Morgunblaðið - 13.11.1988, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1988
Vantar...
Galdrabrenna gjaldþrots
Hafskips
Hann heldur treglega áfram:
„Flokkurinn lét ákaflega lit þegar
þeir hættu Lúðvík og Magnús Kjart-
ansson. Flokksgerðin breytist mjög
mikið, en hafði lengi verið að þró-
ast. Þama eru nú sjálfkjömir post-
ular, sem elska verkalýðinn út yfír
allt, að því tilskyldu að verkalýður-
inn geri ekkert nema að þeirra fýrir-
sögn. Þeir sem ekki fara að vilja
þeirra em úthrópaðir sem svikarar
og glæpamenn og setið um að reyna
að rakka af þeim æruna og mann-
orðið. Þetta er ógæfuþróun og ég
held hún sé lengra komin en hjá
krötunum eftir að þeir höfðu tapað
Héðni. Þeir eru búnir að ná sér upp
úr þessu núna.“
Hann segir að lengi hafí verið
setið um sig. „Þjóðviljanum tókst
að gera mig að aðalsöguhetju gjald-
þrots Hafskips og reyndi að hengja
það saman við afskipti mín af
verkalýðsmálum. Það sem þeir ekki
þorðu að setja í Þjóðviljann, skrif-
uðu ritstjóramir sjálfir í Helgar-
póstinn. Maður upplifir stundum
ákafíega einkennilega hluti. Maður
upplifir að menn sem maður hefur
álitið vini sína og félaga eru komn-
ir með hnífinn í bakið um leið og
þeir halda að þeir geti drepið mann.
Ég neita því ekki að í þessari
galdrabrennu allri, gekk yfir mig
að Þjóðviljinn einn blaða spurði
aldrei um mína afstöðu heldur
dæmdi út frá upplognum forsendum
Helgarpóstsins og lagði sig fram
um að ekkert kæmi fram um raun-
verulegar staðreyndir málsins.
Sögðu meðal annars að upplýsingar
hefðu komið fram við yfirheyrslur,
sem aldrei komu þar fram, eins og
að forstjóri Hafskips hefði lýst því
yfir að ég hefði verið góð fjárfest-
ing. Þegar ríkissaksóknari hafði að
undangenginni rannsókn lýst því
yfir að allar þessar ásakanir væru
tilhæfulausar og ég væri alveg sýkn
af þeim ákærum sem á mig voru
bomar, þá birti Þjóðviljinn ekki
fréttina. Þetta er ákafiega djúpt
sokkið og það getur verið ákaflega
sárt að reyna „vini“ sína að því að
leggja manni hnífi í bakið."
Réttlátara þjóðfélag
„Ég vildi ekki fara úr flokknum
fyrr en eftir kosningar, þó ég yæri
löngu búinn að ákveða að segja
mig úr honum. Ég gaf ekki kost á
mér til þingmennsku og hefði sjálf-
sagt tapað prófkjöri þar, því fylgi
mitt innan flokksins síðustu árin
sem ég var í honum var ekki mik-
ið. Ég vildi ekki valda flokknum
tjóni og ég kaus hann, þrátt fyrir
að það stríddi mjög gegn samvisku
minni. Eftir að búið var að mynda
sfðustu ríkisstjóm þá sagði ég mig
barahægt og kurteislega úr flokkn-
um. í Alþýðubandalaginu, og ég vil
taka það skýrt fram, er mikið af
góðu fólki og það er algjör misskiln-
ingur að þar séu óþokkar upp til
hópa. Og meðal kjósenda flokksins
er mjög mikið af góðu fólki. Þar á
ég marga vini og kunningja sem
ég met mjög mikils. Ég hef ekki
látið persónuhatur ná tökum á mér
og hef nú látið þessa menn ótrúlega
mikið í friði, þó ég gæti upplýst
ýmislegt um þá ef ég kærði mig
um. Ég tel mig ekki hafa fallið frá
mínum skoðunum, sem eru ákaf-
lega svipaðar og þær voru þegar
ég gekk í flokkinn og í Dagsbrún
16 ára gamall. Um jafnrétti og
bræðralag verkafólks og réttlátara
þjóðfélag. Ég ætla ekki að styðjast
við Alþýðubandalagið sem flokk í
þeirri baráttu og ég ætla ekki að
venda minni verkalýðshyggju eftir
fyrirsögn Þjóðviljans."
