Morgunblaðið - 14.10.1988, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 14.10.1988, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14 OKTÓBER 1988 B 3 Rás 1: Laugardagsútkall Laugardagsútkall 1£»30 nefnist þáttaröð sem 1U hefst á Rás 1 í dag. Þættimir koma frá Akureyri og eru í umsjá Arnar Inga. Þetta verða blandaðir þættir með gestakomum, símagetraunum, tónlist og fleim. í upphafi hvers þáttar verður lýst eftir sérstök- um gesti og sá verður að bregða undir sig betri fætinum og skunda í hljóðstofu Ríkisút- varpsins á Akureyri. í dag verð- ur m.a. Ijallað um það hvemig það er að fá „stóra vinninginn" og rætt við fólk sem nýlega hefur orðið þeirrar gæfu aðnjót- andi, en einnig verður í þættin- um lærdómsríkt viðtal við Karl Sigurjónsson, fyrrverandi fram- kvæmdastjóra á Hvammstanga, sem er í þann veginn að missa aleigu sína vegna gjaldþrots Verslunar Sigurðar Pálmasonar. Þess má geta að á meðan á útsendingu stendur verður síminn opinn ef menn vilja leggja til vísur eða annað eymakonfekt. Örn Ingi sér um þáttinn Laug- ardagsútkall. Rás 2: Dagbók Þorsteins Joð ■■ Þorsteinn J. Vil- 45 hjálmsson heldur Dagbók sinni á lofti í samnefndum þætti sínum á Rás 2 í dag. í dag ætlar Þor- steinn að fara í skoðunarferð um sjúkrahúsið í Svartaskógi í fylgd leiðsögumanns sem segir frá innviðum stofnunarinnar og ættu margir að kannast við sig þar úr sarnnefndum sjónvarps- þáttum. í annan stað verður skyggnst inn í hugarheim blinds manns og reynt að bregða upp Þorsteinn J. Vilþjálmsson. myndum úr daglegu lífi hans. Einnig verður í þættinum rakinn dæmigerður vinnudagur einhvers einstaklings í þjóðskránni. Auk þess tínir Þorsteinn til ýmiss konar tónlist og tóndæmi, gamalt og nýtt eftir hina og þessa. Sérstaklega verður þó vakin athygli á lítilli íjögurra laga 45 snúninga plötu sem breska tímaritið „New Musical Express“ gaf hlustendum sínum fýrir nokkrum árum. KVIKMYNDIR ÞEIR BESTU ■■■■ STÖÐ 2 — Þeir bestu (Top Gun — 1986). Frumsýning. 01 35 Ungur flugmaður sem sýnir yfírburða hæfíleika í námi í ^ 1- ““ skóla bandaríska flotans ákveður að verða sá besti af þeim bestu. Hann kynnist blóðheitri stúlku sem kennir honum ýmis- legt sem ekki er kennt í skólanum. Myndin lýsir þeim hættum og spennu sem bíða hvers flugmanns sem útskrifast úr skólanum. Aðal- hlutverk: Tom Cruise, Kelly McGillis, Anthony Edwards og Tom Skerritt. Leikstjóri: Tony Scott. TAGGART — MED KOLDU BLODI ■■■■ SJÓN- 9940 VARPIÐ CiLá— _ Tagg- art — Með köldu blóði (Cold Blood - 1987). Skoski leyni- lögreglumaðurinn Taggart fær morðmál til að rannsaka. Það er ung kona sem seg- ist hafa myrt eigin- mann sinn vegna framhjáhalds. En Taggart kemst að þvl að ekki er allt sem sýnist í þessu máli. Taggart leysir morðgátu i kvöld. 