Morgunblaðið - 04.08.1988, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 04.08.1988, Blaðsíða 24
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 1988 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 1988 25 24 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Afistoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ÁgústlngiJónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 70 kr. eintakið. Vinnustaðir og fólk að er keppikefli flestra einstaklinga, fjölskyldna og samfélaga, að tryggja vel- ferð fólks og öryggi, heilbrigði þess bæði til sálar og líkama. Utanaðkomandi áhrif móta að hluta til lífsferil okkar og kjör á sama hátt og veðurfar hefur áhrif á gróður jarðar. Einstakl- ingurinn ræður engu að síður miklu um eigin heilbrigði með lífsmáta sínum einum saman. Að því leyti er hver og einn sinnar gæfu smiður. I þessu efni skiptir menntun, þekking, næring, hreyfíng og lífsviðhorf miklu máli. Heimilið og vinnustaðurinn eru þeir viðverustaðir, sem mest áhrif hafa á daglegt líf og líðan fólks sem er á vinnu- aldri. Við dveljum flest dag- langt á vinnustað, fímm af sjö dögum vikunnar, allt árið, þeg- ar umsamin ársfrí og hefð- bundnir frídagar eru undan- skildir. Vinnustaðurinn gegnir því miklu hlutverki í lífi fólks, heill þess og hamingju. Á sama hátt hefur það mikil áhrif á „vinnumóral" og vinnuafköst að vinnustaðurinn sé aðlað- andi, jákvæður og hvetjandi. Vinnugleðin er mikilvæg heilsuvemd, að mati sérhæfðs fólks. Vinnuleiðinn hið gagn- stæða. Hólmfríður K. Gunnarsdótt- ir, hjúkrunarfræðingur, skrifar grein um vinnugleði og heilsu- vemd á vinnustað í Morgun- blaðið síðastliðinn fimmtudag. Þar segir orðrétt: „Verkefnin mega hvorki vera of lítil né of mikil; erfíðið verður að skila árangri. Fólki má ekki fínnast það vera að moka sandi í botnlausa tunnu. Manneskjan þarfnast þess að vera virt og metin af sjálfri sér og öðmm. Starfíð og árangur þess á stóran þátt í, hvemig til tekst í þessu efni. Líðan manna á vinnustað kem- ur síðan fram á öðrum sviðum, í einkalífí og í samskiptum við aðra utan heimilis og vinnu.“ Greinarhöfundur segir að til skamms tíma hafí verið einblínt á tæknilegar öryggis- ráðstafanir á vinnustað, svo sem vélhlífar og hliðstæðar slysavamir. I næstu framtíð verði ekki síður horft til „sál- rænna þátta og menntunar og hvemig að verkum er staðið". Horft verði í ríkara mæli til starfsgleðinnar, en lykilatriði hennar sé að fólk finni tilgang í verkum sínum og fínni til samkenndar með öðrum á starfsvettvangi. Enginn vafí er á því að vinnustaðurinn, verkstjómin, starfsandinn og Iaunin, það er peningalegt mat viðkomandi starfs, hafa ríkuleg áhrif á starfsfólkið. Og fátt, ef nokk- uð, er fyrirtæki meira virði en sérhæft og ánægt starfsfólk, sem vinnur því af trúnaði og samvizkusemi. ÞaU sjónarmið sem sett em fram í Morgun- blaðsgrein hjúkrunarfræðings- ins eru því allrar athygli verð. Enginn vafí er á því að þau eiga eftir að setja ríkari svip á skipulag og stjórnun fyrir- tækja hér eftir en hingað til. „Náttúru- meðul“ Kristín Ingólfsdóttir, lyfja- fræðingur við Háskóla Islands, fjallar í grein hér í blaðinu um svokölluð náttúm- meðöl. Hún bendir á að niður- stöður vísindalegra rannsókna sýni að lækningagildi „nátt- úmmeðala og alþýðulyfja" séu með þrennu móti. í fyrsta iagi gagnsamar afurðir, sem stað- ist hafi vísindalegar rannsókn- ir. í annan stað samsetning, sem ekki hefur tekizt að sanna að hafí „gagnlegar líffræðileg- ar verkanir í mönnum", en sé skaðlaus. í þriðja lagi jurtir, sem reynzt hafí innihalda eit- urefni, sem ekki sé rheð nokkm móti hægt að réttlæta notkun á. Sem dæmi um hið síðast- talda nefnir lyfjafræðingurinn hóffífíl, sem víða vex hér á landi og nýttur hefur verið gegn ýmsum kvillum, m.a. kvefí. 