— Sérðu frekar samherja í Al-
þýðuflokknum?
„Ég hef lengi vonað að verka-
lýðssinnað fólk í Alþýðubandalag-
inu og Alþýðuflokknum næði hönd-
um saman. Ef svo yrði kæmi einnig
mikið af góðu og verkalýðssinnuðu
fólki úr Sjálfstæðisflokknum. Þá
væri aflið komið, en vonir verða
ekki alltaf að veruleik."
44. flokksþing krata:
'ASKÝRING
Umskipti í
forystusveitinm
eftir Agnesi Bragadóttur
TALIÐ er næsta víst að Jó-
hanna Sigurðardóttir, vara-
formaður Alþýðuflokksins
muni ekki gefa kost á sér til
endurkjörs á 44. flokksþing-
inu sem hefst á Hótel íslandi
næstkomandi föstudag og
stendur fram á sunnudag.
Jaínframt er öruggt að ritari
flokksins, Ami Gunnarsson
og gjaldkeri flokksins, Geir
Gunnlaugsson gefa ekki kost
á sér á nýjan leik. Jón Baldvin
Hannibalsson, formaður
flokksins verður líklega einn
eftir af gamla forystuliðinu.
Allir munu sammála um að
hann verði endurkjörinn sem
formaður. Hann er áfram
óumdeilanlega foringi flokks-
ins, þrátt fyrir einhverjar
gagnrýniraddir.
Fátt bendir til þess að til átaka
muni -korna á þessu flokks-
þingi eða að til tíðinda dragi. Jón
Baldvin mun ef að líkum lætur
sæta einhverri gagnrýni, m.a. fyr-
ir það að vera of einráður.
Ákveðnir kratar telja að skýra
megi ákvörðun Jóhönnu um að
hætta varaformennskunni með
því að hún sé ekki alls kostar
ánægð með samstarfið við form-
anninn og fóstbróður hans, Jón
Sigurðsson. Aðrir segja að það
þurfi engum að koma á óvart,
þótt hún vilji minnka við sig trún-
aðarstörf á vegum flokksins. Hún
hafi verið á þingi í 10 ár og vara-
formaður í 4 ár. Annir hennar sem
ráðherra, þingmanns og móður
séu hreint ótrúlegar.
,Það er út í hött að reyna að
búa til einhvem ágreining úr því
að ég íhugi þann möguleika, að
Ekki hróflað við völdum
Jóns Baldvins
Næsta víst að Jóhanna
hættir sem varaformaður
Guðmundur Arni Stef-
ánsson o g Rannveig Guð-
mundsdóttir nefiid
Rannveig
fækka eitthvað við mig þeim
mörgu trúnaðarstörfum sem ég
gegni fýrir Alþýðuflokkinn," segir
Jóhanna. Hún segir jafnframt:
.Auðvitað geta verið skiptar skoð-
anir innan Alþýðuflokksins um
vinnubrögð, áherslur og forgang
verkefna. Ef ég á eitthvað óupp-
gert í þessum efnum við formann-
inn eðá aðra innan flokksins þá
verðurþað bara rætt innan flokks-
ins.“
í pólitískri umræðu á komandi
þingi verður líklega mesta hita-
málið staða flokksins með tilliti
til stjómarsamstarfsins í síðustu
ríkisstjórn og svo aftur nú. Þar
gæti hitnað talsvert í kolunum því
ákveðnir kratar em ekki sáttir við
samstarfsslitin við Sjálfstæðis-
flokkinn og hvernig þau bar að.
Þar em fremstir í flokki gömlu,
rótgrónu kratarnir, sem hafa
fremur lítið til hægri í stjómar-
samstarfi, en vinstri.
