Morgunblaðið - 04.08.1988, Síða 27

Morgunblaðið - 04.08.1988, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 1988 27 Hvammstang’a- hreppi færðar gjafir ^ Hvammstang’a. Á 50 ÁRA afmæli Hvammstanga- hrepps voru sveitarfélaginu færðar góðar gjafir. Helstar voru listaverk, sem er á svæði við Félagsheimilið, og húseignin Reykholt, auk smærri gjafa. Listaverkið, sem heitir Þróun, gáfu fyrirtæki og umboð á Hvammstanga. Það er hugsmíð og handverk Marinós Björnssonar, myndlistarmanns á Laugabakka í Miðfirði. Túlkun listamannsins er þannig, að á milli fjalls og fjöru er mannlíf, sem borið er uppi af mátt- arstólpum samfélagsins. Verkið er unnið úr járni, húðað með Epoxy- kvarts. Þá var sveitarfélaginu gefin hús- eignin Reykholt á Hvammstanga, sem byggt er um 1930. Sigrún Jónsdóttir ásamt afkomendum sínum gáfu húseignina, með þeim skilyrðum að húsið verði gert vist- legt og notkun þess verði öðru frem- ur aðsetur listamanna hvers konar, sem vildu hafa dvöl á Hvamms- tanga um lengri eða skemmri tíma. Viðbygging er við húsið sem nota má sem vinnustofu. Ragnar Björns- son, sonur Sigrúnar, afhenti eignina og benti hann á gildi slíkrar að- stöðu á landsbyggðina fyrir lista- menn. Hvammstangi hefði t.d. upp á að bjóða gott pípuorgel í kirkj- unni og flygil í Félagsheimilinu, auk ýmissa annarra kosta. Þykir stað- arbúum að Reykholt hafi fengið nýtt og framandi hlutverk, þótt enginn finnist hér Snorri Sturluson. - Karl Harrison Ford og Emmanuelle Seigner í lilutverkum sínum í kvik- myndinni „Frantic“ sem Bíóborgin hefur tekið til sýninga. Morgunblaðið/Karl Sigurgeirsson Listaverkið Þróun, gjöf til Hvammstangahrepps. Pastelmynd- ir á Mokka HALLDÓRA Emilsdóttir sýnir nú pastelmyndir á Mokka. Verk- in eru unnin á þessu ári og eru öll til sölu. Halldóra lauk prófi frá málara- deild Myndlista- og handíðaskóla íslands 1987 og stundar nú nám við Rietveld Akademie í Hollandi. Sýningin stendur út ágúst. „Frantic“ frumsýnd í Bíóborginm BÍÓBORGIN frumsýnir í dag kvikmyndina „Frantic" með Harrison Ford, Betty Buckley og Emmanuelle Seigner í aðalhlut- verkum. Leikstjóri er Roman Pol- anski. Richard Walker, sem er virtur læknir, kemur til Parísar ásamt Sondru konu sinni til að flytja fyrir- lestur á læknaþingi. Strax á fyrsta degi fara undarlegir hlutir að ger- ast. Sondra getur ekki opnað ferða- tösku sína og rétt seinna hverfur hún. úr hótelherberginu. Richard gengur illa að leita að konu sinni þar til hann fær aðstoð franskrar stúlku sem hafði einmitt komið með sömu flugvél og þau og verið með sams konar tösku. (Úr fréttatilkynningu) JIB JiB JIB JIB Jli JH Jli JI5 Jii JIB JIB JIB JIB Jli Jli Jli JI5 JIBC -> 51 ■> 51 ■> 51 -> ■> ISll D pl n 51 -> 59 ■) 51 n -> 51 ■> ■> m -> s ■> £J ■) -> g ■> "> 9 ■> 9 ■> 9 ■> JUHUSIÐ VERSLUNAR- MIÐSTÖÐ VESTURBÆJAR Getur það verið kostur að fá lítið fyrir peningana? Já, ef þú vilt vera snögg(ur) að tína upp úr pokunum þegar heim kemur!!! ÞÚ átt annara kostá vðl: KOSTABOÐ í HVERRI VIKU!!! LEIK- FANGA- DEILD: Val á leikföngum hjá okkur er leikur einn. RAFDEILD: Heimilistæki fyrir nútíma heimili. STAÐGREIÐSLU- AFSLÁTTURI!!! OPIÐ ALLA VIRKA DAGA FRÁ KL. 9:00 TIL KL. 18:30 OG FÖSTU- DAGA TIL KL. 20:00 RITFANGADEILD: HUSGAGNADEILD: Húsgögn við flestra hæfi!!! TILBOÐ VIKUNNAR f MATVÖRUDEILD!!! Við erum penna (aflögu) færir. GJAFA- OG BÚSÁHALDADEILD: Gramsaðu í gjafa- deildinni hjá okkur. 1,2 kg. úrb. lambaframpartur. 1 kg. nautahakk. 1kg. marineraft lambarif. 1 kg. bakafiur beikonbúftingur ALLT SAMAN Á AÐEINS KR. 1800,-!!! VELDU OKKAR KOST, HANN KOSTAR ÞIG MSNNA!!! JON LOFTSSON HF. - HRINGBRAUT 121 - SÍMI 10600 C B ■ I5 C 15 C 9 C 9 C 15 C 15 C 9 C 15 C 15 C 9 C 15 C 95 C 15 C B C 9 C B C B C 9 1 JiB JiB J8B JIB Jii J83 JIS J8B JiB JIB JftB Jii JIB JiB JIB JIB JiB Jli

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.