Morgunblaðið - 01.11.1988, Side 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 1988
Alþj óðaráðsteftia:
Strangari reglur
gegn lyfjanotkun
meðal fþróttamanna
Borlange, Svíþjóð. Reuter.
SÉRFRÆÐINGAR á sviði læknavísinda komu i gær saman á ráð-
stefnu svonefnds lyQahóps íþróttaráðs Evrópu í Borlange í Svíþjóð
°g hyggjast þeir leita leiða til að kveða niður lyfjamisnotkun iþrótta-
manna sem nýög hefur verið til umræðu eftir Ólympiuleikana í
Seoul. Þá var kanadíska spretthlauparanum Ben Johnson vísað á
brott og honum gert að skila gullverðlaunum sinum er upp hafði
komist um ólöglega lyfjatöku hans.
Reuter
ísraelskir hermenn á jarðýtu ryðja burt tijám á þeim stað þar sem fiunm bensínsprengjum var kastað inn
i langferðabifreið á sunnudag. Ung móðir og þijú böm hennar týndu lífil í árásinni.
Gert er ráð fyrir að lyfjahópurinn
samþykki strangari reglur gegn
lyfjamisnotkun en áður hafa þekkst.
„íþróttir eru tákn alls þess sem
er gott og heiðarlegt í mannlegri
viðleitni. Lyfi'amisnotkun er and-
stæð þessum eiginleikum og því
verður að kveða hana í kútinn.
Þessa orrustu verðum við að vinna,"
sagði sir Arthur Gold, forseti ráð-
stefnunnar.
Sem stendur er aðeins leitað
skipulega að lyfjum í þvagi þeirra
Palestínumenn verða móður og þremur börnum að bana:
Tilræðið talið vatn á
myllu hægriflokkanna
Jerúsalem. Reuter.
ÞÚSUNDIR ísraela syrgðu í gær ísraelska konu og þijú böm
hennar, sem týndu lífi þegar bensínsprengju var kastað inn í lang-
ferðabifreið á Vesturbakkanum á sunnudagskvöld. Talsmenn
Verkamannaflokksins, sem samkvæmt skoðanakönnunum, sem
gerðar voru á sunnudag, nýtur álika mikils fylgis og Likudflokkur-
inn, sögðust óttast að slíkar árásir gætu leitt til þess að óákveðn-
ir kjósendur myndu flykkjast um Likudflokkinn í kosningunum í
dag. Likudflokkurinn hefur heitið þvi að bæla óeirðirnar á her-
numdu svæðunum niður.
Palestínumenn sátu um lang-
ferðabifreiðina skammt norðan við
bæinn Jericho á Vesturbakkanum,
neyddu bflstjórann til að hægja
ferðina og köstuðu fimm bensín-
sprengjum í bifreiðina. Eldur kom
upp í bifreiðinni og 26 ára gömul
móðir, Rachel Weiss, fórst ásamt
þremur bömum sínum, 10 mánaða
til 3 og hálfs árs gömlum. Eigin-
maður konunnar stökk út úr bif-
reiðinni og bauðst til að hjálpa
henni út en hún þáði það ekki,
sagðist vilja vemda bömin sín.
Fimm til viðbótar siösuðust i árás-
inni, þar af einn alvarlega.
Yitzhak Rabin, varnarmálaráð-
herra ísraels, skýrði frá því í gær
að ísraelski herinn hefði handtekið
tugi Palestínumanna í Jericho og
tveir hefðu þegar viðurkennt að
hafa tekið þátt í árásinni. Her-
menn eyðilögðu einnig þijú hús í
bænum, sem voru í eigu Palestínu-
manna sem gmnaðir em um aðild
að árásinni.
Þúsundir ísraela gengu frá
heimili foreldra Weiss til kirkju-
garðsins þar sem hún var jarð-
sett. Verkamannaflokkurinn af-
lýsti síðasta kosningafundi sínum
vegna árásarinnar.
