Morgunblaðið - 13.11.1988, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐH) MINNINGAR SUNNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1988
Minning:
Haraldur Jóns-
son frá Görðum
Fæddur 30. september 1924
Dáinn 20. október 1988
Heyrið morgunsöng á sænum,
sjáið bruna fley.
Undan hægum byijarblænum,
burt frá strönd og ey;
Sólin skreytir skiparaðir,
skín hver þanin voð.
Söngljóð kveða sjómenn glaðir,
snjallt á hverri gnoð.
(Steingr. Thorsteinsson)
Kær vinur og frændi er dáinn.
Haraldur frændi minn varð bráð-
kvaddur á heimili sínu á Flateyri
20. október sl., hann var nýorðinn
sextíu og fjögurra ára, sem nú til
dags telst ekki hár aldur og átti ég
ekki von á öðru en hann lifði lengi
enn.
Nú er það svo, að við vitum ekki
alltaf, hvers biðja ber, og margan
góðan mann leikur hár aldur illa,
og þeim sem staðið hefur keikur af
sér alla storma lífsins, er það máske
gott hlutskipti að falla áður en hann
bognar.
Haraldur heitinn fæddist á
ísafirði 30. september 1924 og for-
eldrar hans voru hjónin Jona Guðrún
Jónsdóttir ljósmóðir frá Ytri-Veðr-
ará og Jón Guðmundur Guðmunds-
son frá Görðum, bóndi Ytri-Veðr-
ará, síðar bókavörður og oddviti á
Flateyri. Viku gömlum var Haraldi
komið í fóstur hjá föðurbróður
sínum, Hinriki, og konu hans, Guð-
rún Eiríksdóttur, miklum sæmdar-
hjónum á Flateyri, en móðir hans
var þá orðin veik af þeim sjúkdómi
sem ieiddi til dauða hennar sex árum
síðar, frá stórum bamahópi. Harald-
ur var Qórða bam foreldra sinna
en systkinin urðu sjö og einn hálf-
»bróðir sem Jóna átti með fyrri manni
sínum, Guðmundi Franklín. A heim-
ili þeirra Guðrúnar og Hinriks ólst
hann upp við mikla ástúð og um-
hyggju ásamt fóstursystkinum
sínum, Guðfinnu Hinriksdóttur og
Benjamín Oddssyni. Hann saknaði
fósturforeldra sinna mjög og taldi
sig vart hafa getað eignast betri
móður og föður.
Eflaust hefur Haraldur hneigst
að sjónum strax á bamsaldri og
trúlega róið fram á fjörðinn til fiskj-
ar um leið og hann hefur valdið
árinni. Hjá Jóni Franklín bróður
sínum hefst raunvemleg sjó-
mennska Haraldar sumarið 1939 á
mb. Ivari, 15 tonna bát, var hann
þá 14 ára að aldri, en Jón gerði þá
út á dragnót í Húnaflóa.
Veturinn eftir í janúarbyijun
ræðst hann aftur til Jóns og þá á
mb. Vestra, til línuveiða og útilegu
frá Reykjavík. í marsmánuði skall
á ofsaveður sem laskaði Vestra það
mikið, hér í höfninni, að skipið var
frá veiðum það sem eftir var vertíð-
ar. Réðst þá Haraldur, ásamt þrem-
ur öðrum skipsfélögum sínum, þar
á meðal frænda hans, Garðari Finn-
syni, til Einars í Garðshúsum, út-
vegsbónda í Grindavík, og var þar
til vors.
Síðan liggur leiðin aftur heim til
Fiateyrar og þar stundaði hann sjó-
inn á ýmsum bátum, þar á meðal á
mb. Gnoð, með Magnúsi Jónssyni
skipstjóra. Haraldur var stórhuga
ungur maður, frískur vel með mikla
líkamsburði. Fljótlega vildi hann
víkka sinn sjóndeildarhring, eins og
ungum sjómannsefnum er tamt.
Síðari heimsstyrjöldin hafði ekki
varað lengi þ.egar Haraldur ræður
sig á bv. Helgafell hjá Þórði Hjör-
leifssyni, kunnum aflamanni, og þar
er hann til stríðsloka. Fyrsti stýri-
maður á Helgafellinu var þá og
lengst af hinn vel þekkti togarsjó-
maður Georg Guðmundsson. frá
Görðum, föðurbróðir Haraldar.
Þessi hættusömu ár sigldi hann oft-
sinnis með frænda sínum, með fisk
til Englands, en fullvíst er talið að
Georg hafi nær alltaf siglt Helgafell-
inu sem skipstjóri öll stríðsárin.
