Morgunblaðið - 01.11.1988, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 01.11.1988, Qupperneq 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 1988 Yaldið fært úr ráðu- neyti út til skólanna - sagði menntamálaráðherra á fimdi með skólamönnum á Akureyri SVAVAR Gestsson menntamálaráðherra og Gerður Óskarsdóttir ráðu- nautur í skóla- og uppeldismálum héldu fund með skólamönnum á Akureyri á Hótel KEA síðastliðinn sunnudag. Fjölmenni var á fundin- um, skólastjórnendur, kennarar, nemendur, fulltrúar foreldrafélaga og annað áhugafólk um menntamál, viða af Norðurlandi. Fjöldi fundar- manna lýsti áhyggjum vegna margra brotalama í fræðslukerfinu og spurðist fyrir um breytingar og bætur á því og stefiiu nýrrar ríkis- stjórnar í menntamálum. Meðal annars sem fram kom á fúndinum var að styrkur til framhaldsskólanema sem sækja skóla fjarri heima- slóðum, svokallaður dreifbýlisstyrkur, verður nú hækkaður í fyrsta sinn síðan 1982. Ráðherra sagði að hækkunin væri langt frá því að ná raungildi, en áfangi á þeirri leið. Morgunblaðið/Rúnar Þór Svavar Gestsson menntamálaráðherra og Gerður Óskarsdóttir ráðu- nautur í skóla- og uppeldismálum héldu fúnd með skólamönnum á Akureyri um helgina. Ráðherra tók til máls í upphafi fundar og kvað þessa norðurferð sína upphaf fundaherferðar í því skyni að ráðuneytið leitaði nú út á akurinn, leitaði til skólanna þar sem sjálft skólastarfið færi fram og til fræðsluskrifstofanna úti í héruðun- um til samstarfs um stefnu og starf að skólamálum. ! Gerður Oskarsdóttir flutti því næst yfirlitsræðu um nokkur helstu viðfangsefni sem fyrir lægju í menntamálum. I fyrsta lagi væru það stóru málin þijú: Einsetinn skóli, kennaraskortur og þróunar- starf í skólum. Mjög brýnt væri að koma því á að skólar yrðu einsetnir. Því fylgdi að auka yrði húsnæði skólanna og aðstöðu alla að mun, jafnvel þótt fyrirsjáanlegt væri að fækkaði talsvert í árgöngum næstu ^árin. Kvað hún hafa verið gerðar ricostnaðaráætlanir um þetta og sam- kvæmt því mundi kosta um tvo millj- arða króna að einsetja grunnskól- ana. Nauðsynlegt væri að skipu- leggja þetta og vinna á ákveðnum árafjölda. Varðandi kennaraskortinn sagði Gerður að ekki væri nóg að fjölga kennurum til að bæta upp núverandi kennaraskort heldur myndu breyt- ingar á skólafyrirkomulagi krefjast þess að kennurum stórfjölgaði. Því væri nauðsynlegt að gera kennara- starfið eftirsóknarvert. Núna væru útskrifaðir um það bil 100 kennarar á ári en þyrftu að vera að minnsta kosti þrisvar sú tala. í þessu sam- Kaupþing Norðurlands hf.; Fundurmeð Þorvaldi Gylfasyni Kaupþing Norðurlands hf. gengst fyrir fúndi í dag með Þorvaldi Gylfasyni. Fundurinn hefst kl. 16.00 i Alþýðuhúsinu, fjórðu hæð. Þorvaldur ætlaði að koma norður fyrr, en vegna veðurs, varð að afboða fúndinn. Hann mun i dag ræða þá stöðu, sem íslenskt þjóð- arbú er í dag, hver séu vandamál- inn sem við er að etja og hvaða leiðir séu vænlegar til árangurs. Þorvaldur hefur víðtæka þekk-- ingu og reynslu á sviði þjóðhagfræði og hefur ákveðnar skoðanir um stjómun efnahagsmála. Hann hefur haldið fyrirlestra og skrifað fjölda greina um það efni í blöð og tíma- rit, innlend sem erlend, segir í frétta- tilkynningu. Þorvaldur lauk BA Ec- on-prófí í hagfræði frá University of Manchester í Englandi árið 1973 og varði doktorsritgerð í þjóðhag- fræði þremur árum síðar við Prin- ceton University í Bandaríkjunum. Hann starfaði sem hagfræðingur hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum í Was- hington DC á árunum 1976-1981. Fúndurinn er öllum opinn, sem áhuga hafa á efninu. bandi mætti hugsa sér að breyta Kennaraháskólanum þannig að hann starfaði að hluta til í Reykjavík og að hluta víðs vegar um landið. Nám- ið gæti til dæmis verið í samvinnu Kennaraháskólans og fræðsluskrif- stofanna. Um þróunarstarfíð í skólum sagði Gerður að Þróunarsjóðurinn fengi nú loks fé, en mikilvægt væri að tengja saman skólaþróunina og end- urmenntun kennara. Gerður fjallaði einnig um einstök skólastig. Hún benti á