Morgunblaðið - 04.08.1988, Síða 21

Morgunblaðið - 04.08.1988, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 1988 21 Gervitung’l fellur til jarðar í september París. Reuter. NÚ ER talið að sovézkt gervitungl með um 50 kiló af úrani innan- borðs sem verið hefur stjórnlaust frá því í vor komi inn í gufuhvolf jarðar í september, að sögn talsmanns evrópsku geimvísindastofnunar- innar, ESA. Þegar nær dregur verður hægt að segja til um með nokkurra daga fyrirvara hvenær hnötturinn, sem heitir Cosmos 1900, og hvar hann fellur til jarðar. Líkur eru taldar á að hnötturinn brenni ekki upp á leið sinni í gegnum gufuhvolfíð. Að sögn talsmanns ESA getur hnötturinn komið niður hvar sem er á svæði sem afmarkast af 65 breidd- argráðu í suðri og sömu gráðu í norðri. Hnötturinn nálgast nú jörðu um einn kílómetra á dag og eykst dagleg nálgun eftir þvi sem nær dregur jörðu. Fjarskiptasamband rofnaði við hnöttinn í apríl og var þá ekki leng- ur hægt að gangsetja búnað, sem notaður er til að skjóta kjamaofnin- um út í óravíddir himinhvolfsins þeg- ar starfstíma hnattar af þessu tagi er lokið. Cosmos 1900 var skotið á loft í desember sl. til þess að fylgjast með skipa- og kafbátaferðum. Hann er þriðji kjamorkuknúni gervihnöttur Sovétmanna, sem fellur til jarðar. Árið 1978 féllu leyfar hnattarins Cosmos-954 til jarðar í Kanada og fímm árum seinna féll kjamaofn Cosmos-1402 niður í Indlandshaf. Samkvæmt upplýsingum ESA eru 7.000 hlutir, sem smíðaðir vom á jörðu niðri, á sveimi í geimnum. Em þeir í daglegu tali kallaðir geimmsl. Hætta er jafnan fyrir hendi á árekstri geimflauga og þessa geimdrasls. Vill aftur til Sovétríkjanna Paruir Airikjan, einn helsti leiðtogi armenskra þjóðernissinna sem beijast fyrir því að héraðið Nagorno-Karabak verði sameinað sovétlýðveldinu Armeníu, heilsar frænku sinni á mánudag þegar hann kom til Parísar frá Róm. í Róm tilkynnti Airikjan frétta- mönnum að hann vildi fá að snúa aftur heim til Armeníu. Airikj- an var visað frá Sovétríkjunum til Eþíópíu í síðasta mánuði en þaðan fór hann til Evrópu þar sem hann mun sækja um leyfi til að flytjast til Bandarikjanna. Skýrsla um árás Bandaríkjamanna á íranska farþegaþotu: Mannlegf mistök en ekki tæknibilun W nohin irt nn M ibAoln P autúr Washington, Nikósíu. Reuter. BANDARÍSKA sjónvarpsstöðin ABC greindi frá því í gær að í skýrslu bandaríska varnarmálaráðuneytisins væri komist að þeirri niðurstöðu að mannlegum mistökum mætti kenna um það að skipveijar um borð. f bandarfska herskipinu Vincennes skutu niður íranska farþegaþotu með 290 manns innanborðs f byijun júlf. Hið fullkomna ratsjárkerfi skipsins af gerðinni Aigis starfaði fullkomlega eðlilega, hefur sjón- varpsstöðin eftir heimildarmönnum innan bandarfska flotans. Nefnd á vegum bandaríska vam- armálaráðuneytisins lauk skýrslu- gerð um atburðinn yfir Persaflóa í síðustu viku. Skýrslan verður hins vegar ekki gerð opinber fyrr en í næstu viku, eftir að Frank Carlucci, vamarmálaráðherra Bandarfkjanna, er kominn heim frá Sovétríkjunum og hefur kynnt sér efni