Morgunblaðið - 04.08.1988, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 1988
Minning:
Signrður Sigurgeirs-
son - Stykkishólmi
Fæddur 27. september 1903
Dáinn 26. júli 1988
Sigurður Sigurgeirsson vélsmið-
ur er látinn. Langt og viðburðarikt
líf er liðið. Löng veikindi á enda.
Þegar gamall maður með langan
verkdag að baki fellur frá, þá er
það ekki fyrst og fremst sorgin
eftir hann, sem þrengir að okkur,
heldur allar þær minningar honum
tengdar sem sækja að. Sigurður var
einn þeirra manna, sem með hljóð-
' látri framkomu sinni skildi eftir sig
ótal skemmtilegar minningar.
Vegna starfa sinna í Stykkishólmi
og raunar á öllu Snæfellsnesi sem
varð starfsvettvangur hans, kynnt-
ust allir Sigurði og nutu margir
verkkunnáttu hans sem var með
eindæmum.
Ég kom fyrst á vélaverkstæði
hans i Hólminum fyrir tæpum 20
árum og hélt ég þá, að ég væri að
koma inn á bifreiðaverkstæði eins
og nafnið benti til. En þarna inni
var greinilega miklu fjölbreyttari
starfsemi en nafnið benti til. Þarna
var einnig gert við hrærivélar hús-
mæðranna í Hólminum, þvottavélar
og ekki síst læknaáhöld fyrir St.
Fransiskusspítalann. Þegar ég
hafði orð á því við Sigurð, að þetta
virtist vera meira en bifreiðaverk-
stæði, hló hann við, leit í kringum
sig og sagði svo sposkun „Nei, það
er vist ekkert sjónvarp hér þessa
stundina, en þarna er rafmagns-
reiknivél og sitthvað fleira, og ein-
hver verður að gera við þetta, það
borgar sig ekki að henda þessu."
Hann smíðaði varahluti í smáar
og stórar vélar, sem ekki fengust
hjá söluumboðum, hann hélt við
vélasamstæðum í miklu lengri tíma
en annars hefði orðið með verk-
hæftii sinni við rennibekkinn.
Sigurður Sigurgeirsson var
fæddur í Bjamarhöfn á Snæfells-
nesi 27. september 1903. Foreldrar
hans voru Sigurgeir Helgason og
Sigurborg Sigurðardóttir en þau
voru bæði vinnuhjú þar. Sigurður
átti eldri bróður, Kristján, og yngri
systur, Guðrúnu. Þau eru nú bæði
dáin.' Foreldrar þeirra systkina
bjuggu við mikla fátækt og af þeim
sökum var Sigurður sendur til
frændsystkina sinna, Halldóru og
Guðmundar Sigurðssonar í Stykkis-
hólmi. Var hann þá á fyrsta ári.
Sigurður komst í nám á Véla-
verkstæði Guðmundar J. Sigurðs-
sonar á Þingeyri við DýraQörð. Þar
lærði Sigurður vélvirkjun á árunum
1924 til 1928, að hann flutti aftur
til Stykkishólms. Þetta verkstæði
Guðmundar á Þingeyri var stofnað
1913 og hefur verið mjög stórt á
þeirra tíma mælikvarða. Það fer enn
í dag miklum sögum af því, hvem-
ig Guðmundur og hans fólk smíðuðu
þau verkfæri sem nota þurfti og
tókust á við verkefni, sem mörgum
stærri verkstæðum í dag með
nýtískulegar vélar þætti sér of-
vaxið. Þessi vinnustaður Sigurðar
og það fólk, sem að honum stóð,
var upp frá því og alla tíð í sérstök-
um dýrðarljóma.
Ég átti þess kost fyrir rúmum
tveimur vikum ásamt tveim dætrum
Sigurðar og tengdas}mi að heim-
sækja Vélaverkstæði Guðmundar
J. Sigurðssonar á Þingeyri, sem nú
er í eigu sonar hans, Matthíasar.
