Morgunblaðið - 14.08.1988, Blaðsíða 20
20 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. ÁGÚST 1988
Fjölbreytt náttúrufar
\ið bæjardymar
- segja sérfræðingar Náttúrufræðistofnunar
Morgunblaðið/KGA
Ævar Petersen dýrafræðingnr, fremst á myndinni, t.v. er Hauk-
ur Jóhannesson jarðfræðingur.
Séð frá Laugarnesi er
Viðey fögur og ósnortin á
að líta, þrátt fyrir langa
sögu og búsetu. Leitað var
til sérfræðinga
Náttúruf ræðistofnunar
Islands og þeir beðnir að
segja undan og ofan af því
sem þeir vissu um
náttúrufar eyjarinnar.
Viðey er stærsta eyjan á
Kollafirði, u.þ.b. 1,7
ferkílómetrar. Hún er um
3 km að lengd og breiðust
er eyjan 700 m. Hæst er
hún um 30 m á svokallaðri
Heljarkinn. I raun skiptist
Viðey í tvær eyjar er
tengjast saman um Eiðið.
Norðvesturhlutinn er
minni og nefnist Vesturey
en sá stærri, þar sem
Viðeyjarstofa og byggðin
hefur verið, kallast
Heimaey. Viðey er öll girt
lágu klettabelti með sjó
fram nema um Eiðið og á
Sundbakka austast í eynni.
Gömul eldstöð
Að sögn Hauks Jóhannessonar
jarðfræðings er jarðfræði Viðeyj-
ar nokkuð vel þekkt og harla
merkileg.
Fyrir um tveimur milljónum ára
var þarna virk megineldstöð sem
kennd hefur verið við Viðey. A
meðan þessi eldstöð var og hét
myndaðist stór askja eða sigketill
ofan í hana miðja. Líkur benda
til að að hún hafi verið um 7-10
km í þvermál og liggur Viðey
nærri miðju þessarar öskju. Askj-
an fylltist með tímanum af gos-
efnum og setlögum uns hún varð
barmafull. Jarðlög sem myndast
hafa inni í öskjunni er að finna á
þremur stöðum á Innnessvæðinu
við Faxaflóa, í fjörunni frá sfldar-
verksmiðjunni að Kletti og inn í
Vatnagarða, í Gufunesi og á suð-
vesturströnd Viðeyjar.
Heillegasti jarðlágastaflinn er
í Viðey. Þar ber langmest á mó-
bergi sem að líkindum hefur
myndast við gos í öskjuvatni. Auk
þess eru a.m.k. tvö kubbabergs-
hraunlög sem myndast hafa við
svipuð skilyrði. Móbergið og
kubbabergshraunin finnast í Katt-
amefi, við Áttæringsvör, í Virkis-
ijöru og á suðvesturströndinni frá
Hádegishólum að Þórsnesi. Mó-
bergið gengur upp í Mylluhól og
Kvennagönguhóla og hverfur
austar inn undir grágrýtisþekju.
Eftir að dró úr eldvirkni í eld-
stöðinni kaffærðist hún í yngri
hraunlögum sem runnið hafa
austan að. í Viðey er aðeins eitt
grágrýtishraun sem telst vera frá
síðkvarter tíma. Hraunið er nokk-
ur hundruð þúsunda ára gamalt.
Hraunlagið þekur allan norðaust-
urhluta Heimaeyjar og nær alla
Vesturey.
Laus jarðlög sem myndast hafa
í lok síðasta jökulskeiðs og á
nútíma eru lítt áberandi þáttur í
jarðfræði eyjarinnar. Mest ber á
möl og sandi sem komið hefur
með sjónum. Um leið og jöklar
síðasta jökulskeiðs hörfuðu af lág-
lendi hækkaði í sjónum. Viðey fór
alveg á kaf en reis síðan aftur
úr sæ.
Vel gróin
Eins og biasir við þeim sem lítur
Viðey augum er hún öll vel gróin.
í eynni skiptist aðallega á vot-
lendi og graslendi. Nokkuð hefur
verið ræst fram af mýrum og land
lagt undir tún.
