Morgunblaðið - 01.11.1988, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ, VIDSKIPn/AIVINNUIÍr ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 1988
33
Noregur
Erfítt endurreisnarstarfeftir
mestu bankakreppu í 60 ár
ÁSTANDIÐ í norskum banka-
málum er nú með þeim hætti, að
ætla mætti, að kerfið allt væri
að hrynja til grunna. Ekki síðan
í kreppunni miklu fyrir 60 árum
hafa bankarnir gengið í gegnum
annað eins erfiðleikatímabil.
í síðasta mánuði neyddust norski
seðlabankinn og tryggingasjóður
viðskiptabankanna til að grípa til
aðgerða vegna gjaldþrots Sunn-
mörsbankans, sem er meðalstór
banki í Noregi, og var þar aðeins
um að ræða síðasta áfallið af mörg-
um. Hófst þessi raunasaga á síðasta
ári en þá töpuðu bankamir miklu
fé á lánastarfsemi og verðbréfavið-
skiptum.
Tapa 41 milljarði á árinu
Það sýnir best hve ástandið er
alvarlegt, að yfirvöld banka-, verð-
bréfa-, trygginga- og gjaldeyris-
mála spáðu því nú fyrir skömmu,
að norska bankakerfið í heild myndi
tapa 5,95 milljörðum norskra
króna, rúmlega 41 milljarði Isl. kr.,
á þessu ári. Er það næstum helm-
ingi meira tap en í fyrra þegar það
var 3,1 milljarður nkr. eða rúmlega
21,7 milljarðar ísl. kr.
Talsmenn norska seðlabankans
segja, að Sunnmörsbankinn sé ein-
angrað fyrirbæri en það stangast á
við fyrri yfirlýsingar, sem að vísu
voru dregnar til baka, um að erfið-
leikarnir steðjuðu að bankakerfinu
öllu og mætti því búast við fleiri
gjaldþrotum.
Alþjóðlegar stofnanir, sem vega
og meta lánstraust einstakra ríkja,
fögnuðu afskiptum norska seðla-
bankans af málefnum Sunnmörs-
bankans en annars hefur það álit,
sem Norðmenn hafa notið á al-
þjóðlegum Qármagnsmarkaði, held-
ur minnkað síðan ríkisstjómin
ákvað í fyrra að standa ekki við
fjármálalegar skuldbindingar
Kongsberg-vopnaverksmiðjanna en
þær eru ríkisfyrirtæki. Raunar hef-
ur lánstraustið verið á viðkvæmu
stigi síðan 1986 þegar olíuverðið
hrundi með alvarlegum afleiðingum
fýrir allt efnahagslífíð.
Afleiðingar olíuverðslækkunar-
innar hrísluðust um allt bankakerf-
ið, sem hafði lánað mikið til olíuiðn-
aðarins, og síðan bætti hrunið á
verðbréfamarkaðnum gráu ofan á
svart á sama tíma og bankamir
höfðu verið að stórauka verðbréfa-
eign sína. Den norske Creditbank,
DnC, fór verst út úr þessum svipt-
ingum en síðan hefur verið gripið
til róttækrar endurskipulagningar
þar á bæ og miklar breytingar gerð-
ar á allri yfirstjórninni. <
Sprengdu sig á
samkeppninni
Snemma á þessum áratug var
bankastarfsemin í Noregi gerð
frjálslegri og varð það meðal ann-
ars til að stórauka samkeppnina
milli þeirra og ýta undir mikla út-
lánaþenslu. Vegna skorts á innra
eftirliti freistuðust þá margir bank-
ar til að lána meira en góðu hófi
gegndi. Þær aðhaldsaðgerðir, sem
ríkisstjórnin hefur nú gripið til í
efnahagsmálum, hafa komið illa
niður á bönkunum og valdið því,
að margir hafa orðið gjaldþrota.
Rekstrarkostnaður norskra
banka er mikill og þótt talsmenn
neytenda mótmæli hástöfum er
búist við, að þeir reyni að bæta sér
hann upp með því að hækka þjón-
ustugjöldin. Þá er verið að vinna
að því að fækka starfsfólki veru-
lega, jafnt í viðskiptabönkunum
sem sparisjóðunum.
