Morgunblaðið - 04.08.1988, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, PIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 1988
29
Morgunblaðið/Páll Dagbjartsson
Efstu knapar og hestar í B-flokki gæðinga. Frá hægri: Sigurbjöm Bárðarson á Seif, Egill Þórarinsson
á Geisla, Guðmundur Sveinsson á Blæ, Jóhann Magnússon á Móral, Biraa M. Sigurbjörnsdóttir á Óðni,
Sólveig Einarsdóttir á Krapa, Jóhann Friðgeirsson á Sylgju og Andreas Hoffmann á Kolskegg.
Hestamót Skagfirð-
inga á Vindheimameliim
Varmahlíð.
Hestamót Skagfirðinga fór fram
á Vindheimamelum nú um verslunar-
mannahelgina, eins og undanfarin
ár. Veður var ágætt bæði á laugar-
dag og sunnudag, að mestu þurrt
en nokkuð svalt, einkum á laugar-
daginn.
Þátttaka var mikil á mótinu og
hafa skráningar sjaldan eða aldrei
verið fleiri eða hátt á þriðja hundr-
að. Dagskrá var löng báða dagana
eða frá því kl. 10 að morgni til kl.
19 að kvöldi.
Á föstudaginn voru all mörg kyn-
bótahross sýnd og dæmd. Var þar
kominn Þorkell Bjamason ásamt
meðdómurum. Ekki hafa áður verið
sýnd kynbótahross í tengslum við
hestamót um verslunarmannahelgi
hér í Skagafírði, en vissulega á slíkt
rétt á sér. Að öllum öðrum knöpum
ólöstuðum má segja að Elvar Einars-
son á Syðra-Skörðugili hafi vakið
einna mesta athygli og náð hvað
bestum árangri í heild á mótinu, en
hann og Rauðskjóni frá sama bæ
sigruðu bæði í tölti og fjórgangi
unglinga og urðu í öðru sæti í ungl-
ingakeppninni eldri flokki. Auk þess
var Elvar knapi í kappreiðum, gæð-
ingaskeiði og góðhestakeppni, þó
hann næði reyndar ekki verðlauna-
sæti í þeim greinum.
Kappreiðar
Undanrásir kappreiða fóru fram
fyrir hádegi á laugardag og úrslit
svo fyrir hádegi á sunnudag. Áhugi
fyrir kappreiðum virðist fara heldur
dvínandi meðal hestamanna og
áhorfenda, nema þá helst í skeiði.
T.d. voru einungis þtjú hross skráð
til keppni í 250 m folahlaup, sem
fyrir nokkrum árum hefði þótt saga
til næsta bæjar. Þegar Skagfirðing-
ar byijuðu að halda hestamót á
Vallabökkunum í gamla daga, þá
snérist öll dagskrá um kappreiðar
og ekkert annað. Nú er öldin önnur
og ekki nema sjálfsagt að þróun
verði á þessu sviði svo sem öðrum
í okkar þjóðlífi. Þess er rétt að
geta, að Skagfirðingar meta mikils
þá hestaeigendur sem leggja það á
sig og hrossin að koma um langan
veg til þátttöku í kappreiðum og
öðrum greinum á hestamannamót-
um þeirra. Úrslit í einstökum grein-
um kappreiða voru sem hér segir:
350 m stökk:
Háfeti, jarpur, 11 v. Eigandi: Lárus
B. Þórhallsson. Knapi: Jón Guð-
mundsson. Tími: 25,6 sek.
Glanni frá Hemlu Landeyjum,
brúnn 8 v. F: Bylur Kolkuósi. M:
frá Hemlu. Eigandi: Guðjón Bergs-
son. Knapi: óvíst. Tlmi: 25,8 sek.
Kolbrún frá Nýjabæ, Borg, brún, 7
v. F: í Nýjabæ. M: Skelía, Nýjabæ.
Eigandi: Guðbrandur Reynisson,
Nýjabæ. Knapi: Sigurlaug Anna
Auðunsdóttir. Tími: 26,2 sek.
800 m stökk:
Stormsker, þingeyskur, brúnn 9 v.
Eigandi: Eygló Einarsdóttir. Knapi:
Jón Guðmundsson. Tími: 61,8 sek.
Léttir, sótrauður 11 v. F: Itosi 913.
