Morgunblaðið - 25.11.1988, Qupperneq 10
10 B
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1988
MYNDBÖND Á MARKAÐNUM
Saebjöm Valdimarsson
Fínt hyski og fátækt
pakk
gamanmynd
Flodder ★ ★1/2
Leikstjóri og handritshöfundur
Dick Maas. Aðalleikendur Nelly
Frijda, Huub Stapel, Taljana
Simic. Hollensk. JB 1987.107
mín. Bönnuð yngri en 16 ára.
AFSLÁTTUR
af öllum fatnaði til mánaða-
móta.
Opiðlaugardag.
KVENFATAVERSLUN
Mosfellsbæ. s! 666676.
Ekkert
blávatn
Dauer
léttöl
Hin nýja mynd Dick Maas (Lyft-
an) minnir talsvert á Elskur
(Schatjets) Ruud Van Hemerts,
aðra hollenska skopmynd sem Tefli
gaf út á sínum tíma. Þær eru gerð-
ar af ruddafengnu og óvægu skop-
skyni og eru í kímnum ófor-
skömmulegheitum sínum á mörkum
farsa og ádeilu. Kynslóðabilið var
tekið fyrir í Elskum, nú víkur sög-
unni að úthafsálunum milli ríkra
og snauðra. Flodder fjölskyldan
hlýtur að skilgreinast sem ósvikið
skítapakk á ytra borðinu, Lifir sælt
fyrir líðandi stund í fátækrahverfi.
Vegna mengunar verður að flytja
þau á brott og sálfræðingur hjá
Félagsmálastofnun vill nú hefja
nokkra tilraunastarfsemi, flytja
rumpulýðinn í lúxushverfi og sjá
hvort umhverfisbreytingin geri hon-
um ekki gott.
Því fer fjarri. Flodderarnir halda
sinni línu. Höfuð þeirra og ættmóð-
ir heldur ótrauð áfram að brugga,
drekka og selja landa, strákamir
að stela og stelpan að hleypa uppá,
reyndar sér familían sér aukinn hag
í því síðastnefnda. Og burgeisamir,
nágrannamir, mega vart vatni
halda yfir þessari ófélegu umhverf-
ismengun og hugsa til hefnda.
Það er erfitt að halda jafn fárán-
legri fyndni á lofti frá upphafi til
enda og hér svífur yfir vötnunum.
Enda verður Maas full rosalegur á
köflum, einsog í skriðdrekaárás-
inni. Á hinn bóginn er Flodder oft-
ast makalaus í ósvífnu háði að getu-
lausum pempíuskap broddborgar-
anna og meðfæddum ræfildómi
undirmálsfólksins, sem honum
fmnst þó skömminni skárra, sjálfu
sér samkvæmara. a.m.k. Það er
ástæða til að benda fólki sem vill
fá nýstárlegt skemmtiefni á skjáinn
á þessa hollensku fruntafyndnis-
mynd, hún lúrir á fjölmörgum
groddabröndurum og miklum
gálgahúmor sem á köflum verður
þó að teljast næsta ósmekklegur.
Tæpast boðleg undir síðdegistei né
sérrístaupi.
Tvíbent tilvera
drama
Júlía og Júlía — Julia And Julia
★ ★
Leikstjóri Peter Del Monte.
Handrit Joseph Minion, byggt á
sögu eftir Silviu Napolitano.
Kvikmyndatökustjóri Giuseppe
Rotunno. Aðalleikendur Kathle-
en Turner, Gabriel Byrne, Sting,
Gabriele Ferzetti. Itölsk sjón-
varpsmynd. RAI Radio Televisi-
one Italiana 1987. Steinar 1988.
98 mín Bönnuð yngri en 16 ára.
Hi-Fi
Júlía og Júlía er ein fjölmargra
mynda sem gerast á óræðum slóð-
um draums og veruleika. Turner
leikur konu sem missir mann sinn
(Byrne) á brúðkaupsdaginn — að
því er virðist, og lifir hún í sorg og
seyru í sex ár. Þá er Byrne karlinn
skyndilega kominn til skjalanna og
sex ára gamall sonur þeirra í bón-
us. En það sem verra er, æstur og
ógnvekjandi elskhugi (Sting) er líka
kominn í spilið.
