Morgunblaðið - 04.08.1988, Side 39

Morgunblaðið - 04.08.1988, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 1988 39 Fegnrð Til fyrir- sætu- starfa í Jap- an Guðbjörg í hópi fegurðardísa frá ýmsum heimshornum. Guðbjörg Gissurardóttir, sem varð í öðru sæti í feg- urðarsamkeppni íslands á dögunum, keppti fyrir íslands hönd í „Miss International"- fegurðarsamkeppn- inni, sem haldin var í borginni Gifu í Japan fyrir skömmu. Eins og allar hinar stúlkurnar, sem hafa hald- ið utan með íslenska fegurð að vopni í keppni við hinar fegurstu í öðrum löndum, varð Guðbjörg landi og þjóð til sóma og komst í hóp fimmtán stúlkna, sem kepptu til úrslita. Þar við bættist að Guðbjörgu barst tilboð frá japönskum aðilum um að stunda fyrirsætustörf í Japan næsta vetur. Guðbjörg sagði að henni, ásamt keppandanum frá Puerto Rico, hefði borist tilboðið eftir eitt kynningar- kvöldið, þar sem hundruð ljósmyndara voru viðstadd- ir,„Þetta er mjög freistandi tilboð,“ sagði hún. „Ég hef aldrei stundað þetta áður, og það má segja að ég viti ekki nákvæmlega hvað bíður mín, en ég er að hugsa um að prófa þetta að minnsta kosti í tvo mánuði og sjá hvað mér finnst. Ég held að þetta sé bæði spenn- andi starf og vel upp úr því að hafa.“ Guðbjörg sagðist hvort sem var hafa ætlað að taka sér eins árs frí frá námi, en hún varð stúdent frá Verzl- unarskóla Islands síðastliðið vor. Að ári hyggst hún svo ■ hefja nám í auglýsingateiknun. Fleiri ferðalög eru á döfínni hjá henni á næstunni; síðar í mánuðinum fer hún til Finnlands að keppa um titilinn „Ungfrú Skand- inavía" ásamt Guðrúnu Margréti Hannesdóttur, sem var í þriðja sæti í fegurðarsamkeppninni hér heima. Ungfrú Island, Linda Pétursdóttir, keppir hins vegar um titilinn „Ungfrú heimur." Guðbjörg á þjóðbúningakvöldi í Gifu með spænska keppandanum. „Ég virðist svo lítil á þessari mynd; ég var á sauðskinnsskóm en hún á himinháum hælum,“ sagði Guðbjörg. 39 kryddtegundir í CajP.’s grill-og egar þú grillar, steikir eða marinerar skaltu nota Caj P.’s grill- og steikarolíuna. Caj P.’s inniheldur 39 ólíkar krydd- tegundir og þegar þú finnur kryddlyktina kemstu að raun um, að Caj P.’s grill- og steik- aroiían er allt sem þarf til að gera steikina bragðbetri og bragðmeiri. rillolja *•**«$$ vssSSs iwjj* ’H-I5(ií?n5la kottel, Proilofn olter liskon <1<ín lina kryddsmakon Wnno' IfW ,.y i* asö-H. <J - «* ■ ';*> TÆTt o*l»- soyfl. Innflutningur og dreifing á góðum matvörum \feiðivörur fyrir þig Til sölu 34 farþega M. Benz 303 árg. 1980. Góður bíll og vel búinn þægindum. Uppl. hjá Mosfellsleið í síma 667411 Kona nokkur var svo óheppin að detta í Tjörnina og svamlaði þar um illa á sig komin. Góðhjartaður maður lagðist á bakkann og rétti regnhlífina sína að henni. „Nei takk,“ sagði frúin, „ég er nú þegar orðin rennandi blaut.“ KÓKÓMJÓLK FJjKIK 6LATT FÓLK ! | MJÓLKURSAMSALAN í REYK|AV(K f

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.