'Rannsóknir sýna að „í þessari plöntu er að fínna efni sem geta valdið alvarlegum lifrarsjúkdómi og jafnvel lifr- arkrabbameini". Sum náttúmmeðöl, svoköll- uð, geta og haft hliðarverkan- ir, sem ekki em fullrannsakað- ar. Af þeim ástæðum leggur lyfjafræðingurinn áherzlu á það, „að náttúmefni teljist ekki öll til hollustuefna og æskilegt sé að upplýsingar um verkanir og aukaverkanir nátt- úmmeðala liggi fyrir áður en fólk er hvatt til að neyta þeirra“. Undir þessi aðvör- unarorð sérfræðingsins skal tekið. Norræna kvennaþingið í Osló v w Morgunblaðið/Jón P. Petrusson NTB Danslist og sópransöngur KONUR hafast ólíkt að á norr- æna kvennaþinginu í Osló og finnst raunar flestum erfitt að velja og hafna dagskrárliðum. Sumar sitja hvern fyrirlesturinn af öðrum, meðan aðrar rölta milli húsa og virða fyrir sér kven- mergðina. Stór hópur virti fyrir sér magadans finnskrar dans- meyjar í Samkomuhúsi Oslóborg- ar í fyrrakvöld, en aðrar hlýddu á söng Guðrúnar Friðbjöms- dóttur sópransöngkonu við píanólundirleik Einars Steen Nökkberg. Þetta var þó aðeins brot af þeim fjölmörgu listatrið- um sem boðið er upp á hvern dag á þinginu. Morgunblaðið/Ól. K. Magnússon Framsóknarkonur fóru út á torgið fyrir framan fundarstað sinn eftir dagskrána og tóku lagið. Framsóknarkonur fluttu erindi og buðu til veislu KVIKMYNDASÝNING, tísku- sýning og ljóðalestur vom meðal atriða í dagskrá framsóknar- kvenna á þinginu i Osló í gær. Dagskránni lauk í hádeginu með íslenskri matarveislu þar sem meðal annars vora á borðum söl, harðfiskur og flatkökur sem konurnar bökuðu í fyrradag. Tæplega sjötíu konur úr lands- sambandi framsóknarkvenna eru á þinginu. Hefur undirbúningur far- arinnar staðið frá því í fyrrahaust að sögn Unnar Stefánsdóttur. Næstum þriðjungur hópsins klædd- ist íslenskum búningi við setningar- athöfn þingsins á laugardag og vakti töluverða athygli. Á þriðju- dagskvöldið fóru framsóknarkonur í bátsferð og héldu kvöldvöku en höfðu litlar áhyggjur af syfju á kynningardagskránni daginn eftir. Á dagskránni flutti Áslaug Brynjólfsdóttir fræslustjóri í Reykjavík kvæði sem hún orti fyrir kvennaþingið. Haldin var tískusýn- ing á íslenskum ullarvörum, prjón- uðum og unnum af konum í hópn-. um. Þá voru á dagskrá framsóknar- kvenna erindi um þróun í störfum dreifbýliskvenna, framtíðarhorfur kvenna í sveitum og um íslenska matvælaframleiðslu. Dagskráin er liður í sameiginlegu verkefni miðjukvenna á Norðurl- öndum sem ber yfirskriftina „Konur og störf I dreifbýli“. Konur úr öðrum stjómmálaflokkum hafa einnig sameiginlega dagskrá með skoð- anasystrum sínum af öðrum Norð- urlöndum. Revía BSRB kvennanna endurtekin BSRB konur endurtóku í gær revíu þeirra um vinnutíma sem framflutt var á mánudag á kvennaþinginu. Sýningin fór fram á torgi sem er á miðju ráð- stefnusvæði þingsins. Söngleik- urinn vakti mikla athygli og fékk góðar undirtektir. Revían fjallar um vinnutíma kvenna í fjórar kynslóðir, allt frá bændasam- félagi til tölvusamfélags. Bryiy'a Benediktsdóttir setti revíuna saman en Guðrún Alfreðsdóttir hefur stjórnað æfingum. Opinber ráðstefna um jafnrétti: Svipmyndir frá