Morgunblaðið - 14.08.1988, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.08.1988, Blaðsíða 10
10 B ?.%(! íMORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1)4. ÁGÚST 1988 mm gæddur eldlegum umbótaáhuga. Hann vildi upplýsa landa sína og var tilsjónarmaður Hins konung- lega íslenska landsuppfræðingar- félags. Þótt Magnús bæri höfuð og herðar yfir flesta samtímamenn sína, fór þó ekki hjá því að hann væri umdeildur. Um Magnús hefur verið sagtað „fáum af forvígis- mönnum sínum hafi þjóðin unnað minna fyrr og síðar“. Magnús Stephensen falaðist eftir Viðey til kaups af dönsku stjóminni og var eyjan seld honum veturinn 1816. Kaupverðið mun hafa verið 14 þúsund ríkisdalir og var það talið eitt hið dýrasta jarða- kaup sem nokkum tíma hefði ver- ið gert á íslandi. Viðeyjarstofa með fjórum kvist gluggum. Myndin er tekin fyrir 1911. varð hún þunguð af hans völdum. Skúli hafði snör handtök við að láta pússa þau saman. Skúli mun hafa átt nokkum hlut að því að landlæknisembætti var stofnað á íslandi 1760. Fyrsti landlæknir hét Bjami Pálsson. Skúli Magnússon vildi búa en ekki hokra. Hann gerði miklar jarðabætur í eynni og stóð að til- raunum með trjá-, kál-, og kom- rækt o.fl. Tilraunir voru gerðar með vetrar- og vorrúg, hafra og blendingskom. Kálgarða gerði Skúli geysimikla og ræktaði þar margvíslegar matjurtir. Er til þess tekið að hann ræktaði mikið af grænkáli og voru af því hin mestu búdrýgindi. Ýmsar aðrar ræktun- artilraunir gerði landfógetinn, t.a.m. reyndi hann að rækta ýmsar kryddjurtir og tókst vel en allar tilraunir til að rækta baunir urðu árangurslausar. Hamp og hör ræktaði hann einnig og tókst von- um framar, að minnsta kosti fékk hann einu sinni allgóða uppskeru. Skúli ræktaði einnig þann þarfa ávöxt jarðepli sem margir þekkja betur undir erlenda heitinu „kart- öflur". Danska landbúnaðarfélagið sæmdi hann árið 1776 hinum mikla verðlaunapeningi sínum úr silfrí fyrir jarðeplaræktina. Þessar og aðrar nýjungar voru samt umdeildar og var m.a. kveð- ið: Bregður nú við ísienskum öllum, ungum, gömium, sprundum og köllum. Til ábata ei artast neitt þetta, ei vilja’ heldur kálgarðar spretta. Til forgefins menn fræinu sóa, þeir fá ei nema smánæpur mjóar. Samt þær kunna’ í súpuna þéna, þó séu þær vist nokkuð til klénar. Skúli bætti mjög æðarvarp í Viðey. Það var lítið þegar hann fluttist þangað en samkvæmt frá- sögu Steinunnar eiginkonu Skúla fengu þau hjónin í meðalári 9.700 egg og 80-90 pund (40-45 kg) af hreinsuðum dúni. Ólafur Stefáns- son segir einnig í ritgerð sinni um æðarvarp frá 1783 sem birtist í ritum Lærdómslistafélagsins, að Skúli hafí sýnt mikinn dugnað í þessu efni. Eitthvað munu þó jörð- in og byggingar hafa verið famar að ganga úr sér á síðustu árum Skúla. Erf ið sambúð Um 12 ára skeið var Viðey embættissetur fyrir æðsta fram- kvæmdavald á íslandi. Ólafur Stefánsson, ættfaðir Stefánunga, kaus að setjast þar að árið 1793. Hann lét af embætti 1806 en bjó í eynni til dauðadags 1812. Ólafur Stefánsson stiftamtmað- ur og Skúli fógeti voru síðustu árin meðan báðir lifðu litlir vinir. Skúli var þrátt fyrir mannkosti ,vz 5;i3 36l>. Magnús Stephensen var dugnað- arforkur en menn hafa metið hann mismlkils. sína oft óvæginn, þrár og þverúð- arfullur og fylginn sér. Olaftir var líka mikilhæfur og vann merkilegt umbótastarf á sinni tíð, hann var einnig samviskusamur embættis- maður. Það kom í hlut Ólafs þegar hann varð amtmaður 1790 að fylg- ast með og gera athugasemdir við embættisfærslur landfógetans en þær voru ekki alveg gallalausar síðustu æviár hans. Ólafur taldi þörf á að Skúli segði af sér land- fógetaembættinu en hann var tregur til. Að lokum fór samt svo að Skúli neyddist til að segja af sér árið 