Morgunblaðið - 04.08.1988, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 04.08.1988, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 1988 Humarvertíð fram- lengd um hálfau mánuð Sjávarútvegsráðuneytið hefur ákveðið að framlengja yfirstand- andi humarvertíð. Henni á að ljúka 31. ágúst, en áður var gert ráð fyrir að 15. ágúst yrði síðasti leyfilegi veiðidagurinn. Að sögn Jóns B. Jónassonar, skrifstofustjóra í Sjávarútvegsráðu- Ungmemii létustaf slysförum Tvö ungmenni biðu bana í slysum síðastliðinn fimmtudag. Pilturinn, sem lést er hann féll frá borði Vestmananeyjaferjunnar Heijólfs hét Sigurður Erlingsson, 19 ára gamall, til heimilis að Mel- ási 4 í Garðabæ. Stúlkan, sem lést í umferðarslysi við Stöðvarfjörð, hét Sæunn Þor- leifsdóttir, 18 ára gömul, til heimjl- is að Borgargerði 12, Stöðvarfirði. Sigurður Erlingsson. neytinu hefur humarvertíðin verið framlengd flest undanfarin ár. „Veiðin var léleg til að byija með í sumar og það hefur því mikið verið spurt um þetta. Við ákváðum þess vegna að draga ákvörðunina ekki lengur. Það breytir í sjálfu sér litlu um heildarmagn aflans þótt nokkrir bátar veiði lengur en til 15. ágúst, en framlengingin hjálpar þeim, sem ekki hafa klárað kvótann sinn þá.“ Humarvertíðin fór einkar illa af stað á Höfn í Hornafirði og er þess- ari ákvörðun því fagnað þar. Elvar Einarsson hjá Fiskiðju Kaupfélags Austur-Skaftfellinga sagði fram- lenginguna bæta stöðuna mikið. „Við erum mjög ánægðir með þetta," sagði hann. „Það á að vísu eftir að koma í ljós, hvernig veiðin verður það sem eftir er vertíðarinn- ar en við þurfum auðvitað á öllum þeim afla að halda, sem mögulegt er að ná á land.“ Búrfellrifið Morgunblaðið/Bjarni BÚRFELL, húsið sem stóð við hlið Sláturfélags Suðurlands við Skúlagötu i Reykjavík hefur nú verið rifið. Reykjavikurborg keypti húsið til niðurrifs af Garðari Gíslasyni hf. sem rak þar kjötvinnslu og gærusútun. Að sögn Þórðar Þ. Þorbjarnarsonar, borgar- verkfræðings, stendur til að reisa á lóðinni þjónustuíbúðir fyrir aldraða á vegum Reykjavíkurborgar. Verið að ljúka við gerð teikninga af þeim og hefjast framkvæmdir væntanlega snemma á næsta ári. Sæunn Þorleifsdóttir. Fjórir dós- entar í pró- fessorsstöður FORSETI íslands hefur að til- lögu menntamálaráðherra, Birg- is ísleifs Gunnarssonar, skipað fjóra dósenta til að vera prófess- orar við Háskóla íslands. Þeir eru: Gísli Már Gunnarsson prófessor í vatnalíffræði við raunvísindadeild, Jónas Gíslason prófessor í guðfræði við guðfræðideild og Sigfús Björns- son prófessosr í rafmagnsverkfræði við verkfræðideild. Þeir þrír voru skipaðir frá 1. júní 1988 að telja. Jón Guðnason var einnig skipaður prófessor í sagnfræði við heim- spekideild frá 1. júlf 1988 að telja. . ■ ' ■ ■ ' ilt ■■ 1 LiázJ er stor- Kostleg nýjung í ríslenskri málningar- framleiðslu. ___4\ er fljótþornandi og auöunnin akrýlmálning ætluð á litað stál, þök og vegg- klæðningar, því allt litað stál þarf viðhald. T.d. er ekkert litaö stál variö gegn mengun úr andrúmsloftinu. Þótt stálið hafi ekki ryðgað eóa yfirborð þess ekki byrjað að flagna, þarfnast þaö samt sem áður viðhalds. er fáanlegur í 8 staöallitum og hægt að fá hann í yfir 2000 sérlöguðum litum eftir litakerfi ALCRO. fæst í 1, 4, og 10 lítra umbúðum. A\Wf ,fKKRÝLMÁLNI mOKýl AÞak-OGVEGGKIÆÐNII ■ ^ÁK-OGVEGGKlÆÐNlNe^ i Málningarverksmiðja mmmmm i Shppféiagsins mm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.