Morgunblaðið - 14.10.1988, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 14.10.1988, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14 OKTÓBER 1988 MYIMDBÖND Sæbjörn Valdimarsson Óhollur slæðingur hrollvekja Flökkuverur - Nomads ★ ★ Leikstjóri og handritshöfundur John McTiernan. Tónlist Bill Conti. Aðalleikendur Lesley-Ann Down, Pierce Brosnan, Anna- Maria Montecelli, Adam Ant, Mary Woronov. Bandarísk. Cin- ema 7/PSO 1986. CBS Fox/Stein- ar 1988. 90 mín. Hi-Fi. Bönnuð yngri en 16 ára. Mannfræðingurinn Pierce hefur ekki búið lengi í Los Angeles er hann fer að vekja eftirtekt ógæfu- legum flokki pönkara. Hann tekur að rannsaka hagi þeirra, líkt og um sér þjóðflokk sé að ræða og kemst þá fljótlega á snoðir um að hér eru á ferðinni illvígir skrattar og morð- óðir, ófriðlegir andar norðan af heimskautatúndrunni. Minna mátti ekki gagn gera. Þeir vinna á mannfræðingnum, en minni hans tekur sér þá bólfestu í hjúkrunarkonuunni Down. Hún upplifír því sér til mikillar hrellingar raunir mannsins, og smám saman hefur pönkslæðingurinn uppá henni. Myndin er byggð á prýðilegri hugmynd að hryllingi, illir andar inúka, komnir um langan veg til að hnekkja á Los Angeles-búum, íklæddir slitnum gallabuxum og tættum leðuijökkum með spring- hnífa og steríógræjur að vopni. En útkoman er óljóst sambland draums og veruleika - einkum eftir að Down kemur til sögunnar. Niðurstaðan er meðalmynd með forvitnilegum köflum sem koma ekki á óvart því hér er um að ræða fyrsta leikstjóm- arverkefni McTieman sem gerði hörkuþrillerinn Predator og eina mestu spennumynd þessa árs, Die Hard. stríðsminningar drama Hope and Glory ★ ★ ★,/2 Leikstjóri og handritshöfundur Jolin Boorman. Kvikmyndatöku- stjóri Philippe Rousselot. Tónlist Peter Martin. Búningar Shirley Russell. Sviðsmynd Anthony Pratt. Aðalleikendur Sarah Mil- es, David Hayman, Derrick O’Connor, Sammi Davis, Ian Bannen og Sebastian Rice Ed- wards sem Bill. Bresk. Columb- ia/Goldcrest 1987. Skífan 1988. Hi-Fi. 108 mín. Bönnuð yngri en 12 ára. í þessari nosturslegu og skemmtilegu mynd fáum við að sjá stríð á nýjan og óvæntan hátt sem tæpast er til í hugskoti þeirra sem ekki hafa upplifað hörmungamar sjálfír í æsku. Boorman veitir okkur nefnilega innsýn í sín eigin upp- vaxtarár, í stríðshijáðri London seinna stríðs. Og þetta er sko aldeil- is ekki tóm pína! Sprengjunum rign- ir - en þær og skíðlogandi borgar- hlutarnir lýsa upp himinhvolfið dýr- legar en nokkrar áramótabrennur eða rakettur. Og afleiðingamar, ijúkandi brunarústir em stórkost- legri en nokkur leikvöliur. Hér má lengi finna ýmislegt eftirsóknarvert góss, svo sem skartgripi, byssukúl- ur, sprengjur, sprengjubrot. Áhyggjur gamla fólksins eru nálægar en skipta ekki svo miklu máli. Reyndar er pabbi í stríðinu, mamma vansæl og hrædd og stóra- systir ólétt. Og þegar kviknar svo loksins í bemskuheimilinu tekur aðeins betra við; lystilegt sumarfrí hjá afa í sveitinni. Toppurinn á öllu er þó haustið þegar skólinn á að hefjast, en verður fyrir sprengju svo allir gfeta haldið alsælir heim. Þetta em í grófum dráttum hinar sérstöku og spaugilegu minningar Boormans Um hildarleikinn, en al- varan er engu að síður alltaf í bak- gmnninum og tilfinningin sterk á báða bóga. Persónumar standa ljós- lifandi fyrir sjónum manns. Hér fara vel valdir úrvalsleikarar með skýran og furðu oft fyndinn texta. Rammi þeirra Russeíls og Pratts er sannur og eftirminnilegur einsog þessi meiriháttar mynd Boormans og félaga í heild. Besta myndband sem komið hefur út um langt skeið. Arthur á túr gamanmynd Leikstjóri og handritshöfundur Steve Gordon. Tónlist Burt Bacli- arach. Aðalleikendur Dudley Moore, Liza Minelli, Sir John Gielgnd, JiII Eikenberry. Bandarísk. Warner Bros .1981. Steinar 1988. 