Morgunblaðið - 14.08.1988, Blaðsíða 16
16 B
a j
MORGtlNBIAÐIÐ, STJNNUDAGUR" rjrÁ'GtTST" n§8
Milljónafélagið gerði bryggjur á Sundbakka.
Ljósmyntl/Magnús Ólafsson; Ljósmyndasafnið
ByggíMn á
Sundbakka
Samkeppni við Reykjavík?
Ljósmynd/Magnús ólafsson; Ljósmyndasafnið
Hafskipabryggja danska olíufélagsins.
Þátttaka útlendinga í íslenskum
atvinnurekstri hefur löngum verið umdeild.
Mörgum stóð stuggur af umsvifum
„Milljónafélagsins“ svonefnda í Viðey á
árunum 1907 til 1914. Umsvifþessafélags
urðu til þess að þorp byggðist á Sundbakka
austast í eynni gegnt Gufunesi.
Milljón!
Verslunarfélagið „P.J. Thor
steinsson & Co.“ var stofnað í
Kaupmannahöfn vorið 1907. Að
félaginu stóðu efnaðir kaupsýslu-
menn í Danmörku og Thor Jensen
útgerðarmaður og Pétur J. Thor-
steinsson sem efnast hafði á um-
svifum sínum á Bíldudal og víðar.
í félagslögum stóð að hlutafé
væri ein milljón króna. Þessi upp-
hæð fékk svo mikið á íslenskan
almenning að félagið var sjaldan
nefnt annað en „Milljónafélagið".
Að sögn Thors Jensens var þetta
ekki alls kostar rétt; innborgað
hlutafé var aðeins 600 þúsund og
hafði hann og Pétur J. Thorsteins-
son lagt fram meirihluta þess með
eignum sínum, 205 þúsund hvor.
Ætlunin var að reka fískveiðar
í stórum stíl, fískverkun og físk-
sölu, venjulega umboðsverslun og
skipaútgerð og e.t.v. koma á iðn-
aði á íslandi eða annars staðar.
Einn dönsku hluthafanna, Aage
Möller, var hér á ferð árið 1907
og fékk þá hugmynd að félagið
stofnaði til fyrirmyndarbús í Viðey
og hugði að þetta yrði hinu ný-
stofnaða félagi til álitsauka. Meiri-
hlutinn í félaginu gerði svo ráð-
stafanir til að kaupa alla eyna
fyrir 140 þúsund krónur. Þessu
var ráðið að Thor Jensen forspurð-
um. Thor lætur þess getið í endur-
minningum sínum að hann hafí
verið sárgramur og neitað algjör-
lega að hafa nokkur afskipti af
búrekstrinum og telur Thor óhætt
að segja að búskapur félagsins í
Viðey hafí hvorki verið því til
frægðar né fjár, né íslenskum
bændum til fyrirmyndar.
Milljónafélagið hóf þegar fram-
kvæmdir eftir stofnun sína. Lokið
var við að byggja hafskipabryggju
sumarið 1907 og á næsta ári var
hafín smíði annarrar bryggju við
Viðeyjarstöð til afnota fyrir stein-
olíuhlutafélagið DDPA. (Det
danske Petroleum A/S) og var
dýpi við þá bryggju meira en við
þá fyrri. Var reist olíugeymslustöð
í eynni sumarið 1908 og lokið við
vatnsleiðslu til stöðvarinnar.
Sótt um löggildingu
Það virðist í fljótu bragði skjóta
nokkuð skökku við að setja stór-
fyrirtæki á borð við Milljónafélag-
ið niður í Viðey. Reynslan hafði
oft sýnt að flutningar milli lands
og eyjar voru erfíðir. í grein í tíma-
ritinu Sögnum 1984 eftir Gerði
Stakkstæði í Viðey.
Ljósmynd/Magnús Ólafsson; Ljósmyndasafnið
Róbertsdóttur og Ragnheiði Mó-
sesdóttur er bent á að félagið
hugðist gera út togara en hafn-
kostir í Reykjavík voru óviðunandi
fyrir stærri skip. Ennfremur er
þess látið getið að Eggert Briem
bóndi í Viðey var tengdasonur
Péturs J. Thorsteinssonar og því
hæg heimatökin að fá þar Ieigt
land.
En félaginu var ekki nóg að
byggja þorp í eynni, það vildi festa
sig í sessi og því var þarflegt að
fá viðurkenndan verslunarstað í
eynni. Það var því sótt um að
þama yrði löggiltur verslunarstað-
ar á Sundbakka og var frumvarp
þessu að lútandi lagt fram á Al-
þingi árið 1907. Aðalrökin voru
að þá gætu skip siglt beint til
hafnar í Viðey en þyrftu ekki að
sýna pappíra sína í Reykjavík eða
í annarri löggiltri höfn.
Hingað til hafði það verið vani
alþingismanna að veita slíkar
heimildir umyrðalítið og höfðu
ýmsar víkur og annes fengið lög-
gildingu. Málið fór órætt í gegnum
efri deild, — en í neðri deild brá
nú svo við að þingmenn Reykjavík-
ur, þeir Tryggvi Gunnarsson
bankastjóri og Guðmundur Bjöms-
son landlæknir, snerust öndverðir
gegn þessari beiðni. Þeir sögðu
hér vera vegið að verslunarhags-
munum Reykvíkinga og yrði lög-
gilding Viðeyjar höfuðstaðnum til
mikils fjárhagstjóns. Guðmundur
landlæknir sagði að þama væri á
ferðinni gróðabragð af hálfu Millj-
ónafélagsins. Þingmennimir töldu
að löggildingin yrði sennilega til
þess að aldrei kæmi sæmileg höfn
í Reykjavík. Þess má geta að einn
af sagnariturum Reykjavíkur, Páll
Líndal, lætur þess getið í bók sinni
Bæirnir byggjast að áætlanir um
höfn í Skeijafirði og verslunarstað
í Viðey hafi framar öðru knúið á
um að framkvæmdir hófust við
hafnargerð í Reykjavík. Fmm-
vaipið var fellt í neðri deild.
Onnur tilraun til að fá Viðey
löggilta sem verslunarstað var