Attum við með honum örstutta
stund. Þama hafði litlu sem engu
verið breytt í áranna rás, skrúf-
stykkin 12 eða 14 í snyrtilegri röð
og Matthías gat rifjað upp mörg
ár aftur á bak nöfn þeirra manna,
sem stóðu þama við skrúfstykkin.
í loftinu var drifreimafrumskógur-
inn, sem dreif áfram heimatilbúin
verkfærin. Þetta vora uppfínningar
til þess að létta mönnum störfín en
á nútímamáli myndi þetta heita:
Breytingar til aukinnar arðsemi.
Þessar breytingar a verkstæðinu
vora hinsvegar gerðar í upphafi
aldarinnar til þess að komast yfír
öll þau verkefrii, sem verkstæðinu
vora falin. Matthías fór með okkur
um renniverkstæðið, eldsmiðjuna
og málmsteypuna. Þama kom ein
skýringin á þvf, hve Sigurður hafði
mikla þekkingu á eðli málms og
hversu fátt kom honum á óvart í
hverskonar viðgerðarþjónustu síðar
meir á lífsleiðinni þegar hann rak
sjálfur sjálfstætt fyrirtæki. En þetta
skýrði líka fyrir okkur þá ótrúlegu
breidd á þeirri þjónustu sem rekin
var á Bifreiðaverkstæði Sigurðar
Sigurgeirssonar. Hann taldi sjálfur
alla tíð, að námið hjá Guðmundi á
Þingeyri hefði orðið sér til mestrar
gæfu á lífsleiðinrii, þar hefði hann
kynnst agaðri vinnubrögðum en nú
væra algeng og vandvirkni, sem
mörgum sögum fer enn af bæði af
Vestfjörðum og öðram stöðum á
landinu, sem fengu verkstæði Guð-
mundar til að vinna fyrir sig.
Þegar Sigurður kom útlærður frá
Þingeyri 1928 stofnar hann ásamt
vini sfnum, Lárasi Rögnvaldssyni,
Bifreiðastöð Stykkishólms. Þessir
tveir vinir fengu fyrstir útgefín
ökuskírteini í Snæfellsnessýslu 15.
september 1928. Var skírteini Lár-
usar númer 1, en Sigurðar númer
2. Sigurður fékk árið eftir meira-
prófsréttindi til mannflutninga. Af
öllum þeim sögum, sem sagðar vora
af samgöngum milli Stykkishólms
og Reykjavíkur á þessum tíma,
hefur það ekki verið arðbært fyrir-
tæki, að flytja fólk og vörar þama
á milli á þessum tíma enda seldu
þeir fyrirtækið í hendur öðram fá-
einum áram síðar. Vegakerfíð á
Snæfellsnesi og umhyggja ráða-
manna þjóðarinnar fyrir því, hefur
löngum verið vinsælt umræðuefni
í Qölskylduboðum á Aðalgötu 14 f
Stykkishólmi. Og þótt menn hafí
skipst f marga pólitíska flokka, vora
allir sammála Sigurði, sem best og
lengst hafði þekkt til þessara mála,
að samstöðuleysi Snæfellinga
sjálfra hafí skapað það ástand í
vegamálum, að enginn geti orðið
þingmaður í þessu kjördæmi nema
að eiga tveggja drifa torfærabíl
með læstu drifí. Það væri ekki
hægt að gera ráð fyrir, að kosning-
ar færa alltaf fram að sumarlagi.
