Morgunblaðið - 13.11.1988, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ VEROLP/HLAÐVARPINN SUNNUDAGUR 13. NÓVEMBER
23
II
Núfæégað velja mína
vöm sjálfur, en...“
í LOK SEINUSTU aldar voru stofnuð félög víðsvegar
um allt land o g á þessari öld voru enn fleiri félög stofii-
uð er höfðu það að markmiði að safiia saman kröftum
fólksins í sveitum landsins. Félög þessi áttu að vinna
að hag sinnar sveitar, taka við afurðum sveitafólksins
og sjófangaranna ýmist gegn borgun eða gegn úttekt á
vörum. Víðs vegar um landið reyndust þessi félög vera
bjargvættur eða vítamínsprauta fyrir byggðalög er voru
á undanhaldi. Þessi félög fengu fólkið til að trúa á framt-
íðina og um leið fór það að trúa á félögin. Þau voru
bjargvætturinn og því bar að styðja við þau með ráðum
og dáð. Þetta voru kaupfélögin sem síðan hafa fengið
samnefiiara er heitir Sambandið. Það er orðið stórfélag
og stóri bróðir litlu félaganna út um allt land.
Fró Baldri Rafni
Sigurðssyni ó
Þeir sem stjóma kaupfélögun-
um, kaupfélagsstjóramir, ráða því
víðast hvar nokkuð miklu eða allt
eftir því hversu mikið félagið á
af atvinnu- og verslunarfyrirtækj-
um á staðnum og hversu dóttur-
fyrirtækin eru mörg. Jú, því þeir
þurfa vissulega að vera stjómar-
formenn þeirra fyrirtækja, eða
hvað?
Á Hólmavík er því þannig varið
að kaupfélagið er allt í öllu og
kaupfélagsstjórinn ræður næstum
því öllu sem hann vill ráða. Þar
er ekki aðeins átt við fyrirtækin
sem kaupfélagið á heldur og líka
því sem fólk lætur ofan í sig og
einnig fatatísku staðarins. Samt
hefur orðið breyting á þessu á
þessu ári.
Þannig er málum háttað hér
um slóðir að kaupfélagið er eini
aðilinn sem stundar verslunarr-
esktur á stóru svæði. Fólkið á
þessu svæði getur sem sagt ekki
valið um neitt annað en að versla
í kaupfélaginu, þótt mörgum finn-
ist verðið þar kannski nokkuð
hátt. Það er erfítt að fara á annan
stað og versla því rúmir 100 km
eru í næstu verslun. En þetta
ástand erum við hér um slóðir
búin að sætta okkur við.
í sumar er leið var opnað nýtt
og glæsilegt verslunarhúsnæði hjá
kaupfélaginu og var fólkið mjög
ánægt. Nú var eða hlaut að vera
mikið betra vömúrval. Nú gat
fólk farið að ráða hvað það borð-
aði, hvemig það klæddi sig og
hvemig hreinlætisvörur það brúk-
aði án þess að kaupfélagsstjórinn
þyrfti að eiga frumkvæðið. í
gamla verslunarhúsnæðinu var
verslunin sjálf mjög lítil. Ef fleiri
en 15 manneskjur vom að versla
í einu þurfti lágmark einn að
stjóma umferðinni um verslunina.
Það var ömggt að enginn villtist.
KPOPFÍrLfXS'S -
STJÖRINN SBðei HÐ
Eitt var ég mjög óhress með
þegar ég byijaði að versla í gömlu
versluninni en það var að ég og
fy'ölskylda mín skyldum ekki sjálf
fá að velja hvað við borðuðum.
Við vomm vön að gera það þar
sem við bjuggum áður. En smátt
og smátt fór ég að sætta mig við
orðinn hlut. Ég gekk hugsunar-
laust inn í verslunina og setti ofan
í körfu mína. Þegar búið var að
versla kenndi ég engra þreytu-
merkja af að hugsa, allt var
ákveðið fyrir mig. Einnig höfðu
engar deilur risið upp á heimili
mínu hvað ætti að borða, allir
vom ánægðir.
I vor var sem fyrr segir opnað
nýtt og glæsilegt verslunarhús-
næði hjá kaupfélaginu. Allir biðu
spenntir að sjá hvemig nýja versl-
unin reyndist. Jú, það var allt
annað að versla þarna og það sem
meira var, nú gátu margir verslað
í einu. Einnig var hægt að tala
saman þannig að næsti maður er
var að versla, heyrði ekki hvað
verið var að ræða um. En núna
hefur komið upp vandamál, alla-
vegana á mínu heimili. Við vomm
orðin svo vön því að allt væri
ákveðið fyrir okkur og alveg búin
að sætta okkur við þessa stað-
reynd. Núna spytjum við okkur:
„Hvað skal kaupa í matinn?“
Núna á fjölskylda mín og ná-
grannar að velja sjálf svo ekki sé
nú talað um þá ómældu orku er
fer í að rölta um hina nýju verslun
kaupfélagsins og að hugsa um
hvað eigi nú að kaupa.
