Morgunblaðið - 14.08.1988, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 14.08.1988, Blaðsíða 8
e 8a b 88<!MORGUNBLAÐIÐ,'/SUNÍIUÐAGUR/14aÁGÓ3Tfl988 almennt viðurkenndur sem „Faðir Reykjavíkur“. Skúli var skipaður landfógeti árið 1749, fyrstur íslenskra manna. Landfógetinn var fuiltrúi fyrir fjármálaskrifstofu konungs, „rentukammerið“ svonefnda. í vissum skilningi má halda því fram að embætti féhirðis hafi verið staðsett í eynni. 24. maí 1751 var Skúla Magnússyni landfógeta heimiluð ábúð í Viðey. Honum var jafnframt heitið nokkrum styrk af opinberu fé til að byggja embættisbústað í eynni. Það má segja að nýtt skeið hefjist í sögu Viðeyjar. Skúli Magnússon er talinn til gagnmerkari Islendinga fyrr og síðar og er Stjórnsýslumiðstöð Styrkur sá sem Skúla fógeta var ætlaður til húsbygginga árið 1751 verður að teljast hóflegur í hæsta máta, 464 ríkisdalir og 48 skildingar. (Nú er allur verðsam- anburður erfiður og vafasamur en til gamans má geta þess að sam- kvæmt kaupsetningunni 1776 kostaði 1 pund af kaffí 32 skild- inga en 1 ríkisdalur var 96 skild- ingar. 1 pottur af fjögra-gráðu brennivíni kostaði 13 skild- inga.(Þess verður þó að geta að Þessi vökvi var aðeins 18,1% að áfengisinnihaldi. Innskot blm.) Ætlunin var að byggja „múr- greypings-“ eða „bindingsverks- hús“ að danskri fyrirmynd. Það er trúlegt að Skúli fógeti hafí haft metnaðarfyllri byggingaráform, því þegar hann sigldi til Dan- merkur haustið 1751, hafði hann í farangrinum nokkra islenska steina til sýnis og lagði til að hús- ið yrði byggt úr því efni. 1750 var Otto Manderup greifa von Rantzau veitt æðsta embætti íslands, var gerður að stiftamt- manni. Von Rantzau var þó veitt embættið með því skilyrði að hann flyttist til íslands og settist þar að. Það þótti þá heppilegt að stift- amtmaður sæti einnig í Viðey. Fjármálaskrifstofunni í Kaup- mannahöfn sýndist rökrétt að byggja sameiginlegan embættis- bústað fyrir landfógetann og stift- amtmanninn. Því var hætt við bindingsverkshúsið. Ekki dugði minna en tveggja hæða ramm- byggt steinhús utan um æðstu embætti landsins. Það er ljóst að það átti að vanda til þessarar „stjómsýslumiðstöðv- ar“. Einum þekktasta húsameist- ara Dana fyrr og síðar, Nikolai Eigtved hirðbyggingarmeistara, var falið að teikna húsið. Teikning- in var fullgerð í apríl 1752. Hún var af húsi í góðum hlutföllum. Tvær hæðir með nýtanlegri rishæð þar að auki, þrír kvistir voru á hvorri hlið og tveir hlerar á göfl- um. Einhverra hluta vegna var von Rantzau greifí leystur undan þeirri skyldu að búa á íslandi. Því var ekki þörf á húsnæði fyrir það embætti á íslandi alveg á næst- unni. En teikningar hirðbyggingar- meistara vom góðar. „Hans Kóng- lega Majestat" ákvað því í bréfí frá 8. maí 1752 að lækka húsið um eina hæð en nota teikningam- ar áfram að öðru leyti. Til efnis- kaupa var ætlað að veija 1.053 ríkisdölum og 10 skildingum. Þorsteinn Gunnarsson arkitekt segir Eigtved byggingarmeistara hafa teiknað mörg verk sem enn standa. Þeirra þekktast er kon- ungshöllin Amalienborg en nefna má Prinsens Palæ við Frederiks- holms Kanal og Frederiks Hospital við Breiðgötu. í samanburði við þessi verk og fleiri stórvirki Eigtveds er Viðeyjarstofa frekar fábrotið verk í rókókóstíll. En stof- an er samt prýðilegt dæmi um skýra og góða byggingarlist, þar sem einfaldleiki og notagildi em látin sitja í fyrirrúmi en skraut og íburður er í lágmarki, miðað við það sem þótti hæfa um miðbik 18. aldar. Danir meta öll verk Eigtveds mikils og gildir einu hvort þau em stór eður smá í snið- um. Steinhús með tréþaki Viðeyjarstofa er teiknuð og byggð í góðum hlutföllum. Lengd hússins er 36 álnir, breidd 18 áln- ir og vegghæð 6 álnir. Á stofuhæð- inni vom 7 íbúðarherbergi, búr og tvö eldhús. Eitt