Morgunblaðið - 14.08.1988, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 14.08.1988, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. ÁGÚST 1988 B 7 Einnig á hún Viðeyjarbiblíu, þá sem prentuð var í Viðey 1841. Hún var gefín til minningar um hjónin Louísu Tómasdóttur og Asgrím Gíslason, er bjuggu um tíma í Viðey. Gefendur voru börn þeirra. Núna eru böm Skafta Þor- lákssonar og Önnu K. Jónsdóttur, þau Geirlaug, Svava og Þorlákur, að gefa kirkjunni altarisdúk úr handofnu damaski eftir Sigríði Jóhannsdóttir og Leif Breiðfjörð. Leifur er einnig að smíða altaris- kross og tvo stjaka tíí minningar um Ólaf Stephensen stiftamtmann og Sigríði Magnúsdóttir' konu hans. Nokkrir afkomendur þeirra hjóna taka sig saman um þá gjöf. Örlygur Hálfdánarson og kona hans Þóra Jónsdóttir gefa minn- ingartöflu úr marmara til minn- ingar um Skúla fógeta og verður hún sett upp í kirkjunni. Dómkirkj- an gefur einnig altarisbækur, Biblíu, sálmabók og Helgisiðabók. Viðeyjarkirkja á frá fyrri tíð tvo stjaka frá þessari öld sem Harald- ur Sigurðsson píanóleikari í Kaup- mannahöfn mun hafa gefið kirkj- unni. Það var því miður svo að stundum á vetrum meðan ekki var búið í eynni var farið rænandi og ruplandi um staðinn. Einu sinni var stjökunum stolið, að mér er sagt, og þeir seldir fornsala hér í bæ. Fomsalinn lánaði frú einni sem sá um brúðkaupsveislur stjak- ana. Og þama í veislunni komu stjakamir einhveijum brúðkaups- gesta kunnuglega fyrir sjónir og kirkjan endurheimti sitt góss. Að sjálfsögðu verður svo hægt að skíra böm i Viðey. Ég hef feng- ið lánað gamalt skírnarfat frá Þjóðminjasafninu. Það er álíka gamalt og kirkjan. — Og að end- ingu, núna fær kirkjan lítið vandað pípuorgel sem vígt verður í hátí- ðarmessunni.“ — Nú er innrétting kirkjunnar sérkennileg, predikunarstóllinn yfir altarinu? „Já, en ég veit um þetta fyrir- komulag víðar, svo sem í Vest- mannaeyjum, á Reynistað í Skaga- firði og fleiri stöðum. — Hvenær komst þú fyrst í Viðey? „Eg kom ekki fyrr en 1972 þótt frændi minn ætti hana. Á mínum bemskuárum var ekki svo auðvelt að fara út í Viðey. Eftir að búskapur lagðist niður í eynni fór öllu að fara aftur og Stephen- sensætt er mjög glöð yfir hve myndarlega Reykjavíkurborg stendur að þessari endurbygg- ingu.“ Ostatollur — Nú þarf peninga til flestra hluta. Hvemig á fjármagna stað- inn, með ostatolli? „Ætli slíkur skattur yrði ekki jafn óvinsæll nú og þá.Eg er hræddur um að ostamar sem veit- ingamaðurinn í stofunni hann Bjarni I. Amason fengi, yrðu í smærra lagi. Athugaðu að í upp- hafi var talað um „slíkan hleif sem þar er gjör“. Ég hef grun um að ostarnir hafí ekki stækkað á bæj- unum við slíkar álögur. - En Reykjavíkurborg hefur staðið höfðinglega að framkvæmdum og ég verð var við mjög hlýjan hug til staðar og kirkju víða að. Nú þegar er farið að gefa kirkj- unni og fólk gefur einnig gamla hluti sem tengjast Viðey. Ég er t.d. búinn að taka við sófa miklum og voldugum sem Magnús Steph- ensen flutti til landsins 1805 og áður var Reykjavíkurborg búin að eignast borð sem var í búi Skúla. Jafnframt munu Þjóðminjasafnið og Dómkirkjan lána Viðeyjarstofu og kirkjunni ýmsa gripi til lengri eða skemmri tíma. Viðeyjarstofu er ekki hugsað að verða safn en það getur verið gaman að sýna fáeina gripi um nokkurn tíma í einu.“ HAUSTNÆTUR 30. september - 7 dagar - 7 nœtur erðaskrifstofan Farandi gefur nú ferðalöngum kost á að upplifa rómantík Parísar í haustbúningi. JljL eimsótt verða meðal annars: Söfn, Versalir, Rauða myllan, Lídó, Eiffelturninn að ógleymdum fjölda veitingastaða sem bjóða upp á gómsætar máltíðir með tilheyrandi vínum. ist verður á Hótel Residence, sem er þægilegt og heimilislegt hótel í Níunda hverfi. Fararstjóri verður Þröstur Brynjarsson Nánari upplýsingar á skrifstofu okkar. Ferðaskrifstofan faiandi Vesturgötu 5, Reykjavík, slmi: 622420 Farandaferð er öðruvísi ferð l VEGNA MIKILLAR AÐSOKNAR, FRAMLENGJUM VIÐ ÚTSÖLUNA og... 50. hver kaupandi fær áfram tækifæri á að kaupa vasatæki á 50,- kr. og 100. hver kaupandi Nordmende geislalpilara á aðeins 100,- kr. Lýkni á föstudag! GEISLASPILARAR VASAÚTVARPSTÆKI SÍMAR ÚTVARPKLUKKUR SJÓNVARPSTÆKI HLJÓMTÆKJASTÆÐUR 0. FL. O. FL.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.