Morgunblaðið - 13.11.1988, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.11.1988, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR/YFIRLIT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1988 ERLENT INNLENT Deilt um togaraskipti Stjóm Byggðastofnunar sam- þykkti á þriðjudag að lána Fisk- iðju Sauðárkróks 35 milljónir til að gera möguleg skipti á tveimur togurum Hraðfrystihúss Keflavík- ur hf. og frystitogara Útgerðarfé- lags Skagfírðinga. Ágreiningur er meðal stuðningsmanna ríkis- stjómarinnar um málið. Albert boðinParís Albert Guð- mundssyni for- manni Borgara- flokksins hefur verið boðin sendiherrastaða í París. Hann segist munu skýra Jóni Bald- vin Hannibalssyni utanríkisráð- herra frá svari sínu um næstu mánaðamót. Mannbjörg viðEyjar Mannbjörg varð er Sigurvon ST 54, sextíu tonna eikarbátur, strandaði í Viðlagavfk í nýja hrauninu í Vestmannaeyjum að morgni síðastliðins miðvikudags. Handbolti áStöð2 Samtök fyrstudeildarfélaganna í handknattleik sömdu við Stöð 2 um einkaleyfí stöðvarinnar á sýn- ingu leikja í 1. deild og bikar- keppni HSÍ. Skinnaiðnaður í Kírgízíju? Pulltrúar frá sovétlýðveldinu Kírgízíju í Mið-Asíuhluta Sov- étríkjanna ræddu við fulltrúa Loð- skinns hf. á Sauðárkróki á mið- vikudag og óskuðu eftir aðstoð fyrirtækisins við uppbyggingu skinnaiðnaðar í lýðveldinu. Fárviðri fyrirvestan Fárviðri gekk yfír Vestflrði á fímmtudag. Á ísafirði fór vind- styrkurinn yfír 90 hnúta í verstu kviðunum. Þá varð mikið tjón um borð í togaranum Gnúpi frá Grindavík er hann fékk á sig tvo brotsjói í Víkurál. Nordsee hætt- ir fiskkaupum Þýska fyrirtækið Nordsee hefur ákveðið að hætta að kaupa fryst- an físk frá íslandi vegna andstöðu viðskiptavina fyrirtækisins við hvaiveiðar íslendinga. Fjórirí biskupskjöri Fjórir prestar hafa lýst því yflr að þeir gefí kost á sér við væntan- legt biskupskjör en herra Pétur Sigurgeirs- son biskup íslands læt- ur af störfum um mitt næsta ár. Þeir eru: Heimir Steinsson á Þingvöllum, Jón Bjar- man sjúkrahúsprestur, Ólafur Skúlason dóm- prófastur og Sigurður Sigurðarson á Sel- fossi. ERLEIMT Bush kjör- inn forseti George Bush- var á þriðjudag lqörinn 41. for- seti Banda- ríkjanna. Bush sigraði andstæð- ing sinn, demó- kratann Michael Dukakis, (40 af 50 ríkjum Bandaríkjanna og hlaut 54% atkvæða. Demókratar treystu sig ( sessi f koaningum til þingsins f Washington og hafa meirihluta f báðum deildum. Á miðvikudag tilnefndi Bush vin sinn og samstarfsmann, James Baker, til embættis utanríkisráð- herra. 1.000 fiurast í Kína Óttast er að allt að 1.000 manns hafl farist f jarðskjálftum í suð- vesturhluta Klna á sunnudag. Stærsti skjálftinn mældist 7,6 stig á Richter-kvarða. Umbætur í Ungveijalandi Dómsmálaráðherra Ungveija- lands skýrði frá þvf á fimmtudag að landsmönnum yrði heimilað að stoflia stjómmáiaflokka sam- kvæmt nýju frumvarpi sem af- greitt verður f næsta mánuði. 11 mánaða uppreisn Á miðvikudag voru 11 mánuðir liðnir frá þvf uppreisn Palestfnu- manna hófst á hemámssvæðum Í8raels. Um 320 Palestfnumenn hafa fallið á þessum tfma. Fundur Þjóðarráðs Palestínu hófst f Alsfr í gær en búist er við þvf að lýst verði yflr stofnun rfkis Palestínu- manna er honum lýkur á þriðju- dag. Sakharoví Bandaríkjunum Sovéski andófs- maðurinn Andrej Sak- harov kom til Bandaríkjanna á sunnudag og er það f fyrsta skipti f 80 ár sem hann fær að yfirgefa Sovétríkin. Sakharov gagnrýndi nýja lög- gjöf, sem takmarkar fundafrelsi manna eystra og sagði hana jafn- gilda herlögum. Andrej Sakharov: Ríki Vesturlanda eiga að styðja Gorbatsjov New York. Reuter. SOVÉSKI maimréttindafrömuðurinn Andrej Sakharov, sem nú er í tíu daga heimsókn í Bandaríkjunum, segir að Gorbatsjov Sovétleið- togi reyni nú að taka öll völd f eigin hendur til að eiga auðveldara með að berja niður andstöðu sovéskra afturhaldsafla gegn perestroj- ku, umbótaáætlun leiðtogans. Sakharov hvetur samt vestræn ríki til að styðja við bakið á Gor- batsjovs þar sem Sovétríkin gætu annars lagt út á braut útþenslu- stefnu er gæti „orðið hættuleg allri heimsbyggðinni." Á fundi með fuli- trúum bandarfsku Helsinki-nefndar- innar, er fylgist með mannréttinda- málum í Austantjaldsríkjunum, sagðist Sakharov hafa áhyggjur af valdaeinokun Gorbatsjovs, er hann sagði nálgast stjómarbyltingu, jafn- vel þótt markmiðið með henni væri gott. Sakharov gagnrýndi tillögur Sov- étstjómarinnar um stjómarskrár- breytingar sem kveða á um stofnun' 2.250 manna þjóðþings er koma skal