Morgunblaðið - 14.10.1988, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 14.10.1988, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14 OKTÓBER 1988 B 5 Rás 1; Veistu svarið? ■H í dag byijar á Rás 1 25 þáttur með gamal- kunnu nafni. Það er Helga Thorberg sem leggur spurningar Páls Líndal um sögu lands og þjóðar fyrir þau Jóngeir Hjörvar Hlynason hag- fræðing og Guðbjörgu Snót Jónsdóttur guðfræðinema, í spumingaþættinum Veistu svarið? Þau Jóngeir Hjörvar og Guðbjörg Snot fá að spreyta sig á tuttugu spumingum, tíu í hvorri umferð og kemur það í hlut Páls að kveða upp úr um rétt svör og röng. Sá sem kann rétt svör við fleiri spum- ingum mætir svo til leiks næsta sunnudagsmorgun á mó Helga Thorberg. ;i nýjum mótheija. Rás 1; Maðurinn í ríki náttúrunnar ■I í dag verður flutt á 30 rás 1 dagskrá um finnska Nóbelsskáld- ið FVans Emil Sillanpáa (1888— 1964) í tilefni aldarafmælis hans í síðasta mánuði. Dagskráin nefnist Maðurinn í ríki náttú- runnar. Timo Karlsson, finnskur sendikennari, tók hana saman og talar um skáldið. Þórdís Am- ljótsdóttir les kafla úr þrem sög- um eftir Sillanpáa sem þýddar hafa verið á íslensku. Það eru - Skapadægur, Silja, frægasta saga höfundar og Sólnætur. Þá segir séra Siguijón Guðjónsson frá heimsókn til skáldsins árið 1938 og leikin verður fínnsk tónlist. Sillanpáá ritaði sögur sem með skáldlegum hætti lýsa sam- spili manns og náttúru, eða öllu heldur órofa tengslum mannsins við alit iífríki náttúrunnar þar sem sólin er miðpunktur. Sillanpáá var þjóðskáld Finna á sinni tíð og hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels árið 1939. Stöð 2: Ken Russell og bresk tónlist OO 25 manna- ' skálanum á Stöð 2 í kvöld er þáttur sem fjallar um breska tónlist allt frá Benjamin Britten til Bítlanna og frá pönki til Purcells. Kvik- myndaleikstjórinn Ken Russell sér um þáttinn en í yfir þijátíu ár hefur hann gert margar bestu tónlistakvikmyndir sem hafa verið fram- leiddar og í seinni tíð hefur hann t.d. framleitt myndbönd með Elton John og Bananarama. í þættinum bregður hann sér í mörg gervi til að ná fram andrúms- lofti þeirrar tónlistar sem fjallað er um og heimsækir nokkrar óþekkt- ar hljómsveitir. Meðal þeirra sem fram koma eru Julian Lloyd Webb- er, Nigel Kennedy og Evelyn Glennie. Ken Russeil fjallar um breska tónlist í Listamannaskálanum á Stöð 2 í kvöld. Stöð 2= A la carte ■■■■ í þætti Skúla Hansens, A la carte, á Stöð 2 í dag verða 1 ^7 30 þess'r réttir matreiddir: * Nautafillet með blómkáli „au gratin“ (fyrir 4) 800 gr nautafíllet (hreinsað) Krydd: Season all, svartur pipar, Dijon sinnep, púðursykur (olía til steikingar). Blómkál „au gratin“ Meðalstórtblómkálshöfuð, 2. dl ijómi, 100 gr ostur, hvítvín (Mósel). Krydd: Svartur pipar, estragon, jurtakrydd. Sósa: 1 dl ijómi, 1 dl rauðvín (Piat eða óáfengt), 200 gr sveppir. Krydd: Svartur pipar, estragon, jurtakrydd, Dijon sinnep, púðursykur. HVAÐ ER AÐ0 GERAST í Hafnargallerí Helgi Jónsson sýnir vatnslitamyndir í Hafnargalleríi, Hafnarstraeti 4, dagana 4. til 15. október. Opið erá verslunartima og frá kl. 9 til 13 á laugardögum. Katel í sal Verslunarinnar Katel er sölusýningu á plakötum og eftirprentunum eftir Chagall. Salurinn ertil húsa að Lauga- vegi 29 (Brynju-portið). Sýningin eropin virkadaga kl. 10—18. ICjarvalsstaðir Á Kjarvalsstöðum standa yfir tvær mynd- listasýningar i vestursal. Guðrún Gunn- arsdóttir