Morgunblaðið - 04.08.1988, Side 38

Morgunblaðið - 04.08.1988, Side 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 1988 félk í fréttum Sigurður Gizurarson bæjarfógeti á Akranesi afhenti Halldóri Kristinssyni sýslumanni blóm sem kallast heimilisfriður að loknu ávarpi sínu. HÚSAVÍK Fagna tilkomu nýrrar sýslu- skrifstofu og lögreglustöðvar AHúsavík var nýlega efnt til mikils fagnaðar samankominn til að halda upp á þennan mikilsverða vegna opnunar nýrrar sýsluskrifstofu og lög- áfanga og þ. á m. voru ýmsir frammámenn sunn- reglustöðvar á staðnum. Nokkur §öldi fólks var þar an heiðar og norðan. Jón Sigurðsson dómsmálaráðherra og Guðný Sverrisdóttir sveítar- stjóri á Grenivík. . Guðmundur Bjarnason heilbrigðismálaráðherra ræðir við Jóhann Helgason bónda í Leirhöfn. Tvíburasysturnar, Ingrid og Isabella, hafa valið sér ólík störf. Ingrid er kennari; en Isabella er fræg leikkona og fyrirsæta. Móðir og dóttir saman utan sviðsljóssms. Það olli mikilli hneykslun á sínum tíma, þegar Ingrid Berg- man eignaðist dætur sínar án þess að vera í hjónabandi. Hin 36 ára gamla Isabella Rosse- lini þykir hafa hlotið glæsilega fegurð móður sinnar i arf. ISABELLA ROSSELINI Eg verð aldrei eins og móðir mín Isabella Rosseelini er alveg ósveigjanleg; „Það skiptir engu máli hvað fólk segir, ég lifí ekki endurspegluðu lífí móður minnar." Isabella er önnur tvíburasystra sem Ingrid Bergman eignaðist með ítalska kvikmyndaleikstjóranum Roberto Rosselini, en stormasamt hjónaband þeirra olli miklum deilum á sínum tíma og ógnaði frama þeirra beggja. „Ef fólk veit að ég giftist kvik- myndaieikstjóra (hún giftist Martin Scorsese árið 1979) og að hónaband okkar hafí farið út um þúfur, alveg eins og hjónaband foreldra minna, þá segir það að mitt líf sé alveg eins og hennar líf. En það er mis- skilningur, því hvert líf er einstakt. Ég hef gert svo margt í lífínu, sem er ólíkt því sem mamma gerði. Þú velur þér ekki lffshlaup, kannski tíunda hlutann, en afgangurinn er hrein forlög." Hin 36 ára búlduleita leikkona og fyrirsæta er staðráðin í því að varðveita eigin persónuleika og reynast hinni 5 ára gömlu dóttur sinni góð móðir. „Fólk minnist móður minnar með miklum söknuði, og það fer í taug- amar á mér þegar ætlast er til þess að ég Iifí einhverskonar spegil- mynd af hennar lífí. Það er ágætt að hennar er saknað, en ég sakna hennar sem dóttir á meðan aðrir sakna hennar sem leikkonu. Fólk vill greinilega að einhver taki við hlutverki hennar, en það getur aldr- ei orðið ég. Það getur reyndar eng- inn skipað hennar sess.“ Þó hún reyni að halda sér í fjar- lægð frá ímynd móður sinnar, þá hefur Isabella gert allt til þess að afla vitneskju um frama foreldra sinna. Hún hefur séð allar kvik- myndir sem móðir hennar lék f, og einnig þær sem faðir hennar leik- stýrði. Þegar minnst er á það við hana að Sophia Loren hafí nýlega leikið sína eigin móður í sjónvarpsþætti, þá segir Isabella að það gæti hún aldrei gert. „Ég myndi aldrei fara með hlut- verk móður minnar í kvikmynd, jafnvel þó mér hafi líkað að sjá Sophiu Loren leika móðir sína. En það er kannskí erfítt að segja aldr- ei, en hugmyndin fínnst mér hræði- leg. Ég kæri mig bara ekki um að hrærast í þessu upp á nýtt. Kannski hlýtur samt að koma að því, þvf þetta er spuming um viðskipti og einhver mun vissulega reyna að græða á því.“ Isabella Rosselini er heimsfræg fyrirsæta auk þess að vera fræg leikkona. Hún hóf fyrirsætustörf þegar hún var 27 ára gömul, og hafa myndir af henni prýtt forsíður tímarita í 150 löndum. COSPER '~v<3p> COSPER

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.