Morgunblaðið - 04.08.1988, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 04.08.1988, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 1988 SVISS Slgurður Qrótarsson gerir það gott með Luzem um þessar mundir. Sigurður skoraði Sigurður Grétarsson skoraði annað mark Luzern í 2:0 sigri liðsins gegn Grasshopper um helg- ina. Liðið hefur nú forystu í sviss- nesku 1. deildinni og hefur hlotið 5 stig úr þremur leikjum eins og nýlið- amir Wettingen en hefur hagstæð- ara markahlutfall. MbRWBffR FOLK ■ REYNIR Saadgerði, sem átt hefur lið í 2. deild íslandsmóts- ins í handknattleik síðustu ár, hefur ákveðið að hætta keppni í meistara- flokki en mun þó halda úti yngri flokkum áfram. Liðið hefur að miklu leyti verið borið úppi af leik- mönnum, sem eiga heima á Reykjavíkursvæðinu. Til dæmis hafa þeir Willum Þór Þórsson og Stefán Arnarsson, knattspymu- menn í KR, annast þjálfun liðsins undanfarin ár með ágætum ár- angri. Nokkrir af leikmönnum Reynis munu ganga til liðs við Njarðvíkinga, sem Magnús Teits- son mun þjálfa eins og áður hefur verið greint frá hér í blaðinu. ■ MIUAN Jankovic, sem er 28 ára júgóslavneskur miðvallarspilari, hefur verið keyptur til belgíska knattspymuliðsins Anderlecht frá Real Madrid. Hann var settur á sölulista hjá spænsku meisturunum þegar þeir fengu V-Þjóðveijann Bernd Schuster í sínar raðir frá Barcelona. Jankovic mun þvi leika með Arnóri Guðjohnsen næsta keppnistfmabil en Arnór hafði ein- mitt lýst því yfir að kaupa þyrfti nýja mið’vallarspilara til And- erlecht til þess að styrkja liðið. ■ NICO Claesen, belgíski lands- liðsframhetjinn sem gerði það svo gott á HM í Mexfkó, hefur verið seldur frá enska liðinu Tottenham til belgíska félagsins Antverpen. Samningur hans er til tveggja ára en kaupverð hefur ekki verið gefíð upp. ■ KATARINA Witt, austur- þýzka skautadrottningin, segir að fyrstu sambönd hennar við karl- menn hafi hjálpað henni við að glæða listhlaup sitt ástríðu og til- fínningum. Eftir þau kynni hefði hún átt auðveldara með að túlka tónlistina, sem spiluð er undir, með hreyfingum sínum. Witt er nú hætt keppni eftir glæsilegan feril, aðeins 22 ára að aldri. USOVÉTMENNog Austur-Þjóð- verjar voru sigursælastir á heims- meistaramóti unglinga í frjálsum íþróttum, sem lauk í Kanada um helgina. Sovétmenn hlutu alls 23 verðlaun en A-Þjóðveijar 22. Bandarfkjamenn hlutu 12 og Kenýamenn 10. Austur-Þjóðverj- ar hlutu hins vegar flest gullverð- laun eða 11, Kenýamenn 6, Bandaríkjamenn 5 en Sovétmenn aðeins 4. I MIKHAIL Schennikov frá Sovétrfkjunum setti um helgina heimsmet í 20 km göngu. Hann gekk á einni klukkustund, 19 mínútum og 8 sekúndum og bætti gamla metið um fjórar sekúndur. KNATTSPYRNA / LANDSLIÐ „Búlgaría er eitft af tíu besftu liðum Evrópu“ - segirSiegfried Held landsliðsþjálfari íslands ÍSLENSKA landsliðið í knatt- spyrnu mætir Búlgaríu í vin- áttulandsleik á Laugardals- velli á sunnudaginn. Siegfried Held, landsliðsþjálfari hefur mikið álit á landsliði Búlgaríu og segir liðið eitt af tíu bestu í Evrópu. Eg talaði við Sepp Piontek og hann sagði Búlgara mjög sterka,“ sagði Held. „Þeir leika svipað og lið frá Suður-Ameríku, eru mjög leiknir með knöttinn, en sterkir og harðir í hom að taka. Lið Búlgarði er eitt af tíu bestu liðum Evrópu að mínu mati.“ Hópurinn sem mætir Búlgaríu var tilkynntur í gær. Litlar breytingar hafa verið gerðar á liðinu, en Guðmundur Hreiðarsson og Pétur Pétursson kemur aftur inn í liðið. „Pétur var settur úr liðinu fyrir að taka sér frí þegar við áttum erfíða leiki í Evrópukeppninni. Hann ræddi svo við Ellert og þeir leystu þetta mál,“ sagði Held. „Við töluðum saman og leystum málið. Það skiptir ekki máli hvor átti frumkvæðið," sagði Ellert B. Schram, formaður KSI. Sex leikir á þremur mánuðum íslenska landsliðið er nú að und- irbúa sig fyrir leiki f undankeppni heimsmeistarakeppninnar. Næstu verkefni eru leikir gegn ólympíu- liði Svíþjóðar og Færeyjum. í lok ágúst mæta Islendingar svo Sov- étmönnum á Laugardalsvellinum í fyrsta leik liðanna í heimsmeist- arakeppninni. Því næst eru tveir leikir á erlendri