Morgunblaðið - 17.09.1988, Page 1
BLAÐ ALLRA LANDSMA
m
r
\
lltotgtiiiÞIafeife
1988 ■ LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER BLAÐ
24. Ólympíu-
leikamir voru
settir ínótt
OLYMPIUVEÐRIÐ
Góðu veðri spáð
til mánaðamóta
í Suður Kóreu
Spáð hefur verið góðu verði i Seoul á meðan
á fyrri hluta Ólympíuleikanna stendur frá
17.-25. september. Hiti mun verða frá 16-27°.
Líklega mun rigna tvo daga, 19. og 20. septem-
ber, en ekki mjög mikið.
Síðari hlutinn verður ekki alveg jafn góður hvað
veður varðar og er jafnvel spáð leiðinlegu veðri
frá 25. til 30. september. Þó mun líklega verða
hlýtt og ekki er búist rigningu.
Loft er rakt í Seoul og hiti nokkuð meira en
menn eiga að venjast hér á landi, og áttu íslending-
ar í nokkrum erfíðleikum með að venjast aðstæð-
um. Nú líður öllum eins og best verður á kosið —
tilbúnir í slaginn.
HEIMURINN beið spenntur
eftir opnunarhátíð Oiympíu-
leikanna hór í Seoul — sem
fór fram í nótt að íslenskum
tíma — því menn hafa full-
yrt hún sú glæsilegasta sem
sést hefur. Opnunarhátíðin
í Los Angeles var stórkost-
leg og er enn í minnum
höfð, en hátíðin sem íslend-
ingar gátu séð í beinni út-
sendingu sjónvarpsins í
nótt átti að verða enn glæsi-
legri.
Suður Kóreumenn lögðu mikla
vinnu í opnunarhátíðina —
vinnu sem hefur kostað mörg
mannslíf. Við blaðamenn Morgun-
blaðsins hér í Seoul
urðum vitni að því í
fyrradag þegar einn
Kóreumaðurinn lét
lífið. Það var fall-
hlífarstökkvari, en fallhlíf hans opn-
aðist ekki og féll hann því til jarðar.
Þetta óhapp gerðist er tugir fall-
hlífarstökkvara voru á æfíngu, en
þeir hafa æft daglega hér yfír
Ólympíuleikvangnum, sem er við
ána Han-Gang, sem rennur í gegn-
um Seoul. Fallhlífarstökkvaramir
stukku úr þyrlum og voru stökkvar-
amir í litskrúðugum fallhlífum.
Rauðum, gulum, bláum og græn-
um. Þeir stukku allir út í einu þajin-
ig að menn sjá fyrst dökka punkta
koma niður, en í vissri hæð opna
þeir fallhlífamar. Stórkostleg sjón,
sem íslendingar gátu séð í beinni
útsendingu sjónvarpsins — og aftur
í dag er setningarhátfðin verður
endursýnd.
Þetta var aðeins eitt af mörgum
SigmundurÚ.
Steinarsson
skrifarfrá
Seoul
Hodor, merki leikanna í Seoul.
glæsilegum atriðum sem bjóða átti
upp á. Tónlist og söngur, ' ->mt
dansi áttu að setja sterkan svip á
opnunarhátíðina sem áður.
Þrotlausar æflngar
Þeir Suður Kóreumenn sem taka
áttu þátt f opnunarhátíðinni hafa
iagt geysilega mikla vinnu á sig til
þess að allt gangi upp. Þeir hafa
verið í þrotlausum æfíngum í marga
mánuði. Tvö þúsund stúlkur víðs
vegar frá Suður Kóreu, sem ganga
áttu inn á völlinn á undan landslið-
um þjóðanna, með nafn þeirra á
spjaldi, hafa æft göngulag á hveij-
um degi síðan í júní. Þama er um
að ræða 2.000 fallegustu stúlkur
landsins, með fegurðardrottningu
Suður Kóreu í fararbroddi.
Dúfur á séræflngum
Það er ekki aðeins mannfólkið
sem hefur æft grimmt. 2.400 hvítar
dúfur hafa verið á séræfíngum í
nær tvö ár, eða frá því í nóvember
1986. Þær hafa verið þjálfaðar í
að fljúga beint upp í 200 metra hæð.
SönguroggleAI
Bjóða átti upp á marga fallega
þjóðsöngva, en söngur leikanna er
eftir óskarsverðlaunahafann Gi-
orgio Moroder. Söngurinn fallegi
„Hand in Hand".
Fyrir löngu var uppselt á opnun-
arhátfðina og gengu miðamir á
svörtum markaði í vikunni. Þeir sem
ekki höfðu tryggt sér miða, gátu
fengið hann í gær fyrir andvirði
200.000 íslenskra króna! „Ég myndi
aldrei borga svo mikla peninga fyr-
ir miðann. Frekar myndi ég fara í
flugi til New York, leigja mér
„svítu" á glæsilegu hóteli og horfa
á leikana í sjónvarpi í góðu yfír-
læti,“ sagði Kim 42 ára Kóreumað-
ur, sem hefur veitt okkur Morgun-
blaðsmönnum ómetanlega aðstoð
hér.
Hveijir myndu þá kaupa miðana?
Jú, það er talað um að ríkir japan-
skir ferðamenn myndu kaupa þá.
Hingað eru komnir 250.000 ferða-
menn. Þar af 100.000 Japanir, sem
em fjölmennastir. Rúmlega 60
ferðamenn em komnir frá Islandi.
Það er óhætt að skora á alla þá
íslendinga, sem geta horft á opnun-
arhátíðina í dag í sjónvarpinu, er
hún verður endursýnd, að koma sér
notalega fyrir, við sjónvarpið og
njóta þess sem boðið er upp á. Sam-
felld gleði og litadýrð. Sjón verður
sögu ríkari á hinum glæsilega
Ólympíuleikvangi sem tekur 70.000
áhorfendur.
Reuter
ÓLYMPÍUELDURINN {SEOUL. Á setningarhátfðinni! Seoul í nótt átti að vera mikið um dýrðir. Þessi mynd var tekin
í vikunni á æfíngu fyrir setninguna.
Sérblað um leikana!
MORGUNBLAÐIÐ gefur út
sérstakt aukablað alla virka
daga meðan á Ólympíuleikun-
um stendur.
Fyrsta sérstaka blaðið um leik-
ana kemur nú fyrir sjónir les-
enda, þegar 24. ólympíuleikarnir
hafa verið settir.
Tveir íþróttafréttamanna
Morgunblaðsins em staddir f Seo-
ul. Það em þeir Sigmundur Ó.
Steinarsson og Steinþór Guð-
bjartsson sem munu senda fréttir
af gangi mála allt þar til leikunum
lýkur, sunnudaginn 2. október
næstkomandi.
í dag er ýmsa fróðleikspunkta
frá Seoul að fínna, einnig dagskrá
sjónvarps og útvarps meðan á
leikunum stendur. I sunnudags-
blaði Morgunblaðsins verður
greint frá setningarathöfninni, og
á þriðjudag kemur út næsta sér-
blað um leikana.