sýnir textilverk og Sigrún Eldjárn sýnirolíumálverk. I austursal Kjarvals- staða sýnir Sverrrr Ólafsson sýnir skúlpt- úra. Sýningarnar eru opnar daglega kl. 14—22 og standa yfir til 23. október. Krókur í Gallerí Krók sýnir Daniel Þorkell fvlagn- ússon myndverk. Krókur er að Laugavegi 37 og eropinn á verslunartíma. Menningarstofnun Bandaríkjanna Menningarstofnun Bandarikjanna, Nes- haga 16, opnar sýningu á nokkrum verka Roberts Dell á laugardag kl. 14.00. Ro- bert Dell er fæddur í Nyack, New York árið 1950 og stundaöi myndlistamám við rikisháskólann i New York fylki og hlaut hann mastersgráðu sina í listnámi (M.F.A.) frá New Paltz árið 1975. Hann hefur sýnt viða i Bandaríkjunum, m.a. hjá The Maryland Arts Institute og í Ever- son safninu. Robert Dell dvelur um þess- ar mundir á íslandi, en hann hlaut rann- sóknarstyrk frá Fulbright til þess að þróa myndastyttu, sem felur í sér að jarð- varmaorka er sett i samband við verkið. Nýtur hann dyggrar aöstoöar Hitaveitu Reykjavikur við þetta verkefni. Sýninginn eropinvirkadaga kl. 11.30—17.30 og um helgar kl. 13—17 og stendur yfir til 3. nóvember. Nýhöfn j Nýhöfn, Hafnarstræti 18, stenduryfir sýning BorghildarÓskarsdóttur. Ásýn- ingunni eru 11 verk unnin i leir og gler á þessu ári. Þetta er fjórða einkasýning Borghildar en hún hefur einnig tekið þátt i fjölda samsýninga hér heima og erlend- is. Sýningin, sem ersölusýning, eropin virka daga frá kl. 10 til 18 og um helgar frá kl. 14 til 18. Sýningunni lýkur 26. október. Nýlistasafnið i Nýlistasafninu, Vatnsstig 3b, stendur nú yfir sýning í tilefni 10 ára afmælis Nýlistasafnsins. Sýningin ersamvinna Nýlistasafnsins og Listasafns (slands og eru verk erlendra listamanna sýnd í Ný- listasafninu en verk íslenskra listamanna í Listasafni (slands. Sjá nánarum sýning- una undir Listasafn (slands. Sparisjóður Reykjavíkur j Sparisjóð Reykjavíkur, Álfabakka 14, stenduryfiirsölusýning á málverkum eft- ir Jóhannes Geir. Sýningin er opin frá kl. 9.15—16, mánudaga til fimmtudaga og á föstudögum til kl. 18. Á sýningunni eru 20 myndir. Sýningin stenduryfirtil 25. nóvember. Aðgangur er ókeypis. Hafnarborg Hafnarfirði í Hafnarborg, Strandgötu 34, Hafnarfirði, stendur yfir málverkasýning Gunnars Á. Hjaltasonar, gullsmiðs. Gunnar lærði gullsmíði hjá Guðmundi Guðnasyni og Leifi Kaldal 1943-1947. Árið 1933- 1942 stundaði hann nám við teikniskóla Bjöms Björnssonarog Marteins Guö- mundssonar og tók einnig þátt i nokkrum námskeiðum á vegum Handiðaskólans. Gunnar hefur haldiö nokkrar einkasýning- ar og tekiö þátt í samsýningum. Sýning- in stendur yf ir til 23. október og er opin daglega kl. 14—19. Vinnustofa og sýningarsalur j vinnustofu og sýningarsal Rikeyjar Ingi- mundardóttir að Hverfisgötu 59 eru til sölu verk hennar; málverk, postulinslág- myndir, styttur og minni hlutir úr leir og postulíni. Ríkey málar og mótar verk eft- ir óskum hvers og eins. Opið er á verslun- artima. Gallerí Allrahanda Akureyri Galleri Allrahanda er til húsa að Brekku- .; !.ti I götu 5 á Akureyri. Opnunartimi er fimmtudaga kl. 16—19,föstudaga kl. 13—18og laugardaga kl. 10—12. Aðrir tímar eftir samkomulagi. Galleríið er á efri hæð og eru þartil sýnis og sölu leir- munir, grafík, textil-verk, silfurmunir, myndvefnaöur og fleira. Alþýðubankinn Akureyri Menningarsamtök Norðlendinga og Al- þýðubankinn hf. á Akureyri kynna mynd- listakonuna Dröfn