Kristian Rambjör, nýr yfirmaður
DnC, hófst handa við „hreingern-
inguna" í ágúst síðastliðnum. Er
hann oft kallaður „Rambo" manna
á meðal og ekki að ófyrirsynju því
að hann hefur orð sér fyrir að láta
hendur standa fram úr ermum. Frá
1982 til 1985 hafði hann forystu
fyrir endurskipulagningu Aker
Norcem, einnar stærstu iðnaðar-
samsteypu í Noregi, en það, sem
hann ætlar að gera í málefnum
DnC, er þetta:
Losa bankann við eignir, sem
ekki gefa af sér nægan arð. Það
SAMNINGAR hafa verið gerðir
við Stomo fyrirtækið um af-
hendingu nýs bílsímakerfis tii
reynslu. Pjögur af Norðurlöndun-
um, Danmörk, Finnland, Noregur
og Sviþjóð hafa náð forskoti i
samkeppninni sem rikir í Evrópu
um uppbyggingu á sameiginlegu
bilsimakerfi næsta áratuginn.
Yfirmenn símamála í löndunum
§órum hafa nýlega skrifað undir
samning við stærsta bílsíma fyrir-
tæki Danmerkur, Stomo. Samning-
urinn er talinn hljóða upp á um 100
milljónir ísl. króna.
Bílsímakerfíð nýja er til reynslu
og nefnist GSM kerfíð. GSM, sem
er skamstöfun fyrir Groupe Speciale
Mobile, gérir notandanum kleift að
nota bílsíma sinn í öllum 17 Evrópul-
öndum áem eru aðilar að CEPT,
Póst og í Símamálastofnun Evrópu.
Reiknað er með því að í nánustu
framtíð ryðji GSM kerfið öðrum
burt og þar á meðal NMT 900 kerf-
inu norræna sem er útbreiddasta
bílsímakerfi í Evrópu.
Löndin fjögur ætla að vinna
markvisst að framgangi málsins, en
kerfið nýja byggir að sjálfsögðu á
nýjustu tölvutækni, sem gömlu kerf-
in gera ekki.
Ekki er vitað enn hvort sam-
þýðir í raun, að uppfylla skuli kröf-
ur ríkisvaldsins um hlutfallið milli
höfuðstóls og skuldbindinga bank-
ans. Það er nú 6,5% og verður síðar
að vera í samræmi við tilmæli
Cook-nefndarinnar fyrir árið 1992.
Lögð verður meiri áhersla á að
greina sundur starfsemi bankans
eftir viðskiptasviðum til að auka
samkeppnisgetuna. Það á aftur að
auka hagkvæmni og sparnað og er
búist við, að starfsmönnum verði
fækkað um 1.200.
Lánveitingum bankans verður
dreift meira en verið hefur til að
minnka áhættuna.
Á síðasta ári tapaði DnC rúmlega
sjö milljörðum ísl. kr. og horfur eru
á, að tapið verði heldur meira í ár.
Bankinn er þó ekki einn á báti í
þessum efnum því að búist er við,
að tveir aðrir stórir viðskiptabank-
ar, Christiania og Bergen Bank,
tapi einnig verulega. Það er hins
vegar ekki auðvelt að verða sér úti
um nýtt íjármagn með hlutafjárút-
boði eins og ástandið er nú á norska
verðbréfamarkaðnum. Það mátti
Bergen Bank reyna á dögunum
þegar hann varð að hætta við hlut-
aíjárútboð upp á rúma tvo milljarða
ísl. kr.
Erfiður tími framundan
Hvað sparisjóðina varðar er búist
við, að tekjur þeirra aukist nokkuð
á þessu ári en þegar tekið hefur
verið tillit til afskrifaðra lána er
áætlað, að heildartapið verði á 14.
milljarð ísl. kr. Á síðasta ári var
það nokkuð á þann áttunda. Talið
er víst, að tap verði á rekstri allra
fimm stærstu sparisjóðanna.
Norsku bankarnir eiga mikið og
strangt endurreisnarstárf fyrir
höndum og það mun ekki létta þeim
róðurinn hve Qármagnsaukningin
er erfið. Hætt er því við, að sumum
þeirra reynist torsótt að uppfylla
kröfur um höfuðstólshlutfallið.
Efnahagsráðstafanir ríkisstjómar-
innar og auknir skattar á hátekjur
munu einnig bitna á bönkunum og
aukið aðhald bankanna sjálfra að
útlánum getur valdið efnahagslegri
stöðnun.
Allt leggst þetta á eitt og gerir
bönkunum erfíðara fyrir að búa sig
undir það örlagaríka ár 1992 þegar
innri markaður Evrópubandalags-
ins verður að veruleika með marg-
víslegum afleiðingum fyrir efna-
hagslífið, ekki síst í landi, sem enn
stendur utan bandalagsins.