grund, gegn A- Þjóðveijum og Tyrkjum. Islenska landsliðið sem mætir Búlgaríu er skipað eftirtöldum leikmönnum: Miirkverðir: Friðrik Friðriksson, B 1909.........12 Guðmundur Hreiðarsson, Víkingi_______0 Aðrir leikmenn: Atli Eðvaldsson, Val................48 Guðni Bergsson, Val.................17 HalldórÁskelsson, Þór...............19 Ólafur Þórðarson, ÍA................20 Ómar Torfason, Fram.................28 Pétur Amþórsson, Fram...............16 PéturOrmslev, Fram..................27 Pétur Pétursson, KR.................35 Ragnar Margeirsson, ÍBK.............29 SigurðurGrétarsson, Luzem...........19 Sigurður Jónsson, Sheff.Wed.........13 Sævar Jónsson, Val..................40 Viðar Þorkelsson, Fram..............17 Þorvaldur Örlygsson, KA..............6 Erik Fredriksson frá Svíþjóð mun dæma leikinn, en hann dæmdi úrslitaleikina f Evrópukeppninni í V-Þýskalandi og í heimsmeistara- keppninni í Mexíkó. NOREGUR „íslendingaliðin“ í 8 liða úrslit bikarsins Islendingaliðin Brann og Moss komust áfram f 8-liða úrslit norsku bikarkeppninnar í gær. Brann, lið Bjama Sigurðsssonar mgggtttR og Teits Þórðar- Frá Sigutjóni sonar, sigraði 2. Einarssyni deildarliðið Strind- iNoregi heim 2:0 á heima- velli sínum og Moss, lið Gunnars Gíslasonar, sigraði nágranna sína, 2. deildar- liðið Dröbak-Frogn 1:0. í 1. deildarkeppninni stendur Brann ákaflega illa og er þriðja neðst með 10 stig en tvö neðstu liðin hafa 8 og 9 stig. Tvö lið falla, þannig að liðið þarf að taka sig á til að forðast fall. Moss er í ípórða sæti deildarinnar með 22 stig en efsta liðið Rosenborg hef- ur 27 stig. Pétur Pétursson er nú valinn í landsliðshópinn á nýjan leik. Það er í fyrsta ■ skipti frá því sfðastliðið haust er hann gaf ekki kost á sér vegna brúðkaupsferðar. KNATTSPYRNA / NM DRENGJALANDSLIÐA Finnar unnu sanngjam- an sigur á íslendingum Arnar Gunnlaugsson gerði mark íslands ÍSLENSKA drengjalandsliðið í knattspyrnu tapaði í gær fyrir Finnum í þriðja leik sfnum í Norðuriandamótinu sem fram fer í Svíþjóð. Finnar sigruðu með tveimur mörkum gegn einu. íslenska liðið átti ekki góðan leik og var sigur Finna sanngjarn. Finnar náðu forystunni strax í byijun, en stuttu síðar jafnaði Amar Gunnlaugsson fyrir ísland. Bjarki Gunnlaugsson skallaði bolt- ann til bróður síns sem afgreiddi hann viðstöðulaust í netið. Staðan í leikhléi var þvf jöfn. Finnar voru öllu frískari í síðari hálfleik en fslenska liðið varðist vel. Tíu mínút- um fyrir leikslok skoruðu Finnar sigurmarkið eftir vafasaman víta- spymudóm. Danlrefstlr Eftir þrjár umferðir á mótinu em Danir efstir með 5 stig. íslendingar em í fímmta sæti með tvö stig. Næsti leikur íslenska liðsins er á föstudag og er þá leikið við Eng- Tvfburabræðurnlr snjöllu af Skaganum, Amar og Bjarki Gunnlaugssynir, hafa átt mjög góða leika á Norðurlandamótinu og skorað öll mörk fslenska liðsins til þessa — þrjú mörk hvor. lendinga. Róðurinn verður eflaust I sigmðu Finna með fjómm mörkum erfiður í þeim leik, en Englendingar | gegn einu. ÍÞRÓmR FOLK ■ ERLINGUR Jóhannsson, frjálsíþróttamaður sem á fslands- metið í 800 m hlaupi, hefur ákveð- ið að taka sér frí frá hlaupabraut- inni í sumar vegna meiðsla. Erling- ur hefur dvalið í Noregi undanfar- in þtjú ár við nám í íþróttaháskólan- um í Ósló. Hann mun koma ákveð-r ' inn til leiks næsta sumar og hyggst þá bæta íslandsmetið í 800 m hlaupi. I OPIÐ afmælismót Golf- klúbbs ísafjarðar (Toyota-mótið) verður haldið á Tungudalsvelli á ísafirði, um næstu helgi. Leiknar verða 36 holur, með og án forgjaf- ar. Vegleg verðlaun em í boði fyrir holu á höggi á 7. braut, Toyota bifreið. ■ OPIÐ golfmót verður haldið á Hamarsvelli í Borgarnesi laug- ardaginn 6. ágúst. Mótið hefst kl. 8.00, en skráning fer fram á morg- un í golfskálanum frá kl. 18.-22. Vegleg peningaverðlaun em í boði. ■ ÞA TTTOKUTILKYNNING- UM fyrir deildakeppni Keilufélags Reylyavíkur ber að skila eigi síðar en 26. ágúst. Eyðublöð er að fínna í afgreiðslu í báðum keilusölunum. Nánari upplýsingar veitir Halldór^- R. Halldórsson í síma 15619.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.