M: Fluga. Eigandi: Guðbjörg Þor-
valdsdóttir. Knapi: Sigurlaug Anna
Auðunsdóttir. Tími: 61,8 sek.
Fleiri luku ekki keppni.
300 m brokk:
Brimur frá Brimnesi, brúnn. 13 v.
F: Hörður 591. M: Brúnka. Eig-
andi: Ólafur Öm Þorkelsson. Knapi:
Ema Jóhannesdóttir. Tími: 41,0
sek.
Léttir, bleikur. F: Þröstur frá
Kirkjubæ. M: frá Ketu. Eigandi:
Helgi Ingimarsson. Knapi: Helgi
Ingimarsson. Tfmi: 41,4 sek.
Skratti, rauðstjörnóttur 12 v. F:
Kommi. M. Rauðka Útvík. Eigandi:
Amór Halldórsson. Knapi: Jóhann
Magnússon. Tími: 42,9 sek.
250 m stökk:
Haukdal, brúnblesóttur 6 v. F: Nói
843. M: Blesa Kirkjubæ. Eigandi:
W&f.f
Morgunblaðið/Páll Dagbjartsson
Sigurvegari í tölti, Sævar Har-
aldsson á Kjarna.
Erla Ölversdóttir. Knapi: Erla Öl-
versdóttir. Tími 19,4 sek.
Andvari, bleikálóttur 6 v. Eigandi:
Jón Guðmundsson. Knapi: Jón Guð-
mundsson. Tími: 19,4 sek.
Hólmar frá Hólmi A-Landeyjum,
jarptvístjömóttur 6 v. F: Frosti.
M: Hrefnujörp. Eigandi: Guðbjörg
Þorvaldsdóttir. Knapi: Sigurlaug
Anna Auðunsdóttir. Tími: 19,6 sek.
150 m skeið:
Máni 17 v. jarpur úr Dalasýslu.
Knapi: Sævar Haraldsson. Tími:
15.2 sek.
Símon 8 v. brúnn frá Hofsstaða-
seli. Knapi: Sigurbjöm Bárðarson.
Tími: 15,2 sek.
Mólda 6 v. moldótt frá Tunguhálsi.
Knapi: Gestur Stefánsson. Tími:
15,7 sek.
250 m skeið:
Vani ll .v. grár frá Stóra-Laugum.
Knapi: Erling Sigurðsson. Tími:
23.2 sek.
Snarfari. Knapi: Sigurbjöm Bárðar-
son. Tími: 23,4 sek.
Börkur 14 v. brúnn frá Kvíabekk.
Knapi: Tómas Ragnarsson. Tími:
23,6 sek.
Góðhestakeppni
34 hross vora skráð í hvom flokk
í gæðingakeppninni og fóra dómar
fram á laugardag í báðum flokkum
og síðan röðun í 8 efstu sætin á
sunnudeginum. Örlítil breyting varð
á röðun miðað við einkunnagjöf.
Hæstu einkunn í A-flokki hlaut
Kola frá Sigríðarstöðum en hún
hafnaði síðan í 3. sæti í röðuninni.
í B-flokki hlaut hæstu einkunn
Ögri frá Keldudal 8,35 og stóð hann
efstur einnig í röðun.
Úrslit í A-flokki gæðinga:
Kapteinn 7 v. móálóttur frá Flugu-
mýri Skagafirði. F: Ófeigur 882.
M: Kolbrún. Eigandi: Ingimar Jóns-
son. Knapi: Páll B. Pálsson.
Fjalar 5 v. grár. F: Hrafn 802. M:
Aska 4961. Eigandi: Hildur Class-
en. Knapi: Ragnar Hinriksson.
Kola 7 v. moldótt frá Sigríðarstöð-
um í Fljótum. F: Júpíter 851. M:
Móska frá Sigríðarstöðum. Eigandi:
Lúðvík Ásmundsson. Knapi: Egill
Þorarinsson.
Sörli 6 v. brúnn. F: Stormur frá
Sauðárkróki. M: Brún frá Melstað.
Eigandi: Óli Pétursson. Knapi: Jó-
hann Þorsteinsson.
Úrslit í B-flokki gæðinga:
Ögri 6 v. rauðblesóttur frá Keldu-
dal Skagafirði. F: Seifur. M: Hrand
5655. Eigandi: Þórarinn Leifsson.
Knapi: Sigurbjöm Bárðarson.
