Morgunblaðið - 04.08.1988, Síða 28

Morgunblaðið - 04.08.1988, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 1988 Uppbyggingu heilsugæslu nær lokið á landsbyggðinni — segir Guðmundur Bjarnason heilbrigðisráðherra Boðin verður út bygging heilsu- gæslu á Húsavík á næstunni. Bygging heilsugæslu á Húsavík hefur staðið til í nokkur ár, en það er fyrst í ár sem vitræn fjár- veiting hefur verið veitt í verk- efnið, að sögn Guðmundar Bjarnasonar heilbrigðisráðherra. Undanfarið hafa Húsvíkingar fengið þetta 2-3 milljónir í verkið og til að flýta fyrir, var hafist handa við byggingu spennistöðv- ar og bílageymslu fyrir heilsu- gæsluna og er því verki nú iokið. Aætlað er að verktaki skili heilsu- gæslustöðinni fokheldri sem er áfangi upp á 30 til 40 milljónir króna. Heilbrigðisráðherra vonast til að verkið geti hafist með haustinu og Skilast fokhelt í lok næsta árs. Ríkis- sjóði ber að greiða 85% af kostnaði við uppbyggingu heilsugæslu og sjúkrahúsa í landinu og sveitarfélög- unum er ætlað að greiða 15% kostn- aðarins. í nóvember er meiningin að ljúka framkvæmdum við heilsugæslu á Þórshöfn. Verkinu átti að ljúka seinnihluta sumars, en nú er fyrirséð að framkvæmdum seinkar eitthvað. Hingað til hefur heilsugæslan á Þórshöfn farið fram í eldra húsnæði við ófullkomnar aðstæður svo nýja heilsugæsluhúsið þar verður mikil bylting fyrir Þórhafnarbúa enda er það bæði stórt og myndarlegt, að sögn ráðherra. Guðmundur sagði að yfírleitt gengi vel að manna stöður lækna úti á landi. Hinsvegar væri mun meiri hreyfing lækna þar en á höfuð- borgarsvæðinu og kæmi það verst niður á íbúunum sjálfum enda hvim- leitt að þurfa að rekja sjúkrasögur sínar ávallt fyrir nýjum og nýjum læknum. Ekki væru þó margar stöð- ur ósetnar nú, en þó vantaði nýjan lækni við nýju heilsugæslustöðina á Þórshöfn þar sem aðeins er gert ráð fyrir einni stöðu. „Ég held að hægt sé að fullyrða að uppbygging heilsu- gæslukerfis sé betur á veg komið úti á landi en á höfuðborgarsvæð- inu. Megináhersla síðustu ára hefur verið á uppbyggingu heilsugæslu- stöðva úti á landi. Reykvíkingar hafa hinsvegar sín stóru sjúkrahús og þess vegna hefur landsbyggðin verið látin sitja í fyrirrúmi hvað heil- sugæsluna áhrærir. Heilsugæslu- þjónustu úti á landi hefur nú að mestu verið fullnægt og verður því á komandi árum að fara að huga að uppbyggingu heilsugæslukerfis á höfuðborgarsvæðinu," sagði ráð- herra. Miklar framkvæmdir standa nú yfir á Kristnesspítala og tekur upp: bygging þar til sjö næstu ára. í bígerð er uppbygging 32 rúma end- urhæfingadeildar auk heilsuræktar. Kristnesspítali var á sínum tíma skilgreindur sem hjúkrunar- og end- urhæfíngarspítali. Hjúkrunarþættin- um hefur verið vel sinnt til þessa, en sömu sögu er ekki að segja af endurhæfingaþættinum. Kostnaður við uppbygginguna krefst um 90 millj. kr. til viðbótar við þær 15 milljónir sem spítalinn hefur þegar fengið af fjárlögum. Auk þess þarf að endumýja hvom sjúkraganginn fyrir sig fyrir hátt í 20 millj. kr. Ljóst er að nokkur röskun verður á starfsemi spítalans á meðan á fram- kvæmdum stendur. Á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur- eyri standa ennþá yfir framkvæmdir við nýja röntgendeild. Áætlað er að flytja í nýja húsnæðið fyrir áramót og er deildin síðasti stóri áfanginn í að fullnýta þá kjamabyggingu, að sögn Guðmundar. Morgunblaðið/Rúnar Þór Frá vinstri á myndinni má sjá nýjan framkvæmdastjóra skóverk- smiðjunnar á Akureyri, Hauk Armannsson. Honum næstur er