saman einu sinni á ári til að kjósa annað, 450 manna þing en því er ætlað að funda mun oftar hvert ár. Sagði hann að leiðtogi þess síðar- nefnda (sem búist er við að verði Gorbatsjov) myndi „safna á eigin hendur gífurlegu valdi - meira en forseti Bandaríkjanna." Hann sagð- ist telja þetta hættulega þróun og auðvelt væri að ímynda sér atburða- röð í framhaldi af þessu sem leitt gæti til hörmunga. Njósriað um ferðir sela London. The Daily Telegraph. BRESKIR vfsindamenn hyggjast beita gervihnöttum til að fylgjast með ferðum sela í þeirri von að unnt reynist að greina orsakir veirusjúkdóms sem lagt hefur um 14.000 seli f Norðursjó að velli á þessu ári. Komið hefur verið fyrir senditækj- um f 20 selum og verður þannig unnt að fylgjast með ferðum þeirra og fæðuleit. Á næsta ári hyggjast vísindamennimir iíma öflugri og tölvustýrð senditæki á selina. Bún- aðurinn mun senda upplýsingar til njósnahnatta á braut umhverfis jörðu. Tekin verða sýni úr selunum til að ganga úr skugga um hvort þeir beri veiruna eða hvort finna megi merki um eiturefni í blóði þeirra. Reuter Fjölmenn mótmæli íPóllandi Pólveijar minntust þess á föstudag að 70 ár voru Uðin frá því landið fékk aftur sjálfstæði eftir meira en 120 ára kúgun nágrann- arflga. Til átaka kom á nokkrum stöðum, einkum f Gdansk, þar sem óeirðalögregla notaði kyifiir og háþrýstidælur gegn 5.000 manna mótmælagöngu eftir að unglingar köstuðu gijóti að lög- reglumönnum. f Varsjá þar sem myndin var tekin tóku 15.000 manns þátt f kröfugöngu f nafiii Samstöðu. Þjóðarráð Palestínu ræðir áætlun Arafets Búist við yfírlýsingu um stofíiun ríkis Palestínumanna PALESTÍNUMENN á hinum hernumdu svæðum ísraels og bræð- ur þeirra og systur um allan heim binda miklar vonir við fimd Þjóðarráðs Palestínu, hins útlæga þings palestfnsku þjóðarinnar, sem hófst f Alsír f gær enda má vænta sögulegrar yfirlýsingar er fundinum lýkur á þriðjudag. Flest bendir til þess að tilkynnt verði um stofiiun sjálfrtæðs rfkis Palestínumanna f samræmi við áætlun Yassers Arafats, leiðtoga Frelsissamtaka Palestínu (PLO). Yfirlýsing þessi sýnir að hófsamar fylkingar hafa treyst stöðu sfna f Arabaheiminum á undanförnum árum þvi f henni felst f raun viðurkenning á tilverurétti ísraels. Hún er einnig sigur fyr- ir Hussein Jórdanfukonung, sem rauf tengsi við Vesturbakkann til að þrýsta á leiðtoga PLO um að ganga til viðræðna við fland- mennina um lausn Palestfnuvandans. Tilgangurinn með yfirlýsing- unni er ef til vill fyrst og fremst sá að fulivissa leiðtoga þjóða heims um að PLO sé reiðu- búið til viðræðna um leiðir til að binda enda á átök ísraela og Pal- estínumanna. f nafni palestfnsku þjóðarinnar verður lýst yflr stofn- un sjáifstæðs rfkis og verður Jerú- salem höfuðborg þess. Þetta er f samræmi við ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 181 frá árinu 1947, sem kveður á um til- verurétt fsraels og rfkis Palestfnu- manna. Leiðtogar Palestínu- manna og stjómvöld f Araba- ríkjunum höfnuðu þessari ályktun BAKSVIÐ efiir Atgeir Sverritton á sfnum tfma og fyrir aðeins sex árum sóru leiðtogar Arababanda- lagsins þess dýran eið að tortfma ríki gyðinga. Hér ræðir því um skýra og afdráttarlausa stefnu- breytingu, sem vitaskuld hefur valdið nokkrum titringi í Araba- heiminum. Hún er verulegt áfall fyrir Sýrlendinga, sem hafa ein- angrast að undanförau ekki sfst sökum 8tuðnings þeirra við frani í Persaflóastrfðinu. írakar hafa hins vegar vaxið ört f áliti f Araba- heiminum eftir sigra þeirra á síðustu vikum Persaflóastríðsins og þeir kunna að reynast Arafat mikilvægir bandamenn. Gera má ráð fyrir því að Þjóðar- ráðið samþykki að mynduð verði einhvers konar „bráðabirgða- stjóra" til að fylgja eftir yflrlýs- ingunni um stofnun ríkis Pa- lestínumanna og að hvatt verði til þess að haldin verði alþjóðleg ráðstefna um frið f Mið-Áustur- löndum, sem George Bush, hinn nýkjömi forseti Bandaríkjanna, kveðst vera hlynntur. Bush er hins vegar vandi á höndum þvf eftir sigur öfgamanna f þingkosningunum f ísrael fyrr f mánuðinum virðist lftii von um sættir. Yitzhak Shamir, núverandi forsætisráðherra, sem kveðst ætla að gegna þvf stárfí áfram, segir að ekki komi til greina að iáta heraámssvæðin af hendi fyrir frið. Yfírlýsing Þjóðarráðsins mun því vafalítið fyrst og fremst reynast mikilvægur pólitfskur áfangi og gera má ráð fyrir því að hún styrki áróðursstöðu PLO og Yass- ers Arafats á alþjóðavettvangi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.