nauðsyn þess að sett yrði rammalöggjöf um for- skóianámið, ganga þyrfti frá endur- skoðun grunnskólalaga og aðal- námsskrár fyrir grunnskóla, meðal annars til að breyta þar tóni og SVIPTINGAR hafa verið f kring- um frystihús Kaldbaks hf. á Grenivík undanfarnar vikur og mánuði. Fjárhagsstaða fyrirtæk- isins hefúr verið erfið og fram- kvæmdastjóra þess, Knúti Karls- syni, hefiir verið sagt upp störf- um. Nýlega var Núpur ÞH 3, 180 tonna stálskip fyrirtækisins, seld- ur til EskiQarðar og lftil vinna hefúr verið í frystihúsinu þar til f síðustu viku vegna hráefniss- korts. Morgunblaðið ræddi við stjórnarformann fyrirtækisins, Jóhann Ingólfsson, um stöðu þess og framtfðaráform. Sviptingar innan stjórnar Jóhann sagði að samstarfsörðug- leikar innan stjórnar Kaldbaks hf. hefðu varað talsvert lengi. Þeir hefðu ágerst með tímanum. Er hann var að því spurður hvers vegna heimabátar hefðu þurft að leita ann- að til þess að fá viðunandi verð fyr- ir afla sinn og hvers vegna 200 tonn- um af físki hafi verið landað beint á bíl og selt annað, sagði hann: „Ég held að það hafí verið hluti af þessum samstarfsörðugleikum; að það hafi kannski ekki borið mik- ið á milli í verði, heldur hafí sam- skiptin verið orðin erfið. Stjómin ræddi þessi mál, en þótti slæmt að taka fram fyrir hendur á þáverandi framkvæmdastjóra. Ennfremur er það alltaf matsatriði hveiju sinni hvað hægt er að greiða hátt fisk- verð. Það var vissulega blóðugt að horfa á eftir hráefni í burtu og það var ekki í þeim anda sem uppi var er frystihúsið var sett á fót.“ í desember sl. var haldinn aðal- fundur Kaldbaks hf. og var Jóhann þá kosinn stjómarformaður, en úr stjóminni fór Þorsteinn Jóhannes- son. I stjórn Kaldbaks hf. eru nú, auk Jóhanns, Knútur Karlsson, Ög- mundur Knútsson og Jakob Þórðar- son. Knútur Karlsson og hans fjöl- áherslum svo ljóst yrði að í skóla ætti að fara fram skapandi starf og þar ríkti samvinna og lýðræði. Skóli ætti að vera fyrir alla. Lögum um framhaldsskóla yrði að breyta að sama skapi, auk þess sem þar þyrfti að kveða á um sjálfsstjóm og fag- lega stjómun. Um háskólastigið sagði hún brýnt að auka sjálfstæði þess og efla framhaldsnám í háskól- um, en það ásamt fullorðinsfræðslu og endurmenntun væru þættir, sem myndu vaxa mjög í framtíðinni sam- kvæmt öllum spám. Fundarmenn vöktu máls á mörg- um vandamálum, sem við væri að glíma í skólum nú. Meðal annars má nefna skólaskyldu á forskólastigi og mismunandi kjör, sem búa verður við í dreifbýli og þéttbýli. Bent var á misrétti, sem í því fælist að ráðu- neytið miðaði aðgerðir sínar um of við Reykjavíkursvæðið. Rætt var um kennaraskort og samskiptaörðug- leika skólamanna á landsbyggðinni við ráðuneytið í Reykjavík, sem svar- aði ekki bréfum nema endrum og sinnum. Fjallað var um erlenda tungumálakennslu í grunnskólum, rannsóknir og skýrslur um skóla- starf þar sem kennurum bærust helst tíðindi um að þeir væru ómögu- skylda áttu 35% í fyrirtækinu, Grýtubakkahreppur 6-7% og ýmsir aðilar áttu minni hluta. Knútur hef- ur selt Kaldbaki sinn hlut og verður öðrum hluthöfum boðinn forkaups- réttur innan skamms. Morgunblaðið hefur eftir áreiðanlegum heimildum að tap Kaldbaks hf. hafi aukist um 30 milljónir króna frá síðustu ára- mótum, en ekki vildi Jóhann tjá sig um það mál nú. Samstarfsslit Jóhann Ingólfsson var inntur eftir því hvað hafi orðið til þess að Knúti Karlssyni var sagt upp störfum: „Samstarfserfiðleikamir mögnuð- ust smátt og smátt. Undir lokin voru framkvæmdastjóri og meirihluti stjómar ósammála um ýmsa hluti þannig að leiðir urðu að skilja." Jó- hann sagði að stjórnin hefði ekki vitað almennt um stöðu frystihússins og því miður mætti eflaust segja slíkt hið sama um stjómir ýmissa annarra fyrirtækja. Stjómarmenn legir og síðan væri ekkert gert með málin frekar. Þá var og fjallað um sérkennslu og nýja rannsókn á þeim málum sem bendir til að sérkennsla við núverandi aðstæður nýtist ekki nema að hluta vegna þess að kenn- ara skorti menntun til að geta sinnt henni. Menntamálaráðherra