Yitzhak Shamir, forsætisráð-
herra ísraels, hét því að Palestínu-
mönnum í grennd við Jericho yrði
hegnt fyrir árásina. Yitzhak Rabin
vamarmálaráðherra sagði í út-
varpi hersins að árásin á lang-
ferðabifreiðina gæfi ekki til kynna
að óeirðimar á hemumdu svæðun-
um hefðu tekið nýja stefnu, heldur
hefðu árásarmennimir beitt að-
ferðum sem oft hefðu sést áður á
svæðunum. Hægrisinnar hvöttu til
þess ■ að palestínskum
óeirðaseggjum yrði þegar í stað
vísað úr landi. „Við ásökum alla
þá í heiminum sem hafa stutt
Frelsissamtök Palestínumanna,"
sagði Geula Cohen, félagi í hægri-
sinnaða Tehiyaflokknum við útför
Weiss. „Hendur heimsbyggðarinn-
ar eru ekki hreinar af þeim blóðs-
úthellingum sem færði okkur hing-
að til að syrgja," bætti hann við.
Tíu ísraelar og 314 Palestínu-
menn hafa týnt lífí síðan óeirðim-
ar á hemumdu svæðunum hófust.
Framtíð hemumdu svæðanna og
intifada, uppreisn Palestínumanna
á hemumdu svæðunum, hafa verið
helstu kosningamálin. Likudflokk-
urinn, undir forystu Shamirs for-
sætisráðherra, er mótfallinn því
að ísraelski herinn yfirgefí hluta
hemumdu svæðanna til að hægt
verði að komast að samkomulagi
um frið en er hlynntur því að Pale-
stínumenn á svæðunum hljóti tak-
markaða sjálfstjóm. Verkamanna-
flokkurinn vill að boðað verði til
kosninga á hemumdu svæðunum
þar sem kosið verði um fulltrúa
íbúanna á alþjóðlega ráðsteftiu um
frið á Mið-Austurlöndum á vegum
Sameinuðu þjóðanna. Hann er
einnig hlynntur því að ísraelsher
yfirgefi hluta svæðanna til að
hægt verði að semja um frið.
Fréttaskýrendur telja að næsta
ömggt að árásin á sunnudag muni
auka fylgi hægriflokkanna. „Þetta
er besta gjöfin sem hægri öfga-
flokkamir geta fengið á kosninga-
deginum," sagði Amnon Rubin-
stein, fyrrum ráðherra. Leiðtogar
Likudflokksins hétu því á síðasta
kosningafundi flokksins á sunnu-
dag að endi yrði bundinn á upp-
reisn Palestínumanna bæri flokk-
urinn sigur úr býtum í kosningun-
um í dag.
íþróttamanna sem vinna til verð-
launa á stórmótum og geta menn
því óhræddir tekið lyf meðan þeir
stunda æfingar. Markmiðið með
ráðstefnunni er að ná samkomulagi
um reglur varðandi fyrirvaralausar
kannanir hvenær sem er. Tíu
íþróttamenn voru dæmdir úr leik á
Olympíuleikunum í Seoul. Um þá
sagði Sir Arthur:
„Aðeins þeir sem voru kærulaus-
ir og höfðu lélega ráðgjafa voru
teknir. Fjölmargir aðrir hættu að
nota ólögleg lyf nógu snemma fyrir
leikana til að ekki yrði hægt að
greina lyfin." Sennilegt er að gerð-
ar verði tillögur um samræmingu á
refsiákvæðum fyrir lyfjamisnotkun,
skipulegar kannanir I æfingabúðum
og markvissari samvinnu milli
lækna í aðildarríkjum íþróttaráðs-
ins sem 35 ríki eiga aðild að. Á
ráðstefnunni I Svíþjóð eru áheyrn-
arfulltrúar frá Afríkuríkjum, Ásíu
og Norður-Ameríku. „Hver veit
nema mál Bens Jghnsons hafi f
reynd verið hið mesta happ og verði
til þess að eitthvað verði nú gert í
málunum," sagði einn fulltrúanna
á ráðsteftiunni.
Coventry:
A
„Afengis-
laust svæði“
Coventry. Reuter.
í MIÐBORG Coventry á Englandi
hefúr verið komið á „áfengis-
lausu svæði“, sem felst í því, að
áfengisneysla utan dyra er bönn-
uð. Ef út af er brotið varðar það
rúmlega 8.000 kr. sekt.
Coventry er fyrsta breska borgin,
sem fær leyfí þingsins til að banna
áfengisneyslu undir berum himni.
