Morgunblaðið - 01.11.1988, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 1988
Máfurinn
Leiklist
Guðmundur Daníelsson
Máfurinn. Leikrit í Qórum
þáttum eftir Anton Tsjekov.
Þýðandi: Pétur Thorsteinsson
fyrrv. sendiherra. Leikstjóri:
Eyvindur Erlendsson.
Máfurinn var frumsýndur á
Selfossi laugardaginn 29. október
1988.
Ég tel nauðsynlegt að skýra frá
því strax, að það var ritstjóm
Morgunblaðsins, sem bað mig að
skrifa eftirfarandi grein, þó að ég
sé ekki þjálfaður leiklistargagn-
rýnandi. Astæðan var sú, að leik-
dómari blaðsins var forfallaður
eða_ staddur erlendis.
Án þess að vera viss um að ég
væri hæfur til verksins, ákvað ég
að verða við ósk ritstjómarinnar
og sagði já. Ég veit það er áhættu-
verk af minni hálfu, að setjast í
dómarasæti yfir skáldverkum,
þýðandanum, leikstjóranum og
stórum hópi leikara sem lagt hef-
ur fram krafta sína og hæfileika
til að flytja okkur þetta rússneska
frægðarverk óbjagað og af réttum
skilningi, hingað komið frá Tag-
anrog við Asovshaf, Pétursborg
og Moskvu, gegnum 100 ára ijar-
lægð tímans.
Þar sem helstu leikrit Tsjek-
hovs hafa verið færð upp á mörg-
um íslenskum leiksviðum, geri ég
ráð fyrir að flestir leikhúsgestir
viti eins mikið eða meira en ég
um þennan víðfræga og virta höf-
und. Öngvu að síður mun ég láta
sem ég sé að flytja nýjan fróðleik,
þegar ég tíni til það helsta sem
ég man um þetta skáld.
Meðal slavneskra þjóða er fálk-
inn tákngerfingur kjarks, hreysti,
foðurlandsástar og sigurvissu.
Máfurinn er annarrar náttúm,
mér virðist hann í skáldskap vera
andi einmanaleikans: „fer stakur
már um miðja vetramótt," segir
í ljóði Tómasar. Umhverfi hans
eru víðáttur hafsins og vatnanna.
í hafnarborginni Taganrog hefur
Anton Tsjekhov sem ungur sveinn
áreiðanlega séð hann á sveimi
uppi yfír strönd og hafí. Hvert
stefndi hann? Var hann áttavilltur
eins og fuglinn í Ijóði Davíðs? —
Hjá Tsjekhov táknaði máfurinn
lífíð, frelsið, listina, en ungt ham-
ingjusnautt skáld skaut fuglinn
sér til skemmtunar og lét stoppa
hann upp. Öngvum þarf því að
koma niðurlag leikverksins á
óvart.
Anton Tsjekhov fæddist 17.
janúar 1860 í bænúm Taganrog.
Hann var þriðji í röð sex systk-
ina. Faðir hans var smákaup-
maður og varð gjaldþrota, þegar
Tsjekhov varð sextán ára. Fjöl-
skyldan fluttist þá til Moskvu og
bjó þar fátæk næstu árin, en
Tsjekhov varð eftir í Taganrog,
lauk þar stúdentsprófí og vann
jafnframt fyrir sér með einka-
kennslu og ritstörfum fyrir
skemmtirit og náði fljótt vinsæld-
um sem smásagnahöfundur.
Eftir stúdentsprófíð 1879 flutt-
ist hann til fjölskyldu sinnar í
Moskvu, hóf nám í læknisfræði,
en hélt áfram að skemmta lesend-
um með snjöllum smásögum,
gamanþáttum og greinum og not-
aði ritlaunin sér og Qölskyldu sinni
til framfærslu.