Næsta víst er, að af Georg hafi
Haraldur numið vel togarasjó-
mennskuna. Þegar þessum kafla á
hans lífsvegi lauk var hann orðinn
afburða slyngur togarasjómaður,
vel þekktur og eftirsóttur, af þeim
sökum. í nokkra mánuði var Harald-
ur með þeim landskunna aflamanni
Bjama Ingimarssyni frá Hnífsdal, á
bv. Júpíter, eignaðist þar um borð
góðan vin og félaga, Leif Pálsson,
frá Hnífsdal og varaði sú vinátta æ
síðan. Fljótlega eftir stríðsárin hóf
Haraldur nám við Stýrimannaskól-
t
Eiginkona mín, systir okkar og mágkona,
ÞÓRDÍS AÐALBJÖRNSDÓTTIR,
Dalbraut 18,
Reykjavfk,
verður jarösungin frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði þriðjudaginn 15.
nóvember kl. 15.00.
Kristjðn Theodórsson,
Ingólfur Aöalbjarnarson,
Sigrún Aðalbjarnardóttir,
Jón Pálmason.
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir, sonur okkkar og tengdasonur,
EYJÓLFUR EINAR EYFELLS ÞÓRSSON,
bifvélavirki,
Laugarnesvegi 83,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 14. nóvember
kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Krabbameins-
félag (slands.
Ingibjörg Jóhannsdóttir, Jóhann Eyjólfsson,
Þór Jóhannsson, Elín R. Eyfells,
Jóhann Eyjólfsson, SigríðurÁsgeirsdóttir
og aðrir aðstandendur.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför
mannsins mins, föður, tengdaföður og afa,
EGILS GUÐJÓNSSONAR
frá Súgandafirði.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Fjórðungssjúkrahússins á isafirði
og deildar 11A Landspítalanum.
Lovfsa Ibsen,
Guðrún Egilsdóttir, Bjarni Kjartansson,
Egill Ibsen Óskarsson, Karl Steinar Óskarsson,
Kjartan Rafn Bjarnason, Lúövík Bjarnason.
ann í Reykjavík og sat þar þann
skóla í tvo vetur, útskrifaðist síðan
með hið meira fiskimannapróf árið
1974. Á milli skólaáranna var hann
á bv. Hafsteini sem þá var í eigu
Jóns Franklíns og Jóns Kjartansson-
ar. Þá var hann einnig með Mar-
teini Jónassyni á bv. Þór, sem gerð-
ur var út um tíma frá Flateyri af
Ásgeiri Guðnasyni kaupmanni þar.
Strax að loknu námi réðst Har-
aldur á bv. íslending sem stýrimað-
ur hjá aflamanninum Guðmundi
Guðjónssyni, íslendingur var þá
einnig gerður út af Jóni Franklín.
Bv. íslendingur mun hafa verið ann-
ar togarinn sem íslendingar eignuð-
ust, næst á eftir bv. Jóni forseta.
Þetta var lítill togari, en þar um
borð hófu margir sína togarasjó-
mennsku sem síðar urðu kunnir
skipstjórar og stýrimenn.
Arið 1948 réðst Haraldur til
V atneyrarbræðra, Friðþjófs og
Garðars Ólafssona, athafnamanna
mikilla, á Patreksfirði og þá á bv.
Vörð með Gísla Bjamasyni, ágætum
aflamanni.
Á Verði var þá 1. stýrimaður
Ingvar Guðmundsson, sem síðar
varð skipstjóri á bv. Gylfa og fleiri
togurum. Þeir Haraldur urðu góðir
vinir og mátar eftir það. Haraldur
var háseti og 2. stýrimaður þar um
borð. Þeir samtíðarmenn hans frá
þessum árum muna hann sem einn
mesta togarajötunn fyrr og síðar
og sem afburða hraustan, velvirkan
og feikna duglegan sjómann.
Friðþjófur heitinn kvað eitt sinn
hafa fullyrt að Haraldur hefði verið
á þessum árum þriggja manna maki
og víst er að fullan hug og löngun
hafði Friðþjófur til að gera hann
að skipstjóra hjá sér, þó af því hafi
ekki orðið.
Haraldur frændi hafði gaman af
að skemmta sér og þö aðallega öðr-
um í frítímuin sínum og lyfti þá
gjaman glasi á góðra vina stundum
og var þá hrókur alls fagnaðar. svo
um munaði með sinni fádæma
fyndni og leik og fékk viðstadda
auðveldlega til að veltast um af
hlátri, hann réð í raun yfir þeirri
glettni sem kom innst innan frá og
meiddi engan.
Haraldur var sterkur sundmaður
og lét oftsinnis eftir þeirri löngun
sinni að dýfa sér í kaldan sjóinn og
skipti þá ekki máli hvort heldur í
höfn væri eða í djúpa Atlantsála á
Halamiðum og alltaf kom piltur
hlæjandi úr kafinu. Sumum fannst
þá að hann hefði gert þeim slæman
grikk en fyrirgáfu það fljótt. Hann
var um árabil talinn; ómissandi í
stakkasundkeppni sjómannadagsins
og vann þá oft til verðlauna.
