Morgunblaðið - 04.08.1988, Page 42

Morgunblaðið - 04.08.1988, Page 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 1988 „þú ert eJcki fðeram aS ekrifa ávísuri eins ekjáLfhenturog þú «rt •" Pabbi, viltu hjálpa mér. Það er kviknað i bruna- stöðinni minni? HÖGNI HREKKVlSI „ hann erað koma, amma " Flugfimur ræningi Til Velvakanda. Svartbakurinn, þessi flugfimi ræningi, er að verða einkennisfugl Islands. Maður getur hvergi litið í kringum sig utandyra á Reykjavík- ursvæðinu án þess að sjá að minnsta kosti einn. í Kópavogi vaknar mað- ur á morgnana við gargið í honum. Hann situr í görðunum og hann er meira að segja svo kræfur, að ný- lega hirti einn svartbakur stóra steik af logandi útigrilli! Geri aðrir betur. í Biskupstungum svífur mávur- inn reglubundið á hálftíma fresti yfir móanum. Raddir mófuglanna eru að mestu hljóðnaðar því hann er búinn að éta þá flesta. Hann er orðinn staðfugl þar í sveit. Þessu ójafnvægi í náttúrunni hefur maðurinn komið á. I verstöðv- unum, eins og t.d. í Vestmannaeyj- um, er hann stríðalinn og innfædd- ir tala um hann sem „ryksugurnar sínar“. Á Selfossi eru þeir hundruð- um saman á öskuhaugunum. En innan bæjarlanda er meðferð skot- vopna bönnuð almenningi. Kópa- vogur hefur láti skjóta flækings- ketti á færi, en mávurinn fær að vera óáreittur við iðju sína, sem er að drepa allt kvikt sem hann ræður við. Getur kattaskyttan í Kópavogi ekki drepið veiðibjöllurnar, sem eru enn meiri plága en breimandi kettir- inir? Væri bæjaryfirvöldum á Suðvest- urlandi ekki sæmst, að láta fækka þessum vargfugli á skipulagðan hátt? Þessi fugl er orðinn að óþrif- um á landinu. Ef til vill viija félag- ar í skotfélögum aðstoða við verkið. Halldór Jónsson. „Hundalógík“ Bandarí kj amanna Með landann á öxlinni Ágæti Velvakandi. Það hefur löngum loðað við ís- lendinga hversu forvitnir þeir eru. Kemur það kannski til af því hversu fámenn þjóðin er og allir þekkja alla. Fólki hér á landi er svo tamt að hnýsast um annarra hagi, að það áttar sig stundum ekki þó svo að því sé kurteislega bent á það. Við undirritaðar þurfum mikið- að sækja á pósthús og í bankastofn- anir og er okkur farið að leiðast að hafa samlandann ávallt á öxlinni í þessum stofnunum. Því viljum við fara þess á leit við stjómendur þess- ara stofnana, að gerðar verði breyt- ingar á afgreiðslufyrirkomulagi, þannig að sá næsti sé aávallt fyrir aftan þann, sem verið er að af- greiða, og að hann fari ekki að afgreiðsluborðinu fýrr en kallað er í hann. Víða erlendis þekkist þetta fýrir- komulag og þykir sjálfsagt. Ekki þyrftu þessar breytingar að kosta mikið, t.d. rautt strik á gólf metra frá afgreiðsluborðinu og skilti sem á stæði: „Farið í röð“. Þetta er ódýrasta lausnin 'en auðvitað mætti koma þessu við á margan hátt. Að þessum breytingum loknum- ættu allir að geta átt sín viðskipti í friði og sögur um hver sé skuldugastur eða ríkastur á hinum eða þessum staðnum ættu að hverfa. Virðingarfyllst, Guðrún og Kristín. Heiðraði Velvakandi. Fyrir skömmu mætti einhver hátt- settur Ameríkani í íslenska sjón- varpið. Hann var spurður að því hvers vegna við mættum ekki, að þeirra dómi, nýta okkur hvalina inn- an okkar mjög svo skynsamlegu marka. Hann var ekki í neinum vand- ræðum með að skilgreina þetta. Jú, það dræpust nokkrir höfrungar á hverju ári undan ströndum Banda- ríkjanna, en þeir væru ekki að drepa þá heldur flæktust þeir inn í túnflsk- nætumar þegar þeir væru að veiða túnfískinn, og af því dræpust þeir.