Morgunblaðið - 17.09.1988, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 17.09.1988, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÓLYMPÍULEIKARNIR QQ9 í SEOUL '88 LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1988 B 5 ÓLYMPÍULEIKAR Hver er þyngstur, minnstur, yngstur...? UM ÞAÐ BIL 10.000 íþrótta- menn taka þátt í Ólympíuleik- unum í Seoul. Þeir koma frá 160 rflcjum og eru svo sannar- lega ekki allireins. Jirí Zubricky, Tékkóslóvakíu, er þyngsti þátttakandinn á Ólympíuleikunum. Hann vegur 166 kg., er 24 ára og keppir í lyftingum. Hann fæddist í tékk- neska bænum Most. „Most“ á ensku þýðir mestur á íslenzku og hafa menn haft á orði að nafnið á fæðingarbæ hans eigi vel við í þessu tilviki. Evrópumeistarinn í dýfingum, Elena Mirochina frá Sovétríkjun- um og japanski fímleikamaðurinn Kyoko Seo eru léttustu keppend- umir á Ólympíuleikunum. Þau vega aðeins 32 kg og eru meira en fímm sinnum léttari en Zubricky. Seo er jafnframt minnstur þatt- takenda en hann er aðeins 1,38 m á hæð. Hæstur er hins vegar sovézki körfuknattleiksmaðurinn Arvidas-Romas Sabonis en hann er 2,23 m á hæð. Meðalaldur keppenda á Ólympíuleikunum er 24,9 ár. Dur- ward Knowles, siglingamaður frá Bahamaeyjum gæti þvi verið afí þeirra flestra. Hann verður 71 árs síðar í haust og er elzti keppand- inn. Yngsti keppandinn er sund- konan Nádia Cruz frá Angóla. Hún er nýorðin 13 ára. Engin aldurstakmörk eru á Ólympíuleik- unum. Keppendur frá Bhutan eru að meðaltali elztir allra á leikunum en keppendur frá Maldíveyjum yngstir. Mið-afrísku íþróttamenn- imir eru hávaxnastir allra að meðaltali en þeir lágvöxnustu koma ffa Dominikanska lýðveld- inu. SigmundurÓ. Steinarsson skrifarfrá Seoul íuém FOLK H 26.000 sjálfboðaliðar vinna við Ólympíuleikana. Það em færri en komust að, því rúmlega 120.000 sjálfboðaliðar gáfu sig fram til starfa. ■ ALLS verða 1.850 verðlauna- peningar afhentir á Ólympíuleikunum hér í Seoul. Það em 600 gullpen- ingar, 600 silfurpeningar og 650 bronspeningar. Peningarnir em 60 millimetarar að flatarmáli og þriggja millimetra þykkir. Gullpen- ingamir em 146 grömm að þyngd og em 6,4 grömm af hreinu gull í þeim. ■ ALLIR íþróttamennimir, fréttamennimir og þeir sem komu hingað til að starfa við ÓL fengu tösku fulla af minjagripum þegar þeir komu til Seoul. í töskunum mátti fínna glæsilegan verðlauna- pening sem er úr kopar. Alls vom 170.000 peningar gerðir, en þeir em 6,5 sentimetrar að flatarmáli og 172 grömm að þyngd. Á pening- unum er mynd af olympíuleikvang- inum og á þeim má fínna eigin- handaráritun Juan Antonio Sam- arach, forseta alþjóða ólympíusam- bandsins og Park Seh-jik, forseta undirbúningsnefnar ÓL í Seoul. ■ YFIR 300 Suður-Kóreumenn sem búa í Bandaríkjunum og um 1.000 Kóreumenn sem em búsett- ir víðsvegar um heim, komu hingað til Seoul til að aðstoða landa sína við ÓL. Hlutverk þeirra er að túlka og veita íþróttamönnum, frétta- mönnum og þeim 250.000 ferð- mönnum, sem em hér, ýmsar upp- lýsingar. „Það er okkar hjartans mál að leikamir heppnist vel. Það var mikill heiður fyrir mig að vera kallaður heim til þess að aðstoða við leikana," sagði einn starfsmað- urinn Jon Mee-ryond, 22 ára sem starfar við ólympíuþorpið. I SEOUL verður og hefur held- ur betur verið í heimspressunni. 6.093 blaðamenn em hér frá 1.439 blöðum og tímaritum í 100 löndum. Flestir blaðamenn em að sjálfsögðu frá Suður-Kóreu, eða 845. Frá Bandaríkjunum komu 405 blaða- menn og 370 frá Japan. Frá Aust- antjaldsríkjunum komu flestir frá Kina eða 116, 83 frá Sovétríkjun- um og 55 frá A-Þýskalandi. Þrír blaðamenn em frá Islandi. í þess- um tölum em ekki sjónvarps- og útvarpsmenn, en þeir em fjölmarg- ir, m.a. tveir frá íslandi. ■ GÍFURLEGUR fjöldi leigu- bifreiða er hér í Seoul. Flestir bflstjóramir aka með hvíta hanska. Til hvers? Jú, til þess að hendur þeirra renni ekki til á stýrinu og þegar þeir svitna og einnig til þess að vera með hendur sínar tandur- hreinar þegar þeir taka við greiðsl- um frá viðskiptavinum sínum. Flestir leigubílstjórarnir, sem era margir hveijir snillingar í að vill- ast, kunna lítið í ensku þrátt fyrir að hafa sótt enskunámskeið fyrir leikana. Einn sagði t.d. við blaða- mann Morgunblaðsins: „Ég tala ensku,“ en svo kom í ljós að það var það eina sem hann kunni. Afrek hans var að fara í klukkustundar skoðunarferð á leið sem átti aðeins að.taka fímm mínútur að aka! Nú bregðum við á betri leik með fleiri og fjölbreyttari möguleikum Lottó 5/38 Það er nýjung sem segir sex. í hverjum útdrætti verður dregin út sjötta talan, svokölluð bónus- tala. Þeir sem hafa hana og að auki fjórar réttar tölur fá sérstakan bónusvinning. Þú velur eins og áðnr 5 tölur, en nú af 38 mögulegum. Eðli leiksins er hið sama og áður og vinningamir ganga allir til þátttakenda. Ekki bara milljónir heldur líka hundruðþúsunda íLottóbónus! Leikandi og létt!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.