Morgunblaðið - 04.08.1988, Síða 14

Morgunblaðið - 04.08.1988, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 1988 Módelsamtökin sýna ullarlinuna '88 i hádeginu alla (östu- daga frá Rammagerðinni, Hildu, Ffnull, Álafossi ásamt skartgripum frá Jens Guðjónssyni gullsmið. Vikingaskipið er hlaðið islenskum úrvalsréttum alla dagaársins. Sjávarréttahlaðborð á aðeins 995 kr. Borðapantanir f síma 22321. HÓTEL LOFTLEIÐIR FLUGLEIDA HÓTEL Tískusýning í Blómasal á morqun á íslenskum fatnaði. Tilraunabúið á Reykhólum: Ræktunarstarfið er í stórhættu - segir dr. Stefán Aðalsteinsson VEGNA ákvörðunar um breytingar á rekstri tilraunabúsins á Reyk- hólum í Austur-Barðastrandarsýslu leitaði Morgunblaðið álits dr. Stefáns Aðalsteinssonar, deildarstjóra búfjárdeiidar Rannsókna- stofnunar landbúnaðarins og fyrrum ullarmatsformanns, en hann hefur um þijátíu ára skeið haft með höndum stjórn á þeirri tilrauna- starfssemi sem stunduð hefur verið á Reykhólum. Ég tel það mjög mikilvægt ef hægt hefði verið að halda þessu starfí áfram samfelldu sem þarna hefur verið unnið. Þarna hefur sér- staklega verið unnið að því að breyta fjárstofninum á þann hátt að ná fram fé með alhvíta og mikla ull, sem verksmiðjurnar hafa sóst eftir, og tók ég þetta verkefni upp er ég var ullarmatsformaður. Ullin í landinu var áður öll meira og minna með rauðgulum illhærum. Auk þess hefur verið lögð mikil áhersla á að auka frjósemi §árins og lambaþunga, þannig að þetta yrði alhliða hagkvæmt fé. Við rækt- unina hafa verið notaðar kynbóta- fræðilegar formúlur til að sameina fijósemina, lambavænleika, ullar- magn og ullarlit, og betur verið tekið á því en í öðrum kynþótum í landinu. Þetta hefur þannig verið bæði rannsókna og tilraunaverk- efni.“ Að sögn Stefáns hefur mjög mik- ill árangur náðst í tilraunastarfínu á Reykhólum, og á meðan fé í landinu hefur almennt fengið neðan við tvo í einkunn fyrir ullarlit hefur Reykhólaféð fengið upp undir tíu í einkunn, en það er sú einkunn sem gefín er fyrir alhvíta ull. Þá hefur einnig komið ákaflega mikil ull af fénu, og jafnframt hefur það sýnt sig að afurðasemin virðist geta orð- ið mjög góð í þessu fé á landsmæli- kvarða. „Starfssemi af þessu tagi var einnig áður á Skriðuklaustri og Hólum í Hjaltadal. Búið á Skriðu- klaustri var síðan leigt, og á fyrsta ári eftir að við hættum að hafa ákvörðunarvald um ásetning og notkun á hrútum þar, þá fór ein- kunn fyrir lit á lömbum úr 8,3 nið- ur i 5,6. Það er þannig mjög fljót- legt að spilla svona stofni, og alls ekki einfalt mál að halda honum við. Við þessar rekstrarbreytingar á Reykhólum hlýtur ákvörðunar- valdið að fara til þess sem er með bústofninn, og ákvörðunarrétturinn varðandi ræktunina er þar með far- inn úr höndum þeirra sem þessar rannsóknir hafa stundað. Ein skýringin á þessum breyting- um er sú að sameina eigi áherslur í sauðfjárræktinni á einn stað, og þá á tilraunabúinu á Hesti í Borgar- fírði, og rætt hefur verið um að flytja hluta af Reykhólastofninum þangað. Það er góðra gjalda vert að taka hann inn í samanburðartil- raunir á því búi, en þar hefur ekki verið lögð áhersla á ullarmagn eða ullargæði, heldur eingöngu á kjöt- gæði. Ef stofninn verður fluttur frá Reykhólum og látinn eiga sig þar og lofað að deyja út, þá er engin trygging fyrir því að sérkenni hans haldist, ef hann er tekinn inn á annan stað í tilraunaskyni. Aðra ástæðu tel ég vera þá, að þessi starfsemi sem unnin hefur verið á Reykhólum hefur ekki fallið að stefnu Búnaðarfélags Islands í sauðfjárrækt. Það byggingarlag sem krafist er samkvæmt reglum Búnaðarfélagsins leiðir til þess að skrokkamir verða of feitir, en á Reykhólafénu hefur það verið talinn galli að féð er grófbyggt og frekar háfætt, en það verður þungt og safnar seint fítu, sem nú þykir kost- ur. Kjötneysla hefur farið minnk- andi upp á síðkastið meðal annars vegna þess að fólki finnst kjötið vera of feitt. Það er því ankanna- legt að það eigi að falla að gömlum reglum frá Búnaðarfélaginu hvem- ig fé eigi að vera lagað, þegar markaðskröfur em að breytast og fólk vill magrara kjöt. Ég er sannfærður um það að þetta fé á erindi út um land, og það VEISLA í jeppa á íjalli eða í sumarhúsinu. Ekkert mál ef þú hefur G-þeytirjómann meðferðis. Skál og gaffall duga til að þeyt'ann. Hvort þú snarar svo fram heilli rjómatertu eða írsku kaffí fer eftir tifefhinu. Lvt*# geymsluþolinn þeytiriomi G-ÞE YTIRJÓMI! - dulbúin ferðaveisla Stjórnarnefnd Háskóla íslands eftir Jón Kristvin Margeirsson í ágætri grein eftir dr. Gunnlaug Þórðarson í Morgunblaðinu nýverið (21.7.1988) kemst hann m.a. svo að orði eftir að hafa rakið nokkuð mál Eiríks Jónssonar, sem lagði fram ritgerð til doktorsvamar við Háskóla Islands, að „ágætt doktors- efni var hrakið frá Háskóla íslands með lævíslegum vinnubrögð- um ...