Norðurlönd ná for-
skoti íkapphlaupinu
um bílsíma kerti
Kaupmannahöfn. Frá Grimi Friðgeirssyni fréttaritara Morgunblaðsins.
keppnin verði svo ýkja mikil, en vit-
að er til þess að Bretar hafi áform
í svipaða átt I bílsímamálum og
Norðurlöndin fjögur. Sameiginlegur
fundur aðildarþjóðanna 17 í CEPT,
sem haldinn var í Kaupmannahöfn
nýlega leiddi í ljós, að flestar þjóð-
imar treysta algjörlega á framleið-
endur og láta þá sjá um þróun mála.
Norræna reynslukerfíð á fyrst og
fremst að leiða í ljós hvort GSM
kerfið uppfylli þær kröfur sem gerð-
ar eru við raunverulega notkun.
Kerfið verður sett upp 1. feb. 1989
í Ósló og nágrenni, en landslag þar
er kreíjandi fyrir fjarskipti og ætti
því að reyna á kerfið. Hluti kerfisins
verður settur upp í Kaupmannahöfn
þar sem ákveðnir hlutir verða reynd-
ir.
í Vestur-Evrópu eru 1,2 milljónir
bílsíma í notkun og þar af 523.000
á Norðurlöndum. Af þessum tölum
sést að fjöldi bílsíma á hverja 1000
íbúa á Norðurlöndum er talsvert
meiri en í öðrum Evrópulöndum.
Nýjustu tölur sýna að flestir eða
33 af 1000 íbúum hafa bílasíma í
Noregi. ísland er þar rétt á eftir í
öðru sæti, en Danmörk er t.d. með
17 af 1000. í Bretlandi 7 af 1000,
Þýskaland og Frakkland hafa aðeins
1 bílsíma á hverja 1000 íbúa.
MODEL MYND
ertískusýningarskóli þar sem börn og unglingar laera:
Flokkaskipting:
4-6 ára
7-9 ára
10-12 ára
13-14 ára
15-20 ára
IMYND
HVERFISGATA 46 SÍMI621088 I
Framkomu
Hreinlæti
Fataval
Göngu
Tjáningu
Vinna bug á feimni
Að skilja feimni
Aukið sjálfstraust
og fleira og fleira.
Stig 1. Byrjendur, sett upp sýning, tekið próf.
Stig 2. Þyngra stig, snyrtisérfræðingur og hárgreiðslu-
meistari.
Stig 3. Lokastig, tískuljósmyndari vinnur með módelunum.
Allir fara í myndbandsupptöku fyrir auglýsingar.
Ný námskeið að byrja.
Innritun alla daga í síma 657070 kl. 10-16.
Þeir, sem eru að fara á 2. eða 3. stig, tilkynni sig strax.
Síðast komust færri að en vildu.
Afhending skírteina laugardaginn 5. nóv. kl. 13-16
á Hverfisgötu 46, Rvík.
Stjómunarfélag íslands
Ánanaustum 15 • Sími: 6210 66
/II rfi t r t
62&
Upplagt tækifæri til að
bæta viðhorf, afköst og
hagnað í fyrirtækinu
Á tveimur hressandi dögum munt þú sjá hvernig starfs-
fólk getur náð betri érangri í samskiptum sínum innan
fyrirtækis og utan, hvernig það verður fljótara að aölag-
ast breytingum og bæta þjónustu. Þátttakendum er bent
á leiðir til þróunar persónuleika síns, sem væntanlega
heldur svo áfranrv, löngu eftir lok námskeiðsins. Markmið
námskeiðsins er að þátttakendur verði hæfarí til að tak-
ast á við flókin verkefni og veiti sem besta þjónustu.
Áhrif á þátttakendur:
• Þú sérð betur þlnar sterku og veiku hliðar.
• Þú sérð betur samhengi lífsviðhorfs og árangurs.
• Þú skilur betur mikilvægi raunverulegrar athygli.
• Þú lærir að setja þér markmið í starfi og einkalífi.
Ávinningur fyrirtækis:
• Þjónusta fyrirtækisins batnar.
• Samstarf innan fyrirtækis eykst.
• Mikilvægi tímaþáttarins skilst betur.
• Starfsmenn verða tillitssamari og þolinmóðari.
Öðruvísi námskeið -
öðruvísi aðferð
Leiðbeinandi:
Haukur Haraldsson, sölu- og markaösráðgjafi.
Tími og staður: 7.-8. nóvember
kl. 8.30-17.30 í Ánanaustum 15.
Athugið!
VR og starfsmenntunarsjóður BSRB styrkja félagsmenn
| sína til þátttöku í námskeiðum SFÍ.