Morgunblaðið - 13.11.1988, Blaðsíða 36
SUNNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1988
VERÐ í LAUSASÖLU 70 KR.
Hjónaband-
ið er á und-
anhaldi
"HJÓNAVÍGSLUM á íslandi hef-
ur stöðugt farið fækkandi frá
árinu 1974 er fjöldi þeirra náði
hámarki og þær urðu 1.451 tals-
ins. í fyrra var þessi tala komin
niður í 1.160. Samhliða þessu
hefur hjónavígslualdur farið
hækkandi.
Þessar upplýsingar er að finna í
nýútkominni bók eftir Guðrúnu
Erlendsdóttur er ber heitið Óvígð
sambúð. Þar kemur m.a. fram að
á árunum 1966-1970 voru
hjónavígslur samtals 8.250. Á tíma-
bilinu 1981-1984 var þessi tala
hinsvegar komin niður í 5.469.
"Smokkfiskur
fi'á Falk-
landseyjum
„VIÐ ERUM að fá 100 tonn af
smokkfiski sem veiddur var við
Falklandseyjar og seljum hann i
beitu,“ sagði Björn Guðbjörnsson
hjá Gelti hf. á Suðureyri við Súg-
andafiörð i samtali við Morgun-
'-^aiaðið.
„Norðmenn hafa mikið notað
smokkfísk frá Falklandseyjum.
Smokkfískurinn, sem við erum að fá
þaðan, er með bleki og það laðar fisk-
inn betur að honum en ella. “ sagði
Bjöm.
Myndin var
ekkibönnuð
í næstu viku
mun Laugar-
ásbió heQa
sýningar á
kvikmyndinni
Síðasta freist-
ing Krists, en
hún hefur
vakið hat-
rammar deilur viða erlendis.
Á föstudaginn var myndin sýnd
forstöðumönnum ýmissa trúar-
safnaða og prestum, auk þess
sem Hallvarður Einvarðsson
ríkissaksóknari var viðstaddur.
Að sögn Grétars Hjartarssonar
taldi ríkissaksóknari ekki
ástæðu til að banna sýningar á
myndinni.
Sjá bls. 24C.
~Þor-
steinn
leikur
Jón forseta
STÖÐ 2 hefur hafið undirbúning
viðamikillar heimildarmyndar
um Jón Sigurðsson. Gerðir verða
tveir 35 mínútna langir þættir
með leiknum atriðum úr lífi Jóns,
og mun Þorsteinn Gunnarsson
fara með hlutverk hans.
í þáttunum verður fléttað við-
tölum við sérfræðinga og svip-
myndum frá helstu sögustöðum.
Leikstjóri er Lárus Ýmir Oskarsson.
Áætlaður kostnaður við gerð
'®*fáttanna er á þriðju milljón króna.
Sjá nánar á bls. 26C.
Morgunblaðið/Sverrir
Forystumenn atvinnulífsins þurfa að hafa breið bök, til að þola þá erfíðleika sem þar er við að glíma.
En breiðu bökin koma að notum við ýmislegt annað og hér fá þeir Ólafur G. Einarsson og Þorsteinn
Pálsson að láni bakið á Einari Oddi Kristjánssyni forsljóra á Flateyri meðan þeir skrifa ávisun fyrir
kaffinu á fiokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins.
Þekkingarpróf:
Almennri
þekkingu
virðist
ábótavant
NIÐURSTÖÐUR úr skyndiprófi,
sem sunnudagsblað Morgun-
blaðsins lagði nýlega fyrir fólk
á förnum vegi, benda til þess að
almenn þekking fólks sé yfirleitt
lakari en búast mætti við. Spurt
var um almenn þekkingaratriði,
og kom í ljós að karlmenn á aldr-
inum 15-20 ára voru verst að
sér, en best stóðu sig karlmenn
á aldrinum 40-60 ára.
í skyndiprófinu voru lagðar
spumingar fyrir 40 manns af báð-
um kynjum á aldrinum 15-60 ára,
en spumingamar voru samdar með
aðstoð sérfróðra manna. Ekki var
um vísindalega könnun að ræða,
heldur var henni einungis ætlað að
gefa vísbendingu um almenna
þekkingu fólks. Spurt var úr sögu,
landafræði, trúfræði, vísindum og
því sem efst er á baugi á líðandi
stundu, og málfarskunnátta var
könnuð.
