Morgunblaðið - 29.12.1988, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. DESEMBER 1988
9
4
ÍfSE
mm
1« ll'Tf..
FjlI IíS ILl!; !Ll3 Ml
mim
ið þökkum
vibskiptin á árinu sem er
að líða og óskum landsmönnum
öllum farsœldar og velgengni
á njju ári.
Skammtímabréf Kaupþings eru hag-
kvœm lausn fyrirþá sem vilja ávaxtafé
sitt á hagkvceman hátt án þess ab binda
það um langan tíma. Innlausn Skamm-
tímabréfa er fljótleg og einföld og þeim
fylgir ekkert innlausnargjald.
SÖLUGENGI VERÐBRÉFA ÞANN 29. DES. 1988
EININGABRÉF 1 3.413,-
EININGABRÉF 2 1.931,-
EININGABRÉF 3 2.222,-
LlFEYRISBRÉF 1.716,-
SKAMMTlMABRÉF 1.188,-
Framtíðaröryggi í fjármálum
KAUPÞING HF
Húsi verslunarinnar, sími 91-686988 og
Ráðhústorgi5 á Akureyri, stmi 96-24700
Verzlun á
landsbyggð-
inni
Dagnr á Akureyri birti
fyrir skömmu frétt um
það, að verzlunin á lands-
bygífðinni kynni að vera
að líða undir lok vegna
þess, að landsbyggðar-
fólk fari í verzlunarferð-
ir til Reykjavíkur. í frétt
Dags sagði: „Mikið hefur
verið um það rætt og rit-
að, að verslunin af lands-
byggðinni sé að færast í
auknum mæli til stór-
markaðanna í Reykjavík.
Sú góða færð, sem hefur
verið um vegi landsins
það sem af er vetrinum,
hefur trúlega stuðlað að
þvi á sinn hátt, að fólk
hefur ekki talið eftir sér
að sælga verslunina um
langan veg, ef það hefur
talið sér Qárhagslegan
hag i þvi.
Dagur kannaði lijá
verslunareigendum á
Blönduósi, hvort þeir
teldu að verslunin væri
að fierast út úr byggðar-
laginu.
Einar Þorláksson, sem
rekur Verslunina Vísi,
sagði, að greinilegur
samdráttur væri í versl-
uninni, þótt aðeins hefði
verið líflegra síðustu
dagana. Hann taldi eng-
an vafa á, að verslunin
væri að færast úr hérað-
inu. „Það er ekki orðið
svo lengi skroppið til
Reylgavíkur. Það er
hægt að fara suður að
morgni til að versla og
koma til baka að kvöldi,"
sagði Einar.
Ingunn Gísladóttir,
deildarstjóri þjá Kaup-
felagi Húnvetninga,
sagði að greinilegur sam-
dráttur væri i verslun-
inni. Það virtist hrein-
lega vera orðin tiska að
sækja verslunina lengra,
ýmist til Reykjavíkur eða
jafhvel til annarra
landa . . .
Ég held, að lítill hagn-
aður sé af þessum versl-
unarferðum og þegar til
lengri tíma er litið þá er
hreinlega verið að grafa
Dagur á Akureyri fjallaði nýlega í frétt um það,
hvort verzlunin á landsbyggðinni væri að líða und-
ir lok vegna þess, að landsbyggðarfólk fari fremur
í verzlunarferðir til Reykjavíkur. I Staksteinum í dag
er vitnað til þessarar fréttar Dags. Þá er birt for-
ystugrein úr Fjarðarpóstinum og loks kafli úr grein
eftir Jón Ólafsson, framkvæmdastjóra Félags
íslenzkra fiskmjölsframleiðenda, sem birtist í Morg-
unblaðinu í gær, en hann á, eins og raunar fleiri,
erfitt með að skilja viðskiptahætti með olíu á íslandi.
undan atvinnu í héraðinu
með því að flytja við-
skipti og þar með fjár-
magn í burtu. Þeir sem
versla hér eru fyrst og
fremst að kaupa eitthvað
gagnlegt. Svo er fólk oft
alveg undrandi á, að við
skulum ekki hafa til
vöru, sem það hefúr ekki
getað fengið annars stað-
ar,“ sagði Ingunn.
í tiskuvöruversluninni
„Búðin sérverslun,"
sagði Margrét Skúladótt-
ir, að samdrátturinn væri
greinilegur og hún fúll-
yrti, að það stafaði að
stærstum hluta af því, að
verslunin væri sótt út
fyrir héraðið . . .
Það að sælga verslun
um langan veg hlýtur
alltaf að vera kostnaðar-
samt og hætt er við, að
fólk geri meiri innkaup
en það nauðsynlega þarf
til að kostnaðurinn af
ferðinni skiptist niður á
meira vörumagn. Senni-
lega óskar enginn eftir
þvi, að verslunin úti í
dreifbýlinu liði undir lok
og færist alfarið til stór-
markaðanna."
Huldufólkið
finnst
Fjarðarpósturinn, sem
gefinn er út í Hafiiar-
firði, segir í forystugrein
fyrir skömmu: „Þar kom
að því, að ríkisstjórnin
fann huldufólk í þinglið-
inu, sem Stefan Valgeirs-
son, guðfaðir, staðhæfði,
að þar ætti sér bústað.