23^ DAÐADRENGIR STÖÐ 2 — Dáðadrengir (The Whoopee Boys — 1986). FRUMSÝNING. Jake er ástfanginn af ungri, fallegri og ríkri stúlku og fær ástina endurgoldna. Samkvæmt erfða- skrá verður stúlkað að giftast auðugum og vel uppöldum herra- manni til að fá arfínn greiddan. Þar sem Jake er hvorki prúður né ríkur fær hann hjálp frá vini sínum til að reyna að gera foreldrum stúlkunnar til hæfís. Aðalhlutverk: Michael O’Keefe og Paul Ridrigu- ez, Leikstjóri: John Byrum. BRANNIGAN STÖÐ 2 — Brannigan (1975). Lögreglumaður frá New 20 York fer til London til að ná í fanga og nýtur til þess aðstoðar Scotland Yard. Starfsaðferðir hans samræmast ekki alveg því sem breska lögreglan er vön og á hann jafnvel til að bijóta lög til að ná fram réttlæti. Aðalhlutverk: John Wayne, Ric- hard Attenborough, Judy Geeson og Mel Ferrer. Leikstjóri: Douglas Hickox. Scheuers gefur ★★1/2. HVAÐ ER AÐO GERAST! Söfn Árbæjarsafn Árbæjarsafn er opiö eftir samkomulagi. Hægt er að panta tíma í sima 84412. Ámagarður í Árnagarði er handritasýning þar sem má meðal annars sjá Eddukvæði, Flateyj- arbók og eitt af elstu handritum Njálu. Ásgrímssafn Ásgrimssafn við Bergstaðastræti er opiö þriðjudaga, fimmtudaga, laugardaga og sunnudagakl. 13.30—16.00. Ásmundarsafn í Ásmundarsafni er sýningin Aþstraktlist Ásmundar Sveinssonar. Þar gefur að líta 26 höggmyndirog 10 vatnslitamyndir og teikningar. Sýningin spannar 30 ára timabil af ferli Ásmundar, þann tima sem listamaðurinn vann að óhlutlægri mynd- gerð. í Ásmundarsafni er ennfremur til sýnis myndband sem fjallar um konuna í list Ásmundar Sveinssonar. Þá eru til sölu bækur, kort, litskyggnur, myndbönd og afsteypur af verkum listamanrisins. Safnið er opið daglega frá kl. 10 til 16. Hópar geta fengið að skoða safnið eftir umtali. Listasafn Einars Jónssonar Listasafn Einars Jónssonar er opiö alla laugardaga og sunnudaga frá kl. 13.30—16.00. Höggmyndagaröurinn er opinn daglega frá kl. 11.00—17.00. Listasafn íslands Sýnishorn eldri verka safnsins er í sölum 3og4. 10 ára afmælis Nýlistasafnsins vefður minnst i Listasafni íslands og Nýlistasafn- inu með sýningu á eldri verkum í eigu Nýlistasafnsins. Sýningin ersamvinna þessara tveggja safna. Meðal islenskra listamanna sem taka þátt i sýningunni eru: Hreinn Friöfinnsson, Jón Gunnar Árnason, Kristján Guðmundsson, Magn- ús Pálsson og Sigurður Guðmundsson. Af erlendum listamönnum má nefna Jos- eph Beuys, Richard Hamilton, Pieter Holstein og Dieter Roth. Sýningin verður tvískipt. Verða verk íslenskra listamanna sýnd í listasafninu en verk þeirra erlendu i Nýlistasafninu. í sölum 1,2 og 5 stendur yfir sýning á íslenskum verkum i eigu Ústasafnsins. Eru þar sýnd verk eftir Ásgrím Jónsson, Jóhannes S. Kjarval, Jón Engilberts, Jón Stefánsson, NínuTryggvadóttur, Snorra Arinbjarnar og Þorvald Skúlason. Sunnu- daginn 16. október fer fram, í fylgd sér- fræðings, leiðsögn um þessa sali og hefst hún kl. 13.30. Leiösögnin „Mynd mánaðarins" ferfram á fimmtudögum kl. 13.30. Mynd október- mánaðar er eftir Ásgrim Jónsson (1876— 1958) Sumarkvöld (Öræfajökull), vatns- litamynd frá árinu 1912. I sal 5 verða eftirfarandi myndbandasýn- ingarþessa viku. Sunnudagur: Kl. 11—13, Galdurinn og leikurinn: Fjórir ungirmyndlistarmenn. Sjónvarpið 1988. Þriöjudagur: Það heldur áfram. Ásta Ól- afsdóttir 1983. Miövikudagur: Syrpa, 11, íslenskir myndlistarmenn. Sjónvarpið 1986. Fimmtudagur: Sjálfsmynd. Sigrún Harðardóttir 1985. Listasafn íslands eropið alla daga, nema mánudaga, kl. 11—17. Aðgangur að sýn- ingum er ókeypis, svo og auglýstar leið- sagnir. Veitingastofa safnsins er opin á samatíma. Ustasafn Háskóla íslands í Listasafni Háskóla (slands i Odda eru til sýnis 90 verk i eigu safnsins. Lista- safniðeropiðdaglegá kl. 13.30—17 og er aðgangur ókeypis. Minjasafnið Akureyri Minjasafnið á Akureyri er til húsa við Aðalstræti 58. Safnið er opið á sunnu- dögumfrákl. 