Nálægt þrítugsaldri, um 1890,
færðist Tsjekhov mjög í aukana
sem rithöfundur. Á þeim 14 árum
sem hann átti eftir að lifa skrif-
aði hann fjögur stór leikrit, sem
öll óttu eftir að verða fræg um
víða veröld og eru enn leikin á
ótal leiksviðum um allár jarðir.
Leikrit þessi eru: MSfurinn, Vanja
frændí, Þíjár systur og Kirsu-
betjagarðurinn.
Arið 1895 skrifaði Tsjekhov
Máfínn. Leikritið var frumsýnt
1896 í Alexandra leikhúsinu í
Pétursborg. Sýningin kolféll og
olli því bæði misklíð leikaranna
með hlutverkaskipan, nýstárleiki
verksins og sá hroki höfuðstaða-
raðalsins, að allt sem kæmi utan
af landsbyggðinni væri lítilvægt,
hvað var Moskva annað en menn-
ingarlítið sveitaþorp?
Þijú ár liðu. Þá gerðist í
Moskvu það sem nefna mætti
menningarbyltingu og hafði
heimssögulega þýðingu: Listaleik-
hús Moskvuborgar var stofnað. Á
fyrsta ári þess var Máfurinn frum-
sýndur þar — og vann slíkan fá-
dæma sigur, að hann hefur enst
fram á þennan dag.
Anton Tsjekhov kvæntist árið
1901 Olgu Knipper, en um svipað
leyti kom í ljós, að hann var veik-
ur af berklum. Þremur árum síðar
voru dagar hans taldir, hann lést
44 ára að aldri.
Máfurinn gerist á sveitasetri
gamals og lasburða efnamanns,
eignast barn með honum, missir
það síðan ungt. En nú dregst hún
að skáldunum tveimur, því sem
sigrað hefur, en einkum því sem
halloka fer. Svo virðist sem unga
skáldið sjái um tíma í henni þá
persónu, sem lyft geti gáfum hans
og verkum upp á himin frægðar-
innar. Hann hefur nú samið leik-
rit og fær leyfi fólksins á sveita-
setrinu, heimilisfólk og gesti, tii
að útbúa svið og færa verkið upp.
Tjaldið er dregið frá. Fyrst er
sviðið autt, það er nótt og glæta
tungls, sem veður skýjakrapa.
Skyndilega birtist hvít kvenper-
sóna á sviðinu, hefur upp hátí-
ðlega framsögn, skýrir frá því,
að þetta sé að liðnum 200 þúsund
árum. Allt líf er löngu útdautt á
jörðinni, andinn eða vofan segist
vera alheimssálin, sameinuð sál
allra sálna. Auðvitað svarar henni
enginn, hún ein lifir og er mikið
niðri fyrir, sönglar um stund
þennan boðskap. En þetta gengur
Þóra Grétarsdóttir yst til vinstri í hlutverki Írínu leikkonu, lengst til hægri, Gylfí Þ. Gíslason sem
bróðir hennar, Pétur Sorin eigandi sveitasetursins.
Péturs nokkurs Nikolaévitsj Sor-
in. Hann á annað heimili í borg-
inni stóru, þar sem hann hafði
árum saman unnið á ráðuneytis-
skrifstofu. Ráðsmaður, ráðs-
mannskonan og nokkur vinnuhjú
reka fyrir hann venjulegan búskap
á stórbýlinu. Systir Péturs, miklu
yngri að árum, Irína Nikolaévna
Trépléva, er fræg leikkona í borg-
inni, en heimsækir í tómstundum
sínum sveitasetrið. Það gerir einn-
ig sonur hennar, 28 ára gamall,
Konstantín Gavrilovitsj Tréplev,
sem þráir það mest að verða viður-
kennt skáld, en á erfítt uppdrátt-
ar, bæði hvað andagiftina varðar
og peninga, því að móðir hans og
móðurbróðir eru hvort öðru
nískara, „prímadonnan" móðir
hans vill jafnvel sem fæst hafa
af honum að segja, því að aldur
hans, 28 ár, gæti vakið eftirtekt
elskhuga hennar og annarra á
því, að sjálf sé hún farin að reskj-
ast. Elskhugi leikkonunnar er
miðaldra og frægt skáld, Boris
Trigorin, sem einnig er gestur í
sveitasælunni hjá bróður hennar
og skemmtir sér milli ritstarfanna
við sportveiði í vatninu mikla, sem
ekki er steinsnar í burtu og til-
heyrir sveitasetri Péturs. Hann
nýtur mikillar aðdáunar, einkum
kvenna.