Geisli 6 v. grár frá Kirkjuhóli. F:
Mergur frá Skörðugili. Eigandi:
Gísli Halldórsson. Knapi: Egill Þór-
arinsson.
Blær 11 v. brúnn frá Sauðárkróki.
F: Gustur 923. M: Hrafnhetta 3791.
Eigandi: Sveinn Guðmundsson.
Knapi: Guðmundur Sveinsson.
Mórall 7 v. glóbrúnn. F: Skuggi
888. M: Lísa frá Hofsstaðaseli. Eig-
andi: Öm Stefánsson. Knapi: Jó-
hann Magnússon.
Unglingakeppni
Um 30 unglingar vora skráðir
til leiks í tveimur aldursflokkum.
Er hér um mikla aukningu að ræða
frá fyrri mótum og er það ánægju-
efni. Athygli vakti hve unglingamir
komu vel fyrir í sýningunni, vora
vel ríðandi og sýndu prúðmannlega
reiðmennsku. Var greinilegt að
unga fólkið var í góðri æfingu enda
nýafstaðið sérstakt æskulýðsmót
sem fram fór á Vindheimamelum
Fiskverð á uppboðsmörkuðum 2. ágúst
FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði
Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar-
verð verð verð (lestir) verð (kr.)
Þorskur 42 38 40,5 169,568 6.791.134
Ýsa 95 78 93,61 0,312 29.278
Ufsi 22 15 20,76 3,871 80.232
Lúða 95 95 95 0,024 2.280
Steinbítur 24 15 19,5 1,190 23.205
Undirmál 10 15,5 15,97 5,899 94.141
Samtals 38,81 180,924 7.020.920
FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf.
Þorskur 43,0 37,5 38,54 33,095 1.275.563
Ýsa 96,5 63 80,45 4,1 329.825
Ufsi 23 15 20,40 2 40.800
Karfi 21 15 19 451 8.671
Steinbítur 21 21 21 0,9 18.900
Skarkoli 42,5 35 42,18 0,507 21.383
Lúða 159 140 149,69 0,051 7.634
Skata 48 48 48 0,144 6912
Samtals 41,45 41,248 1.709.588
Flskverð á uppboðsmörkuðum 3. ágúst.
FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði
Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar-
verð verð verð (lestir) verð (kr.)
Þorskur 47,00 30,00 37,82 147,850 5.592.194
Ýsa 91,00 85,00 87,84 1,268 111.406
Ufsi 22,00 16,00 21,34 15,703 335.070
Karfi 23,00 16,00 20,75 3,395 70.441
Steinbítur 20,00 20,00 20,00 0,563 11.370
Hlýri 20,00 20,00 20,00 1,093 21.869
Keila 12,00 12,00 12,00 0,642 7.710
Skata 48,00 40,00 43,79 0,613 26,844
Undirmál 19,00 15,00 18,80 1,831 34,431
Samtals 35,87 173,670 6.228.944
FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf.
Þorskur 37,00 30,00 35,33 44,415 1.572.825
Ýsa 90,00 73,50 89,45 2,805 238.281
Ufsi 22,50 10,00 21,45 1,412 30.995
Karfi 24,50 15,00 22,75 13,956 317.485
Steinbítur 20,00 20,00 20,00 0,442 8.840
Hlýri 18,50 18,50 18,50 0,069 1.277
Langa 15,00 15,00 15,00 0,900 13.50Ó
Sólkoli 40,00 40,00 40,00 0,200 8.000
Skarkoli 35,00 25,00 29,91 0,114 3.410
Grálúöa 9,00 9,00 9,00 0,027 243
Lúða(ósl.) 155,00 151,00 154,50 0,228 35.228
Skötuselur 247,00 247,00 247,00 10,00 2.470
Samtals 34,52 64,678 2.232.554
Grænmetlsverð á uppboðsmörkuðum
SÖLUFÉLAG GARÐYRKJUMANNA
Gúrkur 90,00 4,870 437.970
Sveppir 436,00 0;496 347.008
Tómatar 114,00 7,206 820.974
Paprika(græn) 257,00 1,170 344.405
Paprika(rauð) 307,00 0,845 259.250
Paprika(gul) 395,00 0,005 1.975
Papr.(rauðgul) 304,00 0,035 10.635
Paprika(blá) 315,00 0,015 4.725
Gulrætur 171,00 0,840 143.460
Salat 53,00 1,710 89.970
Kinakál 133,00 2,922 392.207
lceberg 136,00 0,065 7.500
Hvítkál 90,00 3,960 354.860
Rófur 155,00 1,255 190.175
Blómkál 198,00 2,443 483.042
Annaö 2,700 337.028
Samtals 30,000 4.181.184
Morgunblaðið/Páll Dagbjartsson
Sigurvegari í fjórgangi, Sigur-
björn Bárðarson á Hjalta.