ítrc'iaði í lokin þá skoðun að koma þyrfti stjómun og ákvarðanatöku um skólamál sem mest út til skólanna sjálfra. Menntamálaráðuneytið væri að sínu viti alltof mikil afgreiðslu- stofnun og þar væri verið að fást við mál sem miklu betur yrðu leyst í héraði. Hann ræddi um nauðsyn þess að til væri skólamálaáætlun til 5 eða 10 ára ekki síður en til dæm- is vegaáætlun. Þetta væri grundvall- amauðsyn til að hægt yrði að taka ákvarðanir af skynsamlegu viti um hlytu að þurfa að fá að fylgjast mun betur með til að vera í forsvari fyrir- tækja. Stjómarformaðurinn var að því spurður hvort hann teldi frysti- húsið hafa verið vitlaust rekið í gegnum árin. Einnig um hvort ekki hefði verið hægt að borga hærra verð fyrir fískinn svo heimabátar lönduðu afla sínum í heimahöfn. Þar með hefði hráefni verið nægilegt fyrir húsið og atvinna næg handa fólki. „Það eru nú skiptar skoðanir á því hvað hægt er að borga fyrir hráefnið, en við álítum að það eigi að reyna til þrautar. Það er ljóst að hægt er að semja við þessa útgerða- raðila hér um að fá físk því ef menn eru ekki samkeppnisfærir um fis- kverð, þá segir það sig sjálft að við fáum engan físk.“ Núpur erfíður Stjómarformaðurinn sagði að Núpurinn hefði ávallt verið erfíður þessi mál. Það væri ekki síst vegna skorts á skólamálaáætlun að skóla- rekstur hefði gengið illa í ýmsum héruðum undanfarið. Til þyrfti að vera skólakerfi og skólastefna sem gæti varið sig sjálft gegn geðþótta- ákvörðunum þeirra sem veldust til að stjóma hveiju sinni. Með ákveð- inni skólastefnu yrði til dæmis auð- veldara en ella að afla fjár til skóla og skólaþróunar. Ráðherra lauk máli sínu á því að benda á nauðsyn þess að breyta við- horfum til menntunar. Það yrði að vera öllum ljóst að skóli væri lífskjör. Skóli væri fyrst og fremst undirbún- ingur framtíðarþjóðfélagsins. Þess vegna væri menntun og skólastarf sannarlega undirstöðuatvinnugrein. Þess vegna þyrfti að koma á íslenskri skólastefnu sem við gætum öll verið stolt af. í útgerð. Skipið aflaði ekki nægilegs hráefnis og væri mjög einhæft til útgerðar. „Þó svo að erfitt hafi ver- ið að gera skipið út, þá lagði það hér upp hráefni á heppilegum tímum. Frystihúsið verður náttúru- lega ekki rekið nema á hráefni þann- ig að það má ef til vill alltaf deila um það hvort rétt hafí verið að kaupa þetta skip eða eitthvað annað. En allavega stóðum við orðið frammi fyrir því að skipið var of dýrt miðað við þann 650 tonna kvóta, sem það hafði. Nú er ljóst að við höfum hrá- efni fram yfír áramót frá heimabát- um þannig að næg atvinna ætti að verða og við greiðum fyrir hráefnið á svipuðum grunni og aðrir." Ekki vildi Jóhann þó láta hafa eftir sér neitt fískverð. Samkvæmt heimild- um Morgunblaðsins er verið að kanna möguleika á kaupum á 70 tonna báti, Sjöfn ÞH frá Grenivík. Um það sagði Jóhann: „Það liggur ekkert fyrir um kaup á Sjöfn. Ef hún yrði hinsvegar sett á söluskrá, myndum við skoða það mál.“ Framtíð Kaldbaks Jóhann lítur björtum augum á framtíð Kaldbaks og Grenivíkur, en verður hann næsti framkvæmda- stjóri Kaldbaks hf. eða verður hann áfram bóndi á Lómatjörn? „Við erum að leita að manni. Það er oft happa- sælla að leita heldur en að auglýsa, en ef þú getur bent okkur á ein- hvem, þá grípum við hann fegins hendi. Ég ætla ekki að verða fram- kvæmdastjóri. Ég tók við stöðunni í neyð og það tímabundið. Nýr verk- stjóri var ráðinn í haust og við erum að endurskipuleggja reksturinn þessa dagana. Staða Kaldbaks hf. ætti að lagast við sölu Núps, en söluverð hans nam 87 millj. kr. Nú leitum við að öðrum heppilegri bát og verðum við að reyna að finna hann fyrir febrúarlok," sagði Jóhann Ingólfsson að lokum. Vigdís Samstarfsörðug’leikarnir mögu- uðust og því urðu leiðir að skilja - segir Jóhann Ingólfsson stjórnarformaður Kaldbaks hf. á Grenivík Grenivík. Morgunblaðið/Vigdís Kjartansdóttir Frystihús Kaldbaks á Grenivík. A innfelldu myndinni er Jóhann Ingólfsson, stjórnar- formaður fyrirtækisins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.