Morgunblaðið - 04.08.1988, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 1988
23
Kórónuna
heim
Nokkrir mexíkóskir indí-
ánar af ætt Azteka lögðu
á mánudag af stað til Aust-
urríkis þar sem þeir ætla
að reyna að fá stjómvöld
til að skila Mexíkönum aft-
ur kórónu hins fræga kon-
unjrs Azteka, Montezuma.
Spænski landvinninga-
maðurinn Hernan Cortes,
sem vann ríki Montezuma
> á 16. öld, sendi Karli
fimmta, er þá var keisari
Austurríkis og konungur
Spánar, kórónuna að gjöf.
Á myndinni sést Aztekinn
Xokonoshtletl (t.h.) ásamt
félögum sínum er þeir
ræddu við fréttamenn á
flugvellinum í Mexíkó-
borg.
Sovétríkin:
Afganski herínn sagður
einfær um landvarnir
Moskvu, Reuter.
SOVÉSKUR ofursti, Vladímír
Vosotrov, sagði á þriðjudag að
afganski herinn væri fær um að
veija landið fyrir skæmliðum án
stuðnings annarra ríkja.
Vostrov, sem hefur verið ráðgjafí
afganska hersins í nokkur ár, sagði
í samtali við Rauðu Stjömuna, dag-
blað sovéska vamarmálaráðuneyt-
isins, að allir þeir sem hefðu þekk-
ingu á ástandinu í Afganistan væru
á sama máli og hann. „Ég legg
áherslu á að hermönnum afganska
hersins hefur fjölgað á síðustu árum
og þeir hafa öðlast nauðsynlega
reynslu á vígvellinum. Þetta allt
gerir þá einfæra um að veija afg-
önsku þjóðina."
í Rauðu Stjömunni er einnig
vitnað í afganskan hershöfðingja
sem vísar á bug staðhæfingum vest-
rænna stjórnarerindreka í Isl-
amabad um að sovéskir hermenn
taki þátt í árásum gegn skæruliðum
nálægt Kabúl.
fllfryjpniMiibifr
Metsötubfod á hverjum degi!
Svíþjóð:
Evrópuríki
berjist gegn
sjávarmengun
Strömstad, Reuter.
INGVAR Carlsson, forsætisráð-
herra Svíþjóðar, hvatti á laug-
ardag til þess að Evrópuríki
gripu tafarlaust til aðgerða
gegn sjávarmengun en þúsundir
sela hafa drepist á vesturströnd
Svíþjóðar að undanförnu.
Ingvar Carlsson sagði að hann
hefði skrifað stjómvöldum þrettán
Evrópuríkja og hvatt þau til að
efna til herferðar gegn sjávarm-
engun. „Seladauðinn er viðvörun
til okkar allra. Gengið hefur verið
nærri selastofnunum. Mikilvæg-
asta verkefni okkar nú er að kanna
hver orsökin er og beijast gegn
þessu.“
Carlson og umhverfismálaráð-
herra Svíþjóðar, Birgitta Dahl,
fóru í gær í skoðunarferð um eyja-
klasann við Strömstad, þar sem
þúsundir sela hafa drepist.
LALJFEN
Ný svissnesk
hreinlætistæki
15%
kynningarafsláttur.
AtFABORG ?
BYGGINGAMARKAOUR
Skuluvogi 4 104 Reykjavik
Einstakur viðburður
VICTOR
BORGE
í Hótel fslandi
Hinn heimsþekkti
háðfugl
og íslandsvinur
Victor Borge
skemmtir
af sinni alkunnu
snilld á
Hótel íslandi
l.og2. septembernk.
Hérerum einstakan
viðburð að ræða sem
enginn má láta fram hjá
sér fara.
Aðeins þessi tvö kvöld.
Miðasala og borðapantanir
í Hótel íslandi daglega
kl. 11-19. Sími 687111.
Tryggiðykkurmiða
strax í dag.
gJAND