Guð- mundur Logi Lárusson skrifstofumaður, þá Sigurður Magnússon markaðsfulltrúi og Armann Þorgrímsson framleiðslustjóri. Skóverksmiðjan Strikið: Aðalatriðið er að vanda framleiðsluna nógu mikið — segir Haukur Armannsson framkvæmdasljóri Skóverksmiðjan Strikið tekur formlega til starfa nk. mánudag. Það voru sex athafnamenn á Akureyri sem keyptu skóverksmiðjuna Ið- unni af Sambandi íslenskra samvinnufélaga fyrr í sumar, en Samband- ið hefur rekið Iðunni í ein 50 ár. Mikill rekstrarhalli hefur verið á verksmiðjunni hin síðari ár í samkeppni við innflutninginn, en þess má geta að Iðunn var og er eina skóverksmiðjan á landinu. Nýju eigendumir eru feðgamir munu ekki starfa beint við fyrirtæk- Raufarhöfn: Fjórir verkamanna- bústaðir byff ffðir Raufarhöfn. Raufarhafnarhreppur afhenti nýlega fyrsta húsið af fjórum sem byggð eru á vegum verkamanna- bústaða þar í bæ. Eigendur húss- ins eru þau Þórður Hermannsson og Helga Bjarnadóttir og nemur kostnaður við húsið um fimm milljónum króna. Húsið er fullfrá- gengið að utan sem innan, alls tæpir 110 brúttófermetrar. Næsta hús verður afhent að viku liðinni og eru eigendur þess Óskar Óskarsson og Eyja Guðmundsdóttir. Bygging hinna tveggja húsanna hefst á næstunni og er nú þegar búið að ganga frá sölu þeirra. Verk- taki við bygginguna er Trésmiðja JJR á Raufarhöfn. Eigendur greiða um 600.000 krónur í útborgun og taka síðan við húsnæðisláni til 42 ára sem hreppurinn hefur þegar tek- ið út á byggingamar. Þetta eru fyrstu einbýlin, sem byggð em á vegum verkamannabú- staða á Raufarhöfn. Hinsvegar hefur hreppurinn staðið fyrir ellefu íbúða verkamannablokk, sem verktaki frá Selfossi sá um að reisa. Átta íbúðir voru seldar en hreppurinn á þijár íbúðanna sem hann leigir út. Af öðrum framkvæmdum á Raufarhöfn er það að frétta að undirbúningur er nú hafinn að því að steypa dekk 4 löndunarbryggjuna. Vegagerð ríkisins hefur hafið malbikunarfram- kvæmdir á sjö km kafla frá „borgar- mörkum" að flugvellinum og í leið- inni hyggst hreppurinn malbika tvær götur, Lindarholt og Vogsholt, og lagfæra aðalgötuna. Þá hefur hrepp- urinn byijað á framkvæmdum undir dvalarheimili aldraðra á Raufarhöfn og í fyrstunni er gert ráð fyrir tveim- ur einstaklingsíbúðum og tveimur hjónaíbúðum'. Raufarhafnarhreppur á auk þess hlut í Hvammi, dvalar- heimili aldraðra á Húsavík, og hefur það heimili nýst hreppnum að hluta til. Helgi Haukur Ármannsson og Ármann Þorgrímsson, bræðumir Jón Ellert og Unnar Þór Lárussynir, sem reka Bókval-Tölvutæki, Sigurður Magn- ússon sölumaður og Guðmundur Heiðreksson tæknifræðingur hjá Vegagerðinni og formaður KA. Alls störfuðu 34 starfsmenn hjá Iðunni og hafa nýju eigendumir ekki í hyggju að segja þeim upp. „Við reyn- um allt áður en til uppsagna kem- ur,“ sagði Haukur í samtali við Morgunblaðið, en hann er nú tekinn við framkvæmdastjóm fyrirtækis- ins. Haukur rekur einnig bílasöluna Stórholt. Auk Hauks starfar Ár- mann faðir hans við fyrirtækið sem framleiðslustjóri og Sigurður sem markaðsfulltrúi. Aðrir meðeigendur ið. Starfsfólkið fór í sumarfrí þann 4. júlí sl. og kemur aftur til starfa nk. mánudag, 8. ágúst. „ Við höfiim verið að umbylta framleiðslusalnum og hagræða hlutunum þar örlítið betur. Þegar við gengum inn í fyrir- tækið, framleiddi verksmiðjan 90 tegundir af skóm. Við keyptum hins- vegar framleiðsluréttinn á 22 þeirra. Það eru tegundir sem verksmiðjan er fræg fyrir svo sem sígildir karl- mannaspariskór, krossbanda-inni- skór, vinnuskór, handsaumaðar