helsta nýmæli í byggingunni var að ofnar vom í um ívemherbergjum á neðri eð. Viðeyjarstofa var byggð úr ensku grágrýti en innveggir im bindingsverk. Þess má geta 3 í Ferðabók Eggerts Ólafssonar g Bjama Pálssonar segir að „grá- erg“ sem sé allvel til húsagerðar allið fáist við Hellirá sem útlend- ngar kalli Lakselven (Elliðaár) og ið steinn þessi hafi verið notaður gluggaumgerðir á húsi því sem nans hátign konungurinn hafi lát- ið reisa í Viðey. í gólf var notuð fura frá Pommem. Veggir voru húðaðir með dönsku kalki. Húsið er ekki reist á föstu bergi, þar eð jarðvegsdýpt er töluverð, um átta metrar. Það er ekki fullljóst hvaðan sú hugmynd er komin að hafa Viðeyj- arstofti með tréþaki en ekki klædda þaksteinum eins og tíðkað- ist erlendis. íslensku steinhúsin frá átjándu öld vom öll upphaflega með timburþaki úr tjörguðum borðum. Fyrst vom lögð skömð borð að endilöngu, skarsúð eins og tíðkast þegar trébátar em smíðaðir. Þétt var með vaðmáli sem gegnvætt var í lýsi og tjöm. Ofan og þvert á þessa klæðningu vora síðan lögð borð. Borðin vom lögð samsíða þakhallanum, bil var milli borða og listi lagður þar yfir, svonefnd „yfírfelld rennisúð". En það var ekki einfalt verk né auðunnið að reisa steinhús á ís- landi; slíkt hafði ekki verið gert áður. Skúli Magnússon lét þess getið að tilgangur þessarar hús- byggingar hafi verið að læra að nota þau efni sem ísland sjálft gæfi eins og kostur væri. Sýna fram á að það væri mögulegt að byggja varanleg reisuleg hús úr íslenskum efnum. Múrsveinar og byggingarefni frá Kaupmannahöfn komu ekki fyrr en 1753 og það ár var gijót flutt á byggingarstað. Húsið var að mestu reist árið 1754 og má ætla að landfógeti hafi sest að í húsinu 1755. Fullbyggt var húsið þó ekki en fjárveitingin var þrotin. Land- fógetinn kvartar undan ýmsum ágöllum. 29. apríl 1755 skrifar rentukammerið Magnúsi amt- manni Gíslasyni og setur honum fyrir að gera úttekt á Viðeyjar- stofu. Úttektin var gerð 20. sept- ember sama ár, hún var fram- kvæmd af Guðmundi Runólfssyni sýslumanni og fjóram skoðunar- mönnum. Skúli sjálfur var við- staddur og lagði fram skrá yfir ýmsar misfellur. Ágallar fundust ýmsir, m.a. að múrhúðunin flagni af bæði utan og innan. Skúli taldi útilokað að íslensku gijóti væri um að kenna. Gat það verið að kalkið væri gall- að eða jafnvel að þýski múrara- meistarinn Bmchner hefði ekki unnið sitt verk sem skyldi. Skúli taldi sig nauðbeygðan til að skella skuldinni á múrarameistarann en hann aftur á móti taldi að kalkið hefði skemmst af vatni í geymslu, þar eð engin hús á íslandi væm nægjanlega þétt. Nokkuð þótti vanta á að frá- gangur tréverks væri sem skyldi og gólf vantaði bæði í eldhús og forstofu. Skúli vildi fá steingólf en ekki úr plönkum. En sýnu verst var að þakið hélt ekki vatni þrátt fyrir að fógetinn hefði með ærinni fyrirhöfn reynt að þétta það með tjöra, ösku og selalýsi. Þama komu í ljós ágallar timb- urþaka. Tjaran bráðnaði í sólarhita á sumrin, borðin rifnuðu og regn- vatnið streymdi niður í húsin. Jón Helgason biskup segir að nokkm fyrir aldamótin 1900 hafi bárajám verið lagt á þak Viðeyjar- stofu að sunnanverðu. Einhvern tímann fyrir 1911 vom settir fjór- ir kvistir á suðurþekju. Þá vom afþiljuð fjögur herbergi til ívem á suðurloftinu. En áður var búið að þilja af fjögur herbergi á loftinu, tvö í hvomm enda. Menn hrifnir Álitsgerðin var send til rentu- kammersins, þ.e. fjármálaskrif- stofunnar í Kaupmannahöfn. Hún hefur eflaust ekki verið aðhalds- sömum fjárgæslumönnum neitt gleðiefni en reikningar bera samt með sér að fjárveiting fékkst til umfangsmikilla viðgerða sem vom gerðar á ámnum 1756-57. Endan- legur heildarkostnaður danska ríkisins varð 4.018 ríkisdalir og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.