14—16. Á Minjasafninu má sjá ýmis konarverkfæri og áhöld sem tengjast daglegu lifi fólks áður fyrr til sjáv- ar og sveita. Einnig er margt muna sem sýna vel menningu og listiðnað islenska sveitasamfélagsins s.s. tréútskurður, silf- urmunir, vefnaður og útsaumur. Einnig er á safninu úrsmíða-, skósmíða- og trésmiðaverkstæði frá fyrri tið. Þá má nefna gamla kirkjumuni s.s. bænhús- klukku frá þvi um 1200. Á minjasafninu er einnig hægt að skoða gamlar Ijós- myndir og á lóð safnsins stendur gömul timburkirkja frá árinu 1876. Myntsafnið Myntsafn Seölabanka/Þjóðminjasafns er i Einholti 4. Þar er kynnt saga islenskrar peningaútgáfu. Vöruseðlarog brauð- periingar frá síöustu öld eru sýndir þar svo og orður og heiðurspeningar. Lika er þarýmis forn mynt, bæði grísk og rómversk. Safnið er opið á sunnudögum milli kl. 14og 16. Norræna húsið Ólafur Sveinn Gislason opnar högg- myndasýningu i Norræna húsinu á laug- ardag. Sýningineropin kl. 14—19 alla daga vikunnar og stendur sýningin yfir til 6. nóvember. Póst-og símaminjasafnið I gömlu símstöðinni í Hafnarfirði er núna póst- og símaminjasafn. Þar má sjá fjöl- breytilega muni úr gömlum póst- og símstöövum og gömul símtæki úr einka- eign. Aðgangur er ókeypis en safniö er opið á sunnudögum og þriðjudögum milli klukkan 15 og 18. Hægt er að skoða safniö á öðrum tímum en þá þarf að hafa samband við safnvörð í sima 54321. Þjóðminjasafnið Þjóðminjasafnið er opið alla daga nema mánudaga kl. 11.00—16.00. Aögangur er ókeypis. Sýningar íslenskur heimilisiðnaður Heimilisiðaðarfélag (slands er 75 ára um þessar mundir. i tilefni afmælisins er fé- lagið með sýningu og kynningu á starf- semi þess í Hafnarstræti 3. Sýningin er opin á venjulegum verslunartíma fram til 15. október. Sýningardagana er fyrir- hugað að sýna ýmis vinnubrögö sem kennd eru í Heimilisiðnaðarskólanum. MÍR Á sunnudag kl. 16 verður eitt af verkum hins kunna sovéska kvikmyndagerðar- manns og leikstjóra, Georgis Daniela, sýnt i bíósal M(R, Vatnsstig 10. Þetta erkvikmyndin „Mimino", sem gerð var árið 1977 og hlaut þá þegar miklar vin- sældir i Sovétrikjunum. Georgi Daniela er einkum kunnur fyrir kvikmyndir í léttum dúrog er „Mimino" ein í hópi þeirra, þó með álvarlegu ívafi. Skýringar með kvik- myndinni eru á ensku. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Myndlist FÍM-salurínn I Fl'M-salnum, Garðastræti 6, stendur yfir sýning Bergljótar Kjartansdóttur á málverkum. Opið er alla daga frá kl. 14 til 19. Sýningin stendur yfir til 23. október. GalleríBorg í Gallerí Borg, Pósthússtræti 9, stendur nú yfir sýning á verkum Jóns Þórs Gisla- sonar. Þetta erfjórða einkasýning Jóns. Á sýningu Jóns Þórs eru olíumálverk og teikningar. Sýningin stendurtil 18. októ- berogeropinvirka daga frákl. 10—18 og um helgarfrá kl. 14—18. Grafík-Gallerí Borg, Austurstræti 10, er opið á verslunartima. Á laugardögum og sunnudögum erlokað. Kjallarinn, Póst- hússtræti 9, er ávallt opinn um helgar frákl. 