Morgunblaðið - 13.11.1988, Blaðsíða 29
29
beggja árið 1907 reisulegt íbúðar-
hús, sem stendur enn og sómir sér
vel við ströndina.
Haraldur tók mjmdarlega til
hendinni á Görðum, bætti hús og
byggði veglegan harðfiskhjalla og
fljótlega var allt orðið fágað og fínt
og allstaðar blasti snyrtimennskan
við, jafnt úti sem inni.
Verkun sjávarfangs var sérfag
Haraldar og hreint unun að fylgjast
með og sjá þau handbrögð sem við
voru höfð og margbreytileg var
verkunin en stærst í sniðum var
harðfiskverkun. Haraldi var þessi
staður mjög kær og varla hefur
hann annars staðar unað sér betur,
hann var í eðli sínu náttúrubam og
á Görðum naut hann þess í ríkum
mæli.
Á Görðum var oft gestkvæmt á
sumrin, það vitnar gestabókin um,
og þegar söfnuðust saman frændur
og vinir í stofunni jrfir hlöðnu borði
af rammíslenskum mat og húmorinn
var hlaupinn í húsbóndann þá mjmd-
aðist mikil stemmning og kátína
sem seint gleymist.
Haraldur var góður drengur og
hjartað hlýtt sem undir sló, trygg-
ljmdur, vinur vina sinna og einstak-
lega frændrækinn.
En tilveran var ekki bara dans á
rósum hjá frænda mínum, hann átti
við marga erfiðleika að etja, en
síðari árin var orðið bjartara fram-
undan og hann var sáttur og naut
þess. Lífsferill og ævistarf Haraldar
ber honum haldbetra vitni en þótt
ég hafi fleiri orð um ágæti hans.
Nú er hann horfinn á vit þess guðs
sem hann trúði á og efa ég ekki
að honum hafí verið vel fagnað.
/Gróu og ástvinum hans bið ég guðs
blessunar.
Við þökkum Haraldi og kveðjum:
Við hjarta þér, móðir, hvilir sá,
sem hér fær að enda skeiðið,
þó þúfumar yrðu alda blá,
er yfir þeim sama heiðið;
og hvað, sem er undir höfði þá,
við helgum þér allir leiðið.
(Þorst. Erlingsson.)
Hringur Hjörleifsson
SEVEN
Seas
VÍTAMÍN
DAGLEGA
GERIÐ GÆÐA
SAMANBURÐ
GÆÐAVÍTAMÍN-E
Otorenco
HEILDSÖLUDREIFING
Laugavegi 16, simi 24057.
MORGUNBLAÐEE) MINNINGAR SUNNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1988
Minning:
Eyjólfur Tómas-
son bifvélavirki
Mig langar að kveðja með örfáum
línum vin minn og nágranna, Eyj-
ólf Tómasson.
Eyjólfur fæddist 11. október
1923, elstur átta systkina. Faðir
hans var Tómas Magnússon og
móðir Ólína Eyjólfsdóttir.
Eyjólfur lagði stund á bifvéla-
virkjun og starfaði sem bifvélavirki
hjá Olís í hartnær 37 ár, þar af'35
ár sem verkstjóri.
Árið 1950 kvæntist Eyjólfur eft-
irlifandi konu sinni, Elínborgu Guð-
mundsdóttur, og varð þeim sex
myndarlegra bama auðið. Að auki
átti Eyjólfur einn son.
Fyrir átta árum fluttist ég í
Garðabæinn og þá lágu leiðir okkar
Eyjólfs og Elínborgar saman. Strax
frá fyrstu kynnum varð mér ljóst
að ég hefði eignast alveg öndvegis
nágranna. Dugnaður Eyjólfs var
slíkur, að hann var farinn að dytta
að skrúðgarði þegar við hin vorum
ennþá að huga að hraunhellunum.
Eyjólfur virkaði sem leiðarljós fyrir
okkur hin í hverfinu og var æði
erfitt að liggja á liði sínu. Á sinn
yfirvegaða og rólega hátt tókst
honum að sannfæra mann um að
nauðsjmlegt væri að taka til hend-
inni. Áldrei virkuðu þessar fortölur ;
sem ýtni heldur sem hvatning.
Óviðjafnanleg greiðvikni og
hjálpsemi Eyjólfs era mér ofarlega
í huga er ég minnist hans. Alltáf
var Eyjólfur tilreiðu búinn og ævin-
lega gat hann lánað eða útvegað
þá hluti sem, vantaði þegar ég stóð
í byggingu íbúðar minnar.
Eyjólfur lést á Borgarspítalanum
16. október 1988 cg síst granaði
mig við myndum ekki hittast aftur
í þessu lífi er ég lagði af stað í
sumarleyfi.
Eg þakka Eyjólfi góðar sam-
verastundir og ómælt kaffí.
Guð blessi minningu hans og í
stjnrki fjölskyldu hans alla.
Nágranninn á 37.
EG KEMST HEIM Á
[h heklahf GOODjfYEAR
; gLaugavegi 170-172 Simi 695500 ^
GOODYEAR
ULTRA GRIP 2
Engin tilfinning er eins
notaleg og að finna að
maður hefur fulla stjórn á
bílnum sínum í vetrar-
færðinni.
Þá er gott að vita að bíll-
inn hefur staðfast grip á
veginum, og þá stendur
manni líka á sama um
veðurspána.
Goodyear Ultra Grip 2
vetrarbarðarnir eru hann-
aðir með ákjósanlega eig-
inleika til að veita gott
hemlunarviðnám og
spyrnu, hvort sem er í
snjó, hálku eða bleytu, og
þeir endast vetur eftir
vetur.
Öll smáatriði varðandi
framleiðslu hjólbarðans
— svo sem efni, bygging
og mynstur, — hafa verið
þaulhugsuð og þraut-
reynd til að ná fram há-
marks öryggi, mýkt og
endingu.
íveturvel ég öryggið — Ég
nota hina rómuðu Good-
year tækni.