setningarathöfn Kvennaþingið í Osló hófst á laugar- dag með setningarathöfn að við- stöddum þúsundum kvenna frá öll- um Norðurlöndunum auk fjöl- margra karla. Hvert þátttökuland- anna hafði eitthvert atriði fram að færa sem sýnd voru á fjórum pöllum á hátíðarsvæðinu. Ljósmyndari Morgunblaðsins Ólafur K. Magnús- son tók þessar svipmyndir af áhorf- endum við athöfnina. Hugarfar sbr eytingu þarf til að störf kvenna séu metin að verðleikum - sagði Guðrún Agnarsdóttir í enndi Osló, frá Þórunni Þórsdóttur, blaðamanni Morgunblaðsins. OPINBER ráðstefna um jafnrétt- ismál á yegum Norrænu ráð- herranefndarinnar og Norður- landaráðs hófst í Osló í gær og er hún haldin í tengslum við norrænt kvennaþing sem nú stendur yfir. Á ráðstefnunni er fjallað um hlutverk kvenna í þró- un efnahagsmála og tengsl fjöl- skyldu- og atvinnulífs. Um sömu efni fjallar framkvæmdaáætlun sem ráðherranefndin mun leggja fram á næsta þingi Norðurlanda- ráðs í mars 1989. Ávörp í upphafi ráðstefnunnar fluttu Ingela Thalén, atvinnu- og jafnréttismálaráðherra Svía, Jan P. Syse, forseti Norðurlandaráðs, og Grete Knudsen, fulltrúi undirbún- ingshóps norræna kvennaþingsins. Eftir hádegishlé voru haldin fjög- ur framsöguerindi er öll tengjast þætti kvenna í efnahagslífinu. Guð- rún Agnarsdóttir, alþingismaður, hélt eitt þeirra og ræddi hvers vegna launajafnrétti kemst ekki á þegar allir segjast vilja það. Höfuð- orsökina taldi hún vera vanmat á gildi hefðbundiri'na kvennastarfa, sá grundvallarmisskilningur að greiða beri hærri laun fyrir vörslu peninga og véla heldur en gæslu barna. Guðrún sagði að til að breyta þessu dygði ekki lagasetning eða skipanir, hugarfarsbreytingu þyrfti til. Að loknum framsöguerindum í gær voru fyrirspurnir og umræður en í dag verður rætt um hvernig hægt sé að samræma fyölskyldulíf og atvinnuþátttöku. Þá heldur ann- ar fulltrúi frá íslaridi á ráðstefn- unni, Helga Jónsdóttir, aðstoðar- maður utanríkisráðherra, erindi um rétt foreldra sem launþega. Opinberu ráðstefnuna sitja um 130 fulltrúar; þingmenn, embættis- og fræðimenn, auk fulltrúa Norður- landaráðs og ýmissa norrænna kvennasamtaka. Ráðstefnunni lýk- ur á morgun með pallborðsumræð- um jafnréttisráðherra um fram- kvæmdaáætlun fyrir norrænt sam- starf á sviði jafnréttismála. Forystumenn svara um jafnfrétti á vinnumarkaði: Karlar tala mikið um jafn- rétti en skortir kraftinn Leikhópurinn Perlan í blíðunni á kvennaþingi í Osló á þriðjudag. Morgunbiaðið/ói. K. Magnusson Fæni komust að en vildu að sjá „Síðasta blómið“ FRIÐARHREYFINGAR kvenna á Norðurlöndum standa að frið- arhúsi á norrænu kvennaþingi í Osló. íslenskar konur vora ábyrgar fyrir því sem gerðist í friðarhúsinu á þriðjudag en þá heimsóttu flestir húsið að sögn Gerðar Steinþórsdóttur sem þátt tók i undirbúningi. Yfirskrift dagsins var „Börn, friður, framtíð“ og segir Gerður að stærsta framlagið hafi verið frá leikklúbbnum Perlunni sem flutti „Síðasta blómið í heimi“. Perlan er leikklúbbur fatlaðra og hefur hún áður túlkað dæmisöguna Flugeldar í garði konungs FJÖLBREYTTRI dagskrá kvennaþingsins í gærkvöldi lauk með flugeldasýningu við konungs- höllina í Osló. Að sögn Guðrúnar Ágústsdóttur er þetta I fyrsta skipti í 30 ár sem Ólafur konungur leyfir slík hátíðahöld í garði sínum. um „Síðasta blómið í heimi“ sem Magnús Ásgeirsson þýddi úr prósa Englendingsins James Thurber. Friðarhúsið troðfylltist þegar leik- þátturinn var sýndur og þurftu all- margir frá að