Stærsta og vandasamasta hlut-
verkið í Máfinum er ung stúlka,
dóttir ríks landeiganda í þessu
héraði, Nína Mighailovna, sem
þráir það mest að verða fræg leik-
kona. En hún hefur lent í mis-
heppnuðu ástarævintýri með
ábyrgðarlausum kvennabósa og
ekki til lengdar. Leikkonan fræga,
móðir hans, á frumkvæði að því
að hrópa niður þessa fáránlegu
leiksýningu, þar sem hún er ekki
„prímadonna". Læknirinn einn,
miðaldra maður, Evgéní Dom,
fellst ekki á að þetta brot úr leik-
verki sé með öllu ómerkilegt, hér
kunni merkilegur fískur að liggja
undir steini. En sú skoðun hans
fær engan hljómgrunn. Frumraun
unga skáldsins og ungu leikkon-
unnar fínna alls öngva náð fyrir
augum og eyrum annarra, sem
viðstaddir eru.
Það er eftir þetta eitthvert sinn,
sem Konstantin ungskáld skýtur
máfinn með haglabyssu og ber
hann dauðan í húsið og biður einn
heimamanna að stoppa hann upp
og láta hann sem stofuprýði
standa uppi á skáp. Þar með virð-
ist hann sjálfur deyða persónu-
gerving hugarflugs og andlegs
frelsis eigin sálar. Annars er þetta
margræður skáldskapur og verður
hver og einn að skilja svo sem
hann hefur efni til.
Lítum þá á hlut þátttakenda í
þessari eftirminnilegu sýningu.
Pétur Thorsteinsson fyrrverandi
sendiherra í Moskvu og víðar
þýddi verkið úr rússnesku. Þýð-
ingin virðist gersamlega galla-
laus, það er að segja, hún lætur
afar vel í eyrum.
Leikstjórinn, Eyvindur Erlends-
son, er þrautþjálfaður í fagi sínu,
auk þess sem hann lærði leik-
stjóm í landi skáldsins, R.ússl-
andi, og er skáld sjálfur, hann
hefur stýrt §ölda leikverka bæði
hér á landi og erlendis. Leikstjóm
Helena Káradóttir í hlutverki Nínu Mighailovnu ungu leikkonunn-
túlkun. Höfundurinn teflir henni
gegn „prímadonnunni" og gefur
henni afar mikla leikræna mögu-
leika. Það ei; aðdáunarvert hversu
langt Helena kemst í að nýta þá,
svo ung sem hún er.
Svipað tvístimi er ungskáldið
og frægðarinnar óskasonur, rit-
höfundurinn Boris Trigorin, sem
áreynslulítið hreppir allt, sem
metnaður hans krefst og hæfileik-
ar hans gera honum mögulegt,
það er jafnvel eins og hann upp-
skeri meira en hann sáir. Þessi
maður, Boris Trigorin, er leikinn
af Sigurgeiri H. Friðþjófssyni. Ég
man ekki til, að ég hafi fyrr séð
hann á leiksviði, en hann sómdi
sér þar vel og fór ágætlega með
hlutverkið.
Axel Magnússon leikur Evgéní
Dom, miðaldra lækni. Axel þekk-
ist ekki frá þrautþjálfuðum at-
vinnuleikurum, hann er nákvæm-
lega eins og hann á að vera, en
hlutverkið er ekki mjög stórt,
samt sem áður athyglisvert.