Friðfinnsdóttur. Á list- kynningunni eru 12 verk unnin með akrýl- litum á strika. Dröfn stundaði nám við Myndlistaskólann á Akureyri og þaðan útskrifaðist hún úr málaradeild 1986. Árið 1987 var hún við nám í Lahti lista- skólanum í Finnlandi. Kynningin er i úti- búi Alþýðubankans hf., Skipagötu 14, og lýkur henni 4. nóvember. Leiklist Alþýðuleikhúsið Alþýðuleikhúsið sýnir leikritið Elskhuginn eftir enska rithöfundinn Harold Pinter. Sýningamar eru i Ásmundarsal við Freyjugötu laugardag kl. 20.30 og sunnudag kl. 16. Síðustu sýningar. Leikfélag Reykjavíkur Leikfélag Reykjavikur sýnir gamanleikritið Sveitasinfónia eftir Ragnar Amalds. Leik- stjóri er Þórhallur Sigurðsson. Sýningar eru á laugardag og sunnudag kl. 20.30 í Iðnó. Hamleg verður sýndur á föstudag kl. 20.00 í Iðnó en harmleikurinn um Hamlet Danaprins var frumsýndur í Iðnó í april sl. vor og urðu sýningar alls 14 á síöasta leikári. Miðasala er opin alla daga frá kl. 14—19. Sími 16620. Þjóðleikhúsið Á Litla sviði Þjóðleikhússins er sýnt verk- ið Ef ég væri þú, eftir Þorvarð Helgason. Sýningar eru á fimmtudag, laugardag og þriðjudag kl. 20.30. Miðasalaeropin alla daga nema mánudaga kl. 13—20. Sími 11200. Frú Emilía Leikhúsið Frú Emilia stendur fyrir leik- lestri helstu leikrita Antons T sjekhov í Ustasafni islands við Frikirkjuveg. Á laug- ardag og sunnudag kl. 14.00 veröur flutt verkið Vanja fræni. Leikstjóri er Eyvindur Erlendsson. Aögöngumiðasala er í Lista- safni íslands laugardag og sunnudag og hefstkl. 12.30. Gríniðjan hf. . Gríniöjan hf. sýnir gamanleikinn NÖRD (Nær öldungis ruglaður drengur) i Gamla Bfói. Leikritiöereftirbandariska leikarann og leikritahöfundinn Larry Shue. Leikarar eru: Randver Þorláksson, SigrúnWaage, Július Brjánsson, Edda Björgvinsdóttir, Björgvin Franz Gislason og Þórhallur Sig- urösson auk Gísla Rúnars Jónssonar sem einnig leikstýrir. Sýningar eru föstudag og laugardag kl. 20.30. Sýningarfjöldi er takmarkaður. Miðasala er i Gamla Blói frá kl. 16.30, simi 11475. Leikfélag Mosfellssveitar Leikfélag Mosfellssveitar hefur hafið sýn- ingar á leikritinu Dagbókin hans Dadda eftir breska höfundinn Sue Townsend. Verkiö hefur verið staðfært, en það gerði Guðný Halldórsdóttir. Þýðingu annaðist Ragnar Þorsteinsson og leikstjórar eru þær Svanhildur Jóhannesdóttir og Soffia Jakobsdóttir. Sýningar eru i Hlégarði, fé- lagsheimili Mosfellinga. Leikfélag Hafnarfjarðar Leikfélag Hafnarfjarðar sýnir leikritið Emil i Kattholti eftir Astrid Undgren laug- ardag og sunnudag kl. 16 í Bæjarbiioi i Hafnarfirði. Miðasala eropnuðtveimur timum fyrir sýningar en hægt er að panta miða i sima 50184 allan sólarhringinn. Leikfélag Akureyrar Leikfélag Akureyrar sýnir leikritið Skjald- bakan kemst þangaö líka eftirÁma Ibs- en. Leikstjóri er Viðar Eggertsson, leik- mynd og búninga gerði Guðrún Svava Svavarsdóttir, tónlist ereftir Lárus H. Grimsson og um lýsingu sér Ingvar Björnsson. Leikarar eru Theodór Júlíus- son og Þráinn Karisson. Leikrit fjallar um skáldin Esra Pond og William Carlos Williams og eru sýningar á föstudag og laugardag kl. 20.30. Nemendaleikhúsið Nemendaleikhúsið frumsýnir á sunnudag sýninguna Smáborgarakvöld. Þetta eru einþáttungarnirSmáborgarabrúðkaupið eftir Bertholt Brecht og Sköllótta söng- konan eftir E. lonesco. Leikstjóri er Bríet Héðinsdóttir. Sýningareru á sunnudag, þriðjudag og fimmtudag kl. 20.30 i Lind- arbæ. Miðasala eropin allan sólarhring- inn í síma 21971. Ferðalög Upplýsingamiðstöð Upplýsingamiðstöö ferðamála er með aðsetur sitt að Ingólfsstræti 5. Þar eru veittar allar almennar upplýsingar um ferðaþjónustu á (slandi. Opið er mánu- daga til föstudaga kl. 10—16, laugardaga kl. 10—14ogsunnudagakl. 