laiidið í þeim mæli, sem innfæddir þekktu aðeins af afspurn. Viðbrigðin fyrir unga Spánveija í atvinnuleit, sem flykkt- ust til strandar til að þjónusta ferða- mennina, vom slík, að geðsjúkrahús fylltust af fólki, sem þjáðist af þunglyndi, sem átti rætur sínar að rekja til „menningarárásar“. Og þessi geðsjúkdómur fékk sér nafn. Ég efast líka um að margar ungar stúlkur, sem striplast um strend- umar berbijósta viti hvaða áhrif þetta hefur á sálarlíf spænskra stúlkna. Spánn er rammkaþólskt land og siðferðisvitundin eftir því. Það er ekki sjálfsagt mál að spæn- skir foreldrar Hti það björtum aug- um ef dætur þeirra hegðuðu sér með svipuðum hætti. Striplist heima hjá ykkur, þar sem það er talið sjálf- sagt, en virðið þær siðferðisreglur, sem gilda í landi gestgjafanna. Sem betur fer hefur sjálfstraust spænsku þjóðarinnar styrkst á und- anfömum áram, sérstaklega eftir endurreisn lýðræðis í landinu. Það má til dæmis sjá á því, að veitinga- staðir heita nú frekar „Casa Man- olo“ eða „Los hermanos" en „Tex- as“ eða „Paris", eins og algengt var áður. Þannig að þótt þeir taki fegins hendi þeim tekjum, sem af ferðamönnum er að hafa, þá er ekki víst að þeir líði framkomu margra sólardýrkenda öllu lengur. Íslendingar gera helst þá kröfu til útlendinga, sem sækja fsland heim, að þeir hafi lesið allar íslend- ingasögumar, þekki Gullfoss og Geysi af myndum og þekki sögu okkar í stómm dráttum. Ef lág- marksþekking í þessa verana er ekki fyrir hendi móðgast margir. Það minnsta sem við íslendingar getum gert þegar við sækjum aðrar þjóðir heim er að virða íbúana, sögu þeirra og menningu. Þannig virðum við okkur sjálf mest. Spánarvinur. Þessir hringdu .. Forsetakosn- ingarnar Ingibjörghringdi: „Ég er þakklát dr. Gunnlaugi Þórðársyni, sen skrifaði pistil um forsetakosningamar fyrir nokkm síðan. Þetta var eins og talað út úr mínu hjarta og ég held að það sem hann skrifaði hafi verið það sewm flestum hafi þótt um þessar kosningar." Orðabók í óskilum Ensk-íslensk orðabók var skilin eftir í gistihúsinu Langholti á Snæfellsnesi. Eigandinn getur haft sambannd við Langholt í síma 93-56789. Blöðunum fleygt á bílaplanið Ólafur • Ingimundarson- hringdi: „Ég rek sölutum í Garðabæn- um á Garðaflöt 16-18. Sendibíl- stjóramir, sem koma með Morg- unblaðið til mín, fleygja alltaf blöðunum á bílaplanið fyrir utan og oft er búið að aka yfir þau þegar ég sæki þau. Bílstjórar frá öðmm blöðum koma yfirleitt mepð þau inn. Ég hef gert athuga- semd við þetta, en engin breyting hefur orðið á þessu. Mér finnst þetta vera óvirðing við blaðið og mér þætti leiðinlegt að þurfa að hætta að selja það af þessari ástæðu.“ PASSA- MY fyrir þá sem er alveg sama BERIÐ SAMAN VERÐ LJuSMYNDASTOFA GUÐMUNDUR KR JÓHANNESSON LAUGAVEGI178 SlMI689220 Vönduð vinna og góð þjónusta skiptir máli. Háskóli íslands - Endurmenntunarnefnd (Námskeið haldið í samvinnu við menntamálaráðuneytið) Notkun tölva við kennslu Námskeið í hönnun kennsluhugbúnaðar 8.-12. ágúst 1988 Fyrir hverja: Þetta námskeið er sér- staklega ætlað framhaldsskólakenn- urum, grunnskólakennurum, sér- kennurum og námsefnishöfundum. Ekki er nauðsynlegt að hafa unnið við tölvu. Lýsing: Þetta námskeið verður sniðið eftir norrænum aðferðum í hönnun kennsluhugbúnaðar og fyrirlesarar koma frá Noregi. Kennt verður hvernig ganga á frá hugmyndum um tölvustutt námsefni þannig að forritari geti tekið við. Ekki þarf neina forritunarkunnáttu til að sækja þetta námskeið. Leiðbeinendur: Borre Stenseth og Ivar Minken. Námskeiöiö veröur haldið í Verslunarskóla íslands. Skráning er á aðalskrifstofu Háskóla fslands í síma 694306. /\ John Drummond Golfskálanum Grafarholti sími 82815.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.