Myndin er jafn mikið í lausu lofti
og persónumar. Áhorfandinn á í
vandræðum með að ná sambandi
við þessar flöktandi mannverur,
hvort sem þær em kleifhugar eða
ekki. Spursmál hvort það er yfir-
leitt hægt, kannski ætlar háfleýgur
leikstjórinn okkur annað. Júlía og
Júlía er veisla fyrir augað, þökk sé
Rotunno, aðalkvikmyndatökustjóra
Fellinis í gegnum tíðina, og virki-
lega góðum leikhópi. En þetta
ágætisfólk nær engan vegin að
koma áhorfendum í jarðsamband.
Fágað msl.
Atvinnumaður fer
aftur á kreik
spennumynd
The Assassination Run ★1/2
Leikstjóri Ken Hannann. Handrit
Jack Gerson. Aðalleikendur Mal-
colm Stoddard og Mary Tamm.
Bresk sjónvarpsmynd. BBC Scot-
land 1984. Bergvík 1988.
Þýskir hryðjuverkamenn missa
fimasta böðul sinn, svo þeir verða
að velja annan toppmann í hans
stað svo þeir geti lokið áætlun um
að myrða þýskan blaðakóng sem
er í heimsókn á Spáni. Stoddard,
fyrrverandi drápsmaður í leyniþjón-
ustu Hennar hátignar, verður fyrir
valinu. Ræna hryðjuverkamennirnir
eiginkonu hans svo Stoddard taki
að sér drápið. Inní söguna fléttast
KGB menn og fyrrverandi sam-
starfsmenn hans.
Hundrað prósent hábreskt efni í
anda LeCarré. En er orðið ótrúlega
volkað á fáum ámm og hefur lítið
til síns ágætis í dag. Myndin fer
sómasamlega af stað en snýst síðan
í hægagang fram undir lokin. Og
þau em náttúrlega svo margsnúin
að engu tali tekur, þegar róleg-
heitin sem á undan em gengin eru
höfð í huga. Vönduð, að hætti
BBC, en lítt spennandi.
Óvelkomin áhöfn
spennumynd
Assault On The Wayne ★ ★
Leikstjóri Marvin Chomsky.
Handrit Jackson Gillis. Aðalleik-
endur Leonard Nimoy, Joseph
Cotten, Lloyd Haynes, William
Wyndom, Keenan Wynn.
Bandarísk sjónvarpsmynd. Par-
amount 1970. Háskólabíó 1988.
Hi-Fi. 72 mín. Öllum leyfð.
| Ýmsir válegir hlutir gerast um
ASSAULT m
THE WAYNE
Samtök íslenskra myndbandaleiga:
VINSÆLUSTU MYNDBÖNDIN
1. ( 7) Bestseller .......................... (Skífan)
2. ( 1) The Untouchables ................ (Háskólabíó)
3. ( 4) Spaceballs — TheVideo .......... (J.B. heildsala)
4. ( 2) ET — The Extra Terrestrial .... (Laugarársbíó)
5. (15) TheFlightoftheNavigator ............ (Steinar)
6. ( 6) Stakeout ........................... (Bergvík)
7. ( 5) TheLostBoys ........................ (Steinar)
8. ( 3) Someone to Watch Over Me ............ (Skífan)
9. (12) The Bedroom Window ............. (J.B. Heildsala)
10. (13) Making Mr. Right ................... (Skífan)
11. (10) Predator ......................... (Steinar)
12. ( 8) Body of Evidence ................. (Steinar)
13. ( 9) Nadine ............................ (Steinar)
14. (16) TheBelivers ......................... (Skífan)
15. (—) Juliaand Julía ...................... (Steinar)
16. (11) The Running Man ................. (J.B. heildsala)
17. (—-) DeadlyDreams ........................ (Skífan)
18. (14) NightontheTown ..................... (Bergvík)
19. (—) Hairspray ........................... (Skífan)
20. (—-) Tough Guys Don’t Dance ............. (Myndbox)
21. (18) TheBoat ............................ (Myndbox)
22. (23) NoMan’sLand ..................... (Háskólabíó)
23. (17) ChinaGirl ..................... (J.B. Heildsala)
24. (—-) Flowers in the Attic ............... (Myndbox)
25. (19) MoneyMania .................... (J.B. Heildsala)
26. (—-) Það er enn á lífi .................. (Steinar)
27. (20) Dragnet ........................ (Laugarásbíó)
28. (—) EveryTime WeSay Goodbye ... (J.B. Heildsala)
29. (25) BigTown .......................... (Háskólabíó)
30. (31) The Rosary Murders ............. (Laugarásbíó)
í svigunum er það sæti sem myndbandið var í vikunni á undan, (—)
merkir að myndbandið er nýtt á listanum og (★) að myndbandið er
að koma inn á listan á nýjan leik.