um síðustu helgi. Úrslit urðu sem-'
hér segir.
Yngri flokkur:
Sonja Sif Jóhannsdóttir á Freyju 6
v.
Ingi B. Kristjánsson á Flugu 8 v.
Alma Ágústsdóttir á Dverg 5 v.
Sveinn Friðriksson á Glóblesa 10 v.
Eldri flokkur:
Helgi Ingimarsson á Sesari 8 v.
Elvar Einarsson á Rauðskjóna 8 v.
Hilmar Símonarson á Steinku 7 v.
Jón K. Sigmarsson á Randver 7 v.
Gæðingaskeið
Gæðingaskeið er keppnisgrein
innan hestamennskunnar sem nýtur
vaxandi vinsælda, en hún hefut1--
verið þróuð frá granni hér á landi.
Nú mun vera farið að stunda þessa
grein meðal hestaeigenda erlendis.
Hér reynir sérstaklega á samspil
manns og hests, hlýðni ásamt
snerpu á stuttum skeiðspretti. Alls
vora 29 hestar skráðir í gæðinga-
skeið.
Úrslit:
Sigurbjöm Bárðarson á Snarfara,
rauðum 7 v.
Maake Burgrafer á Flugari, 8 v.
brúnskjóttum frá Vallholti.
Hinrik Bragason á Vafa, 9 v. leir-
ljósum frá Hvassafelli.
Hestaíþróttir
Þá fór fram opið mót í
hestaíþróttum og keppt í fjórgangi,
fimmgangi og tölti í flokki fullorð-
inna og fjórgangi og tölti í ungl-
ingaflokki. Undankeppni fór fram
á laugardeginum og svo röðun í
efstu sætin á sunnudag. Keppni var
mjögjöfn og spennandi og var dóm-
uram vissulega vandi á höndum við
að gera upp á milli. Greinilegt er
að áhorfendur kunna sífellt betur
að meta þessa íþróttakeppni á hest-
um, en það er ekki svo ýkja langt
síðan farið var að stunda greinina
hér á landi. Allt þarf sinn aðlögun-
artíma og er svo einnig hér. Urslit
í*einstökum greinum urðu sem hér
greinir:
Fjórgangur unglinga:
Elvar Einarsson á Rauðskjóna 8 v.
frá Syðra-Skörðugili.
Edda Rún Ragnarsdóttir á Kría 7
v. frá Sigluvík.
Berglind Gröndal á Sveip 11 v. frá
Hjaltastöðum.
Tölt unglinga:
Elvar Einarsson á Rauðskjóna 8 v.
frá Syðra-Skörðugili.
Gísli Geir Gylfason á Prins 7 v.
Edda Rún Ragnarsdóttir á Kría 7
v. frá Sigluvík.
Fjórgangur:
Sigurbjörn Bárðarson á Hjalta 9
v. frá Hjaltastöðum.
Maake Burgrafer á Gauta 7 v.
Hinrik Bragason á Skelmi 8 v. frá
Vallanesi.
Fimmgangur:
Sigurbjöm Bárðarson á Höldi 6v.
Egill Þórarinsson á Kolu 7 v. frá
Sigríðarstöðum.
Hinrik Bragason á Vafa 9 v. frá
Hvassafelli.
Tölt: v -
Sævar Haraldsson á Kjama 8 v. frá
Egilsstöðum.
Sigurbjöm Bárðarson á Hjalta 9
v. frá Hjaltastöðum.
Hinrik Bragason á Skelmi 8 v. frá
Vallanesi.
Á annað þúsund gesta sótti þetta
hestamót Skagfirðinga sem fór hið
besta fram í alla staði.
- P.D.