97 mín. Öllum leyfð. Hjá hinum hugljúfa, moldríka Arthur, (Moore), hefur lífið verið ein dýrðarinnar svallveisla, en á lygnu brennivínshafi framtíðarinn- ar er þó eitt sker að finna, náung- inn verður að kvænast sinni ámóta auðugu kæmstu, annars verður tappinn settur í, kauði gerður arf- laus. Þetta er því verra þar sem Arthur hefur nánast ógeð á döm- unni og allt virðist stefna í kalda- kol er hann verður svo yfir sig ást- fanginn af vesælum búðaþjófí! Það er ekki svo illa til fundið að vekja þennan hvitflibbaróna upp frá gleymsku, þar sem framhaldsmynd um hann var gerð í sumar og naut talsverðra vinsælda. Hin mikla að- sókn að Arthur vakti nokkra at- hygli á sínum tíma. Efnið er heldur klént, e.k. kampavínsbleytt útgáfa af Öskubusku. En Dudley Moore var einhver geðugasti róni sem sést hefur á hvíta tjaldinu og myndinni fór ekki að hraka fyrr en flaskan var tekin af honum. Það er hinsveg- ar gamli senuþjófurinn, leikjöfurinn sir John Gielgud, sem rænir mynd- inni, hann er óborganlegur í hlut- verki hins hábreska, snobbaða bötl- ers sem frystir allt í kringum sig með nístandi háði og orðheppni. Þeir sem ekki þekkja þetta kostu- léga par geta því gert margt verra en að sjá þessa meðan beðið er eft- ir Arthur í annað sinn. Oargadyr í átökum spennumynd Rándýrið - Predator ★ ★ ★ Leikstjóri John McTiernan. Handrit James og Jim Thomas. Tónlist Alan Silvestri. Kvik- myndatökustjóri Donald McAlp- ine. Aðalleikendur Arnold Schwarzenegger, Carl Weathers, Elpidia Garrillo, Bill Duke, R.G. Armstrong. Bandarísk. 20th Century Fox. 1987. CBS Fox/Steinar 1988. Hi-Fi. 90 mín. Bönnuð .ungri en 16 ára. Einsmannshersveitir og vöðva- fjöll beijast ekki við venjulegt fólk, reyndar situr her manna sveittyr vestur í Hollywood við að skapa annaðhvort nógu hábölvuð úrhrök og mannskepnur, eða þá ófénað utanúr geimnum til að glíma við Schwarzenegger og co. á hvíta tjaldinu. Og alltaf verða þijótar næstu myndar að vera agalegri, B 7 átökin svæsnari og hetjumar til- komumeiri. Hér er allt þetta að finna, sem gerir það að verkum að Predator er einfaldlega vél heppnaður þrilier um mennsk og ómennsk óargadýr. Keyrslan er feykigóð frá upphafí til enda, brellumar með því besta sem maður hefur séð á því sviði - rándýrið er tæknilegt meistaraverk - takan og tæknin snilld sem ein- göngu er að fínna í Hollywood. Leikstjórinn á heiður skilinn, Pred- ator er einstök á sínu sviði. Ef menn vilja hraða, spennandi og nokkuð fyndna afþreyingu, stút- fulla af átökum og tæknibrellum, er hún góður valkostur. Samtök íslenskra myndbandaleiga: VINSÆLUSTU MYNDBÖNDIN 1. (1) BlackWidow ......................... (Steinar) 2. ( 2) Dragnet ...................... (Laugarásbíó) 3. ( 3) No Man’s Land ............... (Háskólabíó) 4. ( 5) Boss’sWife ...................... (Steinar) 5. (—) ThePredator ........................ (Steinar) 6. (20) NlghtOnTheTown ................. (Bergvík) 7. ( 7) BorninEastLA ............... (Laugarásbíó) 8. (-—). TheBelivers ..................... (Skífan) 9. ( 6) Hentu mömmu af lestlnni ..... (Háskólabíó) 10. ( 4) Princess Bride .............. (J.B. Heildsala) 11. ( 8) Summer School .................... (Háskólabíó) 11. (12) KæriSáli ......................... (Háskólabíó) 13. ( 9) QuletCoo! ............................ (Skífan) 14. (—-) Raw .............................. (Háskólabíó) 15. (16) CrossMyHeart .................... (Laugarásbíó) 16. (-—) Nomads .............................. (Steinar) 17. (★) Nerds 2 ............................. (Steinar) 18. (14) Nornirnarfrá Eastwick ............... (Steinar) 19. (—-) Amazing Stories 6 ................ (Laugarásbíó) 20. (15) TigerWarsaw .......................... (Skífan) í svigunum er það sæti sem myndbandið var í vikunni á undan, (—-) merkir að myndbandiö er nýtt á listanum og (★) merkir að mynd- ' bandiö er að koma aftur inn á listann. 10% KYNNINGAR ^S, BYGGINGAVÖRUVERSUIN ■■ AFSLATTUR sSp SAMBANDSINS KRÓKHÁLSI 7 SÍMI 8 20 33

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.