Morgunblaðið - 01.11.1988, Side 38

Morgunblaðið - 01.11.1988, Side 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 1988 % Vandamál Israels verða ekki leyst með ofbeldi - segir Israel Gat, yfirmaður alþjóðatengsla ísraelska Verkamannaflokksins ÞINGKOSNINGARNAR í ísrael í dag eru hinar fyrstu síðan upp- reisn Palestínumanna, intifada, braust út á herteknu svæðunum. Uppreisnin hefur sett mark sitt á hið pólitíska landslag innan ísraels og gjörbreytt stöðu landsins á alþjóðavettvangi. Margir telja að vegna þessa sé nú mikill þrýstingur á bæði Israela og Palestinumenn að semja um framtíð herteknu svæðanna þar sem hinir fyrrnefiidu létu af hendi land fyrir varanlegan frið. Kosning- arnar nú skipta því miklu máli um framtíð ísraels, þar sem stærstu flokkarnir tveir, Verkamannaflokkurinn og Líkúd-banda- lagið, hafa ólíka stefiiu í málefiium herteknu svæðanna. Morgunbiaðið/HÓ Stríð eða friður? Tveir hermenn með vélbyssur tylla sér til að hlusta á hörpuleikara í Ben Yehuda-stræti í miðborg Vestur- Jerúsalem. Blaðamaður Morgunblaðsins var á ferð í Israel í sumar og tók þá viðtal við Israel Gat, yfirmann alþjóðatengsla Verkamannaflokksins. Þó að tveir mánuðir séu liðnir siðan viðtalið var tekið hefur ástand- ið ekki breyst það mikið að það sé ekki enn i fiillu gildi og fer það hér á eftir: — Israel hefur lengi verið „hetja“ hins vest- ræna heims í baráttu fyrir til- verurétti sínum og gegn hryðjuverkum. Nú hefur al- menningsálitið að stórum hluta snúist gegn ísrael. Eru ísraelar viðkvæmir fyrir áliti umheims- ins? „Já, við látum okkur það miklu skipta. Við vitum hins vegar ekki alveg hvernig við eigum að bregð- ast við. Við erum ósátt við ástand- ið á herteknu svæðunum, en á hinn bóginn vita flest okkar ekki hver besta lausnin á vandanum er. Allar þjóðir vilja vera virtar og vel liðnar og við erum engin undantekning. En við höfum verið ofdrekaðir í gegnum árin með þessu áliti umheimsins sem þú minntist á í spumingu þinni, þar sem alltaf var litið á okkur sem Davíð á móti Golíat. Kjami máls- ins hefur hins vegar ekki breyst, það hefur aðeins skapast sjón- skekkja. Nú lítur ástandið út þannig að átökin séu einungis á milli okkar og Palestínumanna, en ekki alls arabaheimsins. Við erum samt ennþá aðeins 3 V2 milljón manns á móti 150 milljón aröbum._ Það hefur ekki breyst.“ — Er ísrael sett undir aðra mælistiku en til dæmis ná- grannaríkin? „Það er að mörgu leyti rétt. Hussein Jórdaníukonungur lét drepa um 10.000 Palestínumenn á rúmri viku árið 1970 þegar þeir gerðu uppreisn gegn honum. Þá hafa þúsundir Palestínumanna vora drepnir af Sýrlendingum og bandamönnum þeirra í Líbanon. Hér í Israel er þjóðfélágið opnara og lýðræðislegra en annars staðar í þessum heimshluta og því era gerðir okkar ekki dæmdar á sama hátt. Fjölmiðlar hafa ekki verið fullkomlega sanngjarnir í okkar garð, en sannleikurinn er sá að við getum ekki kvartað vegna þessa. Ég er ekki viss um að sjón- varp geti verið fullkomlega sann- gjamt, því í eðli sínu verður það að leita að „drama“. Palestínu- mönnum hefur með intifada tekist að skapa „drama“ sem vekur at- hygli 5'ölmiðla og er þeim í hag.“ — Eru kosningarnar nú af- drifaríkar fyrir framtíð ísra- els? „Já, nú virðast vera möguleikar á að hefja viðræður um varanleg- an frið. Það skiptir því mjög miklu máli hver verður við stjómvölinn hér til að semja við Palestínumenn og arabaríkin. Við óttumst það mjög ef Líkúd-bandalagið verður við völd vilji enginn við þá ræða vegna stefnu þeirra í málefnum herteknu svæðanna og teljum því mjög mikilvægt að við í Verka- mannaflokknum verðum við völd.