Morgunblaðið - 14.10.1988, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.10.1988, Blaðsíða 1
VIKUNA 15. -21. OKTOBER Hjónin á Brávallagötu Hjónin Sigurbjörg Pót- ursdóttir, kölluð Bibba, og Halldór Þorgeirsson hafa haft sinn fasta sess á dag- skrá Bylgjunnar í nokkrar vikur. Þau tóku sér frí snemma i vor en eru nú á dagskrá Bylgjunnar á hverj- um morgni virka daga milli klukkan 10 og 11 og aftur eftir hádegi á milli kl. 5 og 6. Vegna þeirra sem ekki geta hlustað á útvarp á þessum tíma er viku- skammtur af Brávallagöt- unni endurtekinn á iaugar- dögum frá kl. 18—21. Ymislegt hefur drifið á daga Bibbu og Halldórs í sumar. Ber þar hæst andlát Dýrleifar, frænku Bibbu, en í Ijós kom að konan var forrík og arfleiddi Bibbu að auðæf- unum. Hjónin eru því komin í hóp ríkasta fólks á landinu. Þau eru að festa kaup á nýju húsnæði — einbýlishúsi á Arnarnesi — 400 fermetra stóru með útsýni til Bessa- staða sem Bibbu finnst mjög nauðsynlegt. Með auknum fjárráðum leyfir fólk sér ýms- an munað og hefur Bibba til dæmis farið í andlitslyft- ingu og svo er hún orðin mjög virk í ýmsum félaga- samtökum bæjarins. Bibba og Halldór verða á dagskrá Bylgjunnar eitthvað fram eft- ir vetri. PRENTSMIÐJA MORG UNBLAÐSINS FÖSTUDAGUR 14 OKTÓBER 1988 íslenskir þættir á Stöð 2 A Stöð 2 eru sýndir fjölmargir íslenskir þættir í hverri viku og má þar nefna skemmtiþáttinn í góöu skapi sem er á fimmtudögum í beinni Haiignmur Thorsteinsson. útsendingu frá Hótel -----------.........gg...7-71 er tónlistarþáttur sem er unninn í samvinnu islandi. Það er Jón- as R. Jónsson sem fær til sín gesti og spjallar við þá auk þess sem ýmsir skemmtikraftar koma fram. í síðustu viku hófst þátturinn Pepsí popp. Þetta við Sanitas hf. Það eru Hafsteinn Hafsteinsson og Nadia Katrín Banine sem kynna nýjustu mynd- böndin og flytja fréttir úr tónlistarheiminum. Einnig eru þau með viðtöl, getraunir, leiki og alls kyns uppá- komur. Þátturinn er á dagskrá á föstudögum. Á föstu- dögum er einnig þátturinn Þurrt kvöld sem er skemmtiþáttur á vegum Stöðvar 2 og Styrktarfélags- ins Vogs. i þættinum er spilað bingó auk þess sem Hallgrímur Thorsteinsson fær til sín gesti. Hafsteinn Hafsteinsson og Nadia Katrín Banine. Jónas R. Jónsson. Dægurmálaútvarp Rásar 2 í dægurmálaútvarpi Rásar 2 eru Ólöff Rún Skúladóttir og Leifur Hauksson með morgunút- varpið frá kl. 7 til 9. Á föstudagsmorgnum kl. 7.45 er Jón Örn Marinósson með pistla sem hann nefnir Ódáinsvallasögur og er líklegt að margir kannist þar við staðhætti úr íslensku þjóðlífi. Á mánudagsmorgnum kl. 8.30 gefur Guömundur Ólafsson hlustendum hollt vegarnesti fyrir nýbyrjaða vinnuviku. Síðdegisþátturinn Dagskrá lengist í vetur, stendur frá kl. 16 til 19. Umsjónarmenn þáttarins eru Stefán Jón Hafstein og Guðrún Gunnarsdóttir og koma aðfðng víða að, t.d. frá dag- skrármönnum dægurmálaútvarps, þeim Ævari Kjartanssyni og Slguröi Þór Salvarssyni, frá svæðisstöðvum RÚV úti á landi og frá fréttamönnum og fréttariturum erlendis. Þá er sérstak- ur liður í síðdegisþættinum Dagskrá kl. 16.45 helgaður málefnum sem hlustendur bera upp. Eftir kl. 17 á mánudögum rabbar Pótur Gunnarsson skáld við hlust- endur; á þriðjudögum milli kl. 16 og 17 sér Andrea Jónsdóttir um plötudóma og þáttur um hagfræðileg málefni sem Ingvi Örn Kristinsson sér um er á þriðjudögum eftir kl. 17. Á miðvikudög- um eru að öllu jöfnu þátturinn Bréf frá landsbyggðinni þar sem pistlahöfundar utan af landi spjalla við hlustendur um það sem hæst ber í hverju byggðarlagi. Meinhornið er á fimmtudögum kl. 17.30, en þá láta hlustendur til sín taka eins og þeir eru vanir. Sjónvarpsdagskrá bls. 2-12 Útvarpsdagskrá bls. 2-12 Hvað er að gerast? bls. 3/5 Myndbönd bls. 7/12 Vinsælustu myndböndin bls. 7 Myndbönd á markaðnum bls. 12 Bíóin í borginni bls. 12 Guðað á skjáinn bls. 12 A myndinni er fast starfsfólk dætur- málaútvarpsins fyrir utan Ævar Kjart- ansson sem brá sér á síld þennan dag. F.v.: Sigurður Þór Salvarsson, Stefán Jón Hafstein, Guðrún Gunnars- dóttir, Ólöf Rún Skúladóttir, Leifur Hauksson, Birna Helgadóttir og Andrea Jónsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.