Tekur bannið til 100 stræta í mið-
borginni og verður þar komið fyrir
skiltum með yfirstrikaðri bjórkollu.
Það, sem vakir fyrir borgarfeðrun-
um með banninu, er að koma f veg
fyrir uppivöðslusemi drukkinna
unglinga.
Bandaríkin:
Reuter
Tilræðismaður fyrir rétt
Kartal Demirag, sem reyndi að ráða forsætisráðherra Tyrk-
lands, Turgut Ozal, af dögum á flokksþingi 18. júni, kom i gær
fyrir rétt i Ankara, höfiiðborg Tyrklands. Tilræðismaðurinn á
20 ára fangelsisdóm yfir höfði sér.
Dukakis sækir í sig veðrið
Washington. Reuter.
MICHAEL Dukakis, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins i
Bandaríkjunum, virðist hafa bætt stöðu sína nokkuð undanfama
daga. Skoðanakannanir sýna að visu að George Bush, frambjóðandi
repúblikana, hefiir mikla yfirburði yfir keppinaut sinn og er munur-
inn á bilinu 7 til 10 af hundraði á landsvísu. Hins vegar hefúr dreg-
ið saman með frambjóðendunum í Qölmennustu rikjunum sem hafa
flesta kjörmenn og einnig hefúr borið mun meira á Dukakis en Bush
í Qölmiðlum.
Það vakti mikla athygli er Duk-
akis sagðist í sjónvarpsviðtali í gær
fylgja fijálslyndisstefnu „f anda
þeirra Franklins Roosevelts, Harrys
Trumans og Johns Kennedys."
Hugtakið fijálslyndur (liberal) hef-
ur á síðari árum oft verið notað um
vinstrisinna í Bandaríkjunum en
Dukakis sagðist ekki ætla að leyfa
repúblikönum að misnota það.
Repúblikanar hafa mjög hamrað á
því að Dukakis sé vinstrisinnaður,
vilji hækka skatta og draga úr vam-
arbúnaði landsins. Dukakis sagðist
vera íhaldssamur hvað snerti ríkis-
fjármál og sakaði repúblikana um
ábyrgðarleysi í þeim efnum. Eitt
af mestu vandamálum bandarískra
stjómmála er gífurlegur fjárlaga-
halli sem farið hefur ört vaxandi á
stjómarárum Reagan-stjómarinn-
ar.
Dukakis sagði að Reaganstjómin
hefði látið undir höfuð leggjast að
ákveða hvort Midgetman-kjama-
flaugar eða MX-flaugar yrðu stofn-
inn í langdrægum kjamorkuvopna-
búnaði landsins. Bush hefur svarað
því til að Dukakis hafí verið andvíg-
ur öllum nýjum vopnum og stutt
þá stefnu að „frysta" tölu kjama-
vopna sem hefði komið í veg fyrir
alla þróun á þessu sviði.
George Bush hafði ráðgert að
taka sér hvíld á sunnudag en þess
í stað brá hann sér skyndilega til
PennSylvaníu, sem er eitt af §öl-
mennustu ríkjunum, og ræddi þar
við kjósendur. Dukakis hefur hvatt
Bush til að mæta sér í sjónvarpsein-
vígi rétt fyrir kjördag sem er 8.
nóvember. Bush hefur neitað og
sagt kjósendur hafa fengið nóg af
slíku; frambjóðendurnir hafa þegar
mæst í tveim slíkum einvígjum.
Allmörg dagblöð hafa þegar tek-
ið afstöðu til frambjóðendanna.
Stórblaðið New York Times styður
Dukakis og segir aðalástæðuna
vera stefnu hans í ríkisíjármálum
en þar verði næsti forseti að lyfta
Grettistaki. Vaxandi ijárlagahalla i
tíð Reaganstjómarinnar muni síðar
verða lýst sem „ægilegri synd ...
og hrikalegu ábyrgðarleysi.“ Detro-
it News styður hins vegar Bush og
segir nauðsynlegt að stefnu Reag-
ans forseta verði fylgt áfram. Hins
vegar segir blaðið Bush hafa gert
mistök er hann valdi Dan Quayle
sem varaforsetaefni sitt.