“ — Hver er stefiia Verkamanna- flokksins með tilliti til herteknu svæðanna og hvernig er hún öðruvísi en stefiia Líkúd- bandalagsins? „Við teljum enn að væri besta lausnin palestínskt/jórdanskt ríki sem væri samsett af Jórdaníu, stærsta hluta Vesturbakkans og Gaza-svæðinu. Við teljum þetta enn raunhæfa hugmynd þrátt fyr- ir ákvörðun Husseins að falla frá kröfum til Vesturbakkans. Herte- knu svæðin ein geta ekki staðið undir sér vegna þess hve lítil þau era og vegna flóttamannanna, bæði þeirra sem búa þar nú og hinna sem myndu koma. Stefna Líkúd-bandalagsins er að herteknu svæðin fái takmark-. aða sjálfsstjóm, en verði þegar til lengdar lætur hluti af ísrael. Við í Verkamannaflokknum eram andvíg þessarri stefnu. Við teljum að þessi svæði eigi ekki að vera hluti af ísrael að nokkrum kosti. Með stefnu sinni er það tryggt að Likud-bandalagið mun ekki geta fengið neinn til að semja við sig. Ástandið myndi því í raun ekkert breytast frá því sem nú er. Óbreytt ástand er ísrael ekki í hag, það er ekki gott fyrir Mið- austurlönd, það kemur engum til góða.“ — Friðsamleg lausn hlýtur að felast í viðræðum og samkomu- lagi við Palestínumenn. Sérðu slíkar viðræður við PLO eða aðra fiilltrúa Palestinumanna á næstunni? „Svarið við þessu veltur bæði á því hvort Verkamannaflokkur- inn verður við völd í ísrael og hvort Palestínumenn era reiðu- búnir að ganga að tveimur grund- vallarskilyrðum okkar fyrir við- ræðum: að þeir snúi baki við hryðjuverkum og viðurkenni til- verurétt Ísraelsríkis. Við eram reiðubúnir að tala við alla sem vilja ganga að þessu, einnig PLO. Við eram einnig tilbúnir að taka þátt í alþjóðlegri ráðstefnu." — Skoðanakannanir benda til að almenningsálitið hafi færst til hægri með intifada. Telurðu að svo sé? „Þetta er kannski rétt, en það er ekki stór sveifla. Við fmnum þetta ekki í skoðanakönnunum um fylgi flokka. Viðbrögð manna við uppreisninni era mismunandi. Margir harðlínumenn hugsa sem svo: „Ég hata arabana og vil að uppreisnin verði barin niður með hörku." Hins vegar eru aðrir svip- að þenkjandi sem segja: „Víst hata ég arabana, og vil því losna við að hafa afskipti af þeim með því að láta þá fá sjálfstætt ríki.“ Þessi sjónarmið era bæði neikvæð en skoðun síðari hópsins kemur Verkamannaflokkinum til góða. Það er mjög erfitt að segja í hvaða átt almenningsálitið mun fara.“ — Eru öfgastefiiur og kyn- þáttahatur á uppleið í Israel? „Já, það er því miður rétt. Það hefur þó ekki verið mikil hreyfing á milli herbúða hinna tveggja meginfylkinga í ísraelskum stjómmálum. Hreyfingin er frekar í átt frá hófsamri hægri stefnu til hægri öfga. Þróunin hefur líka verið sú að fólk hefur farið frá okkur yfir til róttækra vinstri flokka. Hér er þó ekki um stór- felldar breytingar að ræða, en það er ástæða til að hafa áhyggjur af þessarri þróun.“ — Samkvæmt fréttum fær maður það á tilfinninguna að samband gyðinga og araba í ísrael sjálfu hafi versnað upp á síðkastið? „Já, það er staðreynd. Samband gyðinga og araba í ísrael hefur verið gott, og er það enn að mestu leyti í dag. Nær eini munurinn á stöðu þessarra hópa er sá að ara- bar gegna ekki herþjónustu, enda vilja hvorki gyðingar né arabar slíkt. Þetta hefur þó ýmis óþæg- indi í för með sér fyrir arabana, til dæmis mega þeir ekki vinna í hergagnaiðnaðinum - sem er stór hluti af efnahagslífínu - og at- vinnuleysi er þar af leiðandi hærra meðal þeirra. En intifada hefur aukið á úlfúð á milli hópanna tveggja innan ísraels og þar bæt- ist við enn ein ástæðan til að leysa vanda hemumdu svæðanna. Það verður aðeins gert með friðar- samningum, hvorugur aðilinn get- ur knúið fram