(í þessu tilfelli drepast 20-30 þúsund höfrungar árlega að minnsta kosti.) Með ykkur gegnir allt öðru máli sagði hann, því þið eruð að drepa hvalina , beinlínis. Þessi röksemdafærsla hefði verið flokkuð undir svokallaða „hunda- lógík“ til sjós á íslenskum fískiskip- um, og nú er spumingin: Getur nokk- urt ríki orðið stórveldi út á svona málflutning? Jú, ekki ber á öðru. Mér kemur í hug, að nú er Þor- steinn Pálsson boðinn til Ameríku og meðal annars í flotaheimsókn til að skoða a.m.k. eina flótastöð. Skyldi honum verða sýnd korvettan, sem íslendingar ætluðu að fá leigða af Ameríkönum í þorskastríðinu, en þá var ameríski flotinn svo upptekinn að þeim var aldeilis fyrirmunað að geta leigt hana, þrátt fyrir afar góð- an vilja? Jón Eiríksson. Víkverji Víkveiji dagsins átti fyrir skömmu leið frá Reykjavík til Akureyrar. Víkverji var akandi, en það vakti athygli hans hversu marg- ir ferðamenn voru á reiðhjólum. Fyrir nokkru vakti það óskipta at- hygli, ef fólk ferðaðist um þjóðveg- ina með þessum hætti, en svo mörg- um hjólreiðamönnum mætti Víkveiji, að þessi ferðamáti er greinilega ekki svo óalgengur leng- ur. Reyndar voru flestir þessara ferðalanga, sem Víkveiji grennslað- ist fyrir um, útlendingar, en efa- laust hjóla íslendingár líka um landið. Víkveiji var löngu hættur að undrast reiðhjólin, þegar leið hans lá síðar inn á Sprengisand. Og viti menn! Þar hafði maður tjald- að og fararskjóti hans var reiðhjól. Þessi maður var einn á ferð, en algengast var, að hjólreiðamennim- ir væru tveir eða fleiri saman. Víkveiji var svo sem ekkert að öf- unda þetta fólk af ferðamátanum, en ekki gat hann annað en dáðst að dugnaði þess. Annar ferðamáti er nú aftur orð- inn vinsæll og það í vaxandi mæli. skrifar Þetta eru ferðalög á hestum. Víkveiji átti þess nýlega kost að ríða frá Reykjavík í Landmanna- laugar og var það hans fyrsta lang- ferð með þeim hætti. Fleiri voru á ferð og var fullskipað í hesthúsun- um, bæði við Landmannahelli og Landmannalaugar. Og á báðum stöðum var sagt, að fullbókað væri í húsin í allt sumar og hefðu þau fyllzt snemma. Síðar frétti Víkveiji á Hveravöllum (þar sem hann reyndar fór um á bíl), að ferðir hestamanna um Kjöl hefðu aldrei verið svo margar sem í sumar og sagðist viðmælandi Víkveija vita til þess að sömu sögu væri að segja annars staðar af landinu. Reynsla Víkveija af hestaferð- inni var slík, að frekar vill hann aftur um Kjöl ríðandi, en á reið- hjóli eða í bfl. xxx AAkureyri þurfti Víkveiji að sækja þjónustu til Landsbank- ans. Erindið var að kanna, hvort ákveðin greiðsla hefði borizt inn á ávísanareikning í Landsbankaútibúi í Reykjavík. Og ekkert var auðveld- ara. Afgreiðslustúlkan á Akureyri kallaði reikningihn á örskotsstund fram á tölvuskerm sinn og þár fékk Víkveiji allt að vita, sem hann van- hagaði um. Þetta rifjaðist svo upp fyrir Víkveija, þegar hann suðurkominn rak erindi húsfélags í Verzlunar- bankanum. Reikningur húsfélags- ins er í Breiðholtsútibúinu, en Víkveiji rak erindið í aðalbankan- um. En nú var þrautin þyngri í Reykjavík en á 'Akureyri, því hringja þurfti í Breiðholtsútibúið til að kanna stöðu reikningsins. Og húsfélagaþjónustan var á tali, þann- ig að það tók tuttugu mínútur að fá samband. Og þegar búið var að fá staðfestinguna á því, að inneign væri fyrir hendi á reikningnum, þurfti Víkveiji að fara í biðröðina hjá gjaldkeranum. Þannig tók þetta allt miklu lengri tíma en ef tæknin hefði verið sú sama og í fyrra tilfell- inu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.