Ég er núna kominn á þá skoðun
að aldrei hefði átt að koma svona
nýtt og glæsilegt verslunarhús-
næði hér á staðnum, þótt í upp-
hafi hafi ég fagnað því af mikilli
áfergju ásamt fjölskyldu minni og
nágrönnum, að ný og stór verslun
leysti þá gömlu af hólmi. Ég held
þrátt fyrir allt að betra sé að
kaupfélagsstjórinn ráði hvað ég
borði og hvaða tísku ég aðhyllist
til þess eins að halda friðinn á
heimili mínu. Það var svo gott að
skjóta sér á bak við breitt bak
kaupfélagsstjórans þegar bömin
fóm að kvarta yfír matnum, því
þá sagði ég aðeins: „Hann ákvað
þetta.“
Að lokum langar mig að geta
um eitt atvik er gerðist þegar ég
og fjölskyldan fómm að versla í
stórversluninni okkar. Það var
• hræðilegt. Eitt af bömunum
mínum týndist og það tók langan
tíma að leita að því og ég tala
nú ekki um orkuna er fór til spill-
is við leit þessa. Við urðum að
borða meira. Þetta hefði aldrei
gerst í gömlu matvöruverslun
kaupfélagsins. Ó, þar var svo
gott að versla.
Borgarnes. Horft úr „kínahverfinu" niður í Skallagrímsgarð og Kveldúlf-
svöll. Næstu húsin heita'Dalur og Litli-Dalur, sem nú er búið að rífa. Fjær
er _kirkjuholtið“ og lengst til hægri er gmnnskólinn.
í lífi ogstarf i
Enn um borgf irska lensku
frá landnámi
Fró Theodór
Þórðarsyni í
BORGARNESI
Þá er komið að þeim sem greind-
ir em frá nöfnum sínum með
starfsheiti eða viðumefni tengd
starfsgreininni. Skyr-Geir var mað-
ur nefndur sem heitir Geir og vann
í mörg ár í Mjólkursamlagi Borg-
firðinga og lagaði skyrið. Annar
Geir var nefndur Geiri á hótelinu á
meðan hann var hótelstjóri og síðan
í langan tíma þar á eftir. Þriðji
Geirinn er nefndur Geiri bakari en
hann á Geirabakarí í Borgamesi.
Jón heitir maður sem vann í kjötbúð
kaupfélagsins, hann var alltaf kall-
aður Jón í kjötinu. Þá hefur Einar
málari verið nefndur sem slíkur til
aðgreiningar frá nöfnum sínum og
eins er með Einar smið. Um Einar
smið orti SVl M. Eiðsson eftirfar-
andi vísu og flutti á árshátíð kaup-
félagsins fyrir rúmum áratug:
Einar smiður neglir niður
nú af kappi.
Hans eru verkin víða vönduð,
sum eru strönduð,
en önnur önduð.
Undirritaður hefur verið nefndur
Teddi lögga til aðgreiningar frá
nafna sínum, Tedda rafvirkja, sem
býr í sömu götu, en það hefur ekki
nærri alltaf dugað. Vegna nálægðar
okkar nafnanna hefur oft orðið
mglingur á bréfum og öðmm út-
burði á milli okkar. Mesta ruglið
var þó þegar húsnæðismálastjóm-
arlán Tedda rafvirkja var lagt inn
á hlaupareikning Tedda löggu. Ég
var síðan svo vitlaus að láta spari-
sjóðinn vita af þessari misfærslu í
stað þess að skella mér með fjöl-
skylduna út til Spánar, en það er
allt önnur saga. En meira um
starfsheitin, við höfum Gunnar slát-
urhússtjóra, Rúnar sýslumann,
Friðjón sparisjóðsstjóra, Guðmund
skólastjóra og Hauk rakara. Hauk-
ur hefur einnig verið nefndur Rauk-
ur hakari. Kom það til hér um árið
þegar upp kom sú tíska að snúa
útúr nöfnum og nafngiftum. Á þeim
tíma heyrðust einnig „snúningarn-
ir“ fræbúðingar á búfræðingar og
Spari Bauks á Ari Hauks.
Refsstaðir ekki
alltaf Refsstaðir
Þessi saga er frá því fyrir hita-'
veituvæðinguna í Borgamesi. Mað-
ur einn í Borgamesi þótti klókur i
viðskiptum og var því nefndur
Rebbi og hús hans í framhaldi af
því nefnt Refsstaðir. Eitt sinn varð
olíulaust hjá honum og hringdi hann
þá á olíustöðina og bað afgreiðslu-
manninn þar um að fá fyllt á tank-
inn hjá sér. Afgreiðslumaðurinn
kallaði þá til olíubílstjórans að það
væri olíulaust á Refsstöðum.
Olíubflstjórinn ók þá þegar sem leið
lá upp að bænum Refsstöðum í
Hálsasveit sem er um 50 km frá
Borgamesi. Bóndinn þar kom auð-
vitað af fjöllum varðandi olíuleysi á
þeim bæ. Afgreiðslumaðurinn á-
olíustöðinni hefur líklega fengið á
baukinn þegar bílstjórinn kom til
baka.
Nú er tilvalið að flytja
jólin til Mallorka.
Jólastemningin er
ekki síðri þar en
heima. Vöruúrvalið er
meira en þú átt að
venjast, svo ekki sé
minnst á lágt vöru-
verð.
Sláðu til og njóttujól-
anna í góðu veðri og
fallegu umhverfi. fs-
lensk fararstjórn.
' Gististaðir:
Royal Playa de Palma Royal Cristina
Umboó a lsiand< lyrit
OINERS CLUB
INTERNATIONAL
FERÐASKRIFSTOFA, IÐNAÐARUÚSINL HALLVEIGARSTÍG 1, SÍMAR 28388 - 28580