Það er þó sjónarsviptir
að Alberti Guðmundssyni
í þessari leikfléttu. Af
hvetju þarf hann að
ganga í björg, þó svo
huldufólkið sýni sig? —
Ólafúr liljurós stóðst bet-
ur sina raun.
Aðalheiður Bjarn-
freðsdóttir, verkalýðs-
foringi til margra ára-
tuga, sýndi sig svo um
munaði á Alþingi í gær-
kvöldi. Hún samþykkti
allt sem ríkisstjómin hef-
ur ákveðið að láta ganga
yfir launafólk. Hún gerði
þaimig grein fyrir já-inu
sínu, að hún væri búin
að gefast upp á þvi, að
stjómarandstaðan kæmi
með aðrar betri tillögur.
— Hún hlýtur þvi að hafa
verið huliim stuðnings-
maður rikisstjómarinn-
ar. Ella hefði hún, sem
stjómarandstæðingur,
komið með aðrar betri
tillögur, — eða komist
öðm visi að orði.
Eflaust fáum við að sjá
fleira huldufólk, áður en
varir. Fjarðarpósturinn
kemur þvi hér með á
framfæri við stjómar-
andstæðinga, sem vilja
halda liðinu saman, hvort
ekld megi beita huldu-
hemum viðfiræga gegn
þessum umskiptingum,
þ.e. ef hann er þá ekki
allur genginn i björg.“
Olíuviðskiptin
Jón Ólafsson, fram-
kvæmdastjóri Félags
íslenzkra fisknyölsfram-
leiðenda, skrifar athygl-
isverða grein i Morgun-
blaðið i gær um olíuvið-
skipli. Jón Ólafsson er
einn í hópi þeirra, sem
eiga svolitið erfitt með
að skilja viðskiptahætti
með olíu á íslandi. Hann
segir ni.a. í grein sinni:
„A stuttri vegalengd á
Austfjörðum, frá Seyðis-
firði tíl Reyðarfiarðar,
fer um þriðjungur af
loðnuvinnslu landsmanna
fi-am. Þarf engan að
undra, að það ergi sijóm-
endur þessara verk-
smiðja sérstaklega, að
horfa á það ástand inn-
flutnings og dreifingar
svartolíu, sem viðgengst.
Félag íslenskra físk-
mjölsframleiðenda og
einstakir framleiðendur
liafa margkvartað végna
þessa. Á þessu svæði er
innflutningsbirgðatank-
ur, sem erfitt er að sjá,
að hentí ekki til birgða-
lialds fyrir þessar verk-
smiðjur. Oliufélagið
Skeljungur segir i at-
hugasemd sinni, að ný-
legar athuganir sýni, að
ekki sé hagkvæmt eða
heppilegt að nota þennan
birgðatank Olís á Seyðis-
firði undir svartolíu.
Þvi er spurt: Er það
ekki hagkvæmt fyrir
hvem? Er það ekki hag-
kvæmt fyrir verksmiðj-
umar? Er það ekki hag-
kvæmt fyrir olíufélögin
Shell og Esso, sem eiga
ekki tankinn? Forstjóri
Olís viðurkenndi í sjón-
varpi nú i haust, að olíu-
verð á Austfjörðum
lækkaði, ef tankurinn á
Seyðisfirði yrði tekinn í
notkun. Hvemig væri að
nagsmunaaðilum væm
birtar niðurstöður þess-
ara athugana ofiufélag-
anna?
Olíufélagið Shell segir
að lokum i athugasemd
sinni, að ekki sé fyrirséð
með öryggi í afskipunum
seljenda í framtíðinni.
Það setur nokkum ugg
að loðnuverksmiðjunum,
ef þessi háttur á að verða
árviss. í þessum iðnaði
em nægir óvissuþættir
fyrir, að ekki sé bætt þar
á með óöryggi i af-
greiðslu olíu til verk-
smiðjanna.
Þvi gera fisknijöls-
framleiðendur þá kröfiu,
að athugun verði gerð á
öllum þáttum innflutn-
ings- og dreifingar olfu
eins og samþykkt var
samhjjóða af öllum
helstu aðilum islensks
sjávarútvegs á siðasta
Fiskiþingi. Það er ekki
sjálfgefið að kaupa þurfi
alla okkar svartolín frá
Rússum og að þijú oliufé-
lög þurfi til að dreifa
henni hérlendis."
im
nm
Wrbbbbm
BBBHHI
jHHHHHHHHHSSSHBBSHIHHHHHHEHHBHfEl
ow
'fl
óskar þér
farsældar á nýju ári
og þakkar viðskiptin á árinu sem er að líða
Um leið viljum við minna á að einkunnarorð okkar eru
„Þar sem þekking og þjónusta fara saman“.
Pessi einkunnarorð lýsa betur en nokkuð annað hve okkur
er annt um að veita viðskiptavinum okkarfaglega þjónustu,
sem kemur þér að notum.
Úo Qo
op
Útvegsbanki
íslands hf
SS S
VERÐBREFAMARKAÐUR
OTVEGSBANKANS
- ÞAR SEM ÞEKKING OG ÞJÓNUSTA FARA SAMAN