Sigurður var alltaf að læra, hann
var í eilffu námi. Hann sótti nám-
skeið hvenær sem hann gat því við
komið frá öðram önnum. Hann
hafði réttindi í vélvirkjun frá Þing-
eyri en hann bætti síðar við sig
með sjálfsnámi bifvélavirkjun og
gekkst undir munnleg og verkleg
próf í þeirri grein með sveinspróf
að launum árið 1937. Síðar fékk
hann meistarabréf bæði í þeirri
grein og í pípulögnum. Hann hafði
áður en yfír lauk þrjú sveinsbréf
og jafnmörg meistarabréf auk
ýmissa réttinda, sem hann hafði til
viðgerða á tækjum svo sem dýptar-
mælum og mörgum nákvæmnis-
tækjum. Verkstæði hans í Hólmin-
um hafði einnig viðurkenningu
samgönguráðuneytisins og Brana-
varnaeftirlits ríkisins.
f dreifðum samfélögum eins og
eru á Snæfellsnesi, getur það skipt
sköpum um þróun þeirra, að til séu
menn á stöðunum sem veita alhliða
þjónustu bæði innan sveitar og ekki
síst geti sinnt atvinnurekstri í sveit-
arfélaginu. Oftast er það forsendan
fyrir staðsetningu fyrirtækja og
stofnana í landsfjórðungnum, að til
séu þróuð þjónustufyrirtæki með
vel menntaða og metnaðarfulla iðn-
aðarmenn. Það hefur verið mikil
gæfa fyrir þróun Stykkishólms, að
þar uxu upp og settust að auk Sig-
urðar, iðnaðarmenn eins og Rögn-
valdur Lárasson, skipasmiður, og
bræðumir Láras og Kristján Rögn-
valdssynir, vélsmiðir, synir hans,
Finnur Sigurðsson, múrari, Kristján
Gíslason frá Skógamesi og Láras
Kristjánsson frá Straumi á Skógar-
strönd, báðir trésmiðir, auk margra
annarra, sem mikil þörf væri á að
nefna. Allir þessir lögðu grundvöll-
inn að hinum mikla kjama iðnaðar-
manna sem myndaðist í Stykkis-
hólmi um þetta leyti. Sigurður Sig-
urgeirsson var einn þeirra 18, sem
stofnuðu Iðnaðarmannafélagið í
Stykkishólmi 5. september 1937 og
starfaði með miklum blóma næstu
áratugina. Hátíðir þessa félags-
skapar settu mikinn svip á bæjarlíf-
ið í Hólminum. Árið 1983 sæmdu
iðnaðarmenn í Stykkishólmi Sigurð
viðurkenningu fyrir störf hans á
umliðnum áram. Fýrir þetta heið-
ursskjal var hann þeim afar þakk-
látur þótt hann sökum veikinda
sinna gæti sjálfur ekki tjáð þeim
þakklæti sitt.
Sigurður keypti ásamt Magnúsi
Sigurðssyni kvikmyndahúsið í
Stykkishólmi, þetta er í apríl 1947.
Hafði það verið starfrækt um
tveggja ára skeið en Sigurður verið
sýningarmaður þar og lært meðferð
og viðhald sýningarvélanna. Hann
var stofnandi Félags sýningar-
manna í kvikmyndahúsum og var
alla tíð félagsmaður þar. Ráku þeir
Magnús kvikmyndahúsið til ársloka
1961, og aðrir tóku við rekstri þess.
Engu að síður var Sigurður sýning-
armaður þar Iangt fram á áttræðis-
aldur.
Sigurður var vélgæslumaður hjá
frystihúsi KST í Ijölda ára en jafn-
framt hafði hann mörg önnur járn
í eldinum. Hann átti og rak vöra-
bíl, sem annaðist alla keyrslu fyrir
einstaklinga og fyrirtæki, bæði fyr-
ir bátaflotann í Stykkishólmi og
önnur fyrirtæki, sem þörf hafði fyr-
ir þessa þjónustu. Hann hafði alltaf
haft verkstæðið í húsinu, sem hann
byggði við Aðalgötuna 1936. Hann
hafði umsjón með slökkvitækjum
bæjarins og hefur verið nokkurs-
konar tæknilegur ráðunautur bæj-
arins á þessum áram. Hann gegndi
þannig mörgum störfum samtímis
og verða því aldrei rakin í tímaröð
störfin hans Sigurðar.
