Morgunblaðið - 04.08.1988, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 04.08.1988, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 1988 Barnsrán á Ítalíu: Sleppt eftir 17 mán- uði í höndum ræningja Tórínó. Frá Brynju Tomer, fréttaritara Morgunblaðsins. Reuter Marco kominn heim til pabba og mömmu eftir 17 mánuði í haldi mannræningja. MARCO Fiora var ekki nema fimm ára þegar honum var rænt sofandi úr höndum móður sinnar, að morgni 2. mars 1987. Rænin- gjamir fóru fram á um 100 millj- ón króna lausnargjald, sem er engan veginn í samræmi við lágar tekjur foreldranna. Fjölskyldan býr í Tórínó, en Marco var sleppt úr haldi á Suður-Ítalíu, um 1.000 kilómetra frá heimUi sínu. Þetta er lengsta mannrán á Italíu, og sennilega það sem snert hefur almenning mest, enda heyrðust hróp á götum Tórinó á þriðjudag eftir að ljóst var að 17 mánaða angist var á enda. „Marco hefur verið sleppt!“ hrópaði fólk. Marco litli hitti föður sinn á þriðjudagsmorgun en endurfundim- ir voru ekki eins og faðir hans hefði helst óskað. „Af hveiju léstu mig var gjalddagi húsnæðislána ÞU HAGNAST Á EIGIN SKILVÍSI Það er þér í hag að greiða af lánum á réttum tíma og forðast óþarfa aukakostnað af dráttarvöxtum, svo ekki sé minnst á innheimtukostnað. Þú getur notað peningana þína til mun gagnlegri hluta, til dæmis í að: Fiísaleggja baðherbergið kaupa nýtt veggfóður á bamaherbergið eða eignast nýjan borðbúnað. 15. ágúst Eindagi lána með lánskjatavísitölu. M31. ágúst| .MMMMTrtMM|HMMMMMH»l Eindagi lánameð byggingarvisitölu. Gjalddagar húsnæðislána eru 1. ágúst, 1. nóvember, 1. febrúar og 1. maí (sum lán hafa fjóra gjalddaga á ári, önnur aðeins einn). Merktu gjalddaga þíns láns inn á dagatalið þitt, þá gleymir þú síður að gera tímanlega ráð fyrir næstu greiðslu. SPARAÐU ÞÉR ÓÞARFAIJTGJÖLD AF DRÁTTARVÓXTUM Greiðsluseðlar fyrir 1. ágúst hafa verið sendir gjaldendum og greiðslur má inna af hendi í öllum bönkum og sparisjóðurn landsins. [=§□ Húsnæðisstofnun ríkisiits vera svona lengi þama?“ spurði bamið og grét. „Af hveiju borgað- irðu mönnunum ekki fyrr?“ Ljóst er að ræningjamir hafa heiláþvegið bamið á þessum 17 mánuðum. Marco, sem var fáorður við frétta- menn, sagði þó að ræningjamir hefðu haft hann í handjámum, hann hefði ekki séð nein börn á þessum tíma, og aldrei fengið leikfang í hendur. Marco sagði einnig að ræn- ingjamir hefðu sagt honum að þeir yrðu að hafa hann í haldi, því að pabba hans„þætti ekki nógu vænt um hann. Hann vildi ekki borga þeim svolitla peninga til að fá hann aftur“. Sálfræðingar em sannfærðir um að þetta sé ein grimmilegasta meðferð á barni sem hægt er að hugsa sér og það geti orðið erfitt fyrir Marco að gera sér ljóst hvað gerðist í ráun og vem. Marco er einkasonur Gianfrancos og Piem Fiora. Gianfranco er bif- vélavirki, en Piera vinnur í bakaríi. Frá upphafí höfðu þau sagt að kröf- ur ræningjanna um tæplega 100 milljóna króna lausnargjald væm út í hött. Ræningjarnir létu vita af sér með nokkurra'mánaða millibili og sendu sannanir um að Marco væri á lífí. Ekkert hafði heyrst frá ræningjunum í marga mánuði, fyrr en í síðustu viku er þeir sendu nýja mynd af Marco. Fyrir skömmu var handtekinn vinur og fyrmm sam- starfsmaður Gianfrancos, Agazio Garzaniti, sem reyndist vera einn ræningjanna. Hann gaf til kynna á hvaða svæði drengurinn væri í haldi og var mikil leit hafin. Snemma á þriðjudagsmorgun var Marco síðan látinn laus í skógi og sagt að ganga eftir þröngum stig þar til hann kæmist í mannabyggð- ir. Hann hitti skógarhöggsmenn að störfum og sagði þeim hver hann væri. Marco er afar horaður, hár hans náði niður á bak og hann var klæddur skítugum tötmm, með snæri í beltisstað og plastskó á fót- um. Gianfranco Fiora, faðir Marcos, gerði það sem í hans valdi stóð til að greiða lausnargjald. í nóvember 1987, átta mánuðum eftir að Marco var rænt, fór hann til Suður-Ítalíu, á fund við ræningjana með um tíu milljónir króna sem hann hafði safn- að saman. Peningamir vom teknir af honum, honum var misþyrmt hrottalega, og sagt: „Farðu aftur til Tórínó og náðu í meiri peninga ef þú vilt fá strákinn aftur." Mikillar óánægju gætir á Ítalíu vegna frammistöðu lögreglunnar. Þá fínnst fólki það óhugnanleg til- hugsun að barni skuli vera rænt frá lágstéttarfólki og að gerðar skuli vera eins ijarstæðukenndar kröfur um lausnargjald og raun ber vitni í þessu máli. LAUGAVEGI 77 101 REYKJAVíK S: 696900 Bretland: Elsti borgar- inn 111 ára Lundúnum, Reuter. ELSTI núlifandi Bretinn, Charl- otte Hughes, hélt upp á 111 ára afmæli sitt á mánudaginn. Frú Hughes, sem fædd er árið sem Viktoría drottning var lýst keisar- ynja yfír Indlandi og fyrsti almenn- ingssíminn var tekinn í notkun í Bandaríkjunum, er við ágæta heilsu. Að þessu sinni eyddi Charlotte afmælisdeginum í rólegheitum með fjölskyldu sinni. Fyrirhuguðu ferða- lagi til Rómar frestaði hún um sinn vegna þess að hún taldi að það kynni að verða sér ofviða. Á síðasta ári fór hún til New York og þegar hún varð 109 ára fór Charlotte í sína fyrstu flugferð, með Concorde-þotu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.