í febrúar 1949 fórst Vörður í
hafinu á milli íslands og Englands
en Haraldur var ekki með í þeirri
verð, vegna fíngurmeins. Fimm
menn fórust af Verði þama en öðr-
um af áhöfninni var bjargað um
borð í bv. Bjama Ólafsson frá Akra-
nesi við slæmar aðstæður og mun
Bjami Guðmundsson heitinn, föður-
bróðir okkar, sem um árabil var 1.
stýrimaður og skipstjóri á Bjama
Ólafssyni, gengið vasklega fram
með harðfylgi sinni við björgunina.
Eftir þetta fer Haraldur með
Ingvari vini sínum á bv. Kaldbak
frá Akureyri og er með honum fram
yfír mitt ár 1951 að þeir hætta
báðir. Þá um svipað leyti kom nýr
togari til ísafjaðar, bv. SÓlborg.
Páll Pálsson yngri frá Hnífsdal var
skipstjóri á Solborgu, þekktur tog-
arasjómaður og mikill aflamaður öll
árin sem hann stýrði því skipi. Á
þessum tíma var nær öll bátaútgerð
í molum á ísafírði og réðust því
margir bátasjómenn á Sólborgu,
harðduglegir en lítt kunnugir tog-
arasjómennsku. Því þótti það fengur
góður, daginn sem siglt var, þegar
Haraldur kom um borð og bættist
við þá fáu sem fyrir vom og þekk-
ingu höfðu. Þama um borð var ég
undirritaður að hefja mína fyrstu
togarasjómennsku, komungur og
allsóvanur þeirri vinnu. Fullvíst má
telja að margir þeir sem þá byrjuðu
óvanir og enn lifa minnast einurðar
Haraldar og þolinmæði þessa fyrstu
mánuði, við að kenna og leiðbeina
okkur, en það lét Haraldi einkar vel
að kenna mönnum réttu handtökin
og þá var ekki farið að manni með
illu, annars krafðist hann mikils af
sjálfum sér og öðmm en fyrst og
fremst af sjálfum sér. Eg á margs
að minnast og þakka frá þeim ámm
og fannst mikið koma til frænda
míns. Athygli vakti hversu djarfur
hann var og fljótur, því þegar allt
var undir brot og slit, bæði trollin
rifín og þá oft í vitlausu veðri, virt-
ist hann tvíeflast, var fljótur að hífa
trollið klárt og raða mönnum í við-
gerðina og sópaði þá aldeilis af
karli, fími hans með netanálina var
einstæð og ekki mátti á milli sjá
hvort léki betur í hendi hans netaná-
lin eða saumnálin hennar Gunnu
Eiríks, þegar hann saumaði sér ös-
kupoka fyrir öskudaginn, en hvað
um það í þá daga eins og nú gilti
að veiðarfærið væri í sjónum. Þetta
kunnu togaraskipstjóramir að meta
og því ekki að undra að slíkir menn
væm eftirsóttir. Þeir sem hafa verið
með Haraldi gleyma seint hans
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför
JÓNS FRIÐRIKS MATTHÍASSONAR
Jónfna Jóhannesdóttir,
Jóhannes Helgi Jónsson
Björg Sigríður Jónsdóttir,
Helga Elsa Jónsdóttir,
Hrönn Jónsdóttir,
Matthildur Jónsdóttir,
Marsibil Jónsdóttir,
Ólafur Jónsson,
Ingibjörg Kristín Jónsdóttir,
Elfn Jónsdóttir,
Matthfas Jón Jónsson,
barnabörn og
Margrót Guttormsdóttir,
Jón Guðmundsson,
Björn St. Bjartmarz,
Grfmur Magnússon,
Bolli Gústavsson,
Ferdinand Ferdinandsson,
Jóhanna S. Einarsdóttir,
Ingólfur Hjartarson,
Elías B. Jónsson,
Marfa Erlingsdóttir.
barnabarnabörn.
/
Framleiðum allar stærðir og gerðir af legsteinum.
Veitum fúslega upplýsingar og raðgjfjf
úm gerð og val legsteina/ .
S.HELGASONHF
STEINSMKHÍta
- ,1 4c. ■■ "VI,
sterku rödd og hver man ekki eftir
þegar hann úr hólnum hrópaði:
Hífopp og laggó.
Vorið 1952 fá Vatneyrarbræður
nýtt skip, bv. Gylfa, og með hann
var Ingvar Guðmundsson. Til Ingv-
ars fer Haraldur sem 2. stýrimaður
en það hafði verið löngu ákveðið.