Þá vil ég nefna tvær kunnar
leikkonur, Ester Halldórsdóttur
og Sigríði Karlsdóttur. Þær leika
mæðgur, báðar vansælar mann-
eskjur á sveitasetri Péturs Sorin.
Ester leikur eiginkonu ráðs-
mannsins, Pálínu Sjamarevu, og
Sigríður leikur Maríu (Mösju)
dóttur ráðsmannshjónanna. Fegin
hefði Masja viljað eiga unga rit-
höfundinn, sem ekki þýðist hana.
Loksins refsar hún sjálfri sér og
kennara sínum, Símoni Símoní-
vitsj, með því að játast honum,
þessum dapurlega meinleysingja.
Báðar skila þær Ester og Sigríður
hlutverkum sínum eins vel og á
verður kosið, en hlutverkin virðast
fremur auðveld.
Af stærri hlutverkum er þá
aðeins eitt ótalið, Ilja Sjarmaév
ráðsmaður. Hann er hressilegur
náungi, húsbóndahollur og oft
bráðskemmtilegur í neyðarlegum
vandamálaatriðum, þar sem rek-
ast á þarfír búskaparins og kröfur
gestanna úr borginni. Bjarkar
Snorrason leikur ráðsmanninn af
mátulegri röggsemi.
Vinnumann, matreiðslumann
og þjónustustúlku leika Pétur H.
Valdimarsson, Valdimar I. Guð-
mundsson og Guðlaug E. Ólafs-
dóttir. Hlutverkin eru lítil og gefa
ekki ástæðu til sérstakrar um-
sagnar.
Auk leikaranna vinna a.m.k.
15 manns við uppfærslu og sýn-
ingar verksins. Leikið er í gamla
Iðnskólanum við Árveg. Leik-
myndina gerði leikstjórinn, Ey-
vindur Erlendsson, aðstoðarmað-
ur hans er Guðmunda Gunnars-
dóttir, ljósamaður Kristbjöm Ól-
afsson.
Ánægja frumsýningargesta
leyndi sér ekki.
hans á Mafinum er frábær en að
mínum dómi leiddi hann verkið
of hægt í síðara hluta 4. þáttar,
mér fannst ungskáldið vera of
lengi að eyðileggja handrit sín.
Þóra Grétarsdóttir er vafalaust
í hópi bestu leikara landsins og
fataðist auðvitað hvergi í hlut-
verki írínu, rosknu leikkonunnar,
sem haldin er alveg takmarka-
lausri sjálfselsku, krefst þess að
vera dýrkuð og dáð, er dómhörð
og daðurgjöm.
Unga skáldið misheppnaða,
Konstantín, er leikið af Davíð
Kristjánssyni. Þetta er afar van-
dasamt hlutverk og líklega er
Davíð nýliði í leiklistinni. Margt
gerði hann vafalaust vel, rödd
hans er skýr, en svipbreytingar
eru of hóflegar og blæbrigði radd-
arinnar voru að mínum dómi of
lítil, maðurinn er að beijast fyrir
lífí sínu, og týnir því raunar að
lokum.
Gylfi Þ. Gíslason leikur Pétur
gamla sveitaseturseiganda, bros-
lega persónu frá höfundarins
hendi. Pétur var einnig broslegur
í túlkun Gylfa og gervið nálgaðist
grfn. v/
Þá kemur að því hlutverki
Máfsins, sem líklega er vanda-
samast af þeim öllum, ungu stúlk-
unni Nínu Mighailovnu, sem leitar
ástarinnar, frægðarinnar og frels-
isins, en fínnur hvergi neitt nema
vonbrigðin. Mjög ung leikkona,
Helena Káradóttir, fer með hlut-
verkið. Með góðri samvisku er
hægt að gefa henni háa einkunn
fyrir leik sinn, þó að vissulega sé
hægt að hugsa sér áhrifameiri