14—18. Þarer úrval myndayngri höfunda og mikiö af verkum eldri meist- ara eins og t.d. eftir Jón Stefánsson, Ásgrim Jónsson, Jóhannes S. Kjarval, Kristínu Jónsdóttur, Mugg, Gunnlaug Blöndal, Gunnlaug Scheving o.fl. Gallerí Gangskör iGallerí Gangskör, Torfunni, stenduryfir málverkasýning Önnu Gunnlaugsdóttur. Á sýningunni eru verk unnin með akrýl á striga og harðtex. Sýningin er opin frá kl. 12 til 18 alla virka daga nema mánu- daga og kl. 14 til 18 um helgar. Siðasti sýningardagur er 24. október. GalleríGrjót Eigendur Galleri Grjóts að Skólavörðustig 4a eru niu listamenn og sýna þeir verk sín í galleríinu nú i sumar. Listaverkin eru margvisleg og má þarnefna mál- verk, grafik, skúlptúr, teikningar, skart- gripi, leirmuni, steinmyndir og postu- linsmyndir. Öll verkin eru til sölu. Galleri Grjót er opið virka daga kl. 12— 18. Gallerí Guðmundar frá Miðdal I Gallerí Guðmundarfrá Miðdal, Skóla- vörðustig 43, eru til sýnis og sölu mál- verk eftir Guðmund Einarsson, Svövu Sigríði, Guðmund Karl, Hauk Clausen o.fl. Galleri Guðmundar er opiö alla daga nema sunnudaga kl. 14—18. Gallerí Kirkjumunir Galleri Kirkjumunum, Kirkjustræti 10, er opið kl. 9 til 18 alla virka daga. Þar sýn- ir Sigrún Jónsdóttir listaverk sin. GalleríList í Gallerí List, Skipholti 50b, stenduryfir kynning á vatnslitamyndum eftir Guð- mund Karl, Braga Hannesson, Nikulás Sigfússon, Gísla Sigurðsson, Arthúr Ragnarsson og Gest Guðmundsson. Opið er alla virka daga frá kl. 10.30— *- 18.00 og laugardaga frá kl. 10.30— 14.00. Gallerí Svart á hvrtu í Gallerí Svart á hvitu, Laufásvegi 17, er sýning Sóleyjar Eiriksdóttur á höggmynd- um unnum úr steinsteypu og grafíkmynd- um. Sóley er Hafnfirðingur, fædd 1957. Hún nam við Myndlista- og handíðaskóla islands og lauk þaðan námi árið 1981. Sóley hefur tekið þátt í fjölda samsýninga hér á landi og erlendis. Hún hélt síðast einkasýningu á Kjarvalsstöðum árið 1987. Sýningin er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 14 til 18. Síöasti sýning- ardagur er 16. október. I Listaverkasölu gallerisins á efri hæð eru til sölu verk ýmissa myndlistarmanna og má m.a. nefna: Karl Kvaran, Georg Guðni, Hulda Hákon, Helgi Þorgils Frið- jónsson, Halldór Björn Runólfsson, Guð- mundur Thoroddsen, Jón Óskar, Jón Axel, Brynhildur Þorgeirsdóttir, Pétur Magnússon, SigurðurGuðmundsson, SigurðurÖrlygsson, Pieter Holstein, Tumi Magnússon, HalldórÁsgeirsson og Erla Þórarinsdóttir. Listaverkasalan er opin á sama tima og sýningasalur gallerísins. Undir pilsfaldinum Á laugardag kl. 15 opnar Halldór Dungal málverkasýningu i galleriinu Undir pils- faldinum,Vesturgötu3. Halldórlauk námiárið 1977 úrMHÍogfórsiðantil Spánar þar sem hann vann að list sinni. Halldór hefur tekið þátt í nokkrum sam- sýningum á Islandi og var með einkasýn- ingu árið 1987 i galleri Svart á hvítu. Málverkiri eru unnin i oliu, akrýi, lakk, pirrosit o.fl. og eru öll til sölu. Sýningin er opin alla daga frá kl. 14—18 og lýkur sunnudaginn 30. október. Gullni haninn Áveitingahúsinu Gullna hananum eru myndir Sólveigar Eggerz til sýnis. Ekkert blávatn Dauer léttöl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.