Morgunblaðið - 06.12.1988, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 06.12.1988, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐEÐ IÞROTTIR ÞRJÐJUDAGUR 6. DESEMBER 1988 B 9 KNATTSPYRNA / VESTUR-ÞÝSKALAND KNATTSPYRNA / ITALIA Vestur-Þjóðverjar í aðalhlutverkum ÞAÐ var vestur-þýskur stimpill á sigri Inter Mílanó gegn Pes- cara á útivelli um helgina og sigurinn viðhélt tveggja stiga forystu Inter í ítölsku deildinni. Þýskur stimpill var það vegna þess að mörkin skoruðu þeir Andreas Brehme og Lothar Mattheus, sem komu til féiags- insfrá Bayern Munchen fyrir yfirstandandi keppnistímabil. Brehme skoraði beint úr auka- spyrnu á 55. mínútu og félagi hans skoraði 10 mfnútum seinna. Napólí vann öruggan sigur gegn Fiorentina. Diego Maradona var í miklum ham þótt aðeins 18 klukkustundir væru liðnar frá því að hann steig af flugvél frá Arg- entínu. Maradona skoraði fyrra markið úr víti í fyrri hálfleik og var tvívegis nærri búinn að skora úr aukaspymum. Careca skoraði síðara markið, áttunda mark hans í vetur og er hann markahæstur. Rudi Völler, sem lítið hefur leikið með Roma í seinni tíð, var með nú og skoraði fyrra mark liðsins. Dani- ele Massaro bætti öðm marki og Sampdoria átti aldrei möguleika þótt liðið léki á heimavelli sínum. AC Mílanó hefur gengið illa án Ruuds Gullit sem er meiddur, en þó tókst að mctja 2:0 sigur gegn Lecce, einu af botnliðunum. Rigetti hjá Lecce átti sök á báðum mörkun- um, þvældist fyrir knettinum er Van Basten skaut á markið og breytti þannig stefnu hans að markvörður- inn gat sig hvergi hrært, 1:0. Og seinna markið var einnig jólagjöf frá Righetti, sem skellti Evani flöt- um í teignum og Van Basten skor- aði úr vítinu. Juventus sem vann stóran útisig- ur, 4:1, gegn Pisa. Zavarov lék ekki með vegna leikbanns, en þeir Rui Barros, Michael Laudrup, Alles- sandro Altobelli og Antonio Cabrini skomðu mörkin. ■ Úrslit/B11 ■ Staðan/B11 Ásgeir for á kostum Bayern Miinchen haustmeistari án tapleiks Síðasta umferð fyrri umferðar- vestur þýsku deildarkeppninn- ar í knattspyrnu fór fram á laugar- daginn og er Bayern Míinchen í BBBi efsta sæti, svokall- FráJóni aður haustmeistari H. Garöarssyni 0g náði liðið þeim i V-Þýskalandi árangri án þess að tapa leik, en það. hefur aðeins einu sinni gerst áður. HSV vann sama afrek keppnistíma- bilið 1982 til 1983. Bayern tryggði þenna áfanga með markalausu jafntefli á útivelli gegn Bochum. Það var sprellfjömgur leikur sem hefði getað endað 6:6 þótt ekkert mark hafi verið skorað. Annars var leikur umferðarinnar tvímælalaust viðureign Stuttgart og meistara Werder Bremen. Brem- en hafði ekki tapað átta leikjum í röð og Stuttgart var taplaust á heifnavelli. Engin breyting varð á, liðin skildu jöfn, 3:3 í líflegri og spennandi viðureign. Bestu menn vallarins vom As- geir Sigurvinsson hjá Stuttgart, sem fór á kostum, og Rune Brat- seth, Norðmaðurinn hjá Bremen, og vom báðir valdir í lið vikunnar. Asgeir skoraði fyrsta mark leiksins, glæsilegt mark úr þröngu færi, en Bratseth jafnaði. Buchwald skoraði þá fyrir Stuttgart, en Schaaf og Bratseth skomðu fyrir Bremen. Fritz Walter, sem kom inn á sem varamaður, skoraði jöfnunarmark Stuttgart eftir undirbúning Ásgeirs. Það kom á óvart, að framheijarnir KNATTSPYRNA / FRAKKLAND PSG og Auxerro sérábáti EINVÍGI París SG og Auxerre heldur enn áfram í frönsku 1. deildinni. Forskot liðanna sem eykst nú við hverja umferð er orðið 10 og 9 stig á þriðja lið sem er Marseilles, en Mar- seilles og Sochaux gerðu markalaust jafntefli um helg- ina. Mónakó átti mjög góðan útiieik gegn Lens og