borð í kafbátnum Wayne, sem er
nýlagður í leynilega útilegu. Um
borð eru ný og flókin vísindatæki
sem óvinurinn hefur mikla ágirnd
á. Skipverjar eru margir nýráðnir
og í fyrstu ferð. Skipstjórinn ný-
kominn af sjúkrahúsi og fársjúkur
verður hann þess var að í áhöfninni
eru svikarar sem ætla að komast
yfir leynibúnaðinn og tortíma síðan
kafbátnum og áhöfninni.
Ber þess merki að vera gerð á
tímum kalda stríðsins, orðin svolítið
þreytuleg. En Chomsky er með
vanari mönnum í sjónvarpsmynda-
gerð og gerir þessu fátæklega efni
eins góð skil og efni standa til.
Assault On The Wayne heldur
manni því við skjáinn, merkilegt
nokk.
MSED Oh THE BESTSELLER
THAT SHOCKED
40 MILLIOM READERS
Óhugnaður hjá
ömmu
hrollvekja
Flowers In The Attic ★ ★
Leikstjóri Jeffrey Bloom.
Handrit Bloom, byggt á metsölu-
bók V.C. Andrews. Aðalleikedur
Victoria Tennant, Kristy Swan-
son, Jeb Adams, Louise Fletcher.
Bandarísk. New World Pictures
- Fries Entertainment 1987.
Myndbox 1988. 85 mín.
Þegar fjölskyldufaðirinn fellur
frá verður Tennant að leita með tvo
syni og dætur á náðir foreldra
sinna. Þau hafa hinsvegar bann-
fært þessa einkadóttur þeirra, þar
sem hún giftist ættmenni sínu og
hyggst hún nú vinna ást þeirra að
nýju. Amman (Fletcher) leggur fæð
á barnabörr sín, þau eru læst inni
og mega ekki koma fyrir nokkurs
manns augu. Tennant sinnir þeim
lítið, upptekin við að endurheimta
náð foreldranna og digran arfinn.
Komast börnin að því að þau eru
hreint ekki á framtíðarplani
mömmu ...
Maður hefur á tilfinningunni að
Blóm á háaloftinu hefði getað orðið
fyrirtaks hrollvekja, en því er nú
svo farið að hún veldur sjaldan
verulegum ugg hjá áhorfandanum
þó margt sé vel gert. Leiktjöldin
eru prýðisgóð, sem og leikur krakk-
anna og Fletcher í annars tilþrifa-
litlu hlutverki hinnar andstyggilegu
ömmu. En það eru þúsund lausir
þræðir flangsandi útum alla mynd
og leikstjórnin heldur dáðlítil. Renn-
ur átakalaust framhjá.
Nár blir o» tofte
e* sporsmöl om liv og dod...?
Svik og prettir
drama
Svik ★1/2
Leikstjóri Jud Taylor. Handrit
Dorothy Salisbury Davis. Aðal-
leikendur Tommy Lee Jones,
Annette O’Toole, M. Emmet
Walsh, Milo O’Shea. Bandarísk,
gerð 1986. JB heildsala 1988. 90
mín. Bönnuð yngri en 16 ára.
Vel mannað miðlungsdrama um
kaþólska klerkinn Jones sem verður
fyrir því að maður deyr fyrir augun-
um á honum, í hinu hrörlega hverfi
sem hann þjónar. Atburðurinn fær
mikið á hann og fyrr en varir er
hann kominn á spor morðingjans.
Svik fjallar einnig um staðfestu
kaþólskra kennimanna og heldur
er nú okkar maður veikur á svell-
inu. Hér er farið billega með athygl-
isvert efni. Jones stendur alltaf fyr-
ir sínu, hvort sem hann leikur
manndrápara eða guðsmenn. M.
Emmet Walsh er líklegast vinsæl-
asti leikarinn í Hollywood um þess-
ar mundir og O’Shea nær alltaf
jafn góðum tökum á hlutverkum
sínum. Þessir heiðursmenn gera
Svik örlítið ásjálega.