Morgunblaðið - 01.11.1988, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 1988
7
Myndskreytt íslensk
ljóöí
Scandinavian Review
Myndskreytingar Ólafs M. ir eru eftir Matthías Johannessen,
Jóhannessonar við ljóð þriggja Snorra Hjartarson og Vilborgu
íslenskra skálda eru meðal efii- Dagbjartsdóttur.
is i hausthefti Scandinavian Ljóðin og myndirnar eru úr
Review. bókinni Sjö skáld í mynd, sem út
Ljóðin sem Ólafur myndskreyt- kom 1983.
Ólafur M. Jóhannesson
Tap banka af gjaldþrotum:
Upplýsing'ar ekki tiltækar
ENGAR upplýsingar liggja fyrir
um tjón Landsbankans af völdum
gjaldþrota. „Það er of snemmt
að spá um útkomu bankans úr
þeirri gjaldþrotahrinu sem virð-
ist vera að ganga yfir núna. Við
erum auðvitað með mikið
áhættufé í ýmsum fyrirtækjum,
sem nú standa illa, en ég veit
engin dæmi þess að um borð-
leggjandi tap sé að ræða,“ sagði
Sverrir Hermannsson banka-
stjóri. „En bankinn hefúr veru-
lega fjármuni i sérstökum af-
skriftasjóði til að mæta sliku
tapi.“
Sverrir sagði að bankar gengju
hart fram í að kanna tryggingar
og veð. Hann sagði að það væri
alltaf spurning um hvernig tækist
að koma eignum gjaldþrotabúa í
verð, hvort tækist að koma fyrir-
tækjum í rekstur að nýju og hvort
veðin héldu þannig gildi sínu. Hann
sagðist ekki hafa tiltækar upplýs-
ingar um útkomu fyrri ára hvað
þetta varðar.
Oddur Ólason, lögmaður hjá Út-
vegsbankanum, hafði svipaða sögu
að segja og sagði ástæðuna einkum
vera þá hve skiptameðferð væri
tímafrek. Af þeim sökum væri ekki
ljóst hvað fengist upp í kröfur í bú,
sem nú eru til skipta. Þó taldi hann
að jafnan væru þar trygg veð að
baki.
Sjónvarpið:
Upptökur
á skaupi
heflast
eftir
mánuð
„ÉG er kominn með drög að
handriti, en upptökur hefjast
ekki fyrr en í lok nóvember,"
sagði Gísli Snær Erlingsson, sem
hefúr umsjón með gerð áramóta-
skaups rikissjónvarpsins að
þessu sinni.
Gísli Snær hóf feril sinn hjá sjón-
varpinu í Poppkoms-þáttunum, sem
hann sá um ásamt Ævari Erni Jós-
epssyni. Þeir skrifuðu hluta skaups-
ins í fyrra, þar sem gert var grín
að Lottóinu og léku í þeim þáttum
sjálfír. Undanfarið hefur Gísli Snær
starfað sem dagskrárgerðarmaður
hjá sjónvarpinu. „Það er enn mikil
vinna eftir við handritið, en mér til
aðstoðar við það er ungur maður,
Helgi Már Jónsson," sagði Gísli
Snær. „Þá er líklegt að við fáum
fleiri til að bæta við handritið. Það
hefur ekki verið ákveðið hvaða leik-
arar taka þátt í skaupinu, en upp-
tökur á því verða 28. nóvember til
9. desember."
Avöxtunarsjóðir:
80% af
bréf um
komið inn
MEIRA en 80% eigenda Ávöxtun-
arbréfa og Rekstrarbréfa Ávöxt-
unar hafa nú lýst kröfúm sinum
til skilanefndar sjóðanna.
Frestur til að lýsa kröfum sínum
rennur út 16. desember og að því
loknu hefst skilanefndin handa við
að selja eignir sjóðanna.
Diskódúndrið í Broadway
Ný söngskemmtun frumflutt um næstu helgi í Broadway föstu-
dags- og laugardagskvöld.
Þessi skemmtun erætluð Öllu fólki, sem notið hefurtónlistar
_______________dagsins í dag og síðustu ára.____________
Fullt af frábæru ungu fólki flytur iögin og dansar af stakri
/íjúffengurog ódýr\
kvöldverður:
Austurlenskur
kjúklingaréttur
i áursætri sósu
Royal ís
^ÝTT
snilld með eftirminnilegum hætti.
Songvarar:
Latunsbarkarnir Bjarni og Arnar
Richard Scobie - Anna Olafsdóttir
Verslunarskólastjörnunar Hafsteinn
Hafsteinsson og Elín Olafsdóttir ásamt
diskódrottningu Islands fyrr og síðar?
8 dansarar koma fram undir stjórn
Astrósar Gunnarsdóttur.
Höfundar:
Sóley Jóhannsdóttir
AsgeirTómasson
Jón Þórisson
Astros öunnarsdottir
Miðasala og borðapantanir í Broadway, sími 77500, kl. 9-