1793. Stiftamtmaður hafði fengið því framgengt við stjómina að honum var gefínn kostur á að kjósa hvort hann vildi heldur Viðey eða Bessa- staði sem aðsetursstað. Ólafur kaus Viðey en í bréfí sem hann ritaði stjóminni í september 1793 stendur: „Sá ókostur fylgir þó þessu vali mínu, að ég verð að sitja uppi með hinn gamla nöld- runarsama landfógeta Skúla Magnússon, er varla getur skriðið á fótum lengur og fær það mér mikillar áhyggju." Skúla Magnússyni mun hafa brugðið nokkuð er hann frétti um val stiftamtmanns. Hafði í nærri mannsaldur ráðið lofum og lögum í Viðey en varð nú að láta sér nægja tvö herbergi uppá lofti í Viðeyjarstofu. Faðir Reykjavíkur harkaði þó af sér og kvað þessa stöku: Stiftamtmaðurinn Stephensen frá Stóra- hólmi voldugur þó i Viðey svamli verður ei hræddur Skúli gamli. Landfógetinn fyrverandi gerði stiftamtmanninum ýmsar glettur eftir því sem færi gafst en sambúð þessara tveggja skörunga varð þó ekki löng því Skúli andaðist 9. nóvember 1794. Hann var hugsan- lega grafínn bak við altarið í Við- eyjarkirkju. Stephensensætt í Viðey Með flutningi Ólafs Stefánsson- ar til Viðeyjar má segja að veldi Stefánunga hefjist í eynni en tengsl þeirra hafa verið mikil og Féhirslan var í Viðey. eru enn nokkur. Ólafur sat í eynni tii dauðadags 1812. Höfðingslund hans, veislugleði og gestrisni var viðbrugðið. Sir William Hooker, sem ásamt Jörundi hundadagakonungi heim- sótti Ólaf sumarið 1809, lofar virðulega framkomu hans og ein- læga gestrisni. En um Viðeyjar- stofu segir hann: „ . . . upp- götvuðum við margan ljótan mis- brest á trésmíði, múrverki og gluggum. Sumar rúðumar voru ennþá heilar, aðrar voru af léleg- asta tagi, og flestar vom þær brotnar, þótt utan frá væm þær huldar bak við tréhlera. Arið eftir heimsótti annar breskur fyrirmaðúr, sir Georg Mackenzie, Ólaf í Viðey. Mac- kenzie sagði Viðeyjarstofu vera í greinlegri niðumíðslu til að sjá en heimsókninni sjálfri lýsir hann svo: „Hinn gamli fyrirmaður, klæddur einkennisbúningi dansks herforingja, tók á móti okkur í dymnum af mikilli hæversku og virtist forkunnarfeginn komu okk- ar. Hann bauð okkur til stórrar stofu. Húsbúnaðurinn var leifar af fomu skarti, nokkrar eirstung- ur, mannamyndir og allmargar skuggamyndir, en þetta var aug- anu lítil fróun, þegar þeim var rennt yfír raka, flagnandi veggina. Allt húsið var þannig, að það virt- ist ekki geta lifað lengi sinn æm- verðuga íbúa.“ Að Ólafí Stefánssyni gengnum tók sonur hans Magnús Stephen- sen Viðey til ábúðar. Magnús var lögmaður, konferensráð og dóm- stjóri í Landsyfírréttinum. Hann er í hópi gagnmerkari Islendinga fyrr og síðar. Magnús var gáfaður og lærður vel, dugnaðarmaður og Ljósmynd/Einar Falur. Arið 1819 flutti upplýsingar- maðurinn og fræðarinn Magnús einu prentsmiðju landsins til Við- eyjar. Prentsmiðjuna hafði hann áður rekið að Leirárgörðum og síðast að Beitistöðum. Prentsmiðj- an var í Viðey fram til ársins 1844. Sennilegast er Klausturpósturinn kunnast þeirra rita sem vom prentuð í Viðey en auk hans má nefna hugvekjur og síðast en ekki síst var Biblían prentuð í Viðey árið 1841. Prentstofan stóð fyrir norðan Viðeyjarstofu, þessi bygg- ing var síðar notuð til dúnhreins- unar. Magnús Stephensen andaðist í Viðey 1833, rúmlega 70 ára að aldri og er hann grafínn í eynni. Að Magnúsi gengnum tók við bú- rekstri sonur hans Ólafur M. Stephensen dómsmálaritari (sekr- eteri) og bjó hann í eynni til ævi- loka 1872. Sonur Ólafs, Magnús, og ekkjan bjuggju áfram í eynni. Árið 1903 gekk Viðey úr eigu Stephensensættarinnar. Eiríkur Briem prestaskólakennari keypti eyna fyrir hönd sonar síns Eg- gerts Briem landbúnaðarfræðings sem reisti þar bú. Kúabú 1907 hófst nýr kafli í sögu Við- eyjar. Hlutafélagið P.J. Thor- steinsson & Co,. „Milljónafélagið" svonefnda, tók austurhluta eyjar- innar á leigu fyrir starfsemi sína og tveimur ámm seinna keypti það eyna og hafði þar mikil umsvif fram til ársins 1914. Milljónafé- lagið var með mikla útgerð á Sundabakka austast í eynni. í tíð Milljónafélagsins var unnið að húsabótum og ræktun í eynni en þá var einnig ýmislegt úr lagi fært. Inngangur Viðeyjarstofu var færður til og á stofunni sjálfri vom gerðar ýmsar breytingar, t.d. var gólfíð hækkað um 30 senti- metra. Eftir að Milljónafélagið leystist upp eignaðist Eggert Briem eyna aftur, nema Stöðina svonefndu á Sundabakka en þar héldu Kárafé- lagið og fleiri áfram útgerð enda þar verið miklar hafnarfram- kvæmdir og þorp risið með um 100 íbúum. Atvinnurekstur þessi lagðist svo niður og 1943 fór þorp- ið í eyði. Skólinn er eina húsið sem eftir stendur en einnig er þar gam- all vatnsgeymir frá dögum Millj- ónafélagsins sem er nú félags- heimili brottfluttra Viðeyinga. Eftir að Milljónafélagið lagði upp laupana hóf Eggert Briem aftur kúabúskap í eynni en fram- hjá því varð ekki litið að mjólkur- flutningamir vom háðir gæftum og var það óviðunandi bæði fyrir framleiðanda og neytendur í Reykjavík. Eggert hafði því þann háttinn á að hann hafði kýmar úti í Viðey á sumrin á meðan nógur var haginn. Einnig var þama fjöldi manna við heyskap. Þegar honum var lokið var allt heyið flutt til Reykjavíkur. Þegar haustaði vom svo kýrnar fluttar sömu leið í bæinn. Á vetuma vom þær í svo- nefndu Briemfjósi við Smáragötu og Njarðargötu, þar var mjólk afgreidd daglega til fólks. Eggert Bríem seldi eyna árið 1937 Engilberti Hafberg en tveim- ur ámm síðar keypti Stephan Stephensen, kaupmaður í Verð- andi, eyna. Hann átti meginhluta eyjarinnar næstu 44 ár. Stephan og Ingibjörg kona hans gáfu þjóð- kirkjunni Viðeyjarkirkju 1961. Þjóminjasafni Islands var falin kirkjan til varðveislu og vom gerð- ar brýnustu lagfæringar undir stjóm Kristjáns Eldjáms. Viðgerðir hefjast Árið 1968 eignaðist íslenska ríkið Viðeyjarstofu og aðliggjandi land og fól það Þjóðminjasafni til umönnunar og endurreisnar. Ári síðar var hafíst handa um viðgerð- ir undir stjóm Þorsteins Gunnars- sonar arkitekts. Bjami Benedikts- son hafði beitt sér fyrir kaupunum og það var áform hans og Kristj- áns Eldjáms þáverandi þjóðminja- varðar að endurreisn hússins yrði lokið á afmælisári íslandsbyggðar 1974. Hins vegar kom í ljós að í húsinu leyndust fleiri duldar skemmdir en menn höfðu áætlað. Þjóðminjasafnið gat þó endumýjað þak Viðeyjarstofu og lagt það blásvörtum gleijuðum þaksteinum með hollensku lagi. Er það senni- legast að svo hafí Eigtved bygg- ingarmeistari líklega áformað í upphafí. Kvistimir íjórir vom fjar- iægðir og aðrir þrír vom byggðir í þeirra stað eftir teikningu Eigtveds. Framkvæmdir gengu þó hægar en skyldi sökum fjárskorts og þegar afmælisárið leið án þess að viðgerðinni væri lokið, lagðist vinnan að endurbótum að mestu niður. Sem fyrr hefur verið getið er Skúli Magnússon landfógeti graf- inn í Viðey og 1978 var eyjan færð til lögsagnammdæmis Reykjavíkur. Faðir Reykjavíkur var loks kominn til Reykjavíkur eða öllu heldur Reykjavík til hans. Árið 1983 keypti Reykjavíkurborg meginhluta eyjarinnar af Stephen- sensætt, að frátöldum fjómm og hálfum hektara vestan Kvenna- gönguhóla sem em í eigu Ólafs Stephensens framkvæmdastjóra. — Árið 1986 gaf íslenska ríkið Reykvíkingum Viðeyjarstofu og landskika þann sem henni fylgdi. Reykjavíkurborg var einnig falin umsjá kirkjunnar. Borgarstjórinn Davíð Oddsson lét þau orð falla er gjöfín góða var þegin, að Reykjavíkurborg myndi kappkosta að gera við Viðeyjarstofu og ætti að ljúka því verki á tveimur ámm.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.