“. Það mál og ekki síður lekt- orsmálið í félagsvísindadeild leiðir hugann að því, að einhverrar skipu- lagsbreytingar sé þörf við Háskóla íslands og ég legg hér með fram hugmynd þar að lútandi. Yfír Háskólann ætti að setja stjómarnefnd kjöma af Alþingi,- sem sinnti tilteknum verkefnum varðandi stjóm skólans og hefði alhliða eftirlit með stjómsýslu hans jafnframt því að marka skólanum stefnu. Ég hef áður sett fram í blaðagrein hugmynd um stjómar- nefnd heimspekideildar, en eftir atburði sumarsins virðist mér tíma- bært að leggja til að komið verði á stjómamefnd Háskóla íslands. Þessi stjómamefnd ætti að sinna verkefnum, sem sumpart fá ekki afgreiðslu samkvæmt núverandi kerfi. Hún ætti að sinna kærum á kennara Háskólans, sem misbeita valdi sínu. Stjórnamefndin ætti að líta eftir tilnefningum deilda í Há- skólanum í dómnefndir um stöður. Til hennar ættu umsækjendur um stöður að beina kvörtunum sínum, og hún ætti í vissum tilvikum að hafa vald til að skipa nýja dóm- nefnd, ef henni þættu kvartanir umsækjenda á rökum reistar. Það ætti og að vera meðal verk- efna stjómarnefndarinnar að líta eftir vinnubrögðum dómnefnda um framlagðar doktorsritgerðir til þess að tryggja, að slíkar dómnefndir misbeittu ekki valdi sínu eins og ein siík, en vinnubrögðum hennar var lýst þannig í blaðagrein: „Dóm- nefndin hefur í stuttu máli farið rangt með það sem stendur í rit- gerðinni og gefur sér síðan rang- færslurnar sem forsendur. Með Jón Kristvin Margeirsson „Yfir Háskólann ætti að setja stjórnarnefnd kjörna af Alþingi, sem sinnti tilteknum verk- efnum varðandi stjórn skólans o g hefði alhliða eftirlit með sljórnsýslu hans jafnframt því að marka skólanum stefnu.“ þessum hætti hefur hún fyllt síðu eftir síðu í dómnefndarálitinu." Það liggur í augum uppi, að slík vinnubrögð í Háskóla íslands kalla á aukið eftirlit með þessari stofnun og stjómamefnd skipuð mönnum utan Háskólans væri hér heppilegur aðili til eftirlits. Stjórnarnefndin ætti, eftir að dómnefnd um doktors- ritgerð hefur skilað áliti sínu, að taka við kvörtunum frá doktorsefni og fara yfir málið. Ef stjórnarnefnd - inni þætti vinnubrögð dómnefndar- innar óforsvaranleg, t.d. beinar falsanir á framlögðum texta eða óheiðarleg á annan hátt, ætti stjóm- amefndin að hafa vald til þess að skipa nýja dómnefnd um framlagða ritgerð. Núverandi kerfí í sambandi við doktorspróf veitir óvönduðum mönnum tækifæri til valdníðslu, sem þeir ættu ekki að hafa, og eins og reynslan sýnir þýðir ekki í slíku tilviki að snúa sér til háskólaráðs. Af þessari ástæðu einni, þótt ekki væru aðrar ástæður, er það aðkall- andi að slíkri stjórnarnefnd verði komið á fót. Það ætti að vera í verkahring umræddrar stjórnarnefndar að greiða atkvæði um umsækjendur um stöður í Háskóla íslands rétt eins og deildirnar gera nú, og ef einhver umsækjandi hlyti meiri- hluta atkvæða í stjórnarnefndinni ætti menntamálaráðherra að vera heimilt að skipa hann í prófessor- stöðu eða lektors, enda þótt dóm- nefnd hefði úrskurðað hann óhæf- an. Með þessum hætti væri hægt að veita framúrskarandi mönnum utan Háskólans tækifæri til að hljóta stöðu, sem annars væri sam- kvæmt auglýsingu klæðskerasniðin á tiltekinn mann innan einhverrar háskóladeildarinnar í þeim tilgangi að koma óhæfnistimpli á aðra um- sækjendur. Sjálfstjóm Háskólans í núverandi formi er tímaskekkja. Háskólinn er eign allrar þjóðarinnar en sjálfs- stjómarform háskóla á Vesturlönd- um er mnnið úr allt öðmm jarð- vegi. í skjóli sjálfsstjórnarformsins hafa kennarar Háskóla íslands tækifæri til að misbeita valdi sínu og þessu þurfa kjömir fulltrúar eig- andans að breyta. Alþingi þarf að setja nýjar reglur og setning stjóm- arnefndar yfir háskólann mundi vera heppileg aðferð til að lagfæra misfellur á stjórn þessarar stofnun- ar, sem blasa við mönnum utan háskólans, þótt vera megi að kenn- arar hans sjái slíkt ekki, kannski vegna þess að freistingin að trúa því að maður sé óskeikull virðist vera aðgangsharðari við prófessora en aðra. Þá hugmynd, sem hér hefur ver- ið reifuð, mætti að sjálfsögðu út- færa meira, en það verður ekki gert að sinni. Höfundur cr fil. lic. í sagnfræði ojr skjala vörður í Þjóðskjulusafni Islands.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.