Morgunblaðið - 14.08.1988, Blaðsíða 32
32 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. ÁGÚST 1988
91980 UnlvgftQl Prew Syndkato
n ég hélt ey keFcK sagb þ-érak -fkrc*
úrjcsJckönum.u
Bjórinn er ekki gruggug-
ur, herra minn, heldur er
það krúsin sem er
óhrein___
Milliliðir í landbúnaði
halda við úreltu kerfi
Til Velvakanda.
Það er löngu orðið ljóst, að þjóð-
félagið getur ekki fjármagnað það
bákn, _sem landbúnaðarkerfið er
orðið. Ár hvert er milljörðum af fé
skattborgara veitt í útflutnings-
bætur og niðurgreiðslur, en samt
stækkar alltaf það ginnungagap,
sem þarf að fylla, til að landbúnað-
urinn standi undir sér.
En hver er skýringin á þessu
ástandi? Á því eru ýmsar skýring-
ar. Ekki er gætt nægilega mikillar
hagkvæmni í rekstrinum. Býlin eru
of mörg. Framleiðslan er ekki miðuð
við eftirspum, heldur reyna allir að
fylla kvótann sinn. Og þegar of
mikið er framleitt þarf að henda
afurðunum.
En það eru ekki bændumir sem
hagnast á þessu kerfi. Yfírleitt er
það með naumindum að þeir hafa
í sig og á. Það eru milliliðimir í
landbúnaðarkerfínu sem hagnast.
Þeir fá alltaf sitt. Enda er það svo,
að það eru þeir og þeirra málsvarar
á þingi og í fjölmiðlum sem hafa
hæst, þegar hrófla á við þessu
kerfí. Þeir mega ekki hugsa til þess
að eðlileg rekstrarlögmál gildi í
landbúnaðinum, því þá er þeirra
aðstaða til að mergsjúga bæði
bændur og skattborgara horfín. Og
þeir hrópa hæst um að halda verði
byggð í öllu landinu, sem á sama
tíma ráðast í að byggja stórhýsi inn
við Laugames.
Fyrrverandi bóndi.
„Með ilmandi blómunum blíðum. .
VELVAKANDA hafa borist svör
frá ýmsum einstaklingum við
spurningum Laufeyjar Júlíus-
dóttur varðandi kvæði, sem hefst
á orðunum: „Með ilmandi blóm-
unum blíðum. . Dýrleif Jóns-
dóttir sendi kvæðið í heild sinni,
og fer bréf hennar hér á eftir:
Hér kemur kvæðið, sem óskað
var eftir í Morgunblaðinu, laugar-
daginn 30. júlí síðastliðinn.
Skrifið eða hringið til
Velvakanda
Velvakandi hvetur lesendur til
að skrifa þættinum um hvaðeina,
sem hugur þeirra stendur til — eða
hringja milli kl. 10 og 12, mánu-
daga til föstudaga, ef þeir koma
því ekki við að skrifa. Meðal efnis,
sem vel er þegið, eru ábendingar
og orðaskiptingar, fyrirspumir og
frásagnir, auk pistla og stuttra
greina. Bréf þurfa ekki að vera
vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og
heimilisföng verða að fylgja öllu
efni til þáttarins, þó að höfundur
óski nafnleyndar.
Með ilmandi blómunum blíðum
blasti hlað-brekkan við,
er Friðgerður sá út og sagði:
„Sér er hvert góðviðrið."
„Fuglarnir syngja svo fagurt
að fátt er á við þann óm,
má ég ei fara’ út og fá mér
fáein litfögur blóm?“
Fuglamir syngja svo fagurt
að fátt er á við þann óm
og Friðgerður leyfði’ henni Fríðu
að fara’ út og tína sér blóm.
Þá fór hún Fríða’ út í brekku,
og fullt þar af sóleyjum var,
þær hlógu’ henni hýrlega’ á móti
og heiðlóan söng líka þar.
I blómunum blaðaði Fríða,
blöðin þau voru’ ekki ljót,
eitthvað var lifandi’ á einu
sem yggldi sig framan í snót.
„Héma’ er þá óglítill ungi,
ó að eg mætti’ honum ná,
og færa hann mömmu minni,
þvi mamma vill lítinn fugl sjá.
Þú ert á einlægu iði
aumingja fuglinn minn,
nú er eg búin að ná þér,
og nú skal eg bera þig inn.“
Fuglinn í lófanum litla
lá ekki þegjandi samt,
hann var að söngla og söngla,
því sönglið var honum svo tamt.