hverfa. Sigríður Ey- þórsdóttir leikkona sem verið hefur leiðbeinandi klúbbsins í sex ár seg- ir að hugmyndin um leikförina á Kvennnaþingið hafí kviknað fljót- lega í undirbúningi íslenska friðar- hópsins. Þá fari Perlan til Banda- ríkjanna á næsta ári og taki þátt í listahátíðinni „A very special art“ í Washington DC. Tónlist við verkið er eftir bróður Sigríðar, Eyþór Am- alds. Perlan flutti annað leikrit, „Só- lina og vindinn", í friðarhúsinu síðastliðinn þriðjudag. Þá var sung- ið og fyrirlestar haldnir um friðar- uppeldi, gegn stríðsleikföngum og um mismunandi uppeldi bama eftir kynferði þeirra. Að sögn Gerðar Steinþórsdóttur hefur verið rætt um í friðarhúsinu hvort mynda eigi net friðarhreyf- inga á Norðurlöndum í framhaldi af starfínu á norrænu kvennaþingi. Segir hún vilja vera á að þingið verði að minnsta kosti skref í áttina. - sagði Ragnhildur Guðmundsdóttir Forystumenn stærstu laun- þegasamtaka á Norðurlöndum fluttu ræður á norræna kvenna- þinginu í Osló í gær um jafn- rétti kvenna og karla á vinnu- markaði — nú og í framtiðinni. Frá íslandi komu þeir Ásmund- ur Stefánsson, forseti ASÍ, og Krislján Thorlacius, formaður BSRB, en um það bil helmingur ræðumanna var karlmenn. Að loknum ræðunum voru leyfðar fyrirspurnir en nokkur óánægja virtist ríkja meðal kvenna á fundinum með hve lítil og dauf- leg umræðan varð. „Ég hjó einna helst eftir því sem sagt var um finnsku konurnar, þær væru tiltölulega stutt á veg komnar í jafnréttisbaráttunni og atvinnuleysi hefði komið hart nið- ur á þeim,“ sagði Ragnhildur Guð- mundsdóttir, formaður Félags íslenskra símamanna, í samtali eftir fundinn. „Þá finnst mér áber- andi að karlar tala mikið um að þeir vilji jafnrétti, en virðist oftlega skorta slagkraftinn til að breyta hlutuhum. Karlarnir á þessum fundi töluðu fallega um jafnréttið og auðvitað vonum við allar að þetta séu ekki orðin ein. Mér finnst vert að íhuga hvort konur ættu að stofna eigin verkalýðshreyf- ingu.“ „Nei, svoleiðis skipting þætti mér hreinasta hörmung," sagði þá Sigríður Skarphéðinsdóttir, sem er atvinnulaus saumakona, og Þorbjörg Samúelsdóttir, verka- kona, tók í sama streng. Konurnar þrjár voru hins vegar sammála um að enginn vafi léki á að norræna kvennaþingið hefði þjappað konum enn betur saman og myndi vera þeim mikill styrk- ur. „Við höfum safnað heilmiklu í sarpinn hér á þinginu og vonandi tekst okkur að vinna úr þessu og miðla til kvenna heima,“ sagði Þorbjörg Samúelsdóttir. Ragnhildur Guðmundsdóttir kvaðst telja að leggja þyrfti mun ríkari áherslu á mannlega þáttinn í atvinnulífinu. Gefa konum — og starfsfólki almennt — kost á að taka þátt í umræðu innan fyrir- tækja eða stofnana. Jafnframt yrðu konur að vera óhræddar við þátttöku í atvinnumálaumræðu, en sænsk forystukona, sem talað hafði á fundinum, endaði einmitt ræðu sína á hvatningu til kvenna að skorast ekki undan slíkri þátt- töku, hræðast ekki ábyrgð. Ólætí á fundi ÞEGAR ræðu Kristjáns Thorlacius- ar formanns BSRB á umræðufund- inum með forystumönnum laun- þegahreyfinga á Norðurlöndum var nærri lokið ruddist hópur kvenna í salinn. Höfðu þær uppi háreysti og hrópaði forystukona hópsins í sífellu: „Við viljum sex, við viljum sex, við viljum sex tíma vinnudag.“ Hér mun hafa verið hópur norskra vinstri kvenna á ferð sem krefjast styttingar vinnuvikunnar. Þegar þær hurfu af vettvangi fyrir beiðni viðstaddra lauk Kristján ræðunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.