Morgunblaðið - 04.08.1988, Page 18

Morgunblaðið - 04.08.1988, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 1988 Islenskt kynningarrit vegna HM í handknattleik 1993: Verulegar líkur á að keppn- in verði haldin hér á landi son forseti HSÍ afhentu forseta íslands, frú Vigdísi Finnbogadóttur, fyrsta eintak kynningarrits um ísland sem keppnisstað HM ’93. Vigdís hefur veitt þvi málefni stuðning og ritar ávarp í bækl- - segirJónH. Magnússon formaður HSÍ Jón Hjaltalín Magnússon formaður HSÍ segir verulegar líkur á að heimsmeistara- keppnin í handknattleik árið 1993 verði haldin hér á landi. Aðeins íslendingar og Svíar hafa sótt um að halda keppn- ina. Jón sagði þetta á blaða- mannafundi í vikunni þar sem kynnt var sérstakt kynningar- rit, sem gefið er út til þess að vinna því stuðning, að keppnin verði haldin hér á landi. For- seta íslands, frú Vigdísi Finn- bogadóttur, var afhent fyrsta eintakið af ritinu en hún ritar ávarpsorð í ritið. Þar fagnar Vigdís því, ef keppnin getur verið haldin hér. „Allir íslend- ingar verða stoltir, ef keppnin verður haldin hér,“ segir hún. Matthías Á. Mathiesen form- aður undirbúningsnefndar fyrir keppnina fylgdi ritinu úr hlaði og lýsti kynningu þeirri, sem fram fer nú til þess að vinna íslandi fylgi sem keppnisstað. „Á fímmtíu ára afmæli lýð- veldisins hyggjumst við hafa sem einn lið í hátíðarhöldunum, að heimsmeistarakeppnin verði haldin á íslandi," sagði Matt- hías. Hann lýsti því síðan ítarlega hvemig staðið er að kynningu málsins. Forseta íslands var af- hent fyrsta eintak kynningarrits- ins og þakkaði Matthías Vigdísi þann stuðning sem hún hefur veitt þessu málefni. í ritinu er vitnað til leiðtogafundarins þar sem þeir Reagan Bandaríkjafor- seti og Gorbatsjov aðalritari sov- éska kommúnistaflokksins hitt- ust hér í Reykjavík. Minnt er á að hér sé góð aðstaða fyrir fjöl- miðla og kynnt er sérstaklega fyrirhuguð íþróttahöll, sem mun rísa í Laugardal. Matthías sagði það styrk Islands, að mjög stutt mginn. er á milli þeirra íþróttahúsa sem keppt yrði í. í kynningarritið skrifa ávörp, auk forseta, Matthías Á. Matthi- esen samgönguráðherra, Birgir Isleifur Gunnarsson mennta- málaráðherra, Davíð Oddsson borgarstjóri, Jón Hjaltalín Magn- ússon forseti HSÍ og loks Petre Ivanescu þjálfari vesturþýska landsliðsins í handknattleik. Hann mælir þar með því að heimsmeistarakppnin 1993 verði haldin hér. Matthías greindi frá því, að landslið íslands í handknattleik, sem hélt utan á laugardag tií æfíngakeppni fyrir Ólympíuleik- ana, myndi afhenda öllum keppi- nautum sínum eintök af bækl- ingnum. Ennfremur verður ritið afhent öllum þátttakendum á Flugleiðamótinu, sem haldið verður hér innan tíðar. Það er eitt sterkasta handknattleiksmót sem hér hefur verið haldið. Þar munu keppa A og B lið íslands og landslið Sovétmanna, Tékka, Spánveija og Svisslendinga. Auk þessa verður kynningarritið sent á næstu dögum „...út um allan heim til allra.