11—14. Síminner 623045. Tónlist Dómkirkjan Reider Hauge, organleikari frá Kongs- berg i Noregi heldur orgeltónleika i Dóm- kirkjunni i Reykjavík sunnudaginn 16. október kl. 17. Á efnisskrá eru verk eftir Bach, Walter, Mendelssohn, einnig ensk, amerísk og norsk orgeltónlist. Útivera Hana nú Vikuleg laugardagsganga Fristunda- hópsins Hana nú í Kópavogi verður laug- ardaginn 15. október. Lagt verður af stað frá Digranesvegi 12 kl. 10.00. Markmið göngunnar er samvera, súrefni og hreyf- ing. Nýlagað molakaffi. Gönguklúbbur Hana nú er öllum opinn. Ferðafélag íslands Ásunnudag býður Feröafélag (slands upp á tvær gönguferðir. Fyrri ferðin er á Hengilinn, en hann er hæsta fjall I ná- grenni Reykjavíkurað Esjunni undanskil- inni 803 m. Afarvíðsýnt er af Skeggja í • góðu skyggni, Skeggi er hæsti partur Hegilsins. Lagt er af stað kl. 10 að morgni og komiö aftur milli kl. 17 og 18. Kl. 13 er svo boðið upp á gönguferð í Innstadal, en hann er einn af dölunum, iem afmarkast af Húsmúla, skarðmýrar- fjalli og Henglinum. (Innstadal er heit laug. Það er nokkuð létt ganga i Innstad- al en á Hengilinn er gangan lengri og brattari. Útivist Á sunnudag kl. 10.30 veröur boðið upp á nýja ferð hjá Útivist. Ætlunin er að aka meöfram strandlengju Reykjanesskag- ans og fylgja þeirri leið sem gengin var í „Strandgöngu Útivistar í landnámi Ing- ólfs". Ekið verður um Óseyrarbrú austur í Flóa og siöan farið í létta strandgöngu um hluta Flóans að Þjórsárósum. Brott- för er frá BSÍ, bensinsölu og hægt er að taka rútuna á leiðinni, t.d. á Kópavogs- hálsi og við Sjóminjasafnið í Hafnarfirði. Kl. 13 á sunnudag verða tvær ferðir sam- kvæmt dagskrá. 1: Maríuhöfn-Búða- sandur-kræklingafjara. Léttganga og kræklingatinsla í Laxárvogi. Minjar um kaupstaðfrá 14. öld skoöaöar. 2: Esja. Gengið verðurfrá Mógilsá á Þverfells- horn og þaðan á Kerhólakamb. Brottför frá BSi, bensínsölu. Kl. 8 á sunnudags- morgun er fyrirhugað að fara í helgarferð í Mörkina. Nánari upplýsingar á skrifstof- unni. Viðeyjarferðir Hafsteinn Sveinsson er með daglegar ferðir út i Viöey. Fyrsta ferð er farið kl. 13.00 og er fariö á heila timanum frá Reykjavík og á hálfa timanum frá Viðey. Mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga fer siðasta ferð frá Viöey kl. 18.30 en aðra daga kl. 23.30. Aukaferðireru farn- ar með hópar sem panta sérstaklega. Kirkjan í Viöey er opin og veitingar fást i Viðeyjarnausti. Bátsferöin kostar 300 krónurfyrirfullorðna, 100 krónurfyrir böm að 14 ára aldri en fritt er fyrir börn 5 ára og yngri. Hreyfing Keila I Keilusalnum i Öskjuhlíð eru 18 brautir undir keilu, á sama stað er hægt að spila billjarð og pinu-golf. Einnig er hægt að spila golf i svokölluðum golfhermi. Sund i Reykjavík eru útisundlaugar i Laugar- dal, við Hofsvallagötu og við Fjölbrauta- skólann í Breiðholti. Einnig eru útisund- laugar á Seltjarnarnesi, á Varmá og viö Borgarholtsbraut i Kópavogi. Innisund- laugar á höfuöborgarsvæöinu eru við Barónsstig og við Herjólfsgötu i Hafnar- firöi. Opnunartima þeirra má sjá i dag- bókinni. n.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.