Á fjörum finnast flestar hér-
lendar flöruplöntur. Fjaran er þó
oftast undir hömrum sem ná i sjó
fram um flóð og í brimi. Stærstu
fjörumar eru beggja vegna á Eið-
inu og austast í Heimaey við Kríu-
sand og Sundbakka.
Háplöntur hafa þrívegis verið
skráðar í Viðey. Árið 1939 skráði
Ingólfur Davíðsson 125 tegundir
í eynni og sumrin 1984 og 1988
skráði Kristbjöm Egilsson grasa-
fræðingur, 141 tegund. Samtals
hafa fundist 156 tegundir há-
plantna í eynni. Þar fyrir utan
vaxa margar tegundir mosa og
fléttna í eynni auk þörunga í fjör-
um.
Kristbjöm telur rétt að vekja
athygli á ósnortnu votlendi eyjar-
innar. Mýrar sem ekki hafa verið
ræstar eða ofbeittar eru fágætar
í borgarlandinu og reyndar á öll-
um Innnesjum. Mýramar á norð-
austanverðri Heimaey hafa t.a.m.
ekki verið ræstar fram. Á þeim
slóðum hefði Stöðulholtsmýrin
mesta sérstöðu og væri hún gott
dæmi um hvemig ósnortin og
fremur blaut mýri líti út.
Ekki drepa erni
Ævar Petersen dýrafræðingur,
var inntur eftir fjölda æðarfugla.
Hann kvað um 350 pör hafa ver-
ið talin í eynni árið 1986. Þetta
væri auðvitað miklu minna varp
(5,6 kg af dún) en áður hefði
verið í eynni (40-45 kg af dún í
lok 18. aldar) en það væri mjög
forvitnilegt að bera saman breyt-
ingar sem orðið hefðu á öllu Inn-
nesjasvæðinu á þessari öld. Fyrr
Morgunblaöið/Árni Sæberg
I Viðey er hægt að njóta útivistar og útsýnis.
á öldinni vom stærstu vörpin í
Engey og Viðey en nú væm þau
bæði á mun fleiri stöðum og
stærstu vörpin væm þar að auki
við Bessastaði og í Andriðsey við
Kjalames. Aftur á móti virtist
heildarfjöldi æðarfugls sem yrpi á
svæðinu ekki hafa breyst svo
neinu næmi.
Fjöldi máfa og sjófugla væri
umtalsverður í eynni, sflamáfar,
svartbakar og silfiirmáfar, en það
hefði óneitanlega sín áhrif að
öskuhaugar höfuðborgarinnar
væm i næsta nágrenni í Gufu-
nesi. Það mun væntanlega breyt-
ast á næstunni.
Ævar sagði að alls hefðu 30
fuglategundir orpið í Viðey á
síðustu áratugum og væm um 24
árvissar varpfuglategundir. Lundi
hefði orpið í eyjunni fyrmrn en
væri nú löngu hættur því.
Aðspurður sagði Ævar að emir
sæjust núorðið á hveijum vetri á
höfuðborgarsvæðinu en hann héti
á Þorlák helga og bæði þess, að
menn veittu eminum betri við-
tökur heldur en á Sturiungaöld
þegar eyjarskeggjar ákölluðu hinn
sæla biskup til fulltingis við
hrottalegt amardráp, eins og seg-
ir frá í Biskupasögum.
Ævar sagði að hann vonaði og
treysti því að tiltölulega ósnortið
náttúrfar Viðeyjar ætti eftir að
veita gestum í eynni unað og
ánægju og auka þeim skilning á
náttúranni. Auk þess að vera
prýðileg til útivistar fyrir almenn-
ing væri Viðey mjög vel fallin til
vettvangsathugana í tengslum við
náttúrafræðinám.
Það em kannski ekki einstök
náttúmundur sem gefa Viðey
gildi heldur frekar sú staðreynd
að þama er fjölbreytt náttúmfar
rétt við bæjardyr Reykvíkinga.
Skýringar
JARÐFRÆÐKORT AF VIÐEY
Móborg og kubbabergshraun
Siltatoinn
VESTUREY
I