lausn með ofbeldi." — ísland hefur talið sig vin- veitt ísrael á alþj óðavettvangi. Hvað geta vinir Israels gert til að stuðla að friði og hvernig eiga þeir að bregðast við hinni vaxandi gagnrýni á hernámi Vesturbakkans og Gaza-svæð- isins og hörkulegum viðbrögð- um hersins gegpi uppreisn Pa- lestinumanna? „Þrýstingurinn á alþjóðavett- vangi er nú eingöngu á ísraela Það er ekki æskilegt því fólk hér ályktar sem svo: heimurinn er á móti okkur og því hlustum við ekki á heiminn. Fólk dregur sig inn í eigin skel og það hjálpar Líkúd. Það þarf líka að þrýsta á arabaríkin og PLO að viðurkenna ísraelsríki, hætta hryðjuverkum og hefja viðræður við okkur um frið. Það er hægt að gera margt í þessa átt, bæði á vettvangi Sam- einuðu þjóðanna og í tvíhliða sam- skiptum ríkja." — Hvað er mikill tími til stefhu til að leysa deilurnar á friðsam- legan hátt? „ísrael hefur verið til í 40 ár og enn búum við ekki við frið. Þess vegna gætum við haldið áfram í 40 ár í viðbót án þess að friður komist á. Við vonum hins vegar að eitthvað hafi gerst í arabaheiminum upp á síðkastið, þannig að augu sumra manna þar hafi opnast fyrir að það er ekki hægt að þurrka ísraelsríki út. Sadat gerði sér grein fyrir að það var ekki hægt að leysa málin með vopnavaldi og margir leiðtogar Palestínumanna og araba gera sér grein fyrir því sama. Þessir menn era hins vegar hræddir við að lýsa yfír slíkum sjónarmiðum vegna öfgamannanna sem krefjast fulln- aðarsigurs. Þegar ég tók þátt í stríðinu 1956 vonaði ég að það yrði síðasta stríðið og þegar sonur minn fór til Líbanon vonaði ég það hið sama. Ég er ekki allt of bjart- sýnn, en ég vona enn að friður sé innan seilingar." Viðtal: Hugi Ólafsson raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar Kópavogur - spilakvöld Spilakvöld sjélfstæðisfélaganna í Kópavogi verður haldið i Sjálfstæð- ishúsinu, Hamraborg 1, þriðjudaginn 1. nóv. kl. 21.00 stundvíslega. Ný 3ja kvölda keppni. Góð verðlaun. Mætum öll. Stiórnin. HFIMDALIUK F • U • S Er ríkisstjórnin búin að afsanna efnahagslögmálin? Ungt sjálfstæðisfólk í Reykjavík heldur op- inn umræðufund um aðgerðir og áform vinstri stjórnarinnar í efnahagsmálum mið- vikudagskvöldið 2. nóvember kl. 20.30. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Verslunarráðs og varaþingmaður hefur framsögu. Fundurinn verður haldinn í Neðri deildinni í Valhöll, Háaleitisbraut 1 (kjallara) og er öllum opinn. Stjórnin. Aðalfundur Sjálfstæðis félags Seltirninga Aðalfundur Sjálfstæðisfélags Seltirninga verður haldinn þriðjudaginn 1. nóvember 1988 kl. 20.30 i félagsheimili félagsins á Austurströnd 3. Dagskrá fundarins: Venjuleg aðalfundarstörf. Gestur fundarins verður Friörik Sophusson varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Félagsmenn eru hvattir til að mæta. : Viðtalstímar alþingismanna Sjálfstæðisflokksins Alþingismenn Sjálfstæðisflokks- ins efna til við- talstima f Valhöll, Háaleitisbraut 1, f nóvember. Allir velkomnir. Miðvikudaginn 2. nóvember kl. 10-12 eru til viðtals Ólafur G. Einarsson, þing- maður Reyknesinga og Egill Jónsson, þingmaður Austfirðinga. Viðtalstímar alþingismanna Sjálfstæðisflokksins Alþingismenn Sjálfstæðisflokksins efna til viðtalstíma í Valhöll, Háaleitisbraut 1, 1 nóvember. Allir velkomnir. Fimmtudaginn 3. nóvember kl. 10-12 verða til viðtals Kristinn Pétursson, þing- maöur Austfirðinga og Birgir Isleifur Gunn- arsson, þingmaður Reykvikinga. Fimmtudaginn 3. nóvember kl. 17-19 eru til viötals Friðjón Þórðarson, þingmaður Vesturlands og Salóme Þorkelsdóttir, þing- maöur Reyknesinga.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.