þeirra sem við get- um látið okkur detta í hug að geti haft áhrif," sagði Matthías Á. Mathiesen. Birgir ísleifur Gunnarsson menntamálaráðherra sagði frá þeirri ákvörðun ríkisstjómarinn- ar, að tryggja það, að fyrirhuguð róttahöll geti risið tímanlega. máli hans kom fram, að slík mannvirki nýtast á fleiri sviðum en til íþróttaleikja og æfínga, einkum til ráðstefnu- sýninga- halds. Hann greindi frá því, að um sömu mundir og ríkisstjómin tók þessa ákvörðun, hafí borist bréf frá aðstandendum sjávarút- vegssýningarinnar, sem hér hef- ur verið haldin. í bréfínu er sagt, að ekki sé grundvöllur fyrir slíkum sýningum hér á landi í framtíðinni vegna húsnæðiss- korts og taldi Birgir ísleifur því réttlætanlegt að ráðast í slíka byggingu, jafnvel þótt.svo fari að heimsmeistarakeppnin 1993 verði ekki haldin hér á landi. Jón Hjaltalín Magnússon sagði að gríðarlega mikla undir- búnings- og skipulagsvinnu þyrfti til að halda þessa keppni. Hann var spurður um hvaða skil- yrði, önnur en um mannvirki, þyrfti að uppfylla og hvað íslend- ingar þyrftu að gera til þess að geta fengið keppnina. Hann sagði að fullvissa væri fengin frá Pósti og síma, Ríkisútvarpinu og Stöð 2 um að hægt væri að sjón- varpa héðan, hótelrými er fyrir hendi, mikill áhugi áhorfenda, „...þannig að við erum fullvissir Sceiand u'ntr.it p<tmt tH'Uv*uui cantun’nty iAr/«vc /i.iluHf.itl i\ n*i I Handknattleikssambandið hef- ur gefið út kynningarbækling þar sem kynnt er aðstaða til að halda heimsmeistarakeppn- ina í handknattleik 1993 hér á landi. Bæklingnum verður dreift til allra aðila, sem hugs- anlega geta veitt stuðning i málinu á þingi Alþjóðahand- knattleikssambandsins í Seoul í september. Bæklingurinn er á ensku, frönsku og þýsku. um að við getum haldið þessa keppni og einnig þær þjóðir sem styðja okkur“ sagði hann. Jón sagði ennfremur að búist væri við um 3.000 keppendum og áhorfendum á keppnina. Gert er ráð fyrir að hver og einn noti um það bil 100.000 krónur í ferðakostnað, hótel, mat og vör- ur, þannig að heildartekjur af komu þessara gesta gætu numið um 300 milljónum króna. HSÍ fær síðan helming tekna af sjón- varpssendingum á móti Alþjóða- handknattleikssambandinu. Ákvörðun um keppnisstað verður tekin á þingi Alþjóða- handknattleikssambandsins sem haldið verður fyrir Ólympíuleik- ana í Seoul, dagana 13. - 15. september næstkomandi. í undirbúningsnefnd HM ’93, sem skipuð er af HSÍ, eiga sæti Matthías Á. Mathiesen formað- ur, Alfreð Þorsteinsson, Birgir Þorgilsson, Gils Guðmundsson, Gísli Halldórsson, Gylfí Þ. Gísla- son, Júlíus Hafstein, Kristján Oddsson, Ólafur B. Thors, Sig- urður Helgason, Sveinn Bjöms- son og Þráinn Þorvaldsson. Sér- staka starfsnefnd skipa Jón Hjal- talín Magnússon formaður, Steinar J. Lúðvíksson, Gunnar Kjartansson, Friðrik Guðmunds- son og Gunnar Torfason. 