sigraði 4:2. Bordeaux sem um síðustu helgi tapaði fyrir PSG á heima- velli náði jafntefli í Montpellier þrátt fyrir að vera yf irspilað mest allan leiktímann. Úrslit sem gefa leikmönnum Borde- aux örlitla von fyrir leikinn gegn Napólí í Evrópukeppninni á miðvikudagskvöldið. Christian Perez sem leikur með PSG sem lánsmaður frá Mont- pellier, var maðurinn á bak við sig- ur Parísarliðsins gegn Cannes. ■■■■ Perez skoraði eina Bernharð Valsson skrifar frá Frakklandi markið, í leik sem var afar jafn og oft hart leikinn, á 41. mínútu eftir send- ingu frá Susic. Botnliðið Lens átti aldrei neina möguleika á að laga stöðu sína er liðið lék á heimavelli Auxerre. Þrátt fyrir að heimamenn gerðu aðeins eitt mark, Prunier á 60. mínútu, þá léku þeir við hvern sinn fingur og sýndu að það er enginn tilviljun að það séu þeir sem heyi kapphlaup- ið við PSG. Það er óhætt að tala um enskan sigur þegar talað er um 4:2 sigur Mónakó gegn Lille. Þeir Hoddle og Hateley gerðu þijú mörk og byggðu upp það fjórða sem Jose Toure skor- aði. Mörk heimamanna voru bæði gerð af útlendingum, það fyrra af Belganum Van Den Bergh og það seinna af Pele frá Ghana. Matra Racing sígur hægt og ró- lega niður stigatöfluna. Hver tap- leikurinn rekur annan og sá síðasti var á laugardagskvöld í St.Etienne. Matra byrjaði þó vel og náði for- ystu strax á fjórðu mínútu með marki Perard. En það dugði skammt, því heimamenn, sem eru í þriðja neðsta sæti, vildu allt gera til að bæta sinn hag, og skoruðu tvö mörk í röð stuttu seinna. Fran- cescoli jafnaði úr víti á 35. mínútu, en tvö mörk í upphafi seinni hálf- leiks tryggðu St.Etienne sigur. Francescoli bætti þó við þriðja marki Matra á síðustu mínútu leiks- ins, aftur úr víti, en það var of seint og Matra með allar sínar stjörnur og fyrirheit situr í 16. sæti deildar- innar. Bordeaux var yfirspilað í Mont- pellier og skipti þar mestu, að Kólombíumaðurinn Carlos Valder- ona sem ekkert hefur getað í allan vetur, sýndi öllum á óvörum snilld- arleik. Þrátt fyrir ójöfnuðinn, þá náðu gestirnir að jafna leikinn úr tveimur skyndisóknum. Buscher skoraði bæði mörk Montpellier, en Jesper Olsen og Jannick Stophyra svöruðu fyrir Bordeaux. Mark Olsens var sérlega glæsilegt og hans fyrsta fyrir Bordeaux. Hann fékk knöttinn á miðjum velli og hafði greinilega gefist upp á sam- herjum sínum, því hann óð upp ali- an völl, lék á hvern heimamanninn af öðrum og skoraði svo glæsilega. Papin hjá Marseilles hefur skor- að 12 mörk og er markahæstur. Þeir Bravo hjá Nice, Vujovic hjá Cannes og Xuereb hjá PSG hafa skorað 10 mörk. ■ Úrslit/B11 ■ Staðan/B11 Walter og Norbert Maier hjá Brem- en sátu á bekknum í byijun. Þótti það benda til þess að leikinn yrði stífur varnarleikur, en annað kom á daginn. Niirnberg og Stuttgart Kickers skildu jöfn í hinum markaleik um- ferðarinnar. Schwalbe, Wagner og v Stenzel skoruðu fyrir heimaliðið, en Schuler, Wolf og Hotic fyrir Kic- kers. Thomas Allofs hjá Köln er mark- hæstur með 12 mörk, en 9 mörk hafa skorað þeir Uwe Leifeld Boc- hum, Hans Jörg Criens Gladbach og Frank Neubarth hjá Bremen. ■ Úrslit/B11 ■ Staðan/B11 SEVEN SEAS VÍTAMÍN DAGLEGA GERIÐ GÆÐA SAMANBURÐ LÝSIS HYLKI (§)t orenco HEILDSÖLUDREIFING Laugavegi 16, simi 240S7. öruggur stuðninqur við íbróttamenn ■o DONJOY varmahlífar eru léttar og liprar og hindra ekki eðlilegar hreyfingar. Þærveita góðan stuðning jafnframt því að halda hita á liðamótum. Þannig geta DONJOY varma- hlífar dregið úr hættu á meiðslum. Útsölustaðir: Útillf, Reykjavik og Bjarg, Akureyri. n

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.