Sem dæmi um svör má nefna að
aðeins helmingur þeirra sem spurð-
ir voru vissu hveijir hafa verið for-
setar Iýðveldisins. Voru í því sam-
bandi nefnd nöfn eins og Magnús
Ásgeirsson, Sveinbjörn og Jón Stef-
ánsson, og einn aðspurðra taldi að
lýðveldið hefði verið stofnað árið
1100. Þá má nefna að margir töldu
Einstein hafa fundið upp ljósaper-
una og að Amsterdam væri höfuð-
borg V-Þýskalands.
Þekkingarkönnun sem gerð var
í Bretlandi á vegum helgarblaðsins
The Sunday Times gaf til kynna
svipaða niðurstöðu og könnun
Morgunblaðsins.
Sjá: íslendingar tossar? á
bls.10 og 11.
Höfuðbaráttan er við
Framsóknarflokkinn
sagði Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins á flokksráðsfundi
ÞORSTEINN Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði á
flokksráðsfiindi Sjálfstæðisflokksins á laugardag að myndun fé-
lagshyggjuríkisstjórnar í lok septembers hefði gjörbreytt litrófi
íslenskra stjórnmála. Höfúðbarátta Sjálfstæðisflokksins í stjórnar-
andstöðu yrði við Framsóknarflokkinn, sem bæri fyrst og fremst
ábyrgð á því pólitiska afturhvarfi til fortíðar sem nú hefði átt sér
stað.
Þorsteinn Pálsson sagði í ræðu
við upphaf fundarins, að þegar ný
verkefni blöstu við í íslensku at-
vinnulífí, hefði verið mynduð hér
vinstri stjóm sem læsi í nútímann
með sama hætti og sá í neðra
þegar hann læsi helga bók. Með
aðgerðum sínum væri ríkisstjórnin
nú að einangra ísland og íslenskt
efnahagslíf og þar með draga úr
samkeppnishæfni þess.
„Eigi félagsleg forsjárhyggja
að ráða ferðinni í íslenskum þjóð-
arbúskap, er eins víst að við drög-
umst aftur úr öðrum þjóðum og
verðum því ekki þátttakendur í
hinni nýju alþjóðlegu þróun. Fyrir
þá sök hvílir nú á okkur sjálfstæð-
ismönnum í stjórnarandstöðu að
efla sóknina fyrir fijálslynda um-
bótastefnu til þess að varða veginn
til nýrrar framtíðar," sagði Þor-
steinn, og lagði í því sambandi
áherslu á að innri markaður Evr-
ópubandalagsins kallaði á að
gengið yrði nú þegar til samninga
við EB til að tryggja hagsmuni
íslendinga og fá sérstöðu landsins
viðurkennda.
Þorsteinn sagði stefnu ríkis-
stjórnarinnar þýða að geðþótti
skömmtunarstjóra réði uppbygg-
ingu atvinnulífsins. Hann sagði
Alþýðubandalagið hafa dregið
bæði Alþýðuflokkinn og Fram-
sóknarflokkinn til ríkisforsjár-
stefnu í nafni félagshyggju, þar
sem forystumenn beggja flokk-
anna hefðu talið pólitískt auðveld-
ara að komast þannig fram hjá
vandamálunum sem við blöstu.
Þjóðin væri í framfarasókn en
stjórnendurnir sneru höfðum
sínum aftur.
Síðan sagði Þorsteinn: „Það er
komið á dagskrá flokksþings Al-
þýðuflokksins að sameinast Al-
þýðubandalaginu. Svo virðist því
sem Alþýðuflokkurinn ætli sér
ekki mikið framtíðarhlutverk í
íslenskum stjómmálum.
Baráttan fyrir frjálslyndi í efna-
hagsmálum og velferð þeirra sem
aðstoðar og umönnunar þarfnast
hvílir því nú alfarið á herðum sjálf-
stæðismanna. Höfuðbaráttan á
næstunni verður því við Fram-
sóknarflokkinn sem fyrst og
fremst ber ábyrgð á því pólítíska
afturhvarfi til fortíðar sem nú
hefur átt sér stað.“