mokkasíur eða fótlagaskór eins og þær eru gjarnan kallaðar. Við ætlum fyrst og fremst að framleiða sígild- ar, góðar vörur, sem alltaf ganga. Þetta er svona eins og með skyrið„ Frá slysstað í gær Umferðar- óhapp á Hörgárbraut UMFERÐARÓHAPP varð á há- degi í gær á gangbraut rétt fyrir norðan Glerárbrú á Hörgárbraut. Ökumaður fólksbifreiðar stöðvaði bifreið sína fyrir vegfaranda, sem var á leið yfir gangbrautina, en þá kom drengur á vélhjóli og keyrði aftan á bílinn kyrrstæðan. Drengurinn var fluttur í sjúkra- hús, en hann reyndist óbrotinn. Nokkrar skemmdir urðu á vélhjólinu og er það óökufært sem stendur. Bifreiðin slapp við skemmdir. Matthías Einarsson varðstjóri hjá lögreglunni á Akureyri sagði lög- reglumenn ennþá vera á fullri ferð með númeraklippumar enda væri af nógu að taka. Búið væri að klippa númerin af nokkrum hundruðum bif- reiða og yrði klippingum vissulega haldið áfram svo lengi sem menn trössuðu bifreiðaskoðunina. Skoðun á Akureyri lauk um miðjan júní. Matthías sagði að yfirleitt væru klippumar á lofti á nætumar þegar best væri að ná í bifreiðimar. „Það er margbúið að vara fólkið við. Ég held að þetta sé fyrst og fremst spuming um peninga hjá fólki. “ það selst alltaf hvað svo sem marg- ar jógúrttegundir koma á markað- inn. Aðalatriðið er að vanda fram- leiðsluna nógu mikið, fara sér að engu óðslega og reyna að sigla fram hjá hátískusveiflunum, sem koma og fara,“ sagði Haukur. Nýju eigendumir hafa síðustu vik- umar verið að undirbúa vetrarfram- leiðsluna sem Haukur segir eihkenn- ast af Nubook-leðri. Undirbúningur fyrir sumarframleiðsluna hefst síðan strax í næsta mánuði. „Kvenmaður- inn hefur verið mjög vanræktur inn- an verksmiðjunnar og lítið um fram- leiðslu á kvenskóm þar almennt. Við komum þó til með að breyta því þótt svo að kverikynið þyki erfiðara í vali. Við munum jafnhliða innlendu framleiðslunni sinna skóinnflutningi til þess að geta boðið upp á allar skógerðir. Við látum verksmiðjuna framleiða eingöngu þær vörur, sem við erum samkeppnisfærir í og þar er kuldaskórinn fremstur í flokki. Annað flytjum við inn,“ sagði Hauk- ur. Sexmenningarnir keyptu tvö vörumerki með verksmiðjunni, Act og Classico, en meiningin er að leggja þau alfarið niður. „Þess í stað ætlum við að taka upp ítölsk tísku- nöfn á framleiðsluvörumar og stimpla þau inn í skóna í stað þess að setja í þá límmiða, sem komnir eru upp í ilina á kaupandanum á þriðja degi,“ sagði Haukur. Nýja hlutafélagið keypti allar vélar og hluta af vörubirgðum Iðunnar, en leigði húsnæði þess til sex ára. Leigusamningur er síðan uppsegjan- legur með eins árs fyrirvara. „Vissu- lega hefði verið betra fyrir nýtt fyrir- tæki að byija með færra starfsfólk heldur en nú er við fyrirtækið. Við tókum þann pólinn í hæðina að reyna eftir fremsta megni að halda „mór- alnum“ í lagi og því viljum við forð- ast allar uppsagnir. Fólkið hér er allt orðið roskið og hefur jafnvel 20 til 30 árá starfsaldur að baki. Ég vonast til að ná nógu mikilli sölu til að komast hjá uppsögnum," sagði Haukur. „Nokkuð hefur borið á að- haldsleysi og áhugaleysi innan verk- smiðjunnar til þessa, bæði hjá stjóm- endum og starfsmönnum. Að mínu áliti hefur viðskiptavinum verksmiðj- unnar ekki verið sinnt nægilega vel sem er atriði sem ekki má van- rækja. Jafnframt hef ég hug á að taka upp gæðabónus í stað hóp- bónus, sem kemur til með að skila sér í auknum gæðum á framleiðsl- unni,“ sagði Haukur að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.