1.176 nýskráðir bflai’ í júlí 2.728 í júlí 1987. Innflutningur í samræmi við spá Bílgreinasambandsins 1.176 bilar voru nýskráðir hjá Bifreiðaeftirliti ríkisins í júlímánuði. Þá hafa alls verið nýskráðir 10.674 bílar fyrstu sjö mánuði ársins. Bílgreinasambandið hafði f byijun ársins spáð innflutningi um 16 þúsund bíla á árinu. Það sem af er árinu hafa verið nýskráðir fleíri bilar en nokkru sinni á heilu ári, ef árin 1987 og 1986 eru undan skilin. Heildarfjöldi bíla á skrá var í júlí- lok 139.290 og hefur íjölgað um 6.750 frá áramótum. Það er um 5,05% fjölgun. Af þessum fjölda eru 126.295 fólksbílar og hefur fjölgað um 4.599 frá áramótum. Það er um 3,78% fjölgun. Bílgreinasambandið hafði spáð innflutningi um 16 þús- und bíla á árinu. Jónas Þór Steinars- son framkvæmdastjóri sambandsins sagði að sú spá virtist ætla að stand- ast. Hann sagði að þó að nýskráning- ar nú væru færri en í fyrra, þá væru fyrstu sjö mánuðir þessa árs þó þriðja hæsta tala seldra bíla sem sést hefði á einu ári, jafnvel þótt við heil ár væri miðað. Bestu árin fram til 1986 voru 1974 með 10.633 bíla, 1981 með 10.366 bíia og 1982 með 10.480 selda bíla. 1986 seldust síðan 15.626 bílar og í fyrra var metár, þá seldust 23.459 bílar. 791 bifreið var afskráð í júlí síðastliðnum og endurskráð var 61. Bílum á skrá fjölgaði því um 446 í þessum eina mánuði. Miklar birgðir eru til af óseldum bílum í landinu. Að sögn Hauks Ingi- bergssonar hjá Bifreiðaeftirlitinu eru um fímm þúsund bílar ótollafgreidd- AÐSTAÐA fyrir fatlaða f skrúð- garðinum í Laugardal verður bætt á næstunni. Borgarráð hefur samþykkt tillögu Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, um að komið verði upp sérstökum salernum fyrir fatlaða i garðinum og hellu- lagður verði stígur frá Engja- ir. Bifreiðaeftirlitið skráir alla inn- flutta bfla á svokallaða hliðarskrá um leið og innflytjendur fá reikninga yfír þá, jafnvel þótt bflamir séu enn í hafí. Jónas Þór Steinarsson telur að ekki séu svo margir bílar hér. Hann segir einfaldlega ekki vera pláss fyrir svo marga bíla á geymslu- svæðunum. Haukur Ingibergsson telur hins vegar að þeir séu nær allir komnir á land. Samkvæmt spá Bílgreinasambandsins ætti að vera vegi, sem auðveldi fötluðum að komast ferðar sinnar. Samstaða var í borgarráði um aukafjárveit- ingu til þessara framkvæmda, 510 þúsund krónur. „Laugardalurinn er eitt helsta útivistarsvæði Reykvíkinga, en þar hefur ekki verið nein aðstaða fyrir hægt að selja alla þessa bíla á ár- inu, en Jónas Þór taldi þó að erfítt yrði um vik fyrir þau umboð sem eiga mikið af 1988 árgerðinni. Bú- ast má við að allmörg umboð fái á næstu vikum bíla af 1989 árgerð. Þegar hafa fjögur umboð fengið bíla af nýju árgerðinni. Að sögn Jónasar Þórs er gert ráð fyrir svipuðum inn- flutningstölum næsta ár, að þá verði 14 - 16 þúsund bflar seldir hér á landi. fatlaða," sagði Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson, flutningsmaður tillög- unnar. „Þetta er í fyrsta sinn sem sérstök aðstaða er sett upp í almenn- ingsgarði í borginni fyrir fatlaða og það þykir mér merkilegur áfangi." Embætti garðyrkjustjóra hefur verið falin framkvæmd verksins og verður fljótlega byrjað á því. Skrúðgarðurinn í Laugardal: Aðstaða fyrir fatlaða bætt

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.