Morgunblaðið - 04.08.1988, Blaðsíða 46
46
MORGUNBLAÐŒ) IÞROTTIR
FTMMTUDAGUR 4. AGUST 1988
Gunnar
Valgeirsson
skrifar
ÍÞR&mR
FOLX
■ ENGIN stórviðskipti hafa átt
sér stað meðal félaga í NBA-deild-
inni eftir háskólavalið fyrir nokkr-
um vikum. Ekkert hefur frekar
gerst í málum þeirra
Charles Barkley,
sem vill fara frá
Fíladelfíu og Mo-
ses Malone , sem
nú er með lausan samning hjá
Washington.
■ KURT Rambis, Los Angeles
Lakers er nú með lausan samning
og búist er við því að Lakers sam-
þykki að hann fari til Charlotte
Homets, sem er annað hinna
tveggju nýju félaga sem spila í
NBA- deildinni næsta vetur.
■ SCOTTIE Pippen, hinn efni-
legi nýliði Chicago síðastliðinn vet-
ur, gekkst undir uppskurð við
bijósklosi í baki í síðustu viku.
Hann mun því missa af fjórum til
fímm fyrstu vikunum af keppn-
istímabilinu, sem hefst í byijun
nóvember.
■ LIÐ Fíladeifíu hefur nú boð-
ist til að borga Andrew Toney 2,5
milljónir dala ef hann samþykkir
að hætta að spila körfuknattleik.
Toney, sem á við erfíð meiðsl að
stríða, hefur lítið spilað undanfarin
þijú ár með liðinu. Ástæða þess að
liðið vill borga Toney þessa upphæð
er sú að þá losnar ein staða fyrir
nýjan leikmann hjá liðinu, en lækn-
ar liðsins telja mjög ólíklegt að
Toney geti leikið meira í deildinni
vegna þessara meiðsla.
■ JOHN Thompson, þjálfari
Kurt Rambls. Fer hann til Charlotte
Homets?
körfuknattleiksliðs Bandaríkjanna
á Olympíuleikunum í Seoul hefur
nú minnkað hóp þeirra háskólaleik-
manna sem hófu þjálfun í maí úr
40 í 17. Mikil keppni er um sæti í
liðinu, en Thompson mun enn
þurfa að fækka í þessum hópi áður
en hann tilkynnir endanlegt lið sitt.
Þess má geta að ólympíuliðið kepp-
ir sýningarleik við úrvalslið þann
14. ágúst nk. Meðal leikmanna í
úrvalsliðinu verða þeir Charles
Barkley, Isiah Thomas og Mic-
hael Jordan.
■ NÚ ERU einungis sjö lið eft-
ir í MISL innanhússknattspymu-
deildinni í Bandaríkjunum. I fyrra
vom 12 lið í deildinni, en eigendur
St. Louis, Minnesota, Chicago,
Tacoma og Cleveland ákváðu að
hætta þátttöku í deildinni vegna
fjárhagserfiðleika. Lið Cleveland
hafði mestan áhorfendafjölda á
síðasta keppnistímabili og liðið
komst auk þess í lokaúrslit síðastlið-
ið vor. Þessi ákvörðun eiganda liðs-
ins að hætta þátttöku kom því nokk-
uð á óvart. Engin áform eru í
Bandarikjunum um að stofna at-
vinnudeild utanhúss þó að heims-
meistarakeppnin í knattspyrnu fari
fram þar í landi árið 1994. Knatt-
spyma er mjög vinsæl íþróttagrein
meðal bandarískra barna og ungl-
inga, auk þess hún hefur átt auk-
inni velgengi að fagna í háskólum.
Ekki virðist þó enn vera grundvöll-
ur fyrir sterkri atvinnudeild í
Bandaríkjunum.
■ LISELOTTE Neumann frá
Svíþjóð vann opna bandaríska
meistaramótið í golfí kvenna. Sigur
Neumann kom mjög á óvart, þar
sem enginn reiknaði með því að hún
myndi blanda sér í toppbaráttuna.
Neumann var að vonum ánægð
með sigur sinn og sagði að engin
ástæða væri fyrir konur úr öðrum
löndum að vera með minnimáttar-
kennd gagnvart bandarísku at-
vinnukonunum.
■ CBS—SJÓNVARPSSTÖÐIN
gerði samning við forráðamenn
Vetrarólympíuleikana 1992, sem
haldnir verða í Albertville í
Frakklandi. CBS mun þurfa að
borga 243 milljónir dala (tæplega
11,2 milljarða króna) fyrir sjón-
varpsréttinn.
FRJALSAR IÞROTTIR / SPJOTKAST
Einar á 7.
bestakast
frá upphafi
EINAR Vilhjálmsson á sjö-
unda lengsta kast frá upp-
hafi, með nýja spjótinu svo-
kallaða, skv. nýjum afreka-
lista — en íslandsmet hans
er 84,66 metrar.
Tékkinn Jan Zelezny hefur
kastað lengst allra með nýja
spjótinu — 87,66 m og er það að
sjálfsögðu heimsmet. Hann náði
þeim árangri 1987. Næstur er
Vestur-Þjóðveijinn Klaus Tafel-
meier með 86,64 m (1986), þá
Bandaríkjamaðurinn Tom Petran-
off með 85,38 m (1986), fímmta
besta árangurinn á Bretinn Hill,
85,24 m (1987), þá kemur Sovét-
maðurinn Ievsiukov með 85,16 m
(1987), síðan Finninn Koijus með
85,14 (1988) og loks Einar, með
84,66 sem fyrr segir, en þeim
árangri náði hann fyrr á þessu ári.
ísiandsmet Einars skipar hon-
um í 4. sæti á heimslistanum yfír
afrek yfírstandandi árs. Zelezny
hefur kastað lengst í ár, 86,88
m, Tafelmeier á 85,96 m ( ár og
Koijus 85,14 m.
Vésteinn Hafsteinsson er í 16.
Elnar Vllhjálmsson.
sæti á heimslistanum fyrir afrek
í kringlukasti á yfírstandandi ári
með 65,60 m. Lengsta kastið f ár
á Sovétmaðurinn Ubartas, 70,06
metra.
Það fer ekki á milli mála að v-þýsku Montana- og Kalk-
hoff- hjólin, sem hlotið hafa sérstaka viðurkenningu í V-
Þýskalandi, eru hjól ársins vegna einstaklega fallegs útlits
og sérstakra gæða.
Við getum nú boðið nokkur hjól á einstöku tilboðsverði
vegna hagstæðra samninga.
Vandaður
3-gírabúnaður
Auka handbremsa
Stærð Aldur Verð
20“ án gíra fyrir 6-9 ára kr. 8.650.-
24“ án gíra fyrir 9-12 ára kr. 8.970.-
24“ 3 gírar fyrir 9-12 ára kr. 11.430.-
26“ ángíra fyrir 12ára og eldri kr. 9.320.-
26“ 3 gírar fyrir 12 ára og eldri kr. 11.960,-
28“ 3 gírar fyrir fullorðna kr. 11.970.-
HERRA:
Stærð Aldur Verð
26“ 3 gírar 12 ára og eldri kr. 11.960.-
28“ 3 gírar fyrir fullorðna kr. 11.970,-
28“ 10girar fyrirfullorðna kr. 12.210.-
Afturljós
Teinaglit
Orugg fótbremsa
Sérverslun /»• Reiðhjólaverslunin
ímeiraen
hatfaold
ÖfíN/NN
Spítalastíg 8
við Óðinstorg
Símar: 14661 og 26888