í fjölda ára var leitað eftir betra
og heilnæmara vatni fyrir bæjarfé-
lagið. 0g þótt vatnið fyndist vora
fjármunir ekki miklir í litlu sveitar-
félagi. Gömlu vatnsveitunni hafði
Sigurður haldið við í mörg ár og
var hann einnig með í undirbúningi
við gerð nýrrar vatnsveitu þegar
að því kæmi. Hann var í mörg ár
í vatnsveitunefnd Stykkishólms-
hrepps. Hann hafði umsjón af hálfu
sveitarfélagsins með lagningu og
tengingu nýju vatnsveitunnar þegar
hún svo kom. Það var í mörg ár
skemmtiefni okkar í miili að halda
fram gæðum vatnsins, annarsvegar
þess, sem fossar fram undan hraun-
inu innfrá hjá Svelgsánni, og ég
hinsvegar hélt fram vatninu úr
Gvendarbrannum. Hafði hvorugur
betur, því ekki var hægt að skera
úr um þetta. Hafði Sigurður þetta
oft á orði þegar hann heimsótti
okkur í Reykjavík, hvað vatnið fyr-
ir vestan væri gott, sem ég dró jafn
oft í efa.
Sigurður lagði pípulagnir í öll
stórhýsi, sem byggð vora í Hólmin-
um á þessu tímabili, en stærstu
verkefni hans vora sjáífsagt Félags-
heimilið, Laugagerðisskólinn og svo
auðvitað Sjúkrahúsið, sem er sér-
stakur kapítuli útaf fyrir sig í störf-
um Sigurðar. Hann fór að vinna
við sjúkrahúsbygginguna strax í
upphafi 1931 og er viðloðandi þessa
byggingu og þá starfsemi sem þar
fer fram alla tíð síðan, þar til hann
verður að hætta að vinna sökum
heilsubrests. Sigurður var slík
hjálparhella systranna á sjúkrahús-
inu, að hann mátti ganga þar um
alla ganga og naut fyllsta trúnaðar
systranna. Eg fékk einu sinni að
koma með honum þama og sjá
handarverkin hans og þótti mér sem
þar gengi ég með æðsta presti svo
mikla virðingu sá ég borna fyrir
Sigurði. Hann vann við allar við-
gerðir sem til féllu, þótt þær strangt
til tekið heyrðu ekki undir hans
verksvið. Ef einhverstaðar var eitt-
hvað bilað, hljómaði hin eilífa skip-
un: „Hringja Sigga". Frá viðgerð á
þvottavél í kjallara var hann kallað-
ur upp á skurðstofu til að koma
biluðu tæki í gang aftur svo hægt
væri enn einu sinni að bjarga
mannslífí, og með viðkomu í prent-
smiðjunni, þar sem gert var við
hakann á setjaravélinni, fór hann í
eldhúsið og tók með sér eina hræri-
vél til að renna í hana nýjar legur.
Það gat þannig verið, að hann yrði
að stoppa á leiðinni út, til þess að
gera við læsingar á einni eða tveim-
ur hurðum. Þetta segir svolítið um
íjölbreytnina á einum degi.
Systumar á sjúkrahúsinu kunnu
vel að meta nýtni hans, að henda
engu fyrr en fullljóst var, að ekki
væri hægt að gera við það. Þær
reyndu að sýna þakklæti sitt með
allri þeirri virðingu og umhyggju,
sem þær veittu honum í hans löngu
og erfíðu veikindum. Síðustu vik-
umar vöktu þær yfír honum nótt
sem dag og reyndu að létta honum
viðskilnaðinn. Þeim era færðar með
þessum fátæklegu orðum hlýjar
þakkir frá aðstandendum og vinum
Sigurðar fyrir alla hjálpina.
Sigurður kvæntist eftirlifandi
konu sinni, Ingveldi Lára Kristjáns-
dóttur, í maí 1932. Foreldrar henn-
ar vora Kristján Einarsson, bóndi í
Hrísakoti f Helgafellssveit, og kona
hans, Jóhanna Kristín Lárusdóttir.