hennar. ABC segir að í skýrslunni standi að ratsjárkerfíð hafí réttilega sýnt að þotan sem nálgaðist var að hækká flugið og að hún var á minni ferð en þeim 450 hnútum sem búast mátti við af F-14 orrustuþotu. Ekki er vitað hvort tekin er afstaða til þess í skýrslunni hvort tæknimenn sem vinna við ratsjána misúlkuðu upplýsingar frá henni eða hvort skila- boð þeirra til skipherrans voru óná- kvæm. Dagblaðið The New York Times segir að í skýrslunni standi að mikið álag á skipveijum hafí valdið þvf að þeir misskildu_ upplýsingamar sem ratsjáin gaf. Áhöfnin hafí skömmu áður átt í bardögum við íranska byssubáta, allsendis óvön átökum, auk þess sem leynilegar upplýsingar um að írönsk árás væri yfírvofandi hafí sett sálfræðilegan þrýsting á skipveija. Iranir tilkynntu í gær að nefnd á vegum Alþjóðaflugmálastofnunar- innar, ICAO, væri komin til írönsku hafnarborgarinnar, Bandar Abbas, til að rannsaka orsakir árásar Banda- ríkjamanna á þotuna. Nefndin mun rannsaka brak úr flugvélinni og ræða við flugumferðarstjómir á svæðinu. , 182 lík úr vélinni hafa fundist en „svarti kassinn" er enn ófundinn, að sögn írana. OPEC: Fundaðum olíuverð Lausanne, Sviss. Reuter. FIMM fulltrúar samtaka olíu- útflutningsríkja (OPEC) komu saman til fundar í Sviss í gær til að ræða lækkandi verð á olíu. Verð á olíu hefur að undanförnu lækkað tölu- vert vegna offramleiðslu nokkurra OPEC-ríkja en ólík- legt er talið að komið verði í veg fyrir hana. Fulltrúamir fimm em frá Nígeríu, Alsír, Indónesíu, Saudi Arabíu og Venesúela. Subroto, aðframkvæmdastjóri OPEC-sam- takanna, var einnig viðstaddur fundinn. Eftir því sem Reuter-fréttastof- an hefúr komist næst nemur heildarolíuframleiðsla OPEC-ríkj- anna nú tæplega 19 miljónum tunna á dag miðað við 18,5 miljón- ir tunna í síðasta mánuði en þá hafði olíuframleiðsla ríkjanna ekki verið meiri í 11 mánuði. Offramboð á olíu hefur verið rakið til aukinnar olíuframleiðslu í Saudi Arabíu, Sameinuðu 'arabísku furstadæmunum, Kuwait og Irak. Aðspurður í gær sagðist olíu- málaráðherra Saudi Arabíu hins vegar ekki kannast við að Saudi Arabar hefðu farið fram úr um- sömdum framleiðslukvóta sínum. Talið er að á fundinum hafi einnig verið ræddar þær afleiðing- ar sem hugsanlegur friður í stríði Iraka og Irana kynni að hafa á olíumarkaðinn. BELINDA CARLISLE JSfigtðalShorlfi STRANGLERS SPRpur breathe tfrvisfbJc Touch jfijf FtARGAL ýuRE CLÚB '^Dh//G] JÖHHNV PRINCE HÖT HQUSE -P*-OlVeRs DAVÍDTEERSfR1 ÚTSALAN HGFSTÁ MORGUN! Á morgun, föstudag, hefst hreint út sagt hrikalega góðplötu-, kas- settu- og geisladiskaútsala í verslunum Steina Austurstræti, Rauðar- árstíg, Glæsibæ og Strandgötu í Hafnarfirði. LP frá kr. 99,- Kassettur frá kr. 199,- Geisladiskar frá kr. 499,- "jjCHAEUACKSON RORERrpg*^ BRYAN FERRY «•> i irn w - SINÉAD O’ CONNOR ÓTRÚLEGT URVAL POSTKROFUÞJONUSTA Hringið í síma 11620 & 28316. Ath: Nánari auglýsing birtist í Morgunblaðinu sunnudag 7.8 og þá með verði. ☆ STEINAR HF ☆ Nýbýlavegi4,200 Kopavogi. Slmi 45800

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.