Morgunblaðið - 14.08.1988, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 14.08.1988, Blaðsíða 9
MGRGUNBLAÐHL SUNNUDAGUR 14. ÁGÚST 1988 a b 9 Þakið á Viðeyjarstofu hefur margsinnis verið endurbætt. Ljósmynd/Ljósmyndasafnið Skúli fékk leyfí til að byggja nýtt guðshús. Bréfaskipti um þetta mál hafa ekki varðveist en til er í vörslu Þjóðskjalasafns teikning af lítilli kirkju, dagsett 13. maí 1766. Teikningin er ekki undirrituð en i bók um gömlu steinhúsin á íslandi eftir Helge Finsen og Esbjöm Hi- ort er sagt að lítill vafí leiki á því að hún sé frá teiknistofu hirð- húsameistarans og þá sé varla öðrum arkitekt til að dreifa en Georg David Anthon samstarfs- manni Eigtveds um margra ára skeið og síðan eftirmanni hans. í aðalatriðum var kirkjan byggð eins og teikningin sýnir. Frágang- ur og innréttingar fara mjög nærri því sem gert var ráð fyrir. Búnað- ur kirkjunnar, bekkir, kórgrindur og altari með prédikunarstól eru enn þau sömu og í upphafí. Það er athyglisvert að sæti Skúla í kirkjunni snýr þannig að honum er unnt að hafa auga með söfnuð- inum við messugjörðina. Sem fyrr segir var kirkjan teiknuð 1766 en heimildir benda til að ekki hafí verið byijað að byggja fyrr en nokkrum árum seinna. Hún var byggð úr gijóti sem gekk af þegar Viðeyjarstofa var reist. Viðeyjarkirkja var full- byggð árið 1774 og var vígð af séra Áma Þórarinssyni á Lamba- stöðum, síðar Hólabiskupi. Um þessa kirkju kvað Runólfur Mýrdalín: Þú hefur fengið fjalaval, finnst þó enginn raftur. Happadagur skírast skal er skópst þinn hagur aftur. Liggja vannst mér látið llk, litill fannst þér kraftur. Núna séstu risin rík úr rotinu versta aftur. Þú varst rúin, rifin, tætt, rafta fúinn viður. Upp ert búin endurbætt, Að þér snúinn friður. Moldarhrúga myrk og svört máttir þrúguð heita. Ur þeim múga braust fram björt bijóst þin dijúg að veita. Hvítt þér skrúðið aflar art undir síðum báðum. Eins og brúður skrýdd í skart skín vel prúð með dáðum. Foma ísa frón þig ber, formið lýsir þýða. Danskri visu drengir hér dijúgt þig prísa víða. Faðmi hæða fóður hrein friðar gæða mildi. Þann þig mæða þitt lét mein, þig og klæða vildi. Ég þess heldur óska strax, að þú héldist viður. Þar til eldur efsta dags ört skal feldur niður. Kirlqa þessi er næst elsta kirkja landsins og geymir elstu uppmna- legu kirkjuinnréttingu sem hér er til. Hóladómkirkja er eldri, vígð 1763 en þar er innréttingin endur- gerð. Kirkjunni var þjónað frá Reykjavík þangað til 1846 er hún var lögð til Mosfells. Þess verður að geta að álagatrú er tengd kirkj- unni. Það fylgdi henni að hún skyldi ávallt standa opin og myndi þá bátum á Viðeyjarsundi ekki hiekkjast á. Sagt er að þessa hafi ekki verið gætt þegar sonarsonur Skúla fógeta, Jón Vidö, fórst í sendiför til Reykjavíkur. Onnur trú er að í kirkjunni megi aldrei vera þrír prestar samtímis. Ef frá því sé brugðið muni enginn þeirra lifa árið út. Árið 1953 vom þrír prest- ar í Viðeyjarkirkju samtímis: Hall- dór Jónsson, prestur á Reynivöll- um, Hálfdán Helgason, prófastur á Mosfelli, og Sigurgeir Sigurðs- son biskup. Þeir létust allir sama árið. Tilraunastöð landbúnaðarins Skúli landfógeti sat Viðey með rausn og höfðingsskap. Þegar hann gat því við komið bauð hann gestum í eyna. Þannig sátu Eg- gert Ólafsson og Bjami Pálsson lengi í Viðey á þeim ámm þegar þeir feráuðust um ísland og þar í eynni unnu þeir að ferðabók sinni. Það hefur verið gott að gista í Viðey. Jón Jónsson Aðils segir frá því í ævisögu Skúla fógeta að vet- ur einn er Bjarni Pálsson dvaldi þar, kenndi hann Rannveigu, dótt- ur landfógetans, og var hún þá 17 ára að aldri. Vingott varð með þeim Rannveigu og Bjarna og 20 skildingar en upphafleg fjár- veiting var 1.053 rkd. og 10 sk. eins og fyrr hefur verið getið. Þrátt fyrir þessa ágalla og missmíðar fór ekki hjá því að menn væm hrifnir af þessari byggingu og sögðu að „slíkt hús hefði aldrei fyrr sést á íslandi". Og Þorbergur Jónsson Isenfeld kvað: Hér er verið hús að byggja, af höldum kuldann tekur senn, að því ger allir hyggja, aðkomandi og heimamenn. Skúli fógeti Með steinum múrs er stofnað nett, strax á eftir kalki slett. Musteri slíkt af manna höndum, . mun ei sjást á Norðurlöndum. Alnir mælast allt í kringum, eitt smátt hundrað sex og tvær, rammlega byggt af rekkum slyngum, reiknast furðuverki nær. Stafir sjö skulu standa þar, og sterkmúraðir skorsteinar. Hæð á múmum höldar inna, heilar sjö en ekki minna. Kakalóna kappar brúka kátir öllum stofum í, upp úr þeim skal ætíð ijúka, so enginn fái grand af því. Hitinn gleður hölda líf, hressir þjáða menn og víf. Bæði má þar brugga og sjóða, brennivín og rétti góða. Menn voru hrifnir, svona hús hafði aldrei sést á íslandi. Enda er Viðeyjarstofa í dag elsta stein- hús og reyndar elsta hús á íslandi í upprunalegu formi. Það var talað um „Slotið" og íslenskir alþýðu- menn tóku til þess að hægt væri að reykja fjögur sauðakrof í öðru eldhúsinu. Viðeyjarstofa var fyrsta húsið í röð átta steinhúsa sem voru byggð næsta aldarfjórðunginn. Fjórar kirkjur og fjögur veraldleg hús. Kirkjumar eru: Hóladómkirkja, Viðeyjarkirkja, Landakirkja í Heimaey og Bessastaðakirkja. Veraldlegu húsin eru auk Viðeyj- arstofu: Bessastaðastofa, Nes- stofa og fangahúsið í Reykjavík, nú betur þekkt sem Stjómarráðs- húsið. Viðeyjarkirkja Er Skúli Magnússon kom til Viðeyjar stóð þar enn dálítil kirkja. Um þá kirkju kvað Eggert Ólafsson: Þú ert orðin fjalafá, fúinn sérhver raftur. Hvað mun dagurinn heita sá er hefst þín bygging aftur. Trúlega hefur Skúla þótt það óviðeigandi að heiðra Drottin, guð sinn og herra í „fjalafáum fúa- rafti". Ekki leið á löngu áður en

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.