Þau Inga og Sigurður eignuðust
§órar dætur. Þær era: Erla Guðný,
fædd 25. ágúst 1932, gift Þórólfí
Danielssyni, prentara, Gyða, fædd
29. janúar 1935, gift Jóhannesi
Þórðarsyni, vélstjóra, Jóhanna
Kristín, fædd 7. febrúar 1945, gift
Sigurberg Ámasyni, húsasmíða-
meistara, og Gerður Ruth, fædd 25.
nóvember 1947, var gift Andrési
Kristjánssyni, þau skildu. Auk þess
ólu þau upp tvö bamaböm, Sigurð
Inga og Ágnesi. Fleiri böm og
bamaböm hafa átt sitt annað heim-
ili um lengri eða skemmri tíma hjá
þeim Ingu og Sigurði.
Þegar gamall maður deyr, þá
lýkur að segja sögu en önnur saga
tekur við, þannig koll af kolli verð-
ur saga heils byggðarlags skrifuð,
að allir era á einhvem hátt mikil-
vægir í sögunni. Saga Sigurðar er
hluti af sögu Stykkishólmsbæjar,
frá því að vera lítið sjávarþorp í
upphafí aldar í stóran og þýðingar-
mikinn iðnaðar- og verslunarkjama
með nýfengin kaupstaðarréttindi.
Hann var þátttakandi í öllum
stærstu verkefnunum, en þrátt fyr-
ir allar þessar annir tókst þeim Ingu
að skapa fallegt heimili, sem langa
tíð hefur verið miðpunktur Qöl-
skyldunnar og allra vinanna, þar
sem rausnarlega er tekið á móti
gestkomandi. Ég á margar
skemmtilegar minningar frá heim-
sóknum í Hólminn og frá þessari
föstu skyldu-bílferð, þar sem mér
var sýnt það r.ýjasta og markverð-
asta, sem var að gerast í bæjarfé-
laginu, og hafði breyst frá því ég
hafði komið síðast. Þessar minning-
ar verða áleitnar nú þegar kemur
að kveðjustund. Ég votta Ingu,
tengdamóður minni, innilega samúð
mína og deili með henni eftirsjánni
eftir lífsföranaut í 56 ár, en bæði
vorum við sammála um, að nú hefði
verið nóg reynt á þrek allra og
gott hefði verið, að Sigurður fékk
loks lausn frá erfiðum veikindum.
Blessuð sé minning hans.
Þórólfur
+
Útför fööur míns, tengdaföður og afa,
GUÐMUNDAR ÞORLÁKSSONAR
prentara,
Njálagötu 96,
veröur gerö frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 5. ágúst kl.
15.00.
Guðlaug Guðmundsdóttir,
Halldór Hjartarson og synir.
t
Þökkum innilega auösýnda samúð og vinarhug viö andlát og út-
för elskulegrar móður okkar,
ELÍNAR hallgrímsdóttur
frá Grfmsstööum, Mýrasýslu,
Álfhólsvegi 12, Kópavogi.
Öllu starfsfólki Hjúkrunarheimilisins Sunnuhliðar, þökkum við
fyrir góða umönnun.
Áslaug Oddsdóttir, Sigrfður Oddsdóttir.
+
Þökkum innilega auösýnda samúð, vináttu og hlýhug viö andlát
og útför eiginmanns míns, fööur okkar, tengdafööur og afa,
SIGURÐAR GUNNLAUGSSONAR,
Hlfðarhvammi 11,
Kópavogl.
Ráðhlldur Jónsdóttir,
Guðrún V. Sigurðardóttir,
Kristinn Sigurðsson, Ruth Alfreðsdóttir
og barnabörn.
Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til
birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit-
stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á
skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri.
Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með
góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku-
dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með
greinar aðra daga.
í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki
eru tekin til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er
að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfund-
ar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú,
að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar.
Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru
birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar
eru birtar afmælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er
50 ára eða eldra.
Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin,
vélrituð og með góðu línubili.