Svo óheppilega vildi til í öðmm túr
skipsins að það kviknaði í skipinu
og brann mikið, af þeim sökum var
Gylfi frá veiðum í marga mánuði
og kom þá Haraldur aftur yfír á
Sólborgu og þar er hann til miðs
vetrar 1953 er hann hættir og hverf-
ur þá heim til Flateyrar og sest þar
alfarið að. Um nokkum tíma á því
ári var hann með Jóhanni Péturs-
syni á bv. Gylli. Á Flateyri vom þá
gerðir út, af Einari Sigurðssyni út-
gerðarmanni í Reykjavík, tveir af
gömlu síðutogurunum, þeir Gyllir
og Guðmundur Júní, sem áður var
Júpíter.
Á þessu ári má segja að togarsjó-
mennsku Haraldar ljúki en nokkmm
sinnum skrapp hann einn og einn
túr þegar kunningja hans vantaði
mann. Haraldur gifti sig þetta sama
ár. Hann þurfti ekki langt að fara
eftir konuefninu, svona rétt sæmi-
lega bæjarleið.
Heimasætan á Mosvöllum í Ön-
undarfirði og Haraldur felldu hugi
saman og giftu sig 17. júní 1953.
Gróa er dóttir Guðmundínu Jóns-
dóttur og Bjöms Hjálmarssonar
bónda á Mosvöllum en báðir foreldr-
ar hennar em látnir. Hún ólst upp
hjá ömmu sinni á Mosvöllum, Guð-
björgu, móðir Bjöms. Gróa nam
húsmæðrafræði við Húsmæðraskól-
ann að Laugalandi í Eyjafirði. Har-
aldur trúði vinum sínum gjaman
fyrir því, að það hefði verið sín
mesta gæfa í lífinu þegar hann eign-
aðist Gróu sína fyrir eiginkonu, enda
ekki að undra þar sem Gróa er mik-
il fyrirmyndar húsmóðir, hlý kona
og umburðarlynd, hún hefur verið
góð móðir bamanna þeirra. Þannig
var hreinskilni Haraldar jafnan.
Alloft glettist Haraldur við vini
sína eftir þetta og þóttist þá ekkert
skilja hvemig í ósköpunum hefði
staðið á því að hún Gróa hefði viljað
hann fyrir mann, slík græskulaus
kímni var honum meðfædd.
Gróa og Haraldur eignuðust sex
böm. Þau em: Guðmundur Bjöm,
sjómaður, sambýliskona hans er
Kristín Helgadóttir; Guðbjörg
Kristín, gift Hjálmari Sigurðssyni
skipstjóra; Jóna Guðrún, gift Bimi
Inga Bjamasyni framkvæmda-
stjóra; Gunnhildur Halla, gift Guð-
mundi Thoroddsen vélstjóra; Gróa
Guðmunda, gift Magnúsi Magnús-
syni tæknifræðingi; Hinrik Rúnar,
ógiftur. ÖIl em þau uppkomin og
myndar fólk. Bamabömin em orðin
tíu. Lífsvegur Haraldar tók nokkuð
aðra stefnu árjð 1954 þegar hann
eignaðist eigin útgerð, trillubátinn
Ólöfu, og síðar aðra smábáta. í
fyrstu gerði hann út á kola og hand-
færaveiðar á sumrin og síðar einnig
á grásleppu en þess á milli stundaði
hann aðra vinnu bæði í landi og á
stærri bátum.
Vetrarvertíðina 1962 'var hann
skipstjóri á mb. Víking sem þá var
leigður til Flateyrar og næstu vertíð
á eftir var hann með mb. Einar
Þveræing. Á báðum þessum bátum
famaðist Haraldi vel en hurð skall
nærri hælum seinni vertíðina í
norð-austan stórviðri á Bárðamið-
um, þá glímu sigraði Haraldur.
Með öðm hafði hann nokkuð
skepnuhald og hafði auðsýnilega
heilmikið yndi af að stússa í kring-
um kindur og snurfusa fjárhúsin.
Það sýnir kannski hvað best hans
innri mann hversu innilega vænt
honum þótti um málleysingja og í
þeirra húsum er mér nær að halda
að hann hafí komist næst guði
sínum, þangað til nú. Það gleymist
ekki þeim sem sáu hversu fallegan
legstað hann bjó einum sínum
tryggasta vini, eftir dauðann, hund-
inum Kol. Hann var lagður til hvílu
ofan við bæjarhúsið á Görðum und-
ir stóram og fallegum blágiýtis-
steini og vel girt í kring og um sama
leyti dó kisa og hvílir nú við hlið
Kols en á steininn er letrað með
hvítum stöfum: Kolur og Kisa.
Býlið Garða á Hviltarströnd eign-
ast þau hjónin árið 1975 en þegar
Haraldur átti kost á jörðinni hugs-
aði hann sig ekki um tvisvar. Á
Görðum byggðu amma og afi okkar