Þessari skilgreiningu hafna
flestir kratar í dag og segja að
vart sé lengur hægt að tala um
ólíka arma Alþýðuflokksins. Jón
Baldvin er sagður hafa sameinað
flokkinn í eina heild, þó vissulega
vilji sumir að hann hefði ekki jafn
óbundnar hendur og hann hefur
við stjórnun og ákvarðanatöku.
Jóhönnu og Jóni Baldvin er vel
til vina, þótt stundum hafi andað
köldu á milli þeirra, en það mun
hafa verið málefnalegur andkuldi,
þar sem Jóhanna er afskaplega
málafylgin og ákveðin þegar hún
er að berjast fyrir ,sínum málurn"
og hefur það komið fyrir að í
hana hafi fokið, og það hressi-
lega, þegar formaðurinn hefur
ekki verið sama sinnis og hún um
hveijar helstu áherslurnar skyldu
vera, eða hver yrði forgangsröð
íjárfrekra verkefna.
Kratar vilja ekki staðfesta að
Jóhanna ætli að hætta varafor-
mennskunni, en telja það næsta
ömggt. Jón Baldvin hefur reynt
að fá hana ofan af þeim ásetn-
ingi, svo og konur í Alþýðuflokkn-
um. Óvíst er hverjir munu berjast
um varaformennskuna, verði Jó-
hönnu ekki hnikað, en helst hafa
GuðmundurÁmi Stefánsson'bæj-
arstjóri i Hafnarfirði og Rannveig
Guðmundsdóttir, aðstoðarmaður
Jóhönnu (áður bæjarfulltrúi í
Kópavogi) verið nefnd til sögunn-
ar. Hvomgt mun gefa kost á sér,
ef Jóhanna hættir við að hætta,
og afstaða Rannveigar er talin
ráðast af því með hvaða hætti
Jóhanna mun skýra ákvörðun sína
um að gefa ekki kost á sér. Er
talið ólíklegt að Rannyeig, eða
nokkur önnur kona innan flokks-
ins gefi kost á sér í embættið, ef
Jóhanna lætur í Ijós að ástæðum-
ar fyrir ákvörðun hennar séu fyrst
og fremst óánægja hennar með
samstarfið við Jón Baldvin.
Jón Sigurðsson er einnig sagður
geta hugsað sér starfann, en hann
er ekki talinn njóta stuðnings í
varaformannsembættið. Finnst
mörgum kratanum sem völd hans
innan flokksins og í þjóðfélaginu
séu þegar næg.
Verði varaformannsskipti á
þinginu með friðsamlegum hætti,
er talið líklegt að reynt verði að
fá konu í starf ritara einnig, þann-
ig að ljóst sé að konur séu ekki
að verða undir í valdabaráttunni
innan flokksins, hvort sem það
fær svo staðist eða ekki.
XXZ7
Wicanders
Kork-o-Plast
Sœnsk gœðavara í 25 ár.
Nú ER ÞAÐ 10 ARA
ÁBYRGÐ Á SUTLAGI
á hlnum margviður-
kenndu KORK O
PIAST gólfflfsum.
ÞegarÞúkaup.rKORK
O PLAST þá faerðu
SUTÁBYRGÐAR-
SKÍRTEINI.
ABYRGÐIN GILDm
YFIR 14 GERÐIR K O P.
HRIIMGIÐ EFTIR
FREKARI UPPLÝSINGUM.
KORK O PLAST er meö slitsterka vinylhúö og notað á gólf sem mikið
mæðir á, svo sem á flugstöðvum og á sjúkrahúsum.
KORK O PLAST er auðvelt að þrífa og þægilegt er að ganga á því.
Sérlega hentugt fyrir vinnustaði, banka og opinberar skrifstofur.
KORK O PLAST byggir ekki upp spennu og er mikið notað í
tölvuherbergjum.
KORK O PLAST fæst í 13 mismunandi korkmynstrum.
EF ÞÚ BÝRÐ ÚTI Á LAIMDI ÞÁ SENDUM VIÐ ÞÉR ÓKEYPIS
SÝNISHORN OG BÆKLING.
Einkaumboð á Islandi.
Þ. ÞORGRÍMSSON &C0
Árrriúla 29 Reykjavík sími 38640