Morgunblaðið - 01.11.1988, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 01.11.1988, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 1988 531 Morgunblaðið/Pétur Hjálmsson Safnadarheimilid er í Þverholti 3 á efstu hæð í enda. Mosfellssókn: Saftiaðarheimil- ið tekið í notkun Mosfellsbœ. Safnaðarheimili Lágafells- sóknar í Mosfellsbæ var tekið formlega í notkun laugardaginn 22. október sl. Safhaðarheimilið er til húsa á efstu hæð Þverholts 3, Apótekshúsinu. Aðalsalur safnaðarheimilisins tekur 80 manns í sæti við borð, en þegar stærri fundir eru haldnir þarna rúmast ágætlega 120 manns í sætum, eins og vel kom í ljós við opnunarhátíðina. Auk aðalsalarins er þama skrifstofa prestsins, séra Birgis Ásgeirssonar, gott fundar- herbergi í tumstofu, góð aðstaða fyrir unglingastarf og fullkomið eldhús. Knútur Jeppesen arkitekt teikn- aði húsið og var hann fenginn til að hanna innréttingar safnaðar- heimilisins. Hefur það verk tekist vel. Salurinn er bjartur og hár til lofts. Tréverk er úr beyki sem setur skemmtilegan og bjartan svip á öll salarkynni. Formaður sóknamefndar, Bjöm Ástmundsson, flutti aðalræðuna á opnunarhátíðinni. Hann sagði m.a. „að kaupverð hæðarinnar, sem er 240 fermetrar, var 3,4 milljónir greitt út í hönd. í dag er byggingar- kostnaður kominn hátt í 17 milljón- ir auk þess sem laust innbú kostar um það bil 2,2 milljónir eins og það stendur í húsinu og er þó ýmislegt eftir. Að vísu stórar tölur, en hing- að erum við þó komin skuldlaus að mestu og ljóst er að á fyrstu mánuð- um nýs árs verður hér um algerlega skuldlausa eign safnaðarins að ræða“. Þá þakkaði hann sérstak- lega Finni Jóhannssyni bygginga- meistara og hans mönnum vel unn- in störf. Við opnunarhátíðina mættu um 100 manns, margar ræður voru fluttar og kirkjukór Lágafellssókn- ar söng nokkur lög undir stjórn organistans Guðmundar Ómars Óskarssonar. Þá lék Guðmundur Ómar einleik á nýjan flygil safnað- arheimilisins, aríu eftir Bach, og Guðrún Tómasdóttir söng einsöng. Fjöldi góðra gjafa barst safnað- arheimilinu. - Pétur ÁRVÍK AHMÚLI 1 -REYKJAVÍK - SlMI «87222 -TELEFAX 687296 nýtt e unic MULTI TÍMALIÐAR OG TAKTGJAFAR 0,6 SEC-60 MÍN 12-250V AC/DC Hagstætt verð vönduð vara = HÉÐINN = VÉLAVERSLUN, SÍMI 624260 SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA-LAGER fioma valmeline Laugavegi 59, 2. h„ sími: 1 52 50 Frá vígslu safiiaðarheimilis Lágafellssóknar, frá vinstri eru Jóna Sveinbjörnsdóttir, séra Birgir Ásgeirsson og formaður sóknarnefiid- ar, Björn Ástmundsson. Vaka, félag lýðræðissmnaðra stúdenta: Sinnaskipti ráðherra í lánamálum hörmuð VAKA, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, hefúr samþykkt álykt- un þar sem sinnaskipti Svavars Gestsson menntamálaráðherra í málefiium Lánasjóðs íslenskra námsmanna eru hörmuð. Einnig er skorað á ráðherrann að falla frá öllum fyrirætlunum um eins- hvers konar málamiðlanir f mál- efhum LÍN og einbeita sér frek- ar að þvi að uppfylla þær vonir sem lánþegar í LÍN hafi bundið við komu hans í menntamála- ráðuneytið. í ályktuninni er vitnað í ýmis ummæli Svavars Gestssonar áður en hann varð ráðherra, þar sem hann krafðist þess að felld yrði úr gildi svokölluð frysting námslána. „Þá lýsum við furðu okkar á því að Svavar Gestsson eyði nú tíma í „að athuga", og „kafa til botns" á þessum málum. Málið er fyrir okkur afar einfalt, og hið sama virtist eiga við um Svavar þegar hann stóð beinn í baki á Alþingi íslendinga og krafðist einfaldlega afnáms frystingar Sverris Her- mannssonar,“ segir síðan orðrétt í ályktuninni. NÁMSMENN ATHUGIÐ! Ný hraðvirk, létt og handhæg TA Tríumph-Adler skrif- stofuritvél á verði skólaritvélar. Umboðsmenn um land allt: Bókabúð Keflavíkur, Keflavfk, Bókabúð Olivers Steins Hafnarfirði, Bókabúðin Gríma, Garðabæ, Grifill, Reykjavík, Hans Arnason, Reykjavik, Jón Bjarnason, Akureyri Kaupf. V-Húnvetninga, Hvammstanga, Kaupf. A-Skaftf ’ Hornafirði, M.M. búðin, Selfossi, PC tölvan, Akranesi’ Penninn, Reykjavík, Rás s.f., Þorlákshöfn, Stuðull s f' Sauðárkróki, Sameind, Reykjavfk, Skrifvélin, Reykjavík, Tölvuvörur hf„ Reykjavík, Traust, Egilsstöðum. Sendum í póstkröfu • Prenthraði 13slög/sek • ”Lift off” leiðréttingar- búnaður fyrir hvern staf eða orð. • 120 stafa leiðréttingarminni • Sjálfvirk: miðjustilling undirstrikun feitletrun • Handfang og lok. auk ýmissa annarra kosta sem prýða eiga ritvél morgun- dagsins. Komdu við hjá okkur eöa hringdu og fáðu frekari upplýsingar. Einar J. Skúlason hf. Grensásvegi 10, sími 686933 28.078 augljós
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.