Fuglinn í lófanum litla
lét ekki sérlega vel,
hann beit svo fast að það blæddi’
úr
og blánaði’ í kring eins og hel.
En hvernig fór þegar heim kom
hefí eg ekki til spurt,
en ræfíls randa-flugan
rauk eins og þytur á burt.
Þetta kvæði lærði eg í æsku, úr
bók sem heitir „Kvæði og leikir
handa bömum“, og var tekin saman
af Halldóm Bjamadóttur. Höfundur
kvæðisins er Jón Þorleifsson.
Með kveðju,
Dýrleif Jónsdóttir.
Víkverji skrifar
HÖGNI HREKKVÍSI
=345'
-— ** -Ivw,
r5í"' - .
\sö\-ú 1^0,
jl- ;
3-3'
® &
u EtZTO KOMINN ( TORF'OS/WTÖKIN ?u
Víkveiji lagði fyrir nokkru leið
sína á Válsvöllinn að Hlíðar-
enda og fylgdist þar með knatt-
spyrnuleik. Var þar margt um
manninn, enda fór þar fram „þýð-
ingarmikill" leikur eins og það er
gjarnan kallað, þegar úrslitin skipta
sköpum fyrir liðin sem keppa.
Það er alltaf gaman að fylgjast
með slíkum leikjum ogþví andrúms-
lofti, sem á vellinum ríkir. Ekki vildi
Víkverji vera dómari eða línuvörð-
ur, því ef marka má allan þann
fjölda sjálfskipaðra dómara, sem á
áhorfendapöllunum standa, vita
þeir svartklæddu á vellinum minnst
um það, sem þar fer fram — og
þeir fá svo sannarlega að heyra það.
Víkveija var sagt að við þessu
væri ekkert að gera, menn lifðu sig
bara svona vel inn í leikinn og
væru að sjálfsögðu vilhallir „sínu“
liði. Allt væri svo gleymt og grafið,
þegar æsingur augnabliksins
dvínaði að leik loknum.
XXX
En það var einnig annað sem
vakti athygli Víkveija. í Öskju-
hlíðinni var fjöldi manns, sem hafði
komið sér þar fyrir til þess að horfa
á leikinn — frítt. Heldur finnst
Víkveija það lágkúrulegt af fólki,
sem virðist hafa áhuga á íþrótt-
inni, að spara sér aðgangseyri með
því móti. Víkveiji hefur það fyrir
satt að hið sama gerist við alla
velli, þar sem aðstaða býður uppá
slíkt.
Fyrir einstaklinginn skiptir upp-
hæðin örugglega ekki máli en
íþróttafélögin geta þama orðið af
þó nokkrum íjármunum, og mega
þau síst við því.
Á Hlíðarenda tala þeir um Öskju-
hlíðina sem Skotastúkuna og höfða
þar sýnilega til þjóðsögunnar um
nísku Skota. Víkveijar er þó til efs
að Skotar gerðu sér að góðu að
horfa úr fjarlægð á knattspyrnulið
sín keppa — þótt þeir gætu með
því sparað sér nokkra aura.
xxx
Víkveiji var nýlega að lesa
prýðilega skrifaða grein hér í
blaðinu, þegar hann hnaut allt í
einu um orðið „innkoma". Það kom
mjög flatt upp á hann að höfundur,
sem hafði gott vald á íslensku máli,
skyldi nota það orðskrípi í staðinn
fyrir orðið „tekjur". Þetta sýnir
aðeins hve mjög við verðum að vera
á varðbergi þegar tungan á í hlut
— einnig vel ritfært fólk. Við ritsóð-
ana er erfiðara að eiga.
Annars er furðulegt, hve ýmsum
virðist ósýnt um að orða hugsanir
sínar á prenti þannig að úr verði
eðlilegt og skýrt mál. Á þetta t.d.
oft við um leiðbeiningar á umbúðum
— þótt fjarri fari því að allir séu
þar undir sömu sökina seldir. Ný-
lega sá Víkveiji á umbúðum um
frosið lambslæri að nauðsynlegt
væri að „uppþíða” það áður en það
væri sett í ofninn.
XXX
Eftir verslunarmannahelgina
var rætt um það í einum „heita
pottinum" hvar menn hefðu haldið
sig dagana þá. Margir höfðu brugð-
ið sér bæjarleið, en aðrir haldið
kyrru fyrir í bænum. „Ég naut þess
svo sannarlega að vera í bænum,"
sagði einn laugargesta, „þegar allir
ökuníðingarnir voru á bak og burt
